Edit - cut - trash

Skjár einn er með ágætis þætti á sinni dagskrá. En mest æpandi og leiðingjarnasti dagskrárliðurinn nefnist auglýsingar, þetta drasl sem látið er rjúfa hið áhugaverða efni æ meir, æ oftar. Auglýsingar (sem sumir kalla skilaboð (sic)) og dagskrárkynningar eru orðin svo yfirþyrmandi fyrirbæri á stöðinni að hið hálfa væri nóg. Í vinsælum þáttum er truflunin einfaldlega orðin svo mikil að maður fer að gefast upp. Þegar ástandið er orðið þannig að maður verður að taka þættina upp til að geta hraðspólað yfir píninguna þá þurfa auglýsendur að fara að athuga sinn gang. Oft hef ég hugsað til þess hversu næs væri að hafa forrit með edit-cut möguleikum að hreinsa út þetta auglýsingadrasl. Því drasl er þetta mestmegnis og það heyrir til undantekninga að auglýsingarnar séu ekki hreinn og beinn blekkingaleikur og lygi. Hvar eru eiginlega lögin sem eiga að banna villandi framsetningu og ósannindi í auglýsingum? Er öllum orðið sama? Má núorðið ljúga hverju sem er í þessum auglýsingum? Cut.

Síðar sama kvöld: Ég þurfti á þessari útrás að halda. Þær eru orðnar ansi margar vörurnar og þjónustan sem ég sver að ég kaupi aldrei vegna síendurtekinna dagskrártruflana ofnotaðra auglýsinga. Nema einhver finni upp auglýsingaeyði...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband