Þarf 120.000 manns til að knýja fram kosningar?

Fyrir um það bil aldarfjórðungi skilaði af sér tillögum þáverandi stjórnarskrárnefnd og var þar margt gott sem rataði á prent. meðal annars um þjóðaratkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins voru tregir gagnvart slíku lýðræðistæki, en fulltrúar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins ekki. A-flokkarnir lögðu til að undirskriftir 20% (Alþýðubandalag) til 25% (Alþýðuflokkur) kjósenda dygðu til að knýja fram þjóðaratkvæði.

Þetta var á "Vilmundartímum" en hugmyndir um þjóðaratkvæði hafa ekki verið háværar á síðustu árum.Í þeirri stjórnarskrárnefnd sem nú situr að verkum hefur ekki náðst samstaða um þetta. "Samstaða er um það í nefndinni að vert sé að rýmka möguleika á því að haldnar séu jóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni. Hins vegar greinir nefndarmenn á um það hversu langt eigi að ganga í því efni". Nefna má að Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar lögðu (í tíð síðustu ríkisstjórnar) fram á Alþingi frumvarp um að fimmtungur (20%) kosningabærra manna í landinu geti krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um lagafrumvarp sem Alþingi hafi samþykkt. Til að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrðu bindandi þyrfti meira en fimmtungur
kosningabærra manna að greiða atkvæði gegn gildi laganna. Samband ungra sjálfstæðismanna lagði og til að fjórðungur (25%) kosningabærra manna gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem samþykkt eru af Alþingi. Sjá áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar.

Helgi Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmenn hafa lagt til að meirihluti (50%) kjósenda geti krafist þess að efnt verði til kosninga. Það gera, hvað, um 120 þúsund undirskriftir, eða ríflega tvöfalt það sem Varið land náði á sínum tíma með gríðarlegu átaki. Ég hygg að það myndi kosta mun minni fyrirhöfn að gera einfalda hallarbyltingu í tilfallandi stjórnarflokkum, til að knýja fram stjórnarslit og kosningar!

En 20% hlutfall er fínt hlutfall hvað þjóðaratkvæðagreiðslur varðar. Um 45-48 þúsund manns.


mbl.is Meirihluti geti krafist kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband