Fćrsluflokkur: Trúmál

Helgi Hóseasson hylltur

Ég tek hatt minn ofan fyrir Helga Hóseassyni og drýp höfđi í sorg, ţví nú er fallin frá ein af hetjum Íslandssögunnar.

Helgi var ađ sönnu sérstakur og sérkennilegur og "venjulegt" fólk getur međ ágćtum rökum notađ hugtakiđ "ţráhyggja" yfir bođskap hans og án nokkurs vafa mćtti fćra rök fyrir ţví ađ önnur ađferđarfrćđi hefđi getađ dugađ málstađ hans betur en hann beitti í gegnum árin. En ađferđarfrćđi hans krafđist mikilla persónulegra fórna og allt skynsamt fólk hlýtur ađ sjá réttlćtiđ í ţví sem hann krafđist í grunninn.

Hann vildi láta afturkalla skírn sína opinberlega. Hann vildi ekki láta ţessa áţvinguđu trúarathöfn hanga yfir sér. Í landi raunverulegs trúfrelsis hefđi veriđ fundin leiđ og lögum breytt til ađ gera ţetta mögulegt. En jafnvel ţótt ómögulegt vćri ađ verđa viđ ţessari grunnkröfu hans ţá breytir ţađ ekki hinu ađ Helgi gegndi mikilvćgu hlutverki í orđrćđu og baráttu ţeirra sem gagnrýna skipulögđ og kredduföst trúarbrögđ og svokallađa ríkistrú.

Ég kveđ "Mótmćlanda Íslands" međ virktum. Ef Guđ er til ţá hlýtur hann ađ vera sanngjarn og festir nú Fálkaorđu á Helga. Mannfólkiđ hvet ég til ađ fylgja eftir uppástungunni um minnisvarđa um Helga.

Uppfćrsla:

Eftirfarandi er grein sem ég tók saman og birt var í Degi í febrúar áriđ 2000:

Sáttmálinn óhagganlegi

 

Í nćr fjóra áratugi hefur trésmiđurinn Helgi Hóseason barist fyrir ţví ađ fá skírnarsáttmála sinn viđ "Himnafeđgana" ógildan og fá ţađ stađfest međ skráningu í ţjóđskrá. Yfirvöld hafa ekki treyst sér til ađ verđa viđ ţessum kröfum eđa ađ minnsta kosti ekki fundiđ leiđ til ţess. Hér segir frá afgreiđslu dómstólanna í ţessu sérstćđa mannréttindamáli.

 

Baráttusaga Helga Hóseasonar er löng og flókin og hér ađeins stiklađ á stóru. Nefna má ţó ađ yfirvöld hér á landi létu alveg eiga sig ađ höfđa mál gegn Helga, ţótt tćkifćrin hafi ekki vantađ eftir skyrausturinn á forseta landsins, biskup og ţingmenn (1972), tvćr atlögur ađ stjórnarráđinu međ tjöru (1974) og ryđvarnarefni (1981), rúđubrot í ţinghúsinu (1976) og fleira, svosem svokallađ guđlast.

 

Um 1962 fór Helgi fyrir alvöru ađ berjast fyrir ónýtingu skírnarsáttmála síns, en viđrćđur og bónferđir til presta og biskups skiluđu engu; ţeir sögđust ekki geta ógilt sáttmála sem vćri milli einstaklings og guđs. Í desember 1964 ákvađ Helgi ađ reyna dómstólaleiđina og stefndi biskupi Íslands. Máliđ var tekiđ fyrir af Magnúsi Thoroddsen yfirborgardómara, eftir ađ Sigurbjörn biskup hafđi hunsađ sáttafund.

 

Klárkar hlýđi landslögum

 

Helgi gerđi ţćr kröfur í málinu ađ "herra biskupinn hlutist til um, svo fljótt sem kostur er á, ađ sáttmála ţeim, er gerđur var viđ skírn mína og fermingu, verđi rift, ţannig ađ ljóst sé, ađ um fullkomna afturköllun sé ađ rćđa á ţví heiti, sem ég var á sínum tíma látinn vinna viđ skírn mína og síđar fermingu, og um grun sé gert, ađ nafn mitt sé ekki tengt Jehóva lengur. Ţar sem ég tel mig skipta ţetta miklu máli, en mér hefur veriđ synjađ um alla leiđréttingu, ţetta varđandi, tel ég mig tilneyddan ađ fara ţessa leiđ til ađ ná ţeim rétti, sem ég tel mig ótvírćtt eiga samkvćmt stjórnarskrá vorri".

 

Biskupinn hvorki mćtti í dómsal né sendi einhvern fyrir sig. Magnús var ekki lengi ađ dćma: "Sakarefni ţetta er ţess eđlis, ađ ţađ heyrir ekki undir lögsögu dómstóla. Ber ţví ađ vísa máli ţessu frá dómi". Helgi áfrýjađi til Hćstaréttar, en ţar var niđurstađan hin sama í febrúar 1965 og kemur fram ađ biskupinn hafi hvorki sent greinargerđ né haft uppi kröfur.

 

Í greinargerđ međ málinu til Hćstaréttar sagđi Helgi: "Í Kirkjurétti er tekiđ fram, á skilmerkilegan hátt, ađ ţegar Íslandslög og Himnalög stángast á, eigi klárkar ađ halla sér frá Himnafeđgum sem snöggvast og hlýđa landslögum".

 

Helgi leitađi til Mannréttindadómstóls Evrópu og skírskotađi til 9. greinar Evrópusáttmálans um trúfrelsi, en menn ţar töldu ađ engin mannréttindi hefđu veriđ brotin og vísuđu málinu frá.

 

Fölsun og stjórnarskrárbrot

 

Helgi ákvađ ađ reyna ađra leiđ; hann stefndi Magnúsi Jónssyni ráđherra Hagstofu Íslands og gerđi ţćr kröfur ađ Magnúsi yrđi gert "ađ viđurkenna á formlegan hátt fyrir hönd ríkisvaldsins ónýtingu stefnanda á skírnarsáttmála međ ţví ađ láta skrá hana í ţjóđskrána".

 

Kröfur sínar rökstuddi Helgi m.a. međ ţví ađ í fćđingarskýrslum Hagstofu Íslands vćri bókađ nafn stefnanda og skírnardagur. "Sé nú ekki einnig ritađ í ţessa persónuheimild stefnanda, ađ skírnin sé ónýtt, sé í fyrsta lagi um fölsun ađ rćđa, í öđru lagi séu ţá brotin á stefnanda ákvćđi í stjórnarskrá og í ţriđja lagi sé stefnandi settur skör lćgra en ađrir, sem ţar séu skráđir skírđir og óskírđir".

 

Ráđherran hafđi hvorki fyrir ţví ađ mćta á sáttafund eđa í dómssal, né senda fulltrúa eđa plögg, ţótt honum vćri löglega stefnt. Auđur Ţorkelsdóttir borgardómari vísađi málinu frá dómi, en gerđi ráđherra ađ greiđa málskostnađ og ómarkslaun í ljósi ţess ađ hann hefđi ekki mćtt.

 

Hćstiréttur stađfesti niđurstöđuna í janúar 1968. Helgi reyndi enn Strassborgarleiđina, en aftur var erindi hans vísađ frá. Helgi flutti öll mál sín sjálfur, enda ţorđi enginn lögmađur ađ taka svona mál ađ sér, nema hvađ Pétur Ţorsteinsson ađstođađi Helga nokkuđ í blábyrjun.

 

Einskonar "sáttatilraun"

 

Eitt er ađ ónýta skírnarsáttmála og annađ ađ fá ţađ skráđ í ţjóđskrá og ákvađ Helgi nú ađ framkvćma sjálfur fyrri hlutann. Hann fór í guđţjónustu í Dómkirkjunni í október 1966, međtók oblátu hjá séra Jóni Auđuns, en lét í lófa sér og tók viđ messuvínsstaupinu. Oblátan og víniđ fóru í poka sem merktur var "SORP" og ávarpađi síđan kirkjugesti:

 

"Áheyrendur mínir! Ţiđ eruđ vottar ţess ađ ég, Helgi Hóseason, Skipasundi 48, Reykjavík, kasta kjöti og blóđi Jesú í ţennan belg, sem er merktur sorp, til stađfestingar á ţví, ađ ég ónýti hér međ skírnarsáttmála ţann, sem gerđur var fyrir mína hönd, reifabarns, og ég vélađur til ađ játa á mig 13 ára viđ ţá Jehóva, Jesú og Heilagan anda, alla til heimilis á Himnum og nú hér stadda. Enn fremur vottiđ ţiđ, ađ nafn mitt Helgi, er ekki tengt Himnafeđgum né Heilögum anda, ég er laus allra skuldbindinga viđ ţá og mótmćli ţeim mannhaturssjónarmiđum sem eru uppistađa ţess endemis kristins dóms. Ţökk fyrir!"

 

Ţrotlaus barátta fyrir ţví ađ fá ónýtinguna skráđa bar engan árangur. Lengst náđi "tilhliđrun" yfirvalda ţegar Klemens hagstofustjóri bauđst til ađ láta skrá í sérstakan reit: "Helgi Hóseason telur sig hafa ónýtt skírnarsáttmála sinn 16. október 1966". Skilyrđi Klemensar var ađ Helgi myndi aldrei undir nokkrum kringumstćđum fá afrit eđa ljósrit af skráningunni! Helgi hafnađi bođinu og krafđist ţess ađ skráđ yrđi ađ Helgi hefđi ónýtt sáttmálann, en ekki ađ hann "teldi" sig hafa gert ţađ. "Sáttatilraunin" náđi ekki lengra.

 

Biskup: Sáttmálinn ónýtur

 

Síđar meir fylgdu fjölbreytilegar ađgerđir Helga og eigi sjaldnar en 20-30 sinnum var hann handtekinn fyrir mótmćli. Aldrei var hann ţó saksóttur.

 

Kannski komst hann nćst markmiđi sínu međ ummćlum Péturs Sigurgeirssonar biskups í HP áriđ 1982, ţar sem Pétur lýsti ţví yfir ađ enginn gćti ónýtt skírnarsáttmála sinn nema sá sem er skírđur. Pétur kvađst álíta, ađ skírnarsáttmáli Helga vćri ónýttur, en ekki yrđu gefnar neinar yfirlýsingar um ţađ, ţar sem ţađ vćri ekki mál kirkjunnar, heldur vćri ţađ mál Helga hvort hann gengi inn eđa út. "Frá sjónarhóli kirkjunnar er ekki hćgt ađ gera ţađ á annan hátt en Helgi hefur gert".

 


Tíu bođorđ í tilefni sérstaks sunnudags

Ný ríkisstjórn, nýtt upphaf, Nýtt Ísland; alls konar tímamót í gangi og stórmerkilegir samfélagslegir viđburđir sem viđ upplifum nú. Ţađ er sunnudagur og rétt ađ varpa fram andlegri og veraldlegri hugvekju inn í Bessastađa-seremóníurnar.

Hin kristna trú segir áhangendum sínum ađ tileinka sér "Bođorđin tíu" en lenda í helvíti ella. Ţessi bođorđ eru ekki allra og ţá einkum fyrstu ţrjú bođorđin eđa svo. Mađurinn hefur enda fyrir langa löngu komiđ sér upp almennari siđareglum. Á ţessum sérstaka sunnudegi býđ ég fólki ađ hugleiđa eftirfarandi 10 "bođorđ":

1. Ekki gera öđrum ţađ, sem ţú vilt ekki ađ ađrir geri ţér.

2. Í hverju ţví sem ţú tekur ţér fyrir hendi skaltu forđast ađ skađa ađra.

3. Komdu fram viđ annađ fólk, önnur dýr og allt sem lifir af ástúđ, heiđarleika, hreinskilni, trúmennsku og virđingu.

4. Ekki hunsa illvirki eđa hika viđ ađ koma réttlćti á, en vertu alltaf tilbúinn ađ fyrirgefa ţeim sem viđurkennir rangindi og sannlega iđrast.

5. Lifđu lífinu međ gleđi og hamingju ađ markmiđi.

6. Reyndu ávallt ađ lćra eitthvađ nýtt.

7. Sannprófađu hvađeina; Leggđu mat á eigin hugmyndir út frá stađreyndum og vertu til í ađ hverfa frá sérhverri hugmynda ţinna sem stenst ekki slíkt mat.

8. Ekki stređa viđ ađ ritskođa sjálfan ţig eđa flýja undan ágreiningi; berđu ávallt virđingu fyrir ţeim sem eru á annarri skođun en ţú. 

9. Reyndu ađ komast ađ eigin niđurstöđu út frá ţinni eigin rökhyggju og reynslu; ekki leiđast í blindni af öđrum.

10. Efastu um allt - spurđu spurninga.

Og auđvitađ er rétt ađ hafa til hliđsjónar tíu bođorđ kristninnar - ţ.e. hin tíu styttu bođorđ 8en ţau voru nokkru ítarlegi í upphaflegum handritum):

  1. Ég er Drottinn, Guđ ţinn, ţú skalt ekki ađra guđi hafa.
  2. Ţú skalt ekki leggja nafn Drottins Guđs ţíns viđ hégóma.
  3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.
  4. Heiđra skaltu föđur ţinn og móđur.
  5. Ţú skalt ekki mann deyđa.
  6. Ţú skalt ekki drýgja hór.
  7. Ţú skalt ekki stela.
  8. Ţú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga ţínum.
  9. Ţú skalt ekki girnast hús náunga ţíns.
10. Ţú skalt ekki girnast konu náunga ţíns, ţjón, ţernu, fénađ né nokkuđ ţađ sem náungi ţinn á.


Ríkiskirkjan komin niđur í 78.6%

 Ţjóđkirkjan er kominn alla leiđ niđur í 78.6% af landsmönnum (1. des. sl.). Hlutfallslega varđ ţar fćkkun úr 80,1% í 78,6% milli ára, sem er gríđarlegt stökk niđur á viđ. Fyrir um ţađ bil 15 árum var hlutfalliđ 93%. Af 248.783 landsmönnum 16 ára og eldri tilheyrđu rúmlega 53.200 manns öđrum trúfélögum eđa voru utan trúfélaga. Enn aukast rökin fyrir ađskilnađi ríkis og kirkju.

 

Međlimir helstu trúfélaga 16 ára og eldri 1. desember 2008
   FjöldiHlutfallsleg skipting
    
Alls248.783100,0
    
Ţjóđkirkjan195.57678,6
Fríkirkjur11.9394,8
 Fríkirkjan í Reykjavík6.0082,4
 Fríkirkjan í Hafnarfirđi3.7351,5
 Óháđi söfnuđurinn2.1960,9
Trúfélög utan Ţjóđkirkju og fríkirkjusafnađa14.1765,7
 Kaţólska kirkjan6.6502,7
 Hvítasunnukirkjan á Íslandi1.6250,7
 Ásatrúarfélag1.1680,5
 Önnur skráđ trúfélög4.7331,9
Önnur trúfélög og ótilgreint19.3237,8
Utan trúfélaga7.7693,1

 (Heimild: Hagstofa Íslands)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband