Bloggari leiðir til handtöku svartliða fyrir munnsöfnuð!

 Í stórskemmtilegri frétt Fréttablaðsins í dag (öftustu opnu) greinir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður frá því að svartliðinn Þorri Jóhannsson hafi í gær verið handtekinn af lögreglu og færður til yfirheyrslu, vegna tölvupósts sem hann skrifaði mér og ég birti hér á bloggi mínu (enda hafði hann reynt að birta efnið hér). Ég held að það sé rétt sem fram kemur í greininni að þetta sé í fyrsta skiptið sem maður er færður á lögreglustöð til yfirheyrslu vegna tölvupósts (sem síðan leiddi til netskrifa). Sérkennilegt að hafa stuðlað að því.

Ég fjalla um netpóst þennan hér fyrir neðan, en þar kemur fram að ég hafi fengið nafnlausan tölvupóst með töluvert skrautlegu orðalagi og beinum hótunum í garð ráðamanna og að mér fannst óbeinni hótun í minn garð. Égvildi ekki kæra málið formlega, en lét Stefán Eiríksson lögreglustjóra vita af innihaldinu með tölvupósti til hans persónulega. Stefán er vaskur maður og hefur metið það svo að um alvöru hótanir í garð ráðamanna væri að ræða.

Ég vísa til færslunnar fyrir neðan, en vil að öðru leyti bæta því við að nokkru eftir samskiptin við Stefán komst ég að því hver hefði sent mér þessi nafnlausu skrif og reyndist það vera maður sem mér er lítillega kunnugur og ég tel ekki ástæðu til að ætla að hafi fyrir alvöru meint það sem túlka má sem hótanir. Ég hef síðan átt í samskiptum við Þorra (um tölvupóst) og hann þvertekur fyrir illindi í minn garð persónulega og fyrir að hafa í alvöru ætlað að gera ráðamönnum eitthvað.

En að Herði Torfa.  Er verið að snúa út úr hans orðum? Bæði og. Upptakan af samtali blaðamanns Mbl.is við Hörð gefur eftirfarandi: "Af hverju er maðurinn að draga þetta út í... allt í einu, veikindi sín". Þessi ummæli hefur blaðamaðurinn snurfussað svo: „Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?". Þetta er ekki nákvæmlega haft eftir og má deila um hvort fínpússning blaðamannsins breyti nokkru. Mér finnst hún þó nógu nákvæm til að hafna því, líka í ljósi annarra ummæla hans í samtalinu, að þarna hafi blaðamaðurinn eða aðrir verið að snúa út úr orðum Harðar. Hann á ekki að ströggla með þetta, heldur bæði útskýra betur við hvað hann átti og biðjast afsökunar.Þá verður honum enda fljótt fyrirgefið.


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 11:57

2 identicon

Þetta sýnir innra eðli Harðar Torfasonar og kemur mér ekki á óvart Hörður hefur lifað á Íslensku samfélagi, aldrei borgað skatta eða skyldur til samfélagsinns. Þegar ég var ungur voru þannig menn kallaðir ónytjungar, og voru allstaðar til ama. Svo er enn.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 12:33

3 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Sammála þér Friðrik

Guðrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Liberal

Hörður sýnir þarna sitt sanna eðli. Maðurinn sem alla sína ævi hefur barist gegn miskunarleysi samborgara sinna. Forsætisráðherra greinist með illskeytt og óvægið mein, og það sem Hörður hefur að segja er að "þetta séu nú bara reykbombur" og að hann "sjái nú í gegnum svona leiki".

Hörður er ómerkilegt skítseiði og á ekkert annað skilið en ævarandi skömm fyrir þessi ummæli. Hans krafa á ekkert skylt við vilja fólks eða lýðræði, hann vill einfaldlega koma sínum kommúnísku vinum í VG til valda sama hvað það kostar og það strax.

Hörður Torfason - þú ert aumingi og ræfill og mátt skammast þín.

Tekur undir með Ómari - Hörður er og hefur alla tíð verið ónytjungur og afæta á samfélaginu. Fólk eins og hann má ekki koma að uppbyggingu hins nýja Íslands.

Liberal, 24.1.2009 kl. 13:01

5 identicon

Það eru allir að vorkenna Geir... vorkennir enginn öllu því fólki sem Geir kom á kaldan klaka... vorkennir enginn öllum þeim fjölskyldum sem kæruleysi Geirs rústaði... vorkennir enginn börnunum sem hafa jafnvel misst foreldri í sjálfsmorð vegna kæruleysis þessarar ríkisstjórnar... vorkennir enginn jafn veiku eða meria veiku fólki sem fær ekki sömu heilbrigðisþjónustu og Geir.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:26

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Friðrik Þór, þetta er áhugaverð umræða. Frá mínum bæjardyrum séð eru þetta tvö aðskilin mál:

a) Ummæli Harðar um veikindi forsætisráðherra - Hörður ætti að biðjast afsökunar.

b) Á að halda mótmælum áfram núna þegar staðfest er að gengið verði til kosninga í vor? Nei, það á ekki að halda þeim áfram. Hörður og félagar ættu að snúa sér að undirbúningi framboðs sem og aðrir sem telja sig eiga erindi á þing.

Páll Vilhjálmsson, 24.1.2009 kl. 13:27

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Páll Vilhjálmsson: Hverjir eiga að stjórna landinu meðan að núverandi stjórnarflokkar eru 90% með sína athygli við framboð???

Við verðum að fá einhvern vísi að neyðarstjórn.

Baldvin Jónsson, 24.1.2009 kl. 14:39

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka innleggin.

Kristján Logason: Ég veit ekki hvað "Wrong answer 101" þýðir.

Ómar Sigurðsson: Þú segir: "Hörður hefur lifað á Íslensku samfélagi, aldrei borgað skatta eða skyldur til samfélagsinns". hvað hefur þú fyrir þér í þessu? getur þú fært rök og aðrar sönnur fyrir þessari ærumeiðandi fullyrðingu þinni? er ekki líklegt að Hörður hafi hið minnsta borgað óbeinu skattana (vask og annað)? Ef þú hefur ekki brugðist við þessu á næstu 3-4 klst mun ég láta þessi meiðyrði hverfa sem rakalausan rógburð. Þvælan upp úr Liberal sleppur hins vegar fyrir horn tjáningarfrelsisins.

Auðvitað eiga veikindi manna ekki að skýla þeim fyrir lýðræðislegri umræðu. Ummæli Harðar voru samt óviðeigandi og óþörf. Sama gildir um það sem haft er eftir Guðrúnu nokkurri Tryggvadóttur í erlendum miðli, um þá "heppni" Geirs að veikjast núna. Guðrún þessi er titluð ritstjóri vefsíðu og í mitt eyra er hvíslað að þetta sé Guðrún tryggvadóttir stjórnarmaður í Landvernd. Hefur þetta komið fram? Hefur hún dregið þetta til baka og beðist afsökunar?

Páll: Ég er þér sammála í grunninn. En samt er eitt og annað sem þarf kannski að knýja í gegn með mótmælum og að því ættu þau núna einkum að beinast; að reka á eftir því að skipt verði um stjórnendur Seðlabanka og FME. Nokkrar líkur eru reyndar á því að stjórnarflokkarnir vindi sér í þetta til að reyna að lagfæra fylgis-stöðuna. Ætli núverandi stjórn að sitja fram að kosningum verður hún ígildi starfsstjórnar utan um nauðsynlegar aðgerðir og þeirra á meðal slíkra hreinsana. Slíkar hreinsanir eru og forsenda þess að grasrótin í Samfylkingunni samþykki áframhaldandi stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum. Ef ríkisstjórnin tekur sér tak og rekur Davíð þá sljákkar í mörgum!

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 15:11

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þá er Hörður búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum og það er gott og málið dautt.

Verra er með neðangreind ummæli í Mogganum, en téð Guðrún Tryggvadóttir ku vera ritstjóri vefsíðunnar natturan.is  og hún stjórnarmaður í Landsvernd. 

"Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki þjarma að honum".

Innlent | mbl.is | 23.1.2009 | 19:12

„Ekki farin að finna til með honum ennþá“

„Ég er ekki farin að finna til með honum ennþá. Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki þjarma að honum,“ hefur AP fréttastofan eftir einum mótmælanda í Reykjavík dag, sem þannig kemst að orði um Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Fréttaritari AP ræðir við nokkra mótmælendur í hópi þeirra sem vilja ákveðnari aðgerðir í stað þess að bíða fram í maí eftir nýrri ríkisstjórn.

„Hann hefði átt að biðjast afsökunar og segja af sér,“ er haft eftir Guðrúnu Tryggvadóttir, sem titluð er ritstjóri vefsíðu. „Ég er ekki farin að finna til með honum ennþá. Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki þjarma að honum. Ég vil nýja stjórnarskrá, og síðan samkeppni um það hvernig nýja Ísland ætti að vera.“

Aktívistinn Gunnar Hinriksson segir við AP að Íslendingar muni sitja uppi með sama tóbakið þar til eftir kosningar. „Leiðtogar okkar eru sjúkir og þjóðin líka,“ segir hann í samtali við fréttaritara AP.

Óttar Norðfjörð, rithöfundur, var einn mótmælendanna sem AP ræddi við í dag. Hann telur útilokað að ríkisstjórnin geti starfað almennilega á næstu mánuðum meðan kosninga er beðið.

„Hvernig getur ríkisstjórnin starfað eðlilega þegar báðir formennirnir eru veikir?“ er haft eftir honum. „Þetta er að verða eins og kvikmynd eftir Woody Allen."

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/23/ekki_farin_ad_finna_til_med_honum_enntha/?ref=fpmestlesid

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 16:02

10 identicon

Það er gott að heyra að Lögreglustjóri er búinn að grípa í taumana vegna  ógeðfelldra skrifa þessa manns.

Í framhaldi af þessu er vert að benda á að fyrir röskum mánuði síðan var þáverandi forseti bæjarstjórnar á Álftanesi, Kristján Sveinbjörnsson, Samfylkingar maður,  færður til yfirheyrslu hjá lögreglu sakir nafnlausra skrifa hans á umræðuvefa á heimasíðu Álftaness. Þar fór sá hinn sami mikinn og flest það sem hann lét flakka voru meiðandi fullyrðingar í garð nafngreindar einstaklinga. Hitt sem ekki hefur komið fram er að hann sakaði sjálfstæðismenn á ÁLftanesi um að vera handbendi þessa fólks og hafa þegið af þeim fé (mútur).  Þessi maður á nú yfir höfði sér ákæru.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:03

11 Smámynd: halkatla

Öll þessi ummæli og móðursýkin í kjölfar þeirra eru efni í svona 100 lúkasa fyrir íslensku þjóðina að velta sér uppúr á næstu vikum. Og það er mín skoðun að blaðamennska á Íslandi sé óhuganleg, með mbl fremsta í flokki þegar fréttum er breytt í falsanir og/eða áróður. Skynsemin á sér engan séns við þessar kringumstæður.

halkatla, 24.1.2009 kl. 17:05

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

eh... til hamingju með það, Sigurður Helgi?

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 19:16

13 Smámynd: Dóra

Þú ert svo duglegar að blogga ...... ef ég ætti að skoða þetta allt... þá væri ég endalega lögst.. í rúmið.... helda að ég og pólitík eigum ekki góða samleið...

Enda Dóra vön að fara sína leið... sem er stundum það besta... kærleikur til þín Lilló minn... kærleikurinn kemur frá Danmörku  Dóra

Dóra, 24.1.2009 kl. 19:50

14 Smámynd: Sverrir Einarsson

Gott að vita af því að hægt sé að rekja nafnlausann tölvupóst.

Er Ómar að segja að Hörður hafi ekki þurft að borga skatta t.d. af íbúð sinni.

Ef svo er þá vil ég sannanir fyrir því að hann hafi komist upp með að gera slíkt.

Hörður bað Geir afsökunnar, eitthvað sem Ómar ætti að íhuga.

Góðar stundir.

Sverrir Einarsson, 24.1.2009 kl. 21:44

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Tölvupósturinn, Sverrir, var ekki svo nafnlaus þegar á reyndi. Bara gúggla netfang sendanda og voila.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband