Ríkiskirkjan komin niður í 78.6%

 Þjóðkirkjan er kominn alla leið niður í 78.6% af landsmönnum (1. des. sl.). Hlutfallslega varð þar fækkun úr 80,1% í 78,6% milli ára, sem er gríðarlegt stökk niður á við. Fyrir um það bil 15 árum var hlutfallið 93%. Af 248.783 landsmönnum 16 ára og eldri tilheyrðu rúmlega 53.200 manns öðrum trúfélögum eða voru utan trúfélaga. Enn aukast rökin fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.

 

Meðlimir helstu trúfélaga 16 ára og eldri 1. desember 2008
   FjöldiHlutfallsleg skipting
    
Alls248.783100,0
    
Þjóðkirkjan195.57678,6
Fríkirkjur11.9394,8
 Fríkirkjan í Reykjavík6.0082,4
 Fríkirkjan í Hafnarfirði3.7351,5
 Óháði söfnuðurinn2.1960,9
Trúfélög utan Þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða14.1765,7
 Kaþólska kirkjan6.6502,7
 Hvítasunnukirkjan á Íslandi1.6250,7
 Ásatrúarfélag1.1680,5
 Önnur skráð trúfélög4.7331,9
Önnur trúfélög og ótilgreint19.3237,8
Utan trúfélaga7.7693,1

 (Heimild: Hagstofa Íslands)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er fróðlegt að hópurinn Utan trúfélaga er stærri en öll trúfélög önnur en ríkiskirkjan þegar taldir eru þeir sem eru eldri en sextán ára.

Samt er það svo að sá hópur hefur nákvæmlega engin réttindi skv. lögum um trúfélög og  sóknargjöld.  Fær í engu að njóta sóknargjöld sem meðlimir trúfélaga fá að ráðstafa eftir sínum óskum.  Þeir sem standa utan trúfélaga eru eini hópurinn á Íslandi sem þarf að greiða sérstakan skatt til Háskóla Íslands (það er ekki hægt að kalla það sóknargjöld þegar engin er sóknin).

Ég held það myndi heyrast eitthvað ef brotið væri jafn illilega á Kaþólikkum hér á landi.

Matthías Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Auðvitað eru þetta mannréttindabrot, Matthías. Strax skömminni skárra ef við utantrúfélagsmenn fengjum að velja t.d. líknarfélag að setja þennan skatt í.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 15:23

3 identicon

Mér finnst bráðnauðsynlegt fyrir heilsu kirkjunnar að verða sjálfstæð. Kirkjan á að reka sig sjálf. Svo sjálfsögð mannréttindi að geta ráðið sjálfur sínum "sóknar-" eða "ekkisóknargjöldum".

Margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:55

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Mér finnst reyndar að að hið opinbera eigi ekki yfirhöfuð að standa í rukkunarþjónustu fyrir trúfélög frekar en önnur félagasamtök. En það væri vissulega skárra að geta valið um einhver líknar- eða góðgerðafélög heldur en núverandi ástand.

Egill Óskarsson, 19.1.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fólk sem er utan trúfélaga á hiklaust að fá að velja viðtakanda "sóknargjalds" síns en í góðu lagi að það sé skilyrt við góðargjörða- og líknarfélög.

Hins vegar er ég tiltölulega sáttur við að sóknargjöld séu rukkuð, enda stuðlar það að hófsamari trúariðkun - en þá á ég við að mig óar við því að trúfélögin fari á fullt í að rukka tíundir hægri vinstri. Eins er löngu orðið úrelt og í raun mannréttindabrot að Þjóðkirkjan fái þann pening per haus sem hún fær umfram önnur trúfélög, í nafni jarðaafsals frá því fyrir 102 árum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 19:34

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ætli það sé ekki búið að borga upp þessar jarðir margfalt þó að við myndum miða við hæsta verð sem var á vormánuðum 2007?

Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 23:33

7 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Spurning: 1. Hefur einhverntíman einhverstaðar verið til samfélag manna sem ekki hafa verið trúarbrögð?

2. Hefur einhvertíman einhverstaðar verið til samfélag manna þar sem ríkisstjórn og trúarbrögð hafa verið aðskilin?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jarðirnar eru löngu uppborgaðar og gott betur. Hundruðir milljarða á núvirði.

Kristján; 1. Trúarbrögð í einhverri mynd hafa sjálfsagt alltaf fylgt mannkyninu. Það eru ærið fjölbreytt trúarbrögð. Sjálfsagt er líka jafn gömul efasemdin um tilvist guðs eða guða. 2. Stjórnarskrárbundin forréttindi eins trúfélags umfram önnur er alger minnihluta-afstaða meðal vestrænna ríkja, sem hvað mest leggja áherslu á jafnræði og mannréttindi í stjórnarskránni. Fyrir einhverjum árum töldust 10% íbúa Evrópu til ríkja þar sem ríki og kirkja voru ekki aðskilin. Svíar og Norðmenn hafa tekið stórar siðferðilegar ákvarðanir í þeim efnum á síðustu árum. Ekkert er því til fyrirstöðu að Þjóðkirkjan á Íslandi geti haldið styrkleika sínum á eigin vegum, eftir aðskilnað. Af hverju ætti fólk að forðast Þjóðkirkjuna á í meira mæli en núna undir ríkisvernd, þegar hún tapar að meðaltali 1 prósentustigi á ári. undir ríkisvernd fer hún að óbreyttu undir 70% á tiltölulega fáum árum og undir tvo þriðju á sirka áratug. Tveir þriðju er annars athyglisvert hlutfall í stjórnsýslunni.Er ekki óþarfi að bíða eftir slíku hlutfalli, heldur aðskilja hið fyrsta?

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 00:31

9 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Hvar skráir fólk sig úr þjóðkirkjunni?

Katrín Linda Óskarsdóttir, 20.1.2009 kl. 02:57

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Katrín, hjá Þjóðskrá, þú getur líka faxað eyðublaðið (upplýsingar og eyðublað með hvítum bakgrunni hérna).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.1.2009 kl. 05:36

11 identicon

Það er vonandi að samlandar mínir átti sig á því á þessum krepputímum að þúsundir milljóna fara í kukl og að eiga þykjustu pabba í geimnum, þykjustu pabba sem samkvæmt lýsingu biblíu er geðveikur fjöldamorðingi.
Það er vonandi að landinn átti sig á því að þessir hjátrúarseggir eru margir hverjir hálaunamenn þó svo að þykjustu pabbi þeirra algerlega hati peninga.
Ef prestur vill ekki vera 100% kristinn eins og Sússi sagði, að selja allt sem þeir eiga og gefa fátækum, hvers vegna ætti annað fólk að hlusta á þessa durga, þeir fylgja ekki skipun þykjusu pabba sjálfir.
Gaman að sjá að hugsandi fólk er næst stærsti hópurinn... og svo bottom lænið: Það er ekki pláss fyrir ríkistrú á nýju íslandi, það er ekkert nema kennsla í vanvirðingu við aðra.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:41

12 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Best að fara inná vef hagstofunnar og þar er eyðublað til að segja sig úr þjóðkirkjunni. Ég hafði mig losksins í þetta í hittifyrra og er því einn af þessum 7.769. Mér finnst eðlilegt að ég fái eitthvað sagt um hvert gjaldið rennur. Það eru til ótal líknarfélög og ég yrði t.d. mjög ánægður ef gjaldið rynni til krabbameinsfélagsins.

Sigurður Sveinsson, 20.1.2009 kl. 13:39

13 identicon

Það að háskóli mennti hjátrúargúbba er hneyksli fyrir skólann... ekkert minna bull en að háskólinn kenni á tarot spil/andaglas eða annað bull.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 13:53

14 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég hef alltaf verið á móti ríkisútvarpinu og hef aldrei greitt af því afnotagjöld. Er ekki sambærilegt að neyða mig til að trúa á RÚV þegar aðrir trúflokkar eru í boði.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.1.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband