Ofdekraður auðmaður frá síðustu öld

Kjartan Gunnarsson.Það er kannski ástæða til að bjóða Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins velkominn í 21. öldina? Hann segir: „Í stjórnmálaumræðum tuttugustu aldarinnar hafði hugtakið „hreinsanir“ ávallt skýra og afmarkaða merkingu sem enginn heiðvirður maður vill láta kenna sig við". Það er rétt að undirstrika við Kjartan að HANS HUGARHEIMUR er ekki lengur við líði.

Ég neita að leyfa helbláum "komma"höturum að eigna sér einkaskilgreiningu á orðinu "hreinsanir" og ætla öðrum að notast við hana og enga aðra. 

Orðið "hreinsanir" var vissulega misnotað á 20. öldinni, þegar bæði kommúistar í austri og hægriöfgamenn í vestri stóðu að pólitískum "hreinsunum" - og viðmiðunin var oftar en ekki pólitískur og persónulegur geðþótti.

Þegar í dag er á Íslandi talað um "hreinsanir" í stofnunum er átt við að skipta út óhæfum og vanhæfum einstaklingum, sem eiga stóran hlut í því að hafa komið þjóðinni á kaldan klaka og skellt hafa framtíðarkynslóðum okkar í ömurlegan skuldaklafa. Skipta út mönnum sem ekki njóta trausts og eiga sannarlega að vera gera eitthvað annað. Eiga ekki lengur að starfa fyrir þessa þjóð í ábyrgðarmiklum embættum.

Kjartan Gunnarsson, ofdekraður auðmaður, stjórnarmaður í Landsbanka Björgólfanna, ætti að koma sér í 21. öldina hið bráðasta.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Að svo mæltu tek ég auðvitað undir að pólitískar hreinsanir af gamla skólanum, þar sem menn eru fjarlægðir úr embættum án faglegra sjónarmiða, eiga að sjálfsögðu ekki rétt á sér. Það er aftur á móti út í hött að kalla það pólitískar hreinsanir þegar mönnum er skipt út sem hafa klikkað, hafa klúðrað, hafa misst allt traust, trúverðugleika og virðingu, eru vanhæfir og óhæfir og standa í veginum fyrir nauðsynlegum breytingum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Hlédís

 Leiðréttið mig ef rangt er með farið, að ALDREI fyrr (né kannski síðar?) hafi annar eins útmokstur átt sér stað úr ráðuneyti, eins og þegar Davíð Oddsson kom fyrst í forsætisráðuneytið. Meðal annarra "fuku" þar eldri starfsmenn sem unnið höfðu með ráðherrum fleiri en eins flokks áður.

Hlédís, 6.2.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki get ég leiðrétt þig... man þetta ekki nógu vel. Hins vegar er ekki minnsti vafi á því að ákaflega margar nýjar ríkisstjórnir og sveitarstjórnarmeirihlutar hafa skipt út mönnum, þeirra á meðal sjálfstæðismenn. Oft hefur maður heyrt talað um að ráðamenn vrði að hafa í kringum sig menn sem þeir treysta og það þá þótt sjálfsagt og ekkert í ætt við "pólitískar hreinsanir".

En auðvitað á ekki að reka "bara af því"...

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 12:51

4 identicon

Maður verður bara dapur að heyra það sem Kjartan hefur að segja. Í raun sýnir þetta manni að ekkert hefur í raun breyst hjá hjá þeim blámönnum. Engin auðmýkt, engin eftirsjá, ekkert nema taumlaus græðgin og hrokinn. Sjálfstæðisflokkurinn er þvílík öfugmæli að það er ekki fyndið. Þetta er flokkur hjarðmennsku og eiginhagsmuna. Afi gamli var mikill Sjálfstæðismaður. Hann braust úr sárri fátækt og kom undir sig fótunum með atvinnurekstri en hafði þó alltaf hagsmundi bæjarfélagsins og sveitarinnar fyrst og fremst í huga, greiddi sinn skatt fram í tímann ef vantaði pening í bæjarreksturinn osvfr. Gamli var með mikið skap og ég veit að hann væri klikkaður úr reiði yfir því hvernig komið væri fyrir sínum gamla flokki ef hann væri þessa heims enn.

Alfons (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Kjartan er náttúrlega persona non grata fyrst hann er ekki í Alþýðuflokknum eins og sumir . Allt sem hann kann að hafa fram að færa er hlálegt og fyrirlitlegt; ekki mark á neinu takandi sem hann segir.

Ó, Guð! Ég þakka þér að hafa fengið að höndla sannleikan, hreinan og sannan! 

Flosi Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ert þú líka staddur á tuttugustu öldinni, Flosi? Mér vitanlega er Alþýðuflokkurinn ekki til. Of ef þú skyldir vera að vísa til mín þá skal þess getið að ég er ekki flokksbundin nokkrum flokki. Ekki heldur í flokki þess guðs sem þú ávarpar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 15:18

7 identicon

Friðrik, vinstrimenn eins og þú dansa stríðsdans af ánægju yfir því sem þið teljið ófarir hægri manna sem þið kallið að kalla "blámenn".  Er ekki svolítill rasismi í þessu hjá ykkur?  Voru menn frá Afríku ekki kallaðir blámenn hér áður fyrr?  Ég tel mig nú hægra meginn í pólitíkinni og veit svo sem ekki hvað ég hef gert til að hafa komið þessu öllu af stað.

Má ekki Kjartan hafa sínar skoðanir?  Og þykist þið vinstrimenn hafa einkarétt á sannleikanum og geta þannig beitt skoðanakúgun eins og er svo algengt hjá vinstrimönnum víða um heims eins og dáindismanninum Hugo Chavez eða öðlinginum Robert Mugabe, svo maður gleymi nú ekki góðmenninu og mannvininum honum Kim hinum elskaða og dáða forseta N-Kóreu.

Þórðargleði ykkar yfir því að verið sé að sauma að Davíð er mikil.  Þið kennið hægrimönnum og eingöngu hægri mönnum um hrunið.  En bíddu við, voru ekki allir meðsekir í hruninu?  Sá yðar er saklaus er kasti fyrsta steininum.  Hvað með hinn elskaða forseta ykkar?  Er hann ekki meðsekur í hruninu eftir að hafa dansað í kringum gullkálfinn með útrásarsukkurinum?  Eða hvað með útrásarsukkarana sjálfa - á ekki að draga þá til ábyrgðar?  Voru það ekki þeir sem gömbluðu með spariféð okkar í útlöndum og veðsettu þjóðina fyrir tapinu?  Og má ekki segja að með Þórðargleði ykkar núna eruð þið að skapa ykkar eigin myrkur.  Það kemur nefnilega dagur eftir þennan dag og það er ekki víst að það verði ykkar dagur.  Bíddu bara og sjáðu til.

Rafn G. Þorbjörnsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 17:04

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég þakka Rafni innleggið, þótt ekki sé það mjög vitrænt.

Mér hefur aldrei dottið í hug og hvergi kallað hægri menn "Blámenn". Ég man ekki eftir nokkrum (sómakærum!!) vinstri manni viðhafa slíkt orð. Bara þessi þvæla Rafns dugar til að afskrifa annað sem hann talar um.

Til að mynda það, að gefa í skyn að gagnrýni á orð og orðfæri Kjartans þýði að ég telji að hann megi ekki tala. Bull, Rafn. Argasta þvæla. Þvert á móti skora ég á Kjartan að tala sem mest og víðast.

Það er augljóst að Rafn les blogg mitt ekki reglulega. Þriðja málsgreinin sannar það. Hann hefur augljóslega ekkert lesið neitt af því sem ég hef skrifað um útrásarvíkingana svokölluðu og meginsök þeirra. 

Loks: "... hvað með hinn elskaða forsetann ykkar". YKKAR! Forseti Íslands er forsetinn ÞINN, Rafn. Þér til armæðu eflaust vil ég nefna að ég var stuðningsmaður frambjóðanda af virtum Íhaldsættum í kosningabaráttunni þegar ÓRG var kosinn. Samt er ÓRG forsetinn minn og valinn með lýðræðislegum hætti, en ekki þröngvaður upp á þjóðina af ljótum kommúnistum.

En að öðru. Man fólk eftir því þegar bankastjórar Landsbankans voru þvingaðir til afsagnar í "hreinsunum" eftir hneyksli með laxveiði og fleira? Hverjir stóðu fyrir þeim "hreinsunum"? Ég er að reyna að rifja þetta upp...

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 17:36

9 Smámynd: Jónas Egilsson

Tilgangurinn helgar meðalið, Friðrik Þór.

Jónas Egilsson, 6.2.2009 kl. 18:14

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Sverrir,

Mér finnst þú fara offari. Ég gæti belgt mig út og sagt að þessir snillingar í Landsbankanum hafi tapað 11 þúsund milljónum á síðustu árum og þyrftu því að vaxtapína landið. Þeir tækju ekki eftir því þegar strákur á þeirra snærum týndi fyrir þeim 900 milljónum!! ­ og viðskiptavinum væri vafningalaust sendur reikningur. Þetta mun ég ekki segja, en ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér ­ annað en skæting í fjölmiðlum ­ strax ­ því ég mun ekki sitja lengur kyrr."

Daginn eftir að þetta bréf var sent, lækkaði Landsbanki Íslands vexti sína, þótt þá væri ekki reglubundinn vaxtaákvörðunardagur. Kemur þetta glöggt fram í frétt ríkissjónvarpsins þann 22. febrúar 1996. "Bankastjórn Landsbanka Íslands hefur ákveðið að óverðtryggðir vextir bankans verði lækkaðir frá og með 1. mars. Íslandsbanki tilkynnti vaxtalækkun á sunnudag sem tók gildi nú á miðvikudag. Þann dag var það haft eftir Sverri Hermannssyni, bankastjóra Landsbankans, að bankinn myndi ekki hreyfa sig. "Við förum ekki að elta Íslandsbanka, það væri eins og éta óðs manns skít", var orðrétt haft eftir bankastjóranum í Alþýðublaðinu. Í dag tilkynnti svo Landsbankinn að bankastjórnin hefði ákveðið lækkun vaxta frá og með næsta vaxtabreytingardegi sem er 1. mars eða eftir rétta viku."

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 18:57

11 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Hvers konar bullukollur er þessi Kjartan Gunnarsson, bankaráðsmaður.  Vaknaðu!! Kjartan og farðu framúr! Þeir atvinnulausu þurfa þess og horfa framan í veröldina. - Er honum ekki enn kunnugt um, að hann var einn af þeim sem ollu bankahruninu. - Geir H H var með með lög í smíðum til að losna við Davíð og hans nóta úr Seðlabankanum.

Guðmundur Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 19:14

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Svar við rauðlituðu hér að ofan: Bankastjórar Landsbankans voru í apríl 1998 þvingaðir til að segja af sér af ráðherrum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, undir forsæti Davíðs Oddssonar og með Finn Ingólfsson (síðar auðjöfur) sem bankamálaráðherra.

Það var vegna laxveiða og fleira í þeim dúr. Vilja menn bera saman tilefnin?

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 19:15

13 identicon

Allt er nú týnt til af tittlingaskítnum. Það að ég skuli hafa kallað Sjálfstæðismenn blámenn á að sýna rasisma. Skreyta þeir sig ekki bláum lit? Ég hélt að íslenska málið leyfði nú svona húmor. Annars viðurkenni ég að ég er rasisti; ég þoli ekki Sjálfstæðismenn lengur, kaus þá nú samt hér áður fyrr. Nú eru þeir sem sagt sestir í sandkassann og ausa í báðar áttir sbr. Rafn hér að ofan.

Alfons (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 19:41

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Merkilegt að kalla nauðsynlegar hreingerningar „pólitískar“ hreinsanir og ofsóknir. Skyldu þeir hinir sömu og tala þannig þá vilja kannast við að hafa ástundað „pólitískar“ ráðningar í áratugi? Skyldu þeir kannast við að í langflestum ríkisstofnunum sitja nú yfirlýstir Sjálfstæðismenn við stjórnvölinn vegna þess að það var ekki hæfni, menntun eða starfsreynsla sem réðu því hverjir hlutu slík embætti heldur flokkshollusta?

Í raun verður Kjartan Gunnarsson og skoðanasystkini hans að horfast í augu við það að ef það er hægt að kalla uppsagnir „pólitískar“ þá hafa ráðningar sömu einstaklinga verið það líka!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.2.2009 kl. 20:42

15 Smámynd: Hlédís

Tilgangurinn helgar meðalið! sagði eitthvert "sjálfstæðis"-fyrirbrigði í athugasemd hér að ofan   .

ÞAÐ er nú einmitt aðalsekt FLOKKSINS!  - sem eymingja maðurinn skilur ekki!

Hlédís, 6.2.2009 kl. 20:52

16 identicon

Mig rámar í þetta Sverrismál. Jóhanna varð alveg bráluð og vildi fá alla hluti á hreint en var alls ekki eins æst í að fá mál stuðningsmanns síns á hreint (Arnarsson og Hjörvar). Veit ekki hvort ég á að þakka þér fyrir að rifja þetta upp. Ég var farin að binda vonir við Jóhönnu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband