Ég trúi ekki Sigga Sheik

Sigurður Einarsson. Ég er sammála Þeirri línu sem mér sýnist vera ráðandi varðandi trúverðugleika Sigurðar Einarsson í Kaupþingi um "fiffið" í kringum Sheikh Mohamed bin Khalifa Al-Thani og kaup hans á rúmlega 5% hlut í Kaupþingi: Ég tek ekki hið minnsta mark á yfirlýsingum Sigurðar og tali hans um "misvísandi" fjölmiðlafréttir. Það er Sigurður sem er misvísandi.

Sigurður Einarsson og aðrir forkólfar hins fallna bankaheims hafa misst allt traust og trúverðugleika. Í mínum huga er Sigurður klíkumeðlimur S-hópsins helstu krimmanna úr röðum samvinnuhreyfingarinnar, sem sviku þá frómu stefnu til að verða moldríkir. Hann er af svipuðum kalíber og Ólafur Ólafsson og sá versti af þeim öllum; Finnur Ingólfsson.

Þessir menn njóta þess trausts sem þeir eiga skilið. Fyrr heldur en Fjármáleftirlit og rannsóknaraðilar staðfesta orð Sigurðar þá er þeim einfaldlega ekki trúað. Þannig er það.Eða hvað finnst ykkur hinum?


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"....einn af minni háttar milligöngumönnum í hinu rotna kerfi stjórnmála og lánastofnana hafði ótakmarkaðan aðgang að banka. Hann gat látið búa til gersamlega verðlaus verðbréf til að kaupa með afföllum og selja bankanum á fullu verði." 

Þetta er ekki um Kaupþing heldur um Samvinnubankann í bankastjóratíð Einars Ágústssonar, föður Sigga Sheiks.  Ríkissaksóknari lét málið niður falla.

Hriflungur (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Við sem eigum færri krónur til að státa af en þeir Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson, erum alveg til í að trúa því að þeir hafi stolið fjármunum frá sparifjáreigendum og fyrirtækjum í landinu til að auðgast persónulega. En, "ekkert er satt sem ekki er sannað", segir í góðri bók og það sama á við hérna.

Verði enginn til þess að leggja fram áreiðanleg gögn sem sýna, með nokkuð afgerandi hætti, að fjármunir hafi ratað í ranga vasa, þá geta bloggarar landsins öskrað sig hása og hafa ekkert upp úr því nema vonbrigði og hæsi. Allt heimsins "shit, fuck og helvítis fokking fokk" mun ekki duga.

Hins vegar erum við trúlega ekki tilbúin til að bíða eftir lengi enn að þeir sem kunna að hafa óhreint mjöl í pokahorni falli á eigin illverkum. Slíkt er heldur ekki einboðið. En að málum þessum þarf að vinna með seiglu, festu og rökvísi. Hróp, hávaði og hrakyrði eru ígildi velgju og raka í skótauinu - gott til að byrja með en ávinningurinn er ekki varanlegur.

Flosi Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er sammála þér Flosi; málflutningur Sigurðar Einars og Ólafs Ólafs eru "Hróp, hávaði og hrakyrði". Þú meintir það væntanlega. Ég í hógværð minni og stillingu sagðist myndu trúa þeim því og þá aðeins að Fjármáleftirlit og rannsóknaraðilar staðfesti hávaðann þeirra.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hugsa fyrst, tala svo, Friðrik!

Flosi Kristjánsson, 19.1.2009 kl. 14:42

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ætli ég viti ekki að þú hafir átt við annað, Flosi. Komment mitt var einmitt úthugsaður útúrsnúningur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband