Innskot: Ljúka hverju fljótt og vel?

Tveir stjórnarmenn í Breiðavíkursamtökunum, Konráð Ragnarsson og Víglundur Víglundsson, heimsóttu Geir Haarde forsætisráðherra og var fjallað þar um Breiðavíkurskýrsluna og frumvarp til laga um miskabætur.

Stjórn Breiðavíkursamtakanna virðist hafa sent frá sér ályktun um þennan gagnlega fund og þar segir: „Breiðavíkursamtökin lýsa ánægju sinni með viðbrögð ráðherra að vilja ljúka máli þessu eins fljótt og kostur er.“ 

Ástæða er til að spyrja: Hverju á að ljúka eins fljótt og kostur er?

Frábið mér um leið að fólk leggi í þessa spurningu mína aðra meiningu en mína eigin!


mbl.is Ræddu Breiðavíkurskýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Svar við spurningu þinni ,þá vísa ég til fréttatilkynningu forsætisráðherra í dag.

Kveðja,

Konráð Ragnarsson 

Geir Haarde forsætisráðherra hyggst leggja fram boðað frumvarp um Breiðavíkurdrengina á þessu þingi.

Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmaður ráðherrans segir að nákvæm tímasetning á því hvenær frumvarpið verði lagt fram liggi ekki fyrir en allavega muni þingmenn geta kynnt sér frumvarpið og tekið til afgreiðslu á haustþinginu.

Samhliða þessu mun hefjast rannsókn á öðrum upptökuheimilum landsins og segir Gréta að ætlunin sé að fá hópinn sem vann Breiðavíkurskýrsluna til að annast þá vinnu enda skilaði hópurinn góðu starfi

Konráð Ragnarsson, 7.3.2008 kl. 14:58

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gott mál. Samtökin eru sum sé ótvírætt að fagna því að fljótt verði gengið í að hefja rannsókn á öðrum upptökuheimilum landsins. Það getur ekki átt við um bótafrumvarpið, því samþykkt þess virðist vísað til haustþings og þar með ársloka.

Forsætisráðuneytið hefði að ósekju mátt nefna í fréttatilkynningu sinni rannsóknarþáttinn vegna annarra upptökuheimila fyrst en bótafrumvarp númer tvö, en ekki öfugt. Ég er, Konráð, að fiska eftir slíkri áherslu. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.3.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta er erfitt og menn vilja leggja það að baki ´ser?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 02:40

4 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Já ég skil hvað  þú ert að fara,ég hef það á tilfinningunni að þeir ætli að keyra þetta samhliða,bæði málin eru mikilvæg og haldast í hendur,þær miskabætur sem verða ákveðnar fyrir Breiðvíkurdrenginna verður líklega fordæmisgildandi fyrir önnur heimili líka.Ég get verið sammála þér að það er ekki eftir neinu að bíða, rannsókn annarra  heimila á að byrja strax,og ég tel yfirlýsing ráðherra að það taki 3 ár, ótimabæra,enda held ég að þetta hafi verið meira pólitískt svar en staðreynd.

Rannsóknanefndin hefur aflað sér gífulega reynslu á því hvernig best er að bera sig  að í slíkun rannsóknum, með rannsókn Breiðavíkuheimilisins og hlítur þess vegna vera búin að leysa mörg vandamál sem fylgja svona vinnu,þar af leiðandi,eða ég tel svo vera,ætti næsta rannsókn getað gengið fljótari fyrir sig,þó heimilin séu mörg.

Konráð Ragnarsson, 8.3.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Víglundur Þór Víglundsson

Bótafrumvarp fyrst, síðan rannsókn á öðrum heimilum. Breiðavíkursamtökin munu taka þátt í með yfirvöldum að fara yfir tillögur um bótagreiðslur og hvernig þeim verður háttað. Sama hvernig þetta endar, þá verða alltaf einhverjir óánægðir með útkomuna, enda  mismunandi timabil og lengd dvalar.  

Víglundur Þór Víglundsson, 8.3.2008 kl. 10:30

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég þakka kommentin. Ég er sammála því að 3 hlýtur að vera ofmat hjá ráðherranum, nema þá fjöldi þolenda og ofbeldistilvika séu honum vitandi mun fleiri en okkur venjulega fólkinu grunar?

Þetta með bótaþáttinn er vissulega flókið mál ef því er að skipta. Mér virðist að sú lína hafi myndast innan Breiðavíkursamtakanna að allt skuli yfir alla gilda, en það myndi t.d. þýða að allir fyrrum vistmenn Breiðavíkur fái sömu bæturnar, kannski í námunda við 150 einstaklinga og dánarbú.

Þetta er í raun aðdáunarverð afstaða (og kann að vera fljótlegust líka). Því fyrir ætti að liggja að sumir urðu fyrir miklu ofbeldi og skaða af hálfu starfsmanna og vistmanna (eða öðrum hvorum) með ýmsir hafa beinlínis líst því yfir að dvölin vestra hafi verið ánægjuleg og þeim til bóta. Sumir voru síðan gerendur, ekki satt (jú, jú, kannski fyrst þolendur). Ættu þeir sem hafa líst yfir ánægju sinni ekki að afsala sér bótum? Ættu vistdrengir frá forstöðumannsárum Þórhalls Hálfdánarsonar og Björns Loftssonar ekki í raun að fá hærri bætur en drengir frá tíð annarra forstöðumanna, þegar litlar líkur komu fram um ofbeldi? Það er vissulega hreinlegast að láta eitt yfir alla ganga. Þó finnst mér að það eigi að gefa kost á "núll-flokki", sem ég nefni, gefa þeim kost á að afsala sér bótum sem kannast ekki við neinn skaða og telja sig hafa jafnvel upplifað bestu ár ævi sinnar. Nefna má menn sem hafa tjáð sig opinberlega um hrifningu sína, eins og Rúnar Þórarinnsson og Þórð Ágústsson. Það væri skrítið að sjá t.d. þessa menn gera kröfu til bóta, eftir fyrri yfirlýsingar, ekki satt? 

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.3.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband