Heyr, heyr - og kyrrsetningu strax!

 Sunnudagshugvekja mín í dag er þessi: Fyrirgefum með tíð og tíma en sækjum eignirnar og peningana illa fengnu sem 40 til 50 manna hópur hefur stungið undan og falið á Cayman, Tortola, Luxemborg og víðar. Sækjum þetta fé og útilokum umrædda menn frá viðskiptum á Íslandi - þ.e. ef þeir koma ekki af fyrra bragði og skila peningunum. Þá gæti stund fyrirgefningarinnar runnið upp.

 „Það á að setja 40 til 50 manna hóp á válista og við þennan hóp eiga bankarnir ekki að skipta,“ sagði Atli Gíslason, þingmaður VG í Silfri Egils um útrásarvíkingana svokölluðu. Atli sagði að ef þeir ekki skiluðu aftur til þjóðarbúsins því sem þeir hefðu tekið, væru þeir dæmdir til útlegðar eins og hverjir aðrir þjóðníðingar.

Atli nefndi efnislega þrjú dæmi (ætlaði að nefna fjögur en ég greini bara þrjú) um brotastarfsemi, þar sem rækilega liggur fyrir rökstuddur grunur, um peningastuld yfir í skattaskálkaskjól:

 Lánið til Robert Tjenguis frá Kaupþingi - 107 milljarða yfirdráttarlán. Umboðssvik. Lögreglumál strax!

 Úttekt úr Byr í ágúst sl., 13.5 milljarðar; þeir máttu vita að þetta væri ekki hægt, mætti ekki.

 70 milljarðar út úr peningamarkaðssjóði Landsbankans síðustu 4-5 dagana fyrir hrun. Getur tengst hryðjuverkalögum Bretanna. Kann að varða við landráð, þar sem aðgerð Breta beindist að íslensku þjóðinni.

Ég segi: Náum í þetta strax! Upp í Icesave og allt draslið. Landráð og þjóðníðingsskap á ekki að líða. 


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Silfur Egils var magnaður í dag.  Það er ekki eftir neinu að bíða.

Mætum á Austurvöll á morgun 23. febrúar þegar þingfundur hefst kl. 15:00 en þar verða flestir ráðherrar og þá vonandi flestir þingmenn.

Það þarf aðhald og aftur aðhald, aðhald til góðra verka.

Þeim sem hugnast að láta þetta starfsfólk okkar vita vilja okkar, varðandi kyrrsetningu eigna 40 - 50 manna sem og varðandi stjórnlagaþing mætum kl. 15:00 með hina mestu hávaðavalda sem fyrirfinnast á heimilum okkar.

 Þetta er fyrst og síðast spurningin um það hvort eigum við að hugsa um hag barna okkar og barnabarna eða flokkspólitík?

Valið ætti að vera augljóst.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Valgeir Skagfjörð

Hvað ætla menn að þrjóskast lengi við? Dettur þeim í hug að við trúum því að þetta sé í lagi? Að þetta séu eðlileg viðskipti? Tölum um halla LSH upp á rúma tvo milljarða. Lúxusíbúð eins viðskiptafursta kostar nánast það sama og gott ef bankinn lánaði ekki fyrir henni. Hvernig væri að bankinn yfirtæki hana og rétti LSH mklu fremur? Þá væri sýnt að banki væri til góðra verka nytsamlegur. 

Þetta lið skuldar okkur fullt af pening. Veskú borga bara. Ég þarf að borga. Allir þurfa að borga. Skiliði bara fokkings peningunum sem þið stáluð! Annars mun hvíla á ykkur ævarandi bölvun! 

Kv. 

Valgeir Skagfjörð, borgari

Valgeir Skagfjörð, 22.2.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

En eru þessir válista-kandidatar ekki á fullu í íslensku viðskiptalífi í dag? Hver getur stoppað þá og á hvaða forsendum? Hvað ef ónefndur sonur föður síns vill kaupa ónefnt útgáfufélag? Við tuðum og nöldrum hérna á blogginu og á meðan fara menn sínu fram óáreittir, Stoðir-Gaumur-Baugur eða hvað það nú heitir!

... og gefa okkur langt nef!

Flosi Kristjánsson, 22.2.2009 kl. 17:58

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sammála öllum ofantöldum síðustu ræðumönnum.

Hvað getum við gert? Beitt þrýstingi. Flosi; mér sýnist að stundum geti tuð og nöldur skilað einhverju.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 18:54

5 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Við kjósum ekki þá sem geta ekki sagt að þeir ætli sér að stöðva þessa menn sem stálu af okkur. Annars sammála öllum hér á undan

Guðrún Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 19:58

6 identicon

Hvað er að heyra þetta.

"Þið" hafið mært Bónus-feðgana vegna þess hvað þeir hafa gert mikið fyrir þjóðina, lækkað og haldið matarverðinu lágu, gefið mæðrastyrksnefnd mat og svona má lengi telja.

Þjóðin hefur grátið með Björgólfi eldir vegna þess óréttlætis sem hann og félagar hans urðu fyrir þegar þeir reyndu samkeppni við Eimskipafélagið á sínum tíma.  Sá eldri var heppin að sleppa við að sitja inni .. og hvað ... saklaus var það ekki?

"Þið" flykktust um Ólaf Ragnar og sáuð hann sem reisulegt "tákn" alls þess sem íslenskt er gott og fagurt.

Á að trúa því að ekki þurfi nema smá andvara til að "þið" yfirgefið átrúnaðargoðin?

Hvernig væri það ef fylgjendur fótboltaliðs, t.d. hvað skal segja - Vals eða KR - yfirgæfu liðið sitt bara fyrir það að á "dallinn" gæfi?

Þessir menn hafa gert svo mikið gott fyrir þjóðina og eiga ekki svona skilið, þetta er Lehman Brothers að kenna.

Haldið áfram að eiga viðskipti í Bónus og við öll hin fyrirtækin, sem Bjorgólfsfeðgar og þeir Jón Ásgeir og fjölskylda á - standið þétt við bakið á þessum máttarstólpum þjóðfélagsins.

Og hugsið ykkur - nú á að klára Tónlistarhúsið - það á eftir að verða stolt Reykvíkinga - gleri slegið.

Bónusvinur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:52

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Mér finnst sem fótboltaáhugamanni ekki forsvaranlegt að bera saman heiðvirð félög á borð við KR og síðan hákarlakapítalísk fyrirtæki og hákarlaauðjöfraeigendur þeirra. Ég bið Bónusvininn vinsamlegast um að virða friðhelgi og heilagleika liðlega aldargamals átrúnaðar á einstök félagslið Íþrótta-Akademíunnar. Fræðilega fótboltaþanka má ekki vanhelga með því að varpa skugga peningaafstingaranna á þá.

Þú ætlar þjóðinni mikla fylgispekt við Björgólfs- og Baugsfeðga. En ég held að slíkt hafi ekki endilega verið baserað á virðingu og væntumþykju. Ég hallast fremur að því að þessa einstaklinga hafi þjóðin umborið meðan hún sjálf fann til vaxandi velmegunar í einhverju og kannski miklu um skeið. Enginn þeirra hefði átt séns í forsetaembættið, svo dæmi sé tekið (og auðvitað allra síst nú). Kannski 30 "Bónusvinir" finndust til að senda slíka áskorun!

Ég er síðan algerlega mótfallinn fjáraustri af skattfé í tónlistarhúsið. Það mun ekki kosta 13 milljarða að klára; ég spái 20-30 milljörðum. Rekstrarkostnaður á ári en talinn geta orðið einn milljarður. Ég vil heldur vernda varanleg störf í heilbrigðisþjónustunni en tímabundin störf við að ljúka verkinu. Það á að fresta þessu eins mikið og hægt er og tóna niður. Taka burt Megalómaníuna - mikilmennskubrjálæðið, sem almennt hefur reynst stórhættulegt og getur verið fljót að ganga frá örþjóð sem þessari.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 23:05

8 identicon

Svo sammála !

Segi nú bara:

Hit them where it hurts !

Hættum að fóðra svínin ! Hættum viðskiptum við þá !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég er að reyna að fá fólk til að mæta á morgun kl. 15:00 fyrir utan þinghús með tæki og tól.  Það er eins og áánægja þjóðarinnar sé ekki til, nema að þetta fólk horfi á okkur og heyri í okkur í bókstaflegri merkingu.

Ég trommaði mikið nú í janúar og nú sjálfrar mín vegna verð ég að fara að taka upp taktinn á morgun, þótt ég standi þar ein.

Er ekki á fésbók - hef ekki áhuga á að skrá mig þar inn en ef einhverjum hugnast að standa þarna með mér á morgun og næstu daga og er innskráður á þessa téðu andlitsbók þá mætti hinn sami hvetja þar til ,,aðhaldsstöðu"

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:49

10 identicon

Þjóðin gerði miklu meira en umbera "þessa einstaklinga" - þjóðin átti þá - og dásamaði, en horfir nú í hina áttina eins og sálarlausar mannleysur.

Baugsfeðgar hafa hjálpað öllum Íslendinum á ómetanlegan hátt - þeir hafa fætt þjóðina.    Þjóðin á að versla í Bónusi.  Það er stuðningurinn, sem þessir menn eiga skilið, skilja og kunna að meta.

Undanfarin ár hafa stórir sem smáir sagt að besta kjarabótin hafi ekki komið frá stéttarfélögunum ... heldur Bónusi ... já þeim feðgum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi - og nú á allt í einu að koma fram við þá eins og ótýnda glæpamenn.

Skárri eru það nú þakkirnar fyrir allt það sem þeir hafa gert á sinn óeigingjarna máta.

Og ekki má gleyma milljóna stuðning þeirra við Neytendasamtökin - voru það ekki heilar 5 milljónir - hver getur gleyms slíku?

Þá verður enn að benda á hvað Björgólfur eldri hefur gert fyrir listalífið í landinu - hann hefur stutt það með ráðum og dáð og hvergi látið deigan síga - góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Það er sannarlega hróssins virði að sjá nýjan menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og stöllu hennar, borgarstýruna, ganga svona hreint til verks nú þegar þjóðin stóð á öndinni varðandi áframhaldandi framkvæmdir við tónlistarhúsið.

Lakari menn hefðu gugnað og sprungið á limminu þegar til ákvörðunartökunnar kom á slíkri ögurstundu.  Ákvörðunartöku um að standa við og styða listalíf þjóðarinnar á þeim sama tíma og nauðsynlegt er að skera niður á sjúkrahúsum og segja upp starfsfólki þar í tuga ef ekki hundraða tali og jafnvel að hækka skatta og skera niður í skólum. 

Hér eru sannarlega á ferðinni konur sem vita hvað þær vilja og vita hvað skiptir í raun máli.  Þeim listunnandi feðgum hefur hlýnað um hjartaræturnar.

3.000.000.- króna á dag fyrir allan þann unað sem tónlistarhúsið á eftir að veita landsmönnum verða að teljast smáaurar, ómælanlegur sem unaður listarinnar er og fyrir þá sem ekki koma til með að hafa efni á að njóta listarinnar innanhúss verður hægt að horfa á húsið og njóta allt árið um kring.

Og að hugsa til þess að endurupptaka Hafskipsmálsins hafi hlotið jafn snautarlegan endi og raun bar vitni, nú fyrir ekki löngu, er hneysa - hvar er fólkið sem blés í herlúðra fyrir ekki svo löngu og studdi Björgólf eldri af kjarki og þor, sannarlega saklausan manninn?

Bónusvinur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:21

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bónusvinur á að fá Fálkaorðuna fyrir mannúðarmál. Að leggja þetta á sig er aðdáunarvert!

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 08:56

12 identicon

Af hverju er ekki búið að frysta eigur Samskipa Ólafs? Það er þó nokkuð ljóst að hann braut lög er varða tilkynningaskyldu með Cayman félögum sínum ?

Hversu lengi á að draga lappirnar með að fara yfir syndaaflausn starfsmanna Kaupþings sem fengu eftirgjöf lána? Ef sá gjörningur stenst á þá ekki að skattleggja þetta, eða ætla menn að draga hlutina svo lengi að gjafir þessara manna á einbýlishúsum sínum til eiginkvenna, verði óriftanlegar ?

Einhvernveginn finnst manni að sökudólgarnir eigi að sleppa.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 09:38

13 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Bónusvinur ég held að þetta sé nú bara hámark kaldhæðninar hjá þér og orðið "vinur" tel ég tákna það

Guðrún Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 10:01

14 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Embættiskerfið er lamað sagði Eiríkur í Silfri Egils,þess vegna er ekki búið að handtaka þessa menn!

Konráð Ragnarsson, 23.2.2009 kl. 10:32

15 identicon

Er hægt að skoða þennan válista einhvers staðar?

Jón Ó. Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:14

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, Jón, því miður - hann er ekki ennþá til með umbeðnum upplýsingum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 14:41

17 identicon

En hver á svo að velja á válistann?

Eða væri réttara sagt að spyrja - hver valdi á válistann?

Er listatetrið svona enn einn íslenskur "mér finnst" listi?

Bónusvinur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:34

18 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, listinn er yfir gamla hippa sem segja "Vá!"

Friðrik Þór Guðmundsson, 23.2.2009 kl. 15:52

19 identicon

Þetta er þá svona "who-more listi" er það?

Bónusvinur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband