Ég stræka á fundi þegar strákarnir spila

 Íslenska landsliðið í knattspyrnu á æfingu Pétur Pétursson...

   Það er ég viss um að "kerlingar af báðum kynjum" innan allra stjórnmálaflokka séu nú í óða önn að skipuleggja pólitíska fundi næsta miðvikudag, akkúrat þegar Skotland er að taka á móti Íslandi í fótboltanum.

Ég hef oft orðið gramur yfir því þegar "kerlingar af báðum kynjum" finna aldrei betri fundartíma en kl. 3 á laugardögum, þegar Liverpool, Manchester United, Arsenal, Chelsea og Tottenham eru að spila.  Ég þykist vita að sömu "kerlingar af báðum kynjum" hafi ekki hugmynd um að það er landsleikur í fótbolta næsta miðvikudagskvöld og eru um það bil að boða til áríðandi fundar akkúrat þá.

Hef ég ekki rétt fyrir mér?


mbl.is „Eigum ágæta möguleika“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ó jú!

Guðmundur St Ragnarsson, 30.3.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Friðrik Þór, skemmtilegur tónn í þessu hjá þér! Alltaf lúmskt gaman þegar fylkingar með og á móti íþróttum takast á, þó það hafi nú reyndar alltaf farið í taugarnar á mér, svolítið, þegar margur sjálsskipaður menningarvitinn hefur viljað stilla íþróttum og t.d. listsköpun upp sem andstæðum pólum!

Íþróttir að sjálfsögðu engu minna menningarfyrirbæri en til dæmis listmálun og kappar á borð við Eric CAntona, Dimitar Berbatov og Alla Gísla gætu sannarlega staðfest, "Boltadrengir" sem allir hafa fengist eða fást líka við myndlist!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Fær þetta lið aldrei nóg af fundarsetum ? Er þetta eitthvað heilkenni ?

Finnur Bárðarson, 30.3.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Góð spurning Finnur. Fundir eru nauðsynlegir, ekki síst mótmælafundir og kosningafundir, en það er allt í lagi að horfa í kringum sig og gæta þess að atburðir rekist ekki á um of.

Ef markmiðið er að fá sem flesta á fund þá setur þú ekki fund á þegar eitthvað rosalega vinsælt annað er í gangi, sérlega vinsæll sjónvarpsþáttur til dæmis. Í "den" var vinsælt að hafa fundi sjónvarpslausa daginn og vitaskuld ákveðin hugsun þar að baki. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 12:55

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég stræka líka, þetta er óþolandi hugmyndasnauð að ekki sé hægt að setja á fundi á öðrum tímum en þegar leikir eru, til eru menn sem ryksuga fyrir hádegi á laugardögum til að húsmóðirin fari ekki að ryksuga á alversta tíma, þegar ekki eru leikir má hún bara ryksuga þegar hún vill.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.3.2009 kl. 18:49

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka undirtektirnar. Ég ætla að fylgjast með hvaða fundir eru boðaðir meðan á leiknum stendur...

Friðrik Þór Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 19:25

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er auðvitað nauðsynlegt að vita á hvaða fundi maður er að stræka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.3.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband