Þetta er ekki skríll - þetta er ég og þú

Fólk hefur sest niður í Alþingisgarðinum og neitar að verða...Fór á Austurvöll og var þar lengi. Tók myndir og fylgdist vel með, sérstaklega gerði ég mér far um að skoða hvers konar fólk væri mætt. Ég held að það sé fyllilega óhætt að segja að þetta snúist ekki (lengur) um "unga krakka" og "skríl". Það fólk og Svartliðarnir eru kannski mest áberandi í myndum og fremst í flokki, en hitt fólkið var ekki langt undan og framleiddi sinn hávaða: Venjulegt fólk á öllum aldri, sem vill koma skýrum skilaboðum til ríkisstjórnarinnar.

Á þessu skyldi ríkisstjórnin átta sig, ekki síst Samfylkingin, sem á uppruna sinn að rekja til alþýðuhreyfinga. Orð Ingibjargar Sólrúnar um að "þetta" væri "ekki þjóðin" geta ekki gilt lengur, þótt þræta hafi mátt um samsetningu mótmælenda um tíma. 

Persónulega held ég að farsælast væri fyrir ríkisstjórnina að segja af sér sem slíkri en mynda þjóðstjórn, sem væri starfsstjórn fram að kosningum - og að þær kosningar fari fram í fyrsta lagi í maí en í síðasta lagi í september/október. Guðvelkomið að kjósa í leiðinni um hvort fara eigi í aðildarviðræður við ESB.

Núverandi ríkisstjórn nýtur alls ekki trausts til að gera það sem þarf að gera og á þann hátt að það gagnast venjulegu fólki best, en ekki útvöldum.


mbl.is Piparúði og handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu ég er alveg til í að brjóta og bramla á næsta laugardag.... það dugar ekkert kerlingavæl lengur, alvöru bylting og sótthreinsun á alþingishúsinu er það sem þarf.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Landfari

Vandamálið er að það er alltaf til hópur skemmdarvarga sem notar svona tækifæri til að svala þörf sinni á kostnað okkar hinna. Þeir held ég að séu ekki þarna í þökk Harðar Torfasonar.

Mér finnst hann hafa lagt sig fram um að hafa þessi mótmæli þannig að allt heiðvirt fólk geti lagt nafn sitt við þau þó mér hafi fundist skorta aðeins á umburðarlyndi við val á ræðumönnum.

Landfari, 20.1.2009 kl. 15:46

3 identicon

Þetta eru kanski þínir fulltrúar Friðrik - en svo sannarlega ekki mínir

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:08

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er fullkomlega sáttur við það Ólafur. Hvítliðar hafa líka sinn rétt.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 16:17

5 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Var á Austurvelli.  Lang flestir stóðu kyrrir voru prúðir en höfðu hátt.  Ég tók einmitt sérstaklega eftir því hvað aldurssamsetningin var dreifð.  Ömmur með staf, barnavagnar, fólk á öllum aldri. 

Anna Svavarsdóttir, 20.1.2009 kl. 17:17

6 Smámynd: Sverrir Einarsson

Takk Friðrik að telja mig bara til venjulegs fólks, ég var þarna í dag í þó nokkurn tíma, sá ekkert nema venjulegt fólk, stöku ungling sem var að reyna að espa lögregluna, sem framan af hafði vit fyrir unglingum, líka sá ég þarna lögregluþjóna sem voru að bíða og biðu spenntir eftir "átyllu" til að vera með hasar og legg ég það að jöfnu í mati á óskynsamlegum viðbrögðum. Ég er ekki viss um að næstu mótmæli verði friðsamleg, fólk er farið að þreytast á að það er ekki hlustað á það.

En við sjáum til ef ég hef tíma þá mæti ég aftur, verst hvað það var langt að fara og versla sér kaffisopa til að ylja sér.

Sverrir Einarsson, 20.1.2009 kl. 20:55

7 Smámynd: Vilberg Helgason

http://www.newsnow.co.uk/h/?JavaScript=1&search=iceland

Mótmælin eru farin að fá heimsathygli þrátt fyrir Obama í dag.

Þetta er EKKI  til þess fallið að auka tiltrú útlendinga á stjórnmálamönnum á ´Islandi, kannski kominn timi á þá líka

Vilberg Helgason, 21.1.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Sæll Friðrik

Orð Ingibjargar Sólrúnar um að ,,þið eruð ekki þjóðin" hafa aldrei átt rétt á sér. Ríkisstjórnin á að segja af sér strax og boða til kosninga. Samfylkingin er því miður algerlega búin að mála sig út í horn og er ekki á vetur setjandi. Ég hef aldrei vænst neins af Sjálfstæðisflokknum en ég gerði mér miklar vonir með Ingibjörgu sem nú eru brosnar.

Gylfi Þór Gíslason, 21.1.2009 kl. 01:35

9 identicon

Algerlega sammála, kosin stjórn er það eina sem myndi virka svona rétt áður en allt verður algerlega brjálað, get alveg séð fyrir mér frakkland í því samhengi.

Hermann (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:54

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Kosningar mega auðvitað koma mjög fljótlega ef enginn vilji er til þess að gefa svigrúm fyrir nýja pólitíska hreyfingu eða til að standa gegn uppstillingartilhneigingu gömlu flokkanna (tryggja prófkjör). Þá er ekkert nýtt í boði og gömlu flokkarnir stilla upp gamalkunnum andlitum. Eða hvað?

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 01:58

11 identicon

Sæll Friðrik! Ég er búsettur á Norð-austurlandi og er aðal starf mitt bóndi. Ég held að flestir Íslendingar séu sammála þvi að eitthvað þurfi að gera í þjóðarmálum okkar. Staðan er ekki góð og verst er að aðilar virðast enn vera að bjarga sér og sínum í bönkum og stofnunum og það allt á bak við tjöldin og að auki án nokkurra aðgerða af hálfu stjórnvalda.  Ég er sammála kosningum en eitt hef ég þó áhyggjur af varðandi þær. Það er sá tími sem líður frá því að ákvörðun um kosningar er tekin og þar til ný Ríkisstjórn tekur við. Dýrmætur tími sem líður, án mikilla framkvæmda,  til uppbyggingar lands og þjóðar. Tími sem við meigum bara alls ekki við því að missa. Aðgerða er þörf strax og þeim stöðugum.                                Varðandi EB þá held ég að við þurfum mjög lítið að spá í þá umræðu. Innganga okkar þangað bjargar okkur ekki og er gott dæmi að skoða Svíþjóð lítishátta í þeim efnum. Þar var umræðan talsverð í haust um mögulega útgöngu Svia úr EB. Helstu ástæður þess að þeir vilja ganga úr EB er að um 30% meira fjármagn greiða þeir til EB heldur en þeir fá til baka. Ekki ákjósanlegt fyrir litla Ísland. Niðurstaða prófessora í Svíþjóð var sú að Svíar komast ekki úr EB.  þ.e eins og gifting án möguleika á skilnaði.

Gunnar Björnsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 02:23

12 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Prófessorar í Svíþjóð ættu að líta til Grænlands. Þeir sögðu sig úr EB á sínum tíma vegna fiskveiði hagsmuna, að mig minnir.

Það er sjálfsagt að mæta á Austurvöll með potta, pönnur og lúðra en mér finnst alveg tilgangslaust að  við séum að skemma eigur okkar.

Guðmundur Benediktsson, 21.1.2009 kl. 07:39

13 identicon

Ekii einu sinni reyna að kenna þessa aula og afbrotamenn við mitt nafn. það kann að vera að þetta séu þínir fulltrúar en ekki mínir, lögreglan á hrós skili'ð fyrir hversu öguð viðbrögð hennar voru hefðu mátt byrja fyrr að sprauta á liðið

Sveinn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:20

14 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Orð Ingibjargar "þið eruð ekkert endilega þjóðin" voru sannarlega rétt. Hver var þarna á staðnum? Hvaða fólk er líklegast til að mæta á mótmælafund? Þeir sem reiðastir eru. Þeir sem er mest niðri fyrir.

Ég er ekki viss um að á þeim tíma (hvort sem það hefur breyst eða ekki) hafi sá hópur sem i Háskólabíói var verið sannfærandi þversnið af þjóðinni. Það er í það minnsta ekkert sem sannar það eða styður. Það er, á sama tíma, ekkert sem sannar að svo sé ekki og því standa þessi orð hennar.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 21.1.2009 kl. 09:39

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ef ég vissi hvert þú ert, Sveinn, gæti ég svo sem tekið fram að mótmælendurnir eru ekki þínir fulltrúar. En ég get ekki sagt það um hvaða Svein sem er.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 10:15

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hvað var jólatréð að gera þarna enn uppistandandi, svona löngu eftir þrettándann? Gilda aðrar reglur/hefðir um það en jólahald almennt?

Jólatréð er gjöf frá Noregi. Það átti ekki að brenna það. Að öðru leyti sé ég ekki annað en að mótmælin hafi verið í góðu lagi. En líka finnst mér að lögreglan hafi að langmestu leyti auðsýnt stillingu. Helstu undantekninguna má finna í augnablikum í Alþingisgarðinum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 11:02

17 Smámynd: Landfari

Það var ekki nógu sniðugt hjá mótmælendum að meina lögreglu að komast úr bílakjallaranum með þá handteknu en skammast svo opinberlega yfir að þeim hafi ekki verið sinnt nógu vel. Ekki hringt í foreldra eða annað.

Þetta getur skeð þegar múgæsing á sér stað og fjöldinn fylgir vanhugsuðum aðgerðum misviturra forustusauða.

Ég hefði viljað sjá fjöldan virða línu lögreglunnar og standa utan við hana en berjandi í pottana. Gott hjá þeim sem komu með trommurnar. Með því að fylgja fyrirmælum lögreglunnar en láta samt vel í sér heyra er hópurinn orðinn miklu marktækari og útilokað koma einhverjum skrílsstimpil á hópinn sem óneytanlega verður þegar farið er út í eignaspjöll.

Það eru svo fáránlega aðgerðir að fara í skyrkast og skemmdarstarfsemi því reikningurinn verður ekki sendur á Björgúlf eða Jón Ásgeir heldur beint heim til okkar sjalfra. Því legg ég til að ef menn vilja brjóta rúður þá endilega gera það bara heima hjá sér. Koma svo niður á Austurvöll til alvöru marktækra mótmæla.

Landfari, 21.1.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband