18.1.2009 | 13:47
Samfylkingin ibbar smá gogg
Ekki fer á milli mála að það hafa myndast brestir í stjórnarsamstarfið. Brestirnir heyrast í tengslum við útkomu auka-landsfundar Sjálfstæðisflokksins og nú hefur Samfylkingin boðað einhvers konar fundarhöld til að ... hvað var það kallað ... skerpa stefnu sína? Össur lætur litla kínverja springa af og til og alls ekki virðist óréttmætt að gera ráð fyrir kosningum í ár.
Þær kosningar eiga ekki að koma of snemma, það hef ég sagt fyrr. Í fyrsta lagi í maí/júní, en jafnvel ekki fyrr en í september/október. Annars vegar er brýnt að óánægju- og reiðialdan í samfélaginu fái að formast í nýrri (nýjum) pólitískri breiðfylkingu (flokki), sem nái að skipuleggja sig og taka þátt í kosningum af myndugleika. Ef það gerist hins vegar ekki þá verður óánægt og reitt fólk að fá gott tækifæri og tíma til að hreinsa til í "gömlu" flokkunum með lýðræðislegum hætti; koma í veg fyrir uppstillinga-áráttu þeirra sem verma nú valdasætin og knýja fram lýðræðislegt val á nýrri forystu meðsem opnustum prófkjörum. Þetta hef ég tuðað um áður og tuða enn.
Ég leyfi mér og að bæta því við að ríkisstjórnin ætti fram að þeim kosningum fyrst og fremst að hegða sér eins og starfsstjórn og einbeita sér að lausn brýnustu vandamála. Þessi ríkisstjórn á ekki að efna til verulega umdeildra kerfisbreytinga, eins og að auka einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni. Og sem slík starfsstjórn ætti hún að hleypa að fólki sem áunnið hefur sér traust meðal hins reiða almennings, í lykilembætti og úttektir. Menn eins og Þorvaldur Gylfason, Vilhjálmur Bjarnason, Ragnar Önundarson, Lilja Mósesdóttir (fleiri mætti nefna); þau eiga að vera í stöðu til að hafa bein og formleg áhrif á ákvarðanir stjórnvalda.
Starfsstjórnin og Alþingi ættu og að dusta rykið af fjölmiðlalagafrumvarpi því sem þverpólitísk samstaða náðist um (en menntamálaráðherra treysti sér ekki til að knýja í gegn (ég er EKKI að tala um Davíðs-frumvörpin)), endurskoða það og laga að aðstæðum og gera svo að lögum. Þar sem aðaltakmarkið væri að efla sjálfstæði ritstjórna fjölmiðla og gera rekstur fjölmiðla bæði gagnsærri og auðveldari. Bæði nú og á komandi mánuðum og árum er brýn nauðsyn að hafa hina lýðræðislegu umræðu öfluga og aðgengilega - og óbrenglaða af utanaðkomandi og ólýðræðislegum öflum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Heilbrigðismál, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Sæll Friðrik
Ég er í stórum dráttum sammála þér, í þessa starfsstjórn þarf einnig að hafa góðan ættfræðing og kosningar að fara fram í haust.
Gylfi Þór Gíslason, 18.1.2009 kl. 14:40
Ég held að Flokkarnir séu nú þegar búnir að ákveða að það verði kosningar á árinu og séu að undirbúa sig undir þær með sínum (lands)fundum.
Ég held líka að Flokkarnir ákveði að halda kosningarnar allt of snemma til að nýtt pólitískt afl - eða öfl - nái að skipuleggja sig og bjóða fram í öllum kjördæmum. Slíkt tekur óhemjutíma.
Að lokum bendi ég öllum á að hlusta á seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í gær þar sem Þorvaldur Gylfason fór á kostum. Og Hjálmar Sveinsson var með umfjöllun um bróður hans, Vilmund Gylfason í Krossgötum klukkutíma seinna og útvarpaði hinni frægu ræðu Vilmundar frá 23. nóvember 1982 sem ég birti á blogginu mínu hér.
Mjög áhugavert efni, svo ekki sé meira sagt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.1.2009 kl. 20:29
Það eiga að verða kosningar í nóvember, eftir að rannsóknarnefndin hefur skilað sínu. En afhverju að nefna fólk eins og Þorvald og Lilju? Þetta fólk er altof pólitískt litað til þess að geta komið að málum sem "outsiders"
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 00:32
Hvernig er þetta fólk pólitískt litað, Gunnar? Hvar í flokki standa þau?
Hvaða "outsiders" myndir þú vilja sjá koma að kjötkötlunum?
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 08:44
Lilja held ég að hljóti að vera VG-manneskja, annars myndi sá flokkur ekki hafa hampað henni eins mikið og raun ber vitni, auk þess sem hennar "túlkun" á fræðunum bendir til þess. Þorvaldur er auðvitað gamall krati eins og hann hefur kyn til.
Það á að vera hafið yfir allan vafa, pólitískt innræti fólks, ef þú ert að tala um starfsstjórn sem sátt á að vera um. Ekki viltu Hannes Hólmstein í slíka stjórn, ef ég þekki þig rétt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 10:54
Eins og mér fannst athyglisvert að hlusta á Anne Siebert og Willem Buiter þá stakk mjög í stúf við annars málefnalega umræðu hjá þeim hve eindregið þau mæla með aðild að Evrópusambandinu.
Við nánari skoðun kemur í ljós að þau eru líklega bæði á þeirra vegum hérna. Er þetta áróður Evrópusambandsins?
Eða réttara sagt Íslenskir Evrópusambandssinnar að kosta ráðgjöf fyrir okkur alþýðuna sem er í rauninni dulbúinn áróður?
Hvað haldið þið?
Willem BuiterProfessor of European Political Economy, London School of Economics and Political Science; former chief economist of the EBRD
The EBRD is owned by its member/shareholder countries, the European Communityand the European Investment Bank
Anne Sibert'smain current research interests are central bank design, intertemporal open economy public finance, the economic and political aspects of economic and monetary union in Europe, and the political economy of structural reform.
She is a fellow of the Centre for Economic Policy Research and the CESifo Research Network. She is a member of the Council of the European Economic Association, the Council of the Royal Economic Society, the Panel of Economic and Monetary Experts for the Committee for Economic and Monetary Affairs of the European Parliament, the UK Shadow Monetary Policy Committee and the Council of Economic Advisors to the Opposition Front Bench. She is an Associate Editor of Macroeconomic Dynamicsand panel member of Economic Policy.
sandkassi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:58
Ertu viss um þessa nálgun, Gunnar, veistu hvort þau eru fyrir víst á vegum Evrópusambandsins? Liggur það fyrir?
Ég tek eftir því að hún er í Breska Íhaldsflokknum (UK Shadow Monetary Policy Committee and the Council of Economic Advisors to the Opposition Front Bench). Er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins að koma Íslandi í ESB?
Friðrik Þór Guðmundsson, 19.1.2009 kl. 23:32
Nei ég er ekki viss. En það er athyglisvert. Það var mjög athyglisvert að þegar kom að gjaldmiðilsumræðunni þá einkenndust svör þeirra alfarið af hvað hentaði okkur að gera út frá mögulegri inngöngu í ESB.
Er þetta ekki það sem leikurinn er að færast út í?
Spurningin er hver kostaði komu þeirra hingað.
sandkassi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:39
Nei ég á nú ekki við að ESB sendi þau heldur Íslenskir ESB sinnar standi þarna á bakvið.
sandkassi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:41
Þau vöruðu eindregið við einhliða upptöku Evru, það væri í óþökk ESB. Var ekki eitthvert Eystrasaltsríkjanna sem tók hana upp einhliða og þeim bárust ýmiskonar dulbúnar hótanir áður en það var gert. Ekkert var gert, enda ekki hægt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 23:54
jú en þau vöruðu einnig við einhliða upptöku gjaldmiðils yfirhöfuð, best væri að ganga í ESB, samt voru þau á þeirri skoðun að okkur vantaði nýjan gjaldmiðil strax.
Röki þeirra fyrir inngöngu í ESB ætla ég ekki út í hérna en ég myndi vilja fá að vita hver kostaði ferð þeirra hingað.
Eins og mál standa í þjóðfélaginu þá hljótum við að gera kröfu um óháð álit.
sandkassi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:07
Sammála nafni
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.