Afsögn Björgvins æpir á Sjálfstæðisflokkinn

Björgvin G. Sigurðsson tilkynnir um afsögn sína á...Ég og Björgvin G. Sigurðsson vorum samstarfsmenn fyrir áratug eða svo og ég tel mig þekkja hann ágætlega. Afsögn hans kemur mér ekki á óvart. Ef eitthvað er tel ég að þrýst hafi verið á hann um að stíga slíkt skref ekki - fyrr en þá nú. Ég þekki Björgvin af því að vera einarður prinsippmaður og tel mig vita að hugur fylgi þarna sannarlega máli, en að ekki sé um málamyndagjörning að ræða.

Afsögn Björgvins og - væntanlega að hans frumkvæði - fráhvarf forstjóra og stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins, Jónasar Fr. Jónssonar og Jóns Sigurðssonar, æpir á Sjálfstæðisflokkinn um samsvarandi öxlun ábyrgðar. Við blasir að hið minnsta formaður bankastjórnar og formaður bankaráðs Seðlabankans fjúki og að líkindum fjármálaráðherra. Gerist það má segja að forsenda sé fyrir hendi að núverandi ríkisstjórn geti almennt og yfirleitt setið að völdum fram að kosningum. Ef ekki eru engar forsendur fyrir áframhaldandi starfsstjórnun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.

Í þessum "töluðu" orðum eru forkólfar Samfylkingarinnar að funda með Geir heima hjá honum. Gangi þeim vel með erindi sitt...

Viðbót:

Kannski er ég óþarflega jákvæður í garð afsagnarinnar, en mér finnst furðum sæta hversu margir horfa á afsögnina í neikvæðu ljósi. Jafnvel þeir sem eru búnir að æpa lengi og hátt á öxlun ábyrgðar og afsagnir segja að útspil Björgvins sé bara pólitískur loddaraskapur, hann sé bara að hugsa um eigin hag, þetta sé of lítð og of seint o.s.frv. Jákvæðustu raddirnar segja að Björgvin sé "maður að meiru" fyrir að gera þetta.

Kom ákvörðun Björgvins of seint? Færa má gild rök fyrir því að hún hafi mátt koma fyrr, en að mínu mati þá einvörðungu í tengslum við víðtækari uppstokkun í stjórnarsamstarfinu og þá raunar með afsögn allrar ríkisstjórnarinnar í sjálfu sér. Ákvörðun Björgvins kemur hins vegar ekki of seint miðað við að ólgan í samfélaginu er tiltölulega nýrisin upp til hæstu hæða og uppreisnin innan flokks Björgvins er líka nýtilkomin. Það er NÚ sem mælirinn fylltist.

Of lítið? Já. þessi afsögn hefur lítið gildi fyrir hina reiðu þjóð nema hin hliðin á sama peningnum fylgi með. Fjármálaráðherra (ef ekki stjórnin öll), bankastjórn og bankaráð Seðlabankans.

Ég vildi og óska þess að einhverjar þær klásúlur væru til sem leiddu til "afsagnar" manna á borð við Finn Ingólfsson, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ólafs Ólafssonar, Björgólfs Thors og Guðmundssonar, Sigurðar Einarssonar og fleiri mætti nefna.  Þarna eru skúrkarnir sem sannarlega eiga að "segja af sér".


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér um að það er lágmark að það verði tekið til í Seðlabankanum og fjármálaráðherra fjúki ef ríkisstjórnin vill kaupa sér einhvern stundar „frið“. Ingibjörg Sólrún þarf líka nauðsynlega að horfast í augu við að hún á að vera í veikindafríi. ég kæri mig a.m.k. alls ekkert um að hún fórni heilsu sinni og lífi fyrir landið sitt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég held að landið kæri sig ekki um það heldur...

En burtséð frá því, þá er tónlistaverkið ykkar afastráks algert listaverk. Ég skemmti mér vel.. það fór um mig nettur "hrollvekjuhrollur" í bergmálskaflanum snemma í laginu en svo hló maður og upplifið heiminn með litla stubb.

Takk fyrir, þetta var skemmtilegt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.1.2009 kl. 20:35

3 Smámynd: Sævar Helgason

Góð grein.  Fjöldamótmælafundinir sem haldnir hafa verið í 16 skipti á Austurvelli auk Borgarafundanna- hafa lagt alla þungamiðjuna á :

- Stjórn Seðlabankans burt

- Stjórn Fjármáleftilitsins burt

- Ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga hið fyrsta.

Nú hafa kosningar verið boðaðar  9. maí 2009 - það mál er þá uppfyllt.    Visðskiptaráðherra , stjórn Fjármáleftirlits ásamt forstjóra þess- hefur  sagt af sér- það mál er uppfyllt.   Eftir stendur að stjórn Seðlabankans situr ennþá  og ríkisstjórnin hefur ekki sagt af sér en sem komið er.  Verði sú niðurstaða á morgun ,26.01.2009 að mynduð verði ný ríkisstjórn sem sitji til vors og hún setji stjórn Seðlabankans af,- strax --- þá eru uppfylltar allar kröfur fólksins- eða er það ekki ?  Og friður verði með þjóðinni. 

Sævar Helgason, 25.1.2009 kl. 22:36

4 Smámynd: Ólafur Sigurðsson

Hann hafnar biðlaunum, en skuldar helling í fasteignalánum. Þetta er einarður prinsippmaður. Eiginlega of góður fyrir þetta. Ég tek hatt minn ofan.

Ólafur Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 02:17

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég bloggaði um það þann 27. nóvember að þá væri að lokast glugginn fyrir Björgvin og Samfylkinguna til að hann segði af sér með sæmd sem það fordæmi sem Samfylkingin yrði að sýna. Ég sagði líka að engin spurning væru um að Björgvin yrði að fara aðeins hve mikið það þyrfti að kosta hann og Samfylkingun áður, ekki vegna sakar heldur vegna pólitískrar ábyrgðar á málaflokknum.

- Þetta sagði ég þó ekki fyrren ég hafði setið á mér lengi um það.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband