Kannast ekki við drauma-pakkann sem Björgólfur sagði frá

Nokkru eftir bankahrunið fullyrti Björgólfur Thor Björgólfsson í Kompási að ef stjórnvöld hefðu tryggt þáverandi Landsbanka 200 milljón pund hefðu Bresk stjórnvöld keyrt í gegn flýtimeðferð og komið ábyrgðum af Icesave inn í Breska lögsögu. Stjórnvöld hefðu klikkað á þessu. Þessi fullyrðing er þeim mun afdrifaríkari að menn áætla nú að Íslandi þurfi að taka á sig í námunda við 600 til 700 milljarða króna skuldbindingar vegna Icesave - en 200 milljón pund er aðeins brot af þessu eða um 33 milljarðar á núverandi gengi en um 44 milljarðar ágenginu 8. október sl.

Ég vildi kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga Björgólfs Thors og sendi fyrirspurnir í þeim tilgangi. Og fékk svör. Kastljós hagnýtti sér svörin í kvöld. Hér fyrir neðan eru fyrirspurnirnar og svörin.

FYRIRSPURN FÞG til Breska fjármálaráðuneytisins  7. Janúar:

From: Friðrik Þór Guðmundsson [mailto:lillokristin@simnet.is]
Sent: 7. janúar 2009 17:40
To: 'Hannah.gurga@hm-treasury.x.gsi.gov.uk'
Subject: Query regarding Landsbanki freezing Order

 

HM Treasury

1 Horse Guards Road,

London SW1A 2HQ

 

Dear Hannah Gurga.

 

Reference is made to you as regards "any queries regarding" the use of "powers available under Part 2 of the Anti-Terrorism, Crime and Security Act 2001" against Icelandic bank Landsbanki (plus Authorites and the Government of Iceland) in October last. (I refer to: http://www.opsi.gov.uk/si/si2008/em/uksiem_20082668_en.pdf)

 

My query, with reference to the Freedom of Information Act, is as follows:

 

Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?

 

In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied.

 

As regards sources for this "story" I point out, that one of the two main owners (now former) of Landsbanki at the time, mr. Bjorgolfur Thor Bjorgolfsson (aka Thor Bjorgolfsson) has openly state this as a fact, in TV news-show Kompas (Icelandic) and statements in late October last.

 

Please respond to this query as soon as possible. If for any reasons you are NOT the right person to answer, then please forward this to such a person or agency with CC to me.

Please confirm that you have recieved this Query.

 

Best regards and happy new year,

Fridrik Thor Gudmundsson

journalist (free-lance)

 

SVAR Breska fjármálaráðuneytisins 5. Febrúar er í VIÐHENGDRI PDF SKRÁ

 treasury

FYRIRSPURN FÞG til FSA 10. febrúar:

 

From: Friðrik Þór Guðmundsson [mailto:lillokristin@simnet.is]

Sent: 10. febrúar 2009 13:43

To: 'foi@fsa.gov.uk'

Subject: FW: FOI Iceland bank

 

 Good people of FSA.

 

I am fridrik Thor Gudmundsson, free-lance journalist in Iceland and I hereby send you a query with reference to the Freedom of Information Act of 2000.

 

I refer to the attached response from HM Treasury to my query. HMT has told me that its response does not apply to the FSA, despite the wording of my query. My query to the FSA is the same as to HMT:

 

 

"Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?

 

In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied".

 

 

Because of media coverage in Iceland it is essential and would be gratefully appreciated if you could send me a response ASAP. In the Media here in Iceland the former main owner of Landsbanki, B. Thor Bjorgolfsson, has clearly stated that Hector Sans was personally involved in this matter.

 

Please confirm forthwith that you have recieved this query and what I may expect as regards a response.

 

Best regards,

Fridrik Thor Gudmundsson

Free-lance journalist

Iceland

 

SVAR Breska Fjármálaeftirlitisins 27. febrúar:

Our ref:  FOI1152

Dear Mr Gudmundsson

Freedom of Information: Right to know request

Thank you for your request under the Freedom of Information Act 2000 (the Act), for the following information.

"Can you confirm or deny that ín the days and weeks prior to the Freezing Order an understanding had been reached between UK (FSA and/or HM Treasury) and Landsbanki (now former) owners that if Landsbanki and/or Iceland would put 200 million GBP into the relevant Deposit Insurance Fund (or as a guarantee in some other form) then the FSA/HM Treasury would hasten changes made to the status of Landsbanki branch and UK take over the rest of the guarantees? In other words; If Landsbanki got a 200 million GBP loan from the Icelandic Government (Federal reserve bank or otherwise) to this effect then Iceland would not have to worry anymore about Icesave deposit guarantees?

 In an answer to this query it would be essential to receive copies of relevant documentation that confirm this, unless this can be categorically denied".

Following a search of our paper and electronic records I can inform you that we do not hold the information you are seeking.   This is because no such agreement was entered into.

If you have any queries please contact me.

Yours sincerely

Sandra Collins (Mrs)
Information Access Team
Financial Services Authority

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vísir, 02. mar. 2009 19:46

Bresk stjórnvöld lofuðu ekki flýtimeðferð vegna Icesave

mynd
Bresk yfirvöld segja Björgólf fara með rangt mál.
Ekkert samkomulag var gert um flýtimeðferð til þess að koma Icesave reikningunum í breska lögsögu líkt og Björgólfur Thor Björgólfsson hélt fram í viðtali við Kompás skömmu eftir hrun bankanna. Þetta kemur fram í svari breska fjármálaráðuneytisins og breska fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Friðriks Þórs Guðmundssonar, sjálfstætt starfandi blaðamanns, sem hann sendi fyrrgreindum stofnunum í Bretlandi. Svörin voru birt í Kastljósi í kvöld



Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður hélt því fram í Kompási sem sýndur var þann 27. október síðastliðinn að daginn áður en neyðarlög voru sett á bankana hafi bresk yfirvöld boðist til að taka alla Icesave reikninga undir sína ábyrgð á fimm dögum, gegn því að Seðlabankinn lánaði Landsbankanum 200 milljónir punda í tryggingu. Í viðtalinu fullyrti Björgólfur að ef þessu góða boði hefði verið tekið hefðu Icesave reikningarnir getað farið undir breska lögsögu og íslensk stjórnvöld geta forðast harðvítuga milliríkjadeilu við Breta um ábyrgð á reikningunum.



Seðlabanki Íslands hafnaði hins vegar að lána Landsbankanum 200 milljóna punda tryggingu Daginn eftir að það gerðist og bankinn var tekinn með neyðarlögum hringdi Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta í Árna Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra. Björgólfur Thor sagðist í samtali við Kompás telja að í samtalinu hafi Darling, furðu lostinn, vísað í að Landsbankinn hafi ekki fengið fyrirgreiðslu deginum áður.

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér er viðtalið við Björgólf í heild sinni og hér er umfjöllunin í Kastljósinu í kvöld. Hér er svo samtal Árna við Darling og umfjöllun um það.

Tek ofan fyrir þér fyrir frumkvæðið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.3.2009 kl. 21:24

3 identicon

Góður! Svona eiga fréttamenn að vinna!

Ólafur (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka þér fyrir að setja þessa tengla hingað inn Lára Hanna. Margar hendur vinna gott verk. Sérstaklega ágætt að hafa Kastljós-skúbbið á Darling-símtalinu hérna.

Rétt að undirstrika að ég starfa ekki hjá Kastljósi, en leyfði því góða fólki að hagnýta bréfasamskiptin.

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 21:39

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Friðrik þú ert snillingur, haltu áfram góðri vinnu, alveg magnað.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 2.3.2009 kl. 21:53

6 identicon

Friðrik.  Takk kærlega fyrir.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:53

7 identicon

Sæll Friðrik.

Eins og sjá má af eftirfarandi skilgreiningu Websters orðabókarinnar á vefnum er "understanding" ekki það sama og "agreement entered into":

understanding: a mutual agreement not formally entered into but in some degree binding on each side. 

Gunnar Tómasson, löggiltur skjalaþýðandi

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:10

8 identicon

Fott vinnubrögð, reyndar skil ég ekki fólk sem ENDALAUST trúir á yfirlýsingar sem koma frá fyrrum eigendum bankanna.  Að stofna Ice-SLAVE reikninga var VIÐBJÓÐSLEGUR GLÆPUR - í raun landráð - þarna voru einstaklingar (eigendur & bankastjórar Landsbankans) að ná sér í fé þegar í raun var augljóst að bankinn þeirra var kominn á hausnum.  Þjóðar ógæfa að þessir menn skuli tengjast Íslandi, ótrúlegt tjón sem þeir Björgólfs feðgar hafa valdið landinu, fyrst söktu þeir Hafskip, svo Eimskip, svo Mogginn, svo Landsbankinn og að lokum sjálf þjóðarskútan..!  Ég held að þeir Björgólfs feðgar megi alveg fara að íhuga að biðja þjóðina afsökunar, eða hvað....  Rosalega sorglegt hvernig ólíkir aðilar hafa varið með það "TRAUST & frelsi" sem þeir fengu.  Þeir stóðu því miður ekki undir þeirri ábyrgð sem þeim var falinn.  Það er léleg afsökun hjá þeim að benda t.d. á að allir aðrir hafi verið "jafn slæmir" bæði hérlendis & erlendis.  Hvers konar eðli er eiginlega í gangi hjá þessum einstaklingum??

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:15

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka þér fyrir þýðinguna, Gunnar. Það hefði augljóslega ekki dugað á nokkurn hátt að veifa munnlegu samkomulagi framan í Seðlabanka Íslands og fjármálaráðherra lýðveldisins. Það gefur augaleið.

"Following a search of our paper and electronic records I can inform you thatwe do not hold the information you are seeking.   This is because no suchagreement was entered into ".

Á engum tímapunkti hefur nokkuð ratað á blað, hvorki á hefðbundinn hátt eða rafrænt, sem réttlætt gæti 200 milljón punda afhendingu af almannafé. Í svona máli getur understanding ekki verið bindandi með einungis óformleg samtöl á bak við sig. Ríkisvaldið getur ekki gamblað með almannafé.

Ég hef ekki kallað Björgólf Thor lygara. Fyrirspurnir mínar lutu bæði að understanding eða þaðan af meira. Ég get ekki leyft mér að draga ályktanir út frá orðalagi Bretanna, sem svara þarna, að þeir séu ekki að svara samviskulega um ÖLL bindandi samningsatriði. Það er ansi alvarlegur hlutur í Bretlandi að fara á svig við upplýsingalöggjöfina - ef það gerist og það kemst upp er hart tekið á slíku. 

Ég leyfi mér að skora á Björgólf Thor og félaga að sýna þó ekki væri nema sterkar vísbendingar um samskiptin. Þó ekki væri nema skrá yfir tiltekin símtöl.  Mér þætti nefnilega ekkert síður alvarlegt og þarft að fram kæmi ljóslega fram, að við höfum í raun og sann haft möguleika á að taka á okkur skattgreiðendur í nútíð og framtíð 44 milljarða króna bagga í stað 600 til 700 milljarða króna bagga en stjórnvöld hér, ríkisstjórn og Seðlabanki, klúðrað því.

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 22:42

10 identicon

Kærar þakkir. Meira af þessu.

Rómverji (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:23

11 identicon

Frábært framtak og mikilvægar upplýsingar. Hvers vegna var engin fréttamaður búinn að þessu fyrir löngu? Okkar vantar ótal svör.

Áfram Friðrik og aðrir fréttamenn!

annag (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:27

12 identicon

Friðrik þú átt þakkir fyrir þetta !

Loksins segir fjölmiðlamaður okkur fréttir !

JR (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:42

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og svo ég "hræri örlítið í hégómagirnispottinum", þá virðist strax snemma árs vera komin sterkur kandidat í "Blaðamann ársins", arftaka Þóru Kristínar!?

En af öllu gamni slepptu og talandi um bagga stóra eða smærri, var ekki eitthvað verið að ræða um "lágmarksskell" vegna þessara reikninga um daginn, kannski "bara" 72 milljarða eða þar um bil!?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 23:49

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Skell þessu hingað inn:

Innlent | mbl.is | 2.3.2009 | 23:25

Fengu ekki fyrirgreiðslu

Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans vilja koma athugasemdum á framfæri vegna umfjöllunar Kastljóssins um þann möguleika að Icesave innlánareikningar Landsbankans yrðu fluttir í dótturfélag bankans í Bretlandi. Athugasemdin er eftirfarandi:

Eins og fram kemur í yfirlýsingu fyrrum stjórnenda Landsbankans frá 14. október 2008 átti Landsbankinn í viðræðum við breska fjármálaeftirlitið (FSA) um að Icesave innlánareikningar bankans í Bretlendi yrðu færðir með flýtimeðferð (e. fast track) yfir í dótturfélag hans þar í landi. Var Landsbankanum boðið upp á þann möguleika gegn 200 milljón sterlingspunda greiðslu bankans til Bretlands vegna útstreymis af Icesave reikningum og tiltekinna annarra ráðstafanna. Landsbankinn kom upplýsingum um þennan möguleika til fulltrúa stjórnvalda. Þar sem Landsbankinn fékk ekki fyrirgreiðslu Seðlabankans eins og óskað var þann 6. október til að greiða umræddar 200 milljónir sterlingspunda varð formlegt samkomulag um þetta efni aldrei að veruleika. Kann það að skýra svör breskra aðila við spurningum íslenskra blaðamanna.

Upplýsingum þessum var komið til umsjónarmanna Kastjóss fyrr í dag en þær ekki birtar.

Fyrir hönd fyrrverandi stjórnenda Landsbankans

Halldór J Kristjánsson

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 23:54

15 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Svona eiga blaðamenn að vinna. Grafast fyrir um staðreyndir á upprunastað OG fylgja málum eftir. Vel af sér vikið.

Vonandi verður umræðan um mikilvægt hlutverk fjölmiðla til þess að aðstæður frétta- og blaðamanna verði bættar til muna svo þeir geti sinnt starfi sínu með sóma. Er ástandið ennþá Friðrik Þór eins og var á Alþýðublaðinu í eldgamla daga?

Jón Baldur Lorange, 3.3.2009 kl. 00:04

16 identicon

Sæll Friðrik.

Í brezka stjórnkerfinu er til nokkuð sem kallast Chatham House Rules.  

Í þeim felst að aðilar hittast og ræða opinskátt um viðkvæm mál.  Engar fundargerðir eru teknar og enginn aðili er bundinn af því sem þar er sagt.

Eftir slíkan fund vita aðilar um afstöðu hvers annars - en engin gögn er að finna í brezka stjórnkerfinu að slíkur fundur hafi nokkru sinni átt sér stað.

Gunnar

Í tilfelli sem ég þekki til persónulega voru ákveðin mál varðandi samskipti Rússlands og Bretlands rædd af háttsettum

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:09

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mig langar til að benda fólki á að lesa MJÖG vandlega ofangreinda yfirlýsingu HJK fyrir hönd fyrrverandi stjórnenda Landsbankans. Sjáið hvernig mörg orð eru notuð til að koma engum nýjum upplýsingum á framfæri. Aðeins áréttað það sem áður var fullyrt.

Að sinni vil ég fyrst og fremst rifja eftirfarandi upp af visir.is:

"Vísir, 04. feb. 2009 15:41:

Orð Björgólfs Thors um Icesave ábyrgðir standa enn

  Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi fyrrum stjórnar Landsbankans segir að orð Björgólfs Thors Björgólfssonar um að hægt hefði verið að koma Icesave reikningum í breska lögsögu standi enn.

Þessi orð lét Björgólfur falla í Kompásþætti fyrr í vetur og þá kom fram hjá honum að breska fjármálaeftirlitið (FSA) var tilbúið að greiða fyrir málinu gegn 200 milljón punda tryggingu. Tveir af fyrrverandi bankastjórum Landsbankans hafa síðan staðfesta þetta opinberlega.

Nú hafa þrír ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar, forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðherra svarað fyrirspurn frá Siv Friðleifsdóttur þingmanni Framsóknar um málið á alþingi. Allir þrír neita því að hafa vitað af þessu tilboði FSA.

Ásgeir segir að forráðmenn Landsbankans gamla eigi gögn sem styðji mál þeirra.

Samkvæmt þeim gögnum er vilji FSA skýr. Það var að vísu ekki kominn á borðið sérstakur samningur um málið en FSA var tilbúnið að koma Icesave í breska lögsögu á einni starfsviku.

Á sínum tíma kom það fram hjá Seðlabankanum að bankinn hefði einfaldlega ekki haft efni á að lán þessi 200 milljón pund til Landsbankans til að liðka um fyrir málinu. Enda var bankinn þá nýbúinn að veita Kaupþingi lán upp á 500 milljónir evra korteri fyrir gjaldþrot þess banka".

 Spurning mín hlýtur þá að vera; var þessum tilteknu gögnum komið á framfæri við Kastljós? Er Halldór að segja að þessi skýru skjöl hafi verið send Kastljósi en Kastljós ákveðið að geta þeirra í engu? Eða var bara óformlegum munnlegum skilaboðum komið áleiðis þar sem fyrri fullyrðingar voru áréttaðar?

Ég skora á Halldór, Ásgeir, Björgólf og félaga að birta án tafar þessi skýru skjöl. Ef hægt er að sýna fram á að þetta hafi verið raunverulegt og áþreifanlegt tilboð þá beinast augun auðvitað að þeim opinberu stjórnendum og embættismönnum sem í því ljósi klúðruðu málinu - voru kannski ekki nægilega fífldjarfir að líta á munnlegan skilning þriðju aðila vera forsendu afhendingar á 200 milljónum punda (44 milljörðum) úr sjóðum almennings.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 00:15

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Takk fyrir upplýsingarnar um "Chatham House Rules", Gunnar. Ég sé hins vegar ekki að þær breyti miklu. En skoðum þetta samt aðeins:

"The Rule allows people to speak as individuals, and to express views that may not be those of their organizations, and therefore it encourages free discussion. Speakers are then free to voice their own opinions, without concern for their personal reputation or their official duties and affiliations. ... A significant percentage of people see secrecy which is supported by implementing the Chatham House Rule as a threat to democracy. The use of classified materials in various governments is a similar problem as the increases in use of secrecy are clearly problematic in terms transparent governing. People in high level positions wanting secrecy add fuel to the fires of conspiracy theorists as well as people who see secrecy as a threat to open communication".

Hér er vísað til ábyrgðarlauss, skuldbindingalauss og laumulegs spjalls milli einstaklinga. Reyndar segja bretarnir að reglan sé í eintölu, það sé bara ein regla og venjulega séu slíkir fundir haldnir on the record nema litlir hlutar og þá er sérstaklega beðið um að því sé sleppt. En reglunni er ætlað að liðka fyrir og koma á samböndum - ekkert meir. Sjá t.d. hér.

Ef þetta hefur verið svona fundur, hvaða skýru skjöl er Ásgeir þá að vísa til?  Kannski upptaka af slíkum fundi?

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 00:40

19 identicon

Ég skal viðurkenna að ég er pínu svekktur yfir þessu - fannst þetta fjandi góð saga :-)

Fyrst og síðast er ég þó yfirþyrmandi ánægður með að Blaðamaður (með stóru B-i) taki upp á að leita sannleikans á þennan hátt - þú átt hrós skilið og ég tek ofan fyrir þér.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:45

20 identicon

Sæll Friðrik.

Eins og kom fram á innleggi mínu hér að ofan (af slysni - ég byrjaði að segja frá dæmi um Chatham House Rules sem ég þekki til en hætti við það!) þá er mér kunnugt um ákveðið tilfelli þar sem tveir embættismenn Foreign Office og einn frá Ten Downing Street áttu fund með meðlimi Vísindaakademíu Rússlands sem kom við í London á leið til Sameinuðu þjóðanna í New York.

Á fundi þessara aðila var rætt af fullri hreinskilni um ýmis vandamál í sambandi við samskipti Rússlands og Bretlands á sviði efnahagsmála.  Þetta var fyrir hádegi.´

Rússneski aðilinn var síðan gestur Gang8 í lunch á Kensington Palace Hotel þar sem ... Chatham House Rules ... og segir ekki meira af því!

Gunnar

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:53

21 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Friðrik - takk fyrir þessi skrif og þessa vinnu.  Við þurfum á fólki að halda eins og þér.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 3.3.2009 kl. 01:01

22 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hvað allar þakkir varðar; mín eina fyrirhöfn var að semja aðallega tvö bréf og senda, ásamt því að reka á eftir þeim við og við. Þetta er enginn galdur. Þetta geta allir gert - þarf ekki blaðamann til. Meðan ég beið eftir svörunum gat ég gert alls konar aðra hluti, launaða og ekki launaða. Ég vil ekki á nokkurn hátt gera of mikið úr mínum hlut í þessu. Mín besta umbun fyrir þetta fyrirhafnalitla verk væri að fjölmiðlar og aðrir líti á það sem hvatningu til að brúka svo handhæg tæki.

Það drepur engan að senda fyrirspurn frekar en að það drepi nokkurn að biðja kurteisilega en ákveðið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.3.2009 kl. 01:08

23 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þakka þér kærlega Friðrik fyrir þetta. Við þurfum alvöru fjölmiðlamann eins og þig, við höfum enga svo í guðanna bænum haltu áfram!

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 01:13

24 identicon

Frábært framtak hjá þér og hafðu þúsund þakkir fyrir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og blessaður fylgdu þessu eftir.

Það er hins vegar verulega umhugsunarvert að enginn í fyrri ríkisstjórn, FME, eða "frétta- og blaðamenn" hafi sýnt þessu máli nokkurn áhuga hingað til.

Frétta- og blaðamenn þessa lands eru svoooo arfa lélegir að það er leitun að öðrum eins.

Með örfáum undantekningum , eins og núna, með þér, og svo hefur Kastljós stundum verið þokkalega beitt.

Ég held þú talir fyrir hönd allra þjóðarinnar þegar þú skorar á Björgólf Thor og Landsbankann að

koma með þessa pappíra og sýna okkur. Bréfið sem sent var frá Landsbankanum í dag til Kastjóss sýnir bara hrokann í þessum mönnum.

Enn og aftur, hafðu þökk fyrir og ég vona svo innilega að við eigum eftir að fá að sjá meira frá

þér. Ég hlakka til.

Margrét (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 01:18

25 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Gunnar, dæmið þitt sýnir einmitt fram á hvernig reglan var nýtt til að koma skilaboðum áleiðis en ekki að vera formleg leið, number ten er með þessu frítt ábyrgðar en hefur samt komið áhyggjum sínum vel og skilmerkilega á framfæri. Aðspurt getur það neitað öllu. Væntanlega ætti næsta skref að vera að viðkomandi færi með þessi "off the record" skilaboð til "réttra" aðila sem gæti þá aftur brugðist við annað hvort formlega eða áfram undir reglunni.

Ég las mér aðeins til um regluna eftir að þú minntist á hana (hef aldrei verið svo fræg að taka þátt í samkomu eða fundi þar sem reglan hefur verið nýtt - en sé að hún getur verið þægileg á köflum). Mér sýnast hinu ýmsu tink tankar nota hana til að fá sérfræðinga til að koma t.d. fram með worst case senerio (svona eins og Geir sagði að hefði átt sér stað á þessum fræga ríkisstjórnarfundi í lok september eða byrjun október (dregnar upp sviðmyndir sagði hann)) eða það er hægt að nota hana til að ræða upplýsingar sem viðkomandi annaðhvort getur ekki stutt fræðilega og/eða eru í þannig stöðu að það skaðaði hann faglega. Reyndar var komið inn á slíkt á fundinum í dag um siðareglur og vinnubrögð í blaðamannastétt þá í tenglum við þöggun í okkar annars ágæta samfélagi.

Að lokum kannski er ágætt að Íslendingar þekki almennt ekki þessa reglu er einhvernveginn viss um að henni yrði misbeitt. Leitt að segja það.

Kristín Dýrfjörð, 3.3.2009 kl. 01:20

26 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Er að velta þessu fyrir mér:

A. Bjöggarnir og Landsbankinn segja satt  = Lánið til Kaupþings (sem svo kannski rann beint til Jómfrúareyja) kostaði okkur Landsbankann, orðstýrinn og nokkur hundruð milljarða = hagsmunir Bjöggana og Landsbankans er að koma fram með sannarlega skriflega slóð (reikna með að þeir hafi t.d. númerabirti sem þeir geta skoðað).

B. Seðlabankinn og Árni lugu = þjóðin blæðir fyrir, fleiri tugir/hundruð milljarðar tapaðir.

C. Bjöggarnir og Landsbankinn sáu sína sæng útbreidda eftir viðtalið milli Darling og Árna var gjört heyrnum kunnugt, ákváðu að spinna um þess lausn sem var hinum megin við borðið. =  Spunameistarar sem einskins svífast.

Á endanum stendur samt eftir að að það var offjárfest og það á siðlausan hátt, Stendur eftir að ég, þú, börnin okkar og barnabörn vorum skuldsett vegna ævintýraþrár og vilja okkar til að stinga hausnum í sandinn.   

Kristín Dýrfjörð, 3.3.2009 kl. 02:01

27 identicon

Kristín Dýrfjörð.

Gunnar, dæmið þitt sýnir einmitt fram á hvernig reglan var nýtt til að koma skilaboðum áleiðis en ekki að vera formleg leið, number ten er með þessu frítt ábyrgðar en hefur samt komið áhyggjum sínum vel og skilmerkilega á framfæri. Aðspurt getur það neitað öllu. Væntanlega ætti næsta skref að vera að viðkomandi færi með þessi "off the record" skilaboð til "réttra" aðila sem gæti þá aftur brugðist við annað hvort formlega eða áfram undir reglunni.

Umsögn.

Nákvæmlega.  Í þessu tilfelli - í kjölfar Chatham House Rules fundarins og lunch með Gang8 þar sem ákveðnir hlutir skýrðust - ákvað rússneski aðilinn að hætta við för sína til SÞ í New York og snúa til baka til Moskvu og "brief" Primakov forsætisráðherra um þau málefni sem voru til umræðu.

Gunnar

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 02:39

28 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Gunnar annað, hér er gert ráð fyrir að allir umræddir þekki regluna og hvernig hún virkar en það má velta fyrir ef hún hefur verið nýtt í Landsbanka - 200 milljóna pundadæminu hvort það hefði dugað. Þar var á ferðinni mjög "konkrít" vandmál. Á þeim tíma voru hryðjuverkalögin ekki ásett og kanalar opnir á milli íslenskra og enskra stjórnvalda ættu að hafa verið nokkuð í lagi. Get ekki séð hvernig yfirvöld í Bretlandi gæru hafa ætlast til að nota reglu sem þessa á milli FYRIRTÆKIS í Bretlandi og íslenskra stjórnvalda en ég er heldur ekki diplómat.

Kristín Dýrfjörð, 3.3.2009 kl. 08:09

29 identicon

Hvar var Agnes, stjörnublaðamaður Moggans?  Hvar hefur hún verið alla þessa mánuði?  Jú, jú Stím, Glit, FL, Glitnir, Baugur og Jón Ásgeir, en hvað með umsvif Björgólfsfeðga hér og erlendis?  Rússnesku tengslin?  Peningaþvottinn meinta? Fjármagnsflutningarni sem Gunnar Axel http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/entry/756636/benti á þarsem þeir feðgar hafa komið eignum sínum á önnur nöfn en skilið skuldirnar eftir handa okkur. Þá hefur verið ýjað að því að fjármagnsflutningar úr Landsbankanum hafi valið því að Bretar beittu hryðjuverkalögum en við það féllu bæði Landsbankinn og Kaupþing.  Utanfrá virðist sem sem þeir feðgar hafi framið stærsta bankaránið og virðast ætla að komast upp með það í friði.

Gott framtak hjá Friðrik en hann og fleiri þyrftu að sameinast um fletta ofan af þessu brellum Björgólfana (bók um næstu jól?).  Ekki er hægt að treysta á Rúv og Mbl í þessu efni.  Til þess eru tengslin of sterk við ákveðinn stjórnmálaflokk.

Baldur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:38

30 identicon

Á virkilega að trúa því að Björgólfur Thor hafi sagt ósatt í Kompásþætti í október sl.?

Hvernig stendur á því að hvað hann nú heitir Kristinn Hrafnsson rannsóknarblaðamaður fyrrum hjá Kompási og félagar hans athuguðu ekki með þetta  áður en þátturinn var sýndur, nú eða strax í kjölfarið?

Var hið rétta kannski ekki aðalmálið?

Anders (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:42

31 identicon

Ég sé að hér hlakkar í öllum vegna ófara Björgúlfs-feðga og þó ég ætli nú ekki að verja þá eða þeirra athæfi en mér kæmi ekki á óvart að það komi skjöl uppá borðið sem sýni annað en það sem þetta skjal sýnir. Kemur þar tvennt til. Fyrst er að nefna að refir í viðskiptum eins og Björgólfsfeðgar eru vanir að hafa sitt á hreinu. Annað atriði sem hér ber að nefna er það að Bretar hika ekki við að neita hlutum fram í rauðann dauðann ef það hentar þeim og hef ég sjálfur séð það við mínar rannsóknir hér í Bretlandi að þegar skjalaleynd var aflétt af aðgerðum stjórnvalda vegna mótmæla á 6 og 7da áratugnum þá kom í ljós að stjórnvöld höfðu stundað yfirgripsmiklar njósnir og aðrar aðgerðir, þrátt fyrir að hafa neitað því opinberlega árum og áratugum saman að hafa gert slíkt.

Ég myndi því taka þessarri yfirlýsingu varlega. Bretar segja aldrei hvað þeir meina heldur hvað þeir ætla að sé. Þeir bæði skrifa og tala þannig að það þarf að lesa á milli línanna. Sem dæmi: að ef breti segir Aaa intresting opinion þá þýðir að "þú segir það en ég er þér ósammála", og You say - sem útleggst "þú hefur rangt fyrir þér".

Í Landabankamálinu getur því hafa verið um samkomulag (understanding) að ræða, en þar sem ekki var hægt að fara yfir á næsta stig (a mutual agreement)  þá var aldrei farið á það stig að skrifa undir pappíra. Þetta er nefnilega akkúrat það sem Bretin gerir til að fría sig eins lengi og hægt er. Þannig getur bretinn neitað í rauðann dauðann. Samkvæmt því sem ég þekki til þá mun þetta svarbréf hækka bréfritarann (Paul Moran) í áliti hér í Bretlandi sama hvað síðar verður.

Ég set þetta hér svo menn átti sig á því að bretar eru engir viðvaningar og hafa líka um eiginn rass að huga. Þeir eru ekkert í viðskiptum til að vera góðir við einn né neinn.  Refir eru refum verstir ;-)

Annars er ég á því að við eigum eftir að sjá heilmikið koma upp á yfirborðið næstu mánuði og vonandi verða bankarnir ekki seldir fyrr en búið er að koma öllu upp á yfirborðið. Það voru ekki bara stórir aðilar sem höguðu sér svínslega. 

Tómas (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:10

32 identicon

Kristín Dýrfjörð.

Get ekki séð hvernig yfirvöld í Bretlandi gæru hafa ætlast til að nota reglu sem þessa á milli FYRIRTÆKIS í Bretlandi og íslenskra stjórnvalda en ég er heldur ekki diplómat.

Umsögn.

Hlutverk fyrirtækis í Bretlandi myndi hafa verið það eitt að leggja fram 200 milljón pund án tillits til þess hvort það tengdist fyrirgreiðslu íslenzkra stjórnvalda.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:43

33 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Svo the egg is on their face eða þannig, að mati bretanna var vandamálið ekki vandamál íslenskra stjórnvalda heldur vandmál Landsbankans. Fyrir mér hefur málið verið að Landsbankinn hefur reynt að gera vandamálið að vandmáli þjóðarinnar en minnst þeirra.

Kristín Dýrfjörð, 3.3.2009 kl. 13:58

34 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er ótrúlegt að enginn fjölmiðill hafi fylgt þessu máli eftir. Alveg ótrúlegt en sennilega eru allar baktryggingar enn í gangi þrátt fyrir óljósa eignaraðild þeirra. Það verður athyglistvert að fylgjast með hvaða hlössum þessi þúfa þín veltir í framhaldinu.

Ævar Rafn Kjartansson, 3.3.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband