Það átti að færa Kryddsíldina - það á að stokka upp

Eins reiður og ég er vegna Hrunsins og sammála almennum mótmælum þá hlýt ég að fordæma eyðileggingaþörfina sem þarna birtist. Að því sögðu verð ég að harma að Stöðvar tvö fólk hafi ekki séð hættuna fyrir og ákveðið að flytja Kryddsíldina burt frá Hótel Borg og Austurvelli.

Ég held að þetta flokkist ekkert undir að vera vitur eftir á hjá mér - ef vitað er að aðgerðir myndu standa yfir á þessum stað og þessum tíma. Mig grunar raunar að Stöðvar tvö fólk hafi ekkert haft á móti því að mótmælaaðgerðir myndu "krydda" Kryddsíldina, en þá er það fólk samsekt stjórnvöldum um að hafa vanmetið reiðina sem í gangi er hjá þeim róttækustu. 

En auðvitað eiga stjórnvöldin mestu sökina á því hversu reitt fólk er. Þau hafa algjörlega misst allt samband við venjulegt fólk og halda að fólkið sé sátt við það sem þau gera. Sem er af og frá. Hjá fólki er mjög vel rökstuddur grunur um að allar "björgunaraðgerðir" miðist við að púkka undir útvalda en láta "óbreytta" fá reikninginn. Það er ímyndin og ekkert bendir til þess að hún sé röng.

Hitt er annað mál að reiði almennings hefur ekki, enn hið minnsta, fengið boðlegar og lýðræðislegar útrásarleiðir. Slíkt ýtir undir óánægju. Ef fram væru að koma "alvöru" nýir pólitískir valkostir og/eða að uppstokkun væri að eiga sér stað í "gömlu" flokkunum væri ástandið strax betra. En svo er ekki.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk vælir yfir öllu....sama hver fjandinn er. Menn hafa nú fengið á kjaftinn áður og það oft. Það eru til dæmis nokkrir hér sem þyrftu að fá duglega á kjaftinn og þá sérstaklega þeir sem tala illa um KÓPAVOG þar sem hlutirnir gerast. Nei, þessi öfund í fólki sem missti af góðærinu getur bara sjálfu sér um kennt.....þú tryggir ekki eftirá.

Nú er góðærið búið og þá þíðir ekki að væla og kenna öðrum um sína heimsku. Nú er bara að bíða eftir næsta góðæri og grípa þá gæsina þegar hún gefst. Annað verra.....ég var næstum búin að brjóta á mér báðar lappir í áramótaboltanum í morgun. Og mér finnst sjálfsagt að fólk bjóði mér gleðilegs árs og friðar á nýu ári...takk fyrir það.

Hlerinn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:04

2 identicon

Mæltu manna heilastur. Tek undir hvert orð sem þú skrifar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég hef ekki hugmynd um hvert tap þessa fólks sem stóð að skemmdarverkunum var, nema hugsanleg þátttaka í góðæri sem nú er horfið. Flestir eru enn á barns aldri og stór hluti þeirra er í háskólanámi og því á námslánum. Beint fjárhagslegt tjón hlýtur því að vera lítið.

Svo þversagnarkennt sem það kann að hljóma þá virðist mér reiði þeirra beinast að því að hafa ekki fengið tækifæri til að dansa við gullkálfinn.

Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Ragnhildur Kolka, 31.12.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvort þessi ríkisstjórn er að gera rétta hluti í stöðunni eða ekki, það skiptir ekki endilega máli í stöðunni. Orkan að baki þessara mótmæla nærist á reiðinni út í stjórnvöld sem sinntu ekki ströngum viðvörunum en hömruðu ævinlega á því að hér væri allt í stakasta lagi. Reiðin er vegna þess að það hefur enginn axlað ábyrgð og stigið til hliðar. Enginn hefur verið rekinn og daglega berast fréttir af milljarðahaugum sem hefur verið hrókerað í átt til felustaða og jafnvel verið spreðað í bónusa fyrir vel unnin störf! Enginn hefur verið settur í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Fyrrum lykilmenn í gömlu bönkunum eru settir í ábyrgðarstörf í nýjum bönkum. Og svona má lengi telja.

Hrokafullar afneitanir ráðherra og æðstu embættismanna eru ekki það sem þjóðin væntir af þeim sem starfa í hennar umboði.

Árni Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 17:25

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Burtséð frá því hvort þetta voru góð eða vond mótmæli, misstum við nokkuð þó lokað væri á þessi gömlu og þreyttu andlit?

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei Sigurður Þór, við misstum áreiðanlega ekki af miklu úr þeirri áttinni. En við misstum af uppstríluðum "strákunum okkar" að taka við titlinum menn ársins - og það var miklu verra.

Annars merkilegt að ólíkt fyrra skiptinu þá gat ég nú tekið undir með ISG um að ofbeldisfyllstu mótmælendurnir gætu ekki talist fulltrúar þjóðarinnar (ummælin voru henni til skammar í Háskólabíói). Að þessu sinni varð Steingrímur Joð sér til skammar með að vilja bjóða fulltrúa "mótmælenda" inn sem fulltrúa "fólksins". Hann skoraði ekki þar.

Ekki get ég fullyrt hvaða fólk það er sem þarna gekk harðast fram. Það er að líkindum sama mjög unga fólkið og hefur látið verst hingað til. Ég hygg að þar á meðal séu Anarkistar og svo auðvitað bara fólk sem nærist á ofbeldi. Líkt og pakkið sem safnaðist saman fyrir utan skemmtistaðina í gamla daga til að berja fólk. 

Ég er stjórnvöldum og "30-menningunum" afar reiður og er til í ýmiss konar aðgerðir, en á þessum ofstopa og eyðileggingarafli hef ég bara skömm.

Friðrik Þór Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 17:44

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Af hverju ferðu þá ekki eftir eigin reglum, kreppukarl?

Friðrik Þór Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 18:21

8 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Með skömm þinni á mótmælendum, Friðrik, þá styður þú ríkisstjórnina.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 20:32

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta er einfaldlega rangt hjá þér Björgvin Rúnar. Ég styð mótmælin og er, eins og ég sagði, til í ýmiss konar aðgerðir, en frábið mér tilgangslausa eyðileggingu. Í þessu tilfelli voru eigur fjölmiðils og hótels skemmdar og ráðist á saklaust tæknifólk fjölmiðilsins.

Ég er sem sagt vandfýsin á aðgerðirnar og vil að þær beinist að réttum aðilum. Þannig var ég á móti arfavitlausum mótmælum trukkaranna fyrr á árinu, af því að þau beindust ekki að höfuðskúrkunum; olíufélögunum og olíuríkjunum. Það stafaði ekki af stuðningi við stjórnvöld; þau voru einfaldlega ekki höfuðskúrkurinn í því máli og gríðarlegar hækkanir stöfuðu ekki af skattlagningu ríkisins, þar sem eldsneytisgjald var í krónutölu (ekki prósentu) og hafði ekki hækkað. 

Það er ljóst að lítill hluti mótmælenda er tilbúinn í ofbeldi og skemmdarverk. Að ég sé ekki tilbúinn í slíkt jafngildir ekki stuðningi við ríkisstjórnina og þetta veistu. Mér finnst raunar að úrræði við mótmæli mættu vera fleiri og hugmyndaríkari og ég hef nefnt að þau mættu í ríkari mæli beinast að höfuðskúrkum þessa máls - sem eru "30-menningarnir", útrásarvíkingarnir svokölluðu og bankaleppar þeirra. Að öðru leyti tek ég undir með þér í þinni síðustu færslu, um árið 2009:

1. Ár kosninga,

2. Ár málfrelsis, skoðanafrelsis, tjáningarfrelsis og trúfrelsis,

3. Ár upggjörs við frjálshyggjuna, útrásina og afleiðingarnar,

4. Ár mótmæla þar til ofangreindum markmiðum er náð.

Friðrik Þór Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 21:36

10 identicon

Sæll Friðrik.  ég er 100% samála skrifum þínum um þessa mótmælendur. Hvaða rétt hafa þeir til þess að eyðileggja eigur annara? Hvaða rétt hafa þeir til þess að ákveða fyrir aðra hvað þeir vilja horfa á? Hvaða rétt hafa þeir til þess að vera með líkamsmeiðingar? Ég er reiður þeim mönnum sem komu þjóðinni í þá stöðu sem hún er komin í og vil að þeir sem bera á því ábyrgð verði dæmdir en ég get ekki stutt ofbeldisfólk

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 21:57

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Einu er ég að velta fyrir mér, eftir að hafa þrautskoðað myndefnið á frétt Þóru Kristínar á mbl.is, "Gas gas gas á Gamlársdag", hvaða fólk er þetta sem er alsvartklætt, hylur andlit sín og gengur harðast fram við mótmælin? Eru þetta Anarkistarnir - stjórnleysingjarnir? Hvað höfum við til þess hóps að sækja? Hver er stefna þess? Af hverju hrópaði fólkið, sem lengst gekk í aðgerðum sínum: "Lýðræði er kjaftæði"?

Ætlar einhver að segja mér að ég sé að styðja ríkisstjórnina með því að frábiðja mér ofbeldi og eyðileggingu og þennan málflutning um lýðræðið?

Ég væri til í að setja höfuðskúrkana í gapastokk á Austurvelli (og þá þeirra í fangelsi sem það eiga skilið) en ég er ekki til í að berja og drepa þá og afnema lýðræðið. Stjórnleysi er ekki svarið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 21:59

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst ofbeldi sem eru háð með þessum hætti ekki sæmandi. Reyndar sá ég bara myndir hér á Mbl.is og samkvæmt þeim þá eru mótmælendur algjörlega búnir að tapa glórunni. Ég hef enga samúð með mótmælendum lengur þó svo að ég sé án nokkurs vafa fylgjandi baráttumálum þeirra,ríkisstjórnin burt og að menn séu krafðir um að lúta ábyrð. aðferðinar sem eru beittar eru út í hött og það segir sig sjálft að  lögreglan verði að grípa í taumanna þegar það er verið að ráðast að sjálfstætt starfandi fyrirtækjum. 

  • Tæknifólk og fréttafólk stöðvar tvö ber ekki ábyrð á kreppunni og því út í hött að láta reiði sína bitna á þeim. 
  • lögreglunni er skyllt að verja eigur fyrirtækja jafn sem einstaklinga og var því með öllu leifilegt að reka fólkið út af Hótel Borg sem hafði farið þangað inn gegn velvild  staðarins, bæði til að vernda fólk sem er þarna vinnandi og einnig til að hinn almenni kúnni verði ekki fyrir óþarfa óþægindum.

Ég var í mótmælum 2001 vegna komu Kínaforseta og voru mótmælin með allt öðrum hætti en þau eru núna. Bæði voru þau mótmæli fjölmennari þó ótrúlegt megi virðast og lög og reglur samfélagsins voru virtar.  Þar fór engin yfir mómælaborða fyr en kínaforsetin var farin td af perlusvæðinu. Í þessum mótmælum virðst  lög vera ítrekað brotin með því fara ekki eftir vilja lögreglunnar og því tjáningafrelsið í raun vanvirt. 

Mér finnst skorta meiri hugmyndauðgi í mótmæli vegna fjármálakreppunar og fólk eigi að nota höfuðfatið á sér í meira mæli. nóg er af aðferðum .... t.d með því að kvetja almenning að setja viðskiptabann á Baug  eða önnur útrásatengd fyrirtæki og fara meira í einhvers konar heimildarvinnsluform eins og er á baugsmálið.is. Slíkt myndi ekki kosta blóð en væri örugglega alveg jafn máttug aðferð.  

Af nógu er að taka.  


 

Brynjar Jóhannsson, 1.1.2009 kl. 00:38

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Rétt Brynjar, af nógu er að taka.

Ég er enn að reyna að átta mig á slagorðinu "lýðræði er kjaftæði" sem aktífistarnir hrópuðu. Ef Sigmundur Ernir hefði náð því að bjóða inn á Borgina í sæti Geirs "fulltrúa fólksins" og sá hefði boðið upp á þann málstað helstan, að lýðræði væri kjaftæði, þá er ljóst að ekki væri um fulltrúa minn að ræða. Nema "fólkið" vilji einmitt afnema lýðræðið? Bara sorrý stína - ég vil lýðræði, bara miklu betra lýðræði en okkur er boðið upp á í dag.

 Er hinn almenni mótmælandi annars að skrifa upp á að lýðræði sé kjaftæði? Hörður Torfa? Gunnar Sig.?

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 01:13

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Af "Nei"-vefnum (http://this.is/nei/?p=1811):

Kryddsíld tekin úr sambandi

Mótmælendum fyrir utan Hótel Borg tókst í dag að stöðva útsendingu Kryddsíldar Stöðvar 2, með því að kippa snúrum úr sambandi. Fréttamaður Stöðvar 2 nefndi það skemmdarverk á tækjabúnaði og lét í veðri vaka að myndavélar hefðu verið eyðilagðar sem samkvæmt heimildum Nei. er rangt.

Einum heimildamanni segist svo frá:

„Ég fór öðru hvoru inn í portið en ég var ekki inni í húsinu. Fyrir utan voru meðal annara Egill Helgason með Kára og Illugi Jökulsson, einhverjir þingmenn frjálslyndaflokksins voru þarna og margir með börn. Þarna var fólk á öllum aldri. Ég sem sagt hef ekki mikið um þetta að segja. Mér var hins vegar sagt að kapallinn inn í húsið hafi verið brenndur með blysum. Þá sögðu krakkarnir mér að tæknimennirnir hefðu reynt að varna þeim inngöngu og þá hafi komið til einhverra átaka. Einn anarkisti sagði mér að hann hafi sagt við tæknimann að hann ætti ekkert sökótt við hann og væri ekki komin til að slást. Tæknimaðurinn hefði ekki viljað sleppa af honum takinu og þá hafi hann slitið sig lausann. Hann sagði mér líka að tæknimennirnir hefðu grátbeðið þau um að leyfa þeim að halda áfram útsendingu. Við því var ekki orðið. Anarkistinn sagði mér að tilgangurinn með mótmælunum hafi verið að stöðva þessa leiksýningu, það hafi tekist, mótmælin hefðu heppnast fullkomlega, tilganginum hefði verið náð.“

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 01:30

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Einhver segir að slagorðið hafi verið "lýðræði, ekkert (eða ekki) kjaftæði". Ef svo er þá hefur mér heldur betur misheyrst og harma það. Það voru þá ekki svartklæddu andlitshuldu anarkistarnir sem þar voru á ferð.

Lýðræðissinnar eyðileggja auðvitað ekki útsendingu fjölmiðils, því fjölmiðlar eru samkvæmt formúlunni vettvangur lýðræðislegrar umræðu. Sigmundur Ernir var enda að spyrja landsfeðurna fyrrum og núverandi um mistök þeirra, t.d. við einkavinavæðingu bankanna og um tengslaleysi þeirra við þjóðina. Það var ekki kjaftæði. Helst þó svörin.

Styðja svörtu anarkistarnir lýðræði?

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 02:48

16 identicon

Hvorki stjórnvöld né baugsmiðlar eru í takt við né lesa þjóðina. Hvað bjáni sem er hefði getað sagt sér að það yrðu læti við Hótel Borg í dag. En nei þau eru sennilega svo mikið umkringd jáfólki og langt í burtu frá alþýðunni sem er hrædd og reið þessa dagana að þau bara vita ekki meir.

Anna María (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 03:09

17 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Frá mínum dyrum séð er það mikill sigur að tekist hafi að stöðva þennan afspyrnu leiðinlega væmna og fyrirsjáanlega þátt. Hann hefur verið til ama og tjóns í átján ár, undantek þáttinn sem Davíð og Össur voru fullir.

Ofbeldi sprettur ekki uppúr engu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.1.2009 kl. 03:17

18 identicon

Þessi mótmæli í dag við Hótel Borg voru merkileg um margt. Sjálfur hef ég tekið þátt í s.k. friðsömum mótmælum á Austurvelli um hríð sem "ráðamenn þessarar þjóðar" virðast ekkert mark taka á. Það virðist sama hve mörg við söfnuumst saman í réttlátri reiði til friðsamra mótmæla-ráðstjórnarklíkan bara hlær að okkur. Solla segir okkur ekki tilheyra þjóðinni og Geir Haarde kallar okkur skríl. Að verða við óskum "skrílsins" væri það síðasta sem þessu fólki dytti í hug. Undirritaður hefur að öllu jöfnu mikið jafnaðargeð en er nú nóg boðið eins og eflaust ýmsum öðrum. Ráðstjórnarklíkan hefur semsé hvað eftir annað sýnt okkur friðsömum mótmælendum lítilsvirðingu, gefið í okkur skít. Þau héldu í heimsku sinni að með gegndarlausum hroka sínum gætu þau þaggað niður í lýðnum. En í dag náðu heiðarlegir mótmælendur að sína þeim í tvo heimana með því að þagga niður í þeim. Við höfum einfaldlega ekki lengur áhuga á einhverju kryddsíldar skvaldri. Og í lokin vil ég aðeins koma því hér að að þarna við Hótel Borg voru samankomnir miklu fleiri en bara einhverjir byltingasinnaðir krakkagemlingar með klút fyrir andliti. Þarna vorum við einnig fjöldi miðaldra fólks sem fyrir stuttu síðan fylktum okkur um m.a. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Það kæmi mér ekki á óvart að við næstu mótmæli myndu bætast í hópinn fyrrum stuðningsmenn Geirs H Haarde.

Ívar Gissurarson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 03:25

19 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Væri þá ekki nær, Ívar minn, að þagga niður í stjórnmálamönnum á þeirra eigin vettvangi, en að kveikja í útsendingasnúrum og meiða tæknifólk fjölmiðils?

Ég árétta annars það sem ég sagði fyrst; tel það hafa verið vanhugsað af Stöð 2 að varpa Kryddsíldinni út frá Hótel Borg (og Austurvelli).

Síðan hef ég kallað eftir meiri hugmyndaauðgi í mótmælaaðgerðunum. Þótt ég sé sammála því að of lítið sé hlustað á mótmælin fram að þessu held ég að svarið sé ekki ofbeldi og eyðilegging.

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 03:47

20 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er auðvelt að fordæma heima í stofu - sér í lagi þegar þú trúir fréttaflutingi á Íslandi eins og nýju neti. En ef þú hefðir verið á staðnum hefðir þú e.t.v. séð að það var ekkert ofbeldi í gangi hjá nokkrum mótmælanda - þeir sátu og sungu og þá tók lögreglan upp á því að aðvara lýðinn um að fara burt annars myndu þeir beita - hinum ómannúðlega - piparúða. Fólk sat áfram og söng og þá hófu ÞEIR árás á fólkið og úðuðu af mikilli list á fólkið.

Þetta er það sanna í málinu. Ég var þarna til að taka þátt í að mótmæla spillingunni í ríkisstjórn en svona hef ég aldrei séð - löggan hreinlega fékk skipun um að beita ofbeldi því það var ekkert ofbeldi í gangi að hálfu mótmælenda fyrr en þeir reiddu til fyrsta höggsins.

Þór Jóhannesson, 1.1.2009 kl. 05:24

21 identicon

Friðrik.

Þú ert ekki á staðnum og sérð greinilega ekki hvað er í gangi nógu vel. Sjónvarpsmyndir geta blekt og snúið útúr. Það sést best á því að þú miskilur eitt af aðal slagorðum mótmælenda.

"Lýðræði EKKI kjaftæði" er setninginn sem sögð er ! (þú töngslast hinsvegar á "lýðræði er kjaftæði")

Þarna er átt við að fólk vill kosningar en ekki kjaftavaðal stjórnmálamanna og lygar.

Þú þarft að vera aðeins tengdari málunum til að vera marktækur bloggari.

Annars fannst mér hugmyndir þínar góðar um réttann aktivisma hér að ofan. Núna vantar bara að fá þig með í hópinn og koma með góðar hugmyndir um hvernig er best að stýra reiðinni.

Það er allt betra en að sitja heima í stofu. Það er kominn farvegur fyrir slíkt á t.d borgarafundur.org þar getur þú séð allt um hvar fólk hittist og skoðar möguleika. Ég er sjálfur að fara að mæta á þessa fundi eftir áramót og ætla að láta til mín taka. T.d með því að hafa mótmælinn virk en ekki ofbeldisfull.

Það verður sennilega aldrei hægt að koma í veg fyrir smá pústra þegar virk mótmæli eru annarsvegar. Sérstaklega þegar Lögreglann notar gasið sona frjálslega.

Og annað að lokum.

ÉG sá ekkert að þeirri beiðni Steingríms að bjóða fulltrúa almennings á Kryddsild. Þvert á móti var það flott tilaga og góð. Menn eins og Hörður Torfa hafa verið mjög friðsælir og aldrei gert manni mein. Hvað meinaru með því að það hafi verið slæm hugmynd ?

Þröstur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 06:34

22 Smámynd: Heidi Strand

Það er ekki hægt að gera sig alvöru grein fyrir atburðarrásinni nema að vera á staðnum.
Ég stóð fyrir utan Hótel Borg og allt var friðsamlegt. Allt í einu kom skipun frá lögreglunni yfir hátalakerfið um að ef við færðum okkur ekki yfir á Austurvöll, þá mundi þeir nota pipargas. Hvað er það annað en ofbeldi?
Það getur verið lífshættulegt að nota þetta gas. Dæmi eru til um það.

Heidi Strand, 1.1.2009 kl. 08:49

23 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Friðrik.

Lýðræði ekkert kjaftæði  heyrði ég en kannski hefur einhver breytt slagyrðinu.

Ég kannast við eitthvað þessu fólki sem eru aktefitar og fer fjarri því að þar sé einhver skríll á ferðinni eins og margir helbláir sjálfstæðismenn vilja meina. Vissulega sumir öfgakenndari en aðrir en yfirleitt er mest af þessu fólki talandi við og gott betur en það. Því kæmi mér ekkert á óvart ef þau myndu sóma sig með ágætum í sjónvarpsþætti. Þessvegna valda þessi mótmæli mér vonbrigðum því ég veit að það er miklu meira í þetta fólk spunnið en það er að sýna með þessum öfgafulla hætti. 

Þór Jóhannsson

þarna komstu með PÚNGTINN....

þú sagðir það sjálfur LÖGREGLAN VAR BÚIN AÐ VARA VIÐ AÐ PIPARÚÐA VÆRI BEITT.  Ef það eru ekki nægjanlega skiljanleg skilaboð um að fólk eigi að hafa sig á brott þá segðu mér hvað ? Lögreglan hefur aldrei verið mér að neitt sérlega skapi. Mér finnst tilburðir þeirra oft gjörsamlega út í hött en í þessu tilfelli tel ég viðbrögðin skiljanleg. Ég harma að fólk skuli ekki getað mótmælt með öðrum hætti en þessum og því hef ég engan áhuga á að taka þátt í þessum mótmælum. 

Brynjar Jóhannsson, 1.1.2009 kl. 11:02

24 identicon

Þessi kryddsíld var sjúkari en síldin sem svamlar við ísland, ég er þá að tala um þáttakendur í síldinni en ekki mótmælendur.
Það var sorglegt að horfa yfir borðið... allt vitleysingar, við getum bara farið lengra niður í ræsið með svona fátæka heila við stjórn...

DoctorE (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 11:42

25 identicon

Ragnhildur Kolka: 'Flestir eru enn á barns aldri og stór hluti þeirra er í háskólanámi og því á námslánum. Beint fjárhagslegt tjón hlýtur því að vera lítið.'

Hefur þú ekkert fylgst með? Dettur einhverjum heilvita manni í hug að það sé eldri kynslóðin sem fer verst út úr þessu?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:28

26 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ragnhildur Kilka - þú spyrð hverju þetta unga fók sé búið að tapa, nema hugsanlega velferðinni?

Gæti hugsast að unga fólkið okkar sem hefur nákvæmlega jafn stóran lýðræðislegan rétt og ég og þú, vilji sjá annað og betra þjóðfélag í framtíðinni?

Markmið náms er ekki að lifa á námslánum, heldur að skuldsetja sig til fjárfestingar í námi, sem ætti að þroska fólk á allan máta og gefa því betri tækifæri til framtíðar með þá menntun sem það hefur sjálft fjárfest í.

Það sem fór úrskeiðis í mótmælum í gær, trúi ég að sé eingöngu örfáum aðilum að kenna.  Við aðstæður sem þessar skiptir afar afar miklu máli að á staðnum sé fólk sem nái að róa aðstæður en ekki panikka.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 1.1.2009 kl. 13:29

27 identicon

Fririk Þór:

Fólkið hrópaði 'Lýðræði EKKERT kjaftæði'. En það merkir að hluti þjóðarinnar (jájá áreiðanlega mjög lítill hluti hennar) er bara búinn að fá nóg af froðusnakki og tilgangslausum þrætum Alþingismanna og vill sjá alvöru lýðræði en ekki þá stjórnhætti valdhroka og spillingar sem hér viðgangast í skjóli fulltrúalýðræðis. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:32

28 identicon

Og þessi svokallaða lýðræðislega umræða sem átti að fara þarna fram, er ekkert annað en kjaftæði. Það hefur nákvæmelga ekkert komið út úr öllum umræðunum á Alþingi undanfarin ár, nema valdníðsla og spilling. Þetta fólk er búið að tjá sig alveg nóg á kostnað almennings, hafi það eitthvað að segja getur það bara haldið úti bloggsíðum eins og við hin.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:36

29 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég, eins og 99.9% þjóðarinnar, var ekki á staðnum, rétt er það. Ég sat í sófanum og vildi heyra Sigmund Erni spyrja ISG og Haarde krítískra spurninga. Sem hann var að gera. Það er út af fyrir sig hárrétt að svörin sem þó komu voru ekki merkileg og ég tek undir vonbrigði með það.

En ég er vitni að því að útsendingin var rofin vegna skemmdarverka. Ég heyrði barsmíðarnar. Þær myndir sem birst hafa af aðgerðunum benda ótvírætt til ófriðsamlegra aðgerða. Til skemmdarverka. Starfsfólk Stöðvar tvö var meitt. Lögreglumaður slasaðist.  "Mér var hins vegar sagt að kapallinn inn í húsið hafi verið brenndur með blysum. Þá sögðu krakkarnir mér að tæknimennirnir hefðu reynt að varna þeim inngöngu og þá hafi komið til einhverra átaka" segir á Nei.

Kannski gekk lögreglan of hart fram með piparúðanum - ég get sem best trúað því að honum hafi verið beitt á rangan hátt. Ég hef hér ekki verið að tjá mig um réttmæti aðgerða úr þeirri átt. Og ég hef ekki fett fingur út í friðsöm mótmæli og jafnvel ekki truflun á útsendingunni með hávaða og látum. Ég hef hér talað gegn skemmdarverkum, eyðileggingu og ofbeldi. Ég hef einkum beint orðum mínum að svartklæddu og andlitshuldu Anarkistunum og ég hef ekkert til þeirra að sækja; maður sem að öðru leyti er 99% sammála reiðinni og andstöðunni við slök stjórnvöld og gráðuga athafnamenn. Fólk sem les blogg mitt veit þetta.

Það eru til miklu betri leiðir til að koma ljóstýru í koll yfirvalda en með skemmdarverkum og ofbeldi. Ég kalla eftir hugmyndum um slíkt. Og ég kalla eftir stefnu aktifista um hvað skuli taka við. Koma ríkisstjórninni frá völdum? Gott og vel. Kjósa? Gott og vel. En hvað svo? Hefur eitthvað þá breyst? Ætla aðgerðasinnar að bjóða sig fram til þings eða vilja þeir ekki taka þátt í kjaftæðinu þar? Hverjir eiga að mynda næstu ríkisstjórn? Til hvaða aðgerða á að grípa?

Ég hef verið að bíða eftir því að út úr mótmælunum komi ný pólitísk hreyfing. Það er ekki enn að gerast. Fyrr en það gerist sé ég ekki ástæðu til að kjósa of fljótt. kannski er enda ekki grundvöllur fyrir nýrri slíkri hreyfingu, enda er ég ekki viss um að mótmælendur séu sammála um lausnirnar þótt þeir séu sammála um hvað aflaga hefur farið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 14:14

30 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eva: Ég fylgist ágætlega með málum og geri mér grein fyrir því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Sé að hópur ungs fólks hefur í nokkur ár verið að byggja sig upp í einhvers konar óreiðuafl og nýtt sér þau málefni sem til falla hverju sinni. Ofbeldi er ekki langt fjarri þegar þetta fólk kemur saman.

Þessi óreiðuhópur á ekkert sameiginlegt með fólkinu sem kemur saman á Austurvelli til að mótmæla ástandinu sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Ástandi sem það á sjálft þátt í að hafa komið á, þótt þáttur þess sé ekki eins stórtækur og margra annarra. 

Svo ég svari þér beint þá vísa ég í orð mín fyrr í þessu bloggi "Svo þversagnarkennt sem það kann að hljóma þá virðist mér reiði þeirra beinast að því að hafa ekki fengið tækifæri til að dansa við gullkálfinn". Ekkert hefur komið fram í orðræðu þessa unga fólks annað en að það telur sig hafa tapað af þessum gullvagni. Er þá byltingin ekki aðeins gerð vegna peninga sem hugsanlega hefðu lent í þeirra eigin vasa. Þurfa byltingarsinnar ekki að hafa göfugra viðfangsefni til að vera teknir trúverðugir?

Alma Jenny: Þú þarft ekkert að segja mér um markmið náms, um það mál veit ég heilmikið. Ég veit líka að nám leiðir ekki alla til þroska og ekkert í fari þessa ofbeldishóps sem gólaði og barði á gluggum Hótel Borgar og olli stórfelldum skemmdum ber þess vitni að það hafi komist af fyrsta þroska stigi.

Svo þarftu sjálf að taka betur eftir því sem sagt er. Ég minntist ekki orði á að tap þessa fólks væri velferð. Hugsanlega er það allt á einhverri velferð. Ríkisstjórnin hefur ekki skorið niður í velferðarmálum. Egill Helgason minnist varla á Jóhönnu Sigurðardóttur öðruvísi en gefa henni fornafnið "hin heilaga", eins og velferðin komi öll úr hennar eigin vasa. Það gerir hún ekki, því við sem borgum skatta í þessu landi greiðum fyrir velferðina.

Greiðir þú skatta? 

Ragnhildur Kolka, 1.1.2009 kl. 14:41

31 identicon

Friðrik. Þú ert ekki langt frá sannleikanum í þessu. En ég endurtek það sem ég sagði við þig. Komdu með lausnir sjálfur og mættu á fundi til að hafa áhrif. Þú er búinn að gefa það út að þú sért 99% sammála mótmælunum. Aðeins ofbeldið veldur þér hugarangri. Veistu að það er þannig með alla fyrir utan örfáa grjótkastara. Það tekur því ekki að ræða svona smámunasemi. Mættu og gerðu þitt gagn. Kjaftavaðall dugar ekki endalaust og ég sé að þú ert á réttri leið með aktivisma hugsanir. Hvað hræðist þú sem og aðrir sem skipta þúsundum ? Takið skrefið til fulls og takið þátt. Það mun ég gera og mínir vinir núna á nýju ári.

Ragnhildur Kolka. Hversu vitlaus er hægt að vera að segja að fólk sé að mótmæla vegna þess að það misti af góðærinu ???? Þetta er svo fádæma heimskulegt comment að það er furða að fólk sem talar um menntun skuli láta svona frá sér ! Þarna er hámenntað fólk.

Að berja aðeins á glugga er bara flott mál ! Var verið að bjóta einhverja glugga. Fyrirgefðu að ég segi þetta en þessi athugasemd var ketlingaleg í besta falli.

OG. Allir borga skatta. Mun meira en nausynlegt er vegna spillingar. Einbeittu þér að því að uppræta spillinguna. Takist það þá lofa ég þér því að peningarnir munu aukast til þegnanna og skattar munu lækka.

Ég er í fínni vinnu og hef unnið fyrir henni. Ég skulda ekkert og hef aldrei lifað hátt. En ég ætla að mótmæla valdníðslu á samborgurum mínum. Ég mun gera það á virkan en friðsamann hátt. Jafnframt reyna að hjálpa þessum yngri að fara ekki yfir strikið.

Hingað til hefur það verið lögreglan sem hefur farið jafn oft eða oftar yfir strikið en þessir krakkar.

GAS GAS og blekkingar eru orð ársins 2008. Vonandi verður Sannleikur orð ársins 2009.

Þröstur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 15:26

32 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Þú er búinn að gefa það út að þú sért 99% sammála mótmælunum. Aðeins ofbeldið veldur þér hugarangri. Veistu að það er þannig með alla fyrir utan örfáa grjótkastara. Það tekur því ekki að ræða svona smámunasemi".

Einmitt. Nema hvað ég get ekki tekið undir orðið smámunasemi. Ég vil halda því fram að ofbeldið og skemmdarverkin af hálfu hinna örfáu kasti rýrð á aðgerðir fjöldans. Þú kallar eftir því að ég mæti á fundi og færi sjálfur fram lausnir. Ekki þykist ég vita betur en flestir aðrir og held síður en svo að mínar lausnir séu betri en aðrar. Hef mætt í nokkur mótmælin og mun vafalaust verða virkari, enda fyrirséð að ástandið eigi eftir að verða alvarlegra. ætli megi ekki segja að ég hafi verið að bíða eftir því að einhver skýr farvegur myndist, en því miður er ég ekki að sjá að það sé að gerast.

Þegar ég er búinn að fara yfir próf nemenda minna og skila einkunnum get ég um frjálsara höfuð strokið....

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 15:39

33 identicon

Takk fyrir góðan pistil http://yry.blog.is/blog/yry/entry/758535

Gleðilegt ár.

Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 15:51

34 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég þori ekki að segja alveg að Friðrik sé fallinn. Því betur sem ég skoða málið er auðséð að lögreglan beitti ofbeldi. Og ofbeldi lögreglunar var á "ráðherralevel" eins og lögreglustjórar orða það. Lögreglan var þarna í mjög góðri vígstöðu, var að verja op sem er 2x2 metrar. Fimm lögregluþjónar geta varið slíkt op gegn hundruðum manna. Ofbeldið fólst í útrás lögreglunnar úr þessari toppvígstöðu. Hún var að fyrst og síðast að verja þá víglínu sem dregist hefur á milli stjórnmálaelítunnar og fólksins (berist fram "holki" (Albert Guðmundsson)).

Mér þykir leiðinlegt að sjá hinn ágæta "þjóðfélagsrýni" stjórnvaldsmegin línunnar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.1.2009 kl. 15:59

35 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er mér með öllu óskiljanlegt, eftir skrif mín að ofan og fyrr, að Kristján geti flokkað mig stjórnvaldsmegin. Eitthvað vantar upp á lesturinn hjá honum og/eða lesskilninginn. En ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af því - bið hann bara um að lesa betur. Ég vona að hann komi þá loks auga á að ég er fyllilega mótmælendamegin nema hvað ofbeldi og eyðileggingu varðar.

Er ég "stjórnvaldsmegin" ef ég frábið mér tilteknar aðferðir við að mótmæla, en styð mótmælin að öðru leyti?

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 16:06

36 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Árni Finnsson sendi mér tölvupóstskveðju vegna þessarar færslu og leyfir mér að birta hana hér:

Sæll Friðrik.

 Mikið er ég sammála þér um þetta. Landsmenn hafa verið beittir ofbeldi af því tagi sem norski félagsfræðingurinn Johan Galtung nefnir innbyggt ofbeldi (structural violence). Þ.e. ofbeldi sem byggt er inn í stofnanir samfélagsins og helst er beitt gegn þeim sem minna mega sín eða hafa ekki aðgengi að valdakötlunum.

Jafnvel þó ríkisstjórnin reyni hvað hún geti til að milda höggið missir mikill fjöldi manna stóran eða allan hluta ævisparnaðar síns í bankasjóðum eða fasteignum. Þeir sem ábyrgir eru fyrir ofbeldinu – landráð af gáleysi sagði Páll Skúlason – hafa viðurkennt ábyrgð sína með því að lækka laun sín. Er það nóg?

 Sjálfur er ég algerlega andvígur hvers kyns skemmdarverkum eða ofbeldisfullum aðgerðum enda erfitt að setja sporbauginn fyrir steininn þegar kastað er, á gluggann eða hausinn á saklausum þátttakanda. Á hinn bóginn er það ákaflega ögrandi þegar ráðamenn stilli sér uppábúnir á Hótel Borg fyrir framan snaps- vín- og bjórglös til og skrafa um landsins gagn og nauðsynjar. Rétt eins og ekkert hafi gerst.

Og, gleðilegt ár, takk fyrir það gamla.

 Árni.

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 17:36

37 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Mér þykir leiðinlegt að sjá hinn ágæta "þjóðfélagsrýni" stjórnvaldsmegin línunnar.

Orðin eru dregin aftur.

Ég sé líkingu með Íslensku stjórnmálaelítunni herforingjastjórninni í Mjanmar og almennings í löndunum þó flest annað sé ólíkt. Báðar stjórnirnar eru að verja vígi sín gagnvart "fólkinu". Það hefur margt breyst á Íslandi eftir að borgarastyrjöldinni lauk á þrettándu öld. En eitt hefur ekki breyst; valdaelítan sem tók við 1262 er enn við völd. Henni hefur tekist að verja vígi sín þrátt fyrir margháttaðan þrýsting innanfrá og einkum og sérílagi utanfrá. Læt ég nægja að nefna samningastappið eftir móðuharðindin, afnám Stóradóms, "uppkastið", lýðveldisstofnun, EES samningin, (Baugsmálið) og eflaust mun marnefndri elítu takast að halda sínu í komandi ESB samningum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.1.2009 kl. 17:36

38 identicon

"Að því sögðu verð ég að harma að Stöðvar tvö fólk hafi ekki séð hættuna fyrir og ákveðið að flytja Kryddsíldina burt frá Hótel Borg og Austurvelli."

Ég er sammála þessu Lillo. Þetta var ekki viturlega að þessu staðið, eða kannski aðeins of viturlega annað hvort.

Ég eins og þú styð mótmælin. Ég styð líka öfgafyllri mótmæli en dreg línuna við ofbeldi sem er mótmælendum til vansa.

Sjálfur er ég 43 og veit til þess að sumt af þessu fólki í hópi "anarkista" er fólk kannski á bilinu 20 - 30. Ég veit til þess að þarna er fólk sem margt hvert er níbúið að kaupa sína fyrstu íbúð og er komið með börn.

Sumt af þessu fólki mun ef að svo fer sem horfir lenda á framfæri hins opinbera og/eða á götunni á endanum.

Því verð ég að skáka ummælum Ragnhildar Kolku;

"Ég hef ekki hugmynd um hvert tap þessa fólks sem stóð að skemmdarverkunum var, nema hugsanleg þátttaka í góðæri sem nú er horfið. Flestir eru enn á barns aldri og stór hluti þeirra er í háskólanámi og því á námslánum. Beint fjárhagslegt tjón hlýtur því að vera lítið."

Með fullri virðingu frú mín þá hefur þín kynslóð aldrei orðið fyrir öðru eins áfalli né átt yfir höfði sér aðrar eins hörmungar og munu ganga hér yfir á næstu árum.

Ekkert ykkar hefur í raun þurft að dýfa hendinni í kalt vatn við hliðina á því sem á fyrir þessu fólki að liggja. Ég er hættur að reikna í bili en var kominn upp í ca. 2000 milljarða í fyrradag sem nú hafa verið lagðar á okkur.

Ég óskaði ekki eftir þessum útgjöldum né hef ég haft hag af útrásinni hvorki ég né börnin mín og en síður hef ég horft til eigna eða lífsstandards þessara manna og kvenna með neinu nema fyrirlytningu.

Ég hef aldrei sóst eftir viðurkenningu eða lífsþægindum sem ég hef ekki unnið mér inn og fyrirlít og hef alltaf fyrirlitið svona peningapakk. Ég ber virðingu fyrir fólki úr öllum stéttum, dugnaði og heiðarleika og ég kann vel að meta þegar að fólk er gott í því sem það gerir.

Hvað þessa útrásarvíkinga varðar þá eru þeir í minni bók fúskarar, og er það algjör misskilningur að þeir eigi þakkir skildar. Þær framfarir sem eignaðar hafa verið þessu fólki á ýmsum sviðum, mennta og lista sem dæmi síðast í dag í Ávarpi forseta hefðu orðið hvort sem var og breyttu þessir menn og konur engu þar um.

Hitt er annað mál að ég myndi vilja að fólk léti af því að hylja andlit sín í mótmælunum þar sem að ég fæ ekki séð að það sé mótmælum til framdráttar.

Nokkru fyrir jól ákváðu Hörður Torfa og hans fólk að fara í jólafrí. Ástæðurnar sem tilteknar voru við mig voru að ekki væri grundvöllur fyrir mótmælum yfir jólin. Einnig að kostnaður við einn fund væri um 300.000 og þyrfti að spara.

Þá er ekki hverju sem er hleypt þarna inn. Sem dæmi þá lít ég á það sem stóróréttlæti að helstu útflutningsvegir landsins skuli vera reknir í erlendum sterkum gjaldmiðlum meðan að Íslenskir starfsmenn þessara fyrirtækja fá launin sín greidd í krónu.

Þarna eru sterkir hagsmunir á ferðinni til að halda krónunni veikri og launum niðri.

Við höfum ekki heyrt frá mótmælendum við Austurvöll. Megintakmark þeirra virðist vera að koma Davíð Oddssyni frá. "Tappinn í lauginni".

Davíð á að fara en mér finnst að allir eigi að fara. Mesta launamisréttismál þjóðarinnar þykir aftur á móti ekki eiga erindi inn á Austurvöll þar sem að gamlir afdankaðir hippatísku - afturbata - eitthvað lið kallar sín digurbarkalegu ummæli.

Það verður að mæta stjórnmálamönnum með hárbeittri gagnrýni á þeirra eigin tungumáli, fella þá á eigin brögðum. Endalaus tjáning á reiði og heift missir marks með tímanum og það er kannski fyrst og fremst það sem ég hef við slíkar aðferðir að athuga.

En eflaust hefur fréttamönnum staðsetningin myndi krydda síldina betur.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:39

39 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fínt mál, Kristján, takk. Og takk fyrir ítarlegt innleg Gunnar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 17:42

40 identicon

Það átti ekki að reyna að vera með þessa Kryddsíld ,eins og ástandið er.

Við viljum ekki þetta fólk og það hefur EKKERT að segja okkur.

ÞETTA FÓLK Á BARA AÐ FARA !

Kristín (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:34

41 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mótmæli eiga fyllilega rétt á sér - svo lengi sem þau skemma ekki og meiða fólk og eigur þess.  En þegar þau eru komin á þennan stað - hópur fólks með hulið andlit er öðrum hreinlega hættulegt - þá er þetta farið að minna á hryðjuverk.  Nú er svo komið að þessi mótmælahópur er í raun farin að vinna með ríkisstjórninni!  Afhverju?  Reiði annarra er farin að snúast að mótmælendum og gjörningum þeirra fremur en útrásarvíkingum (sem láta lítið á sér kræla) og stjórnvöldum.

Af hverju geta aktivistar eða hvað þetta fólk nú kallar sig, ekki gert eitthvað uppbyggilegt?  Komið með tillögur að einhverju sem að gagni kemur.  Vera svolítið aktiv á vitrænan hátt.

Anarkistar eru náttúrulega alltaf á móti stjórn, enda stjórnleysingjar e. anarkistar.  Enda er greinilegt að þeir þrífast nú vel í stjórnleysinu sem hér ríkir. Verði þeim bara að góðu - en ekki gerir það neitt gagn!

Að pistilhöfundur sé með þessum orðum sínum að lýsa stuðningi við ríkisstjórnina er jafn gáfulega mælt og að anarkistar séu koma þjóðinni til bjargar.

Það koma kosningar - örugglega mjög brátt.  Því þegar þau öfl sem eiga við hvort annað að etja eins og þau sem eru í stjórn, reyna að ganga samaveg er ljóst að þau eyðileggja hvort annað.  Stjórnin mun eyða sjálfri sér án aðgerða mótmælenda - vitið bara til.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.1.2009 kl. 20:29

42 identicon

Hér er afar athyglisverður vitnisburður, í myndum, frá manni sem var á staðnum: http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063228

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 20:40

43 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Með fullri virðingu frú mín þá hefur þín kynslóð aldrei orðið fyrir öðru eins áfalli né átt yfir höfði sér aðrar eins hörmungar og munu ganga hér yfir á næstu árum.

Ekkert ykkar hefur í raun þurft að dýfa hendinni í kalt vatn við hliðina á því sem á fyrir þessu fólki að liggja. Ég er hættur að reikna í bili en var kominn upp í ca. 2000 milljarða í fyrradag sem nú hafa verið lagðar á okkur.

Gunnar: ég veit ekki hvað fær þig til að halda fram þessu sjálfhverfa bulli. Ég er kynslóð fyrir ofan þig, en ég er enn lifandi Íslendingur og er að lenda í þessum sömu hremmingum og aðrir Íslendingar. 2000 milljarðarnir deilast líka á mig. En þetta fólk sem þú ert að verja hefur tekið sér vald til að eyðileggja eigur annarra og er því ekkert betra en þeir sem það þykist vera að berjast gegn. 

Hvað veist þú um að "dýfa hendi í kalt vatn". Mín kynslóð þurfti að vinna fyrir námi sínu því henni buðust engin námslán. Ég þurfti að bíða þar til ég hafði komið mínum syni á legg áður en ég gat hafið nám. Mín kynslóð fékk heldur ekki húsnæðislán og þurfti að vinna dag og nótt til að koma þaki yfir höfuð sér. Magasár og heilsubrestur hrjáði þetta fólk, því þannig var álagið. Þú þarft að athuga að það velferðarkerfi sem nú er til staðar og hið opinbera er að styrkja m.t.t. ástandsins var ekki til staðar þegar ég ólst upp. Þá var að finna raunverulega fátækt.

Mér leiðist þetta væl ofdekraðra góðærisbarna sem trúir því að enginn hafi þjáðst áður en þeir uppgötvuðu að lífið snýst ekki bara í kringum þau.

Ragnhildur Kolka, 1.1.2009 kl. 21:49

44 identicon

Lítið veistu,

Ég er alin upp í erfiðisvinnu frá blautu barnsbeini, fiskvinnslu og störfum við höfnina. Ég kostaði mig sjálfur til náms og hef aldrei þegið námslán eða opinberan stuðning.

Ég hef ekki grætt einn túskylding á þessu svokallaða góðæri og hef unnið jafn mikið og líklegast meira en þú.

Með fullri virðingu fyrir þinni kynslóð þá eruð þið vælukjóar.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 21:55

45 identicon

'Ekkert hefur komið fram í orðræðu þessa unga fólks annað en að það telur sig hafa tapað af þessum gullvagni. Er þá byltingin ekki aðeins gerð vegna peninga sem hugsanlega hefðu lent í þeirra eigin vasa.'

Ragnhildur Kolka: Vinsamlegast upplýstu nákvæmlega hver þeirra fjölmörgu yfirlýsinga sem aðgerðasinnar hafa látið frá sér í tengslum við pólitískar aðgerðir síðustu vikna, lýsir svekkelsi yfir aðhafa misst af einhverjum gullvagni. Ég hef nefnilega ekki séð neina slíka. Allar þær yfirlýsingar sem ég hef séð og tekið þátt í að skrifa, snúast um andspyrnu gegn því að valdi og auð sé safnað á of fáar hendur. Endilega upplýstu mig um hugmyndfræði og aðgerðir þeirra sem þú ert að vísa í. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:07

46 identicon

já, það væri athyglisvert að fá skýringar. Þetta eru athyglisverð viðhorf í garð ungs fólks í landinu.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:20

47 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sjálfsagt er Ragnhildur að færa dullítið í stílinn með talinu um gullvagninn. En orð Evu Hauks leiða mig til einnar spurningar til hennar: Eru þessar fjölmörgu yfirlýsingar til á einum aðgengilegum stað svo maður geti lagst í innihaldsgreiningu? Er í þessum yfirlýsingum að finna vel mótaðar lausnir? Ég spyr ekki til að efast. Ég vil kynna mér þessar yfirlýsingar.

Mér finnst ekki alveg nóg að mótmæla - það verður líka að koma fram með lausnir. Telja mótmælendur t.d. að þjóðin eigi að ganga í ESB? 

Fyrr var ég hvattur hér til að koma sjálfur með hugmyndir og ég ætla sannarlega að leggja höfuðið í bleyti (án þess að fullyrða að mínar hugmyndir séu betri en næsta manns). Að sinni vil ég nefna þetta: Mér finnst að fjöldasamtök fólksins í landinu hafi brugðist allsvakalega, samtök eins og ASÍ og BSRB og þeirra undirfélög. Þessi skipulögðu fjöldasamtök eru kjörinn vettvangur fyrir skipulagðar og friðsamlegar en áhrifamiklar aðgerðir. Skyndiverkföll til dæmis, samfara fjöldafundum (fundur á vegum ASÍ í tollaraportinu var raunar einn af aulahrollum ársins). Í stað þess að stöðva útsendingu Kryddsíldarinnar (hvað þá með ofbeldi og eyðileggingu) ætti að stöðva starfsemi t.d. ráðuneyta og vissra ríkisstofnana einn dag eða dagsstund. 

Við þurfum ekki að brenna bíla eins og í Grikklandi, en getum hæglega tæmt loftið úr dekkjum ráðherrabíla.

Við sendum breskum stjórnvöldum pósta og myndir í massavís um að við séum ekki hryðjuverkamenn - af hverju er ráðherrunum ekki sendur annars eins póstur með annars konar innihaldi?

Meira kannski seinna, en endilega leggið í púkkið...

Friðrik Þór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 22:36

48 Smámynd: Þór Jóhannesson

Held að mótmælendur séu fyrst og fremst að mótmæla spillingunni - og ekki síst þeirri pólitísku. Held að mönnum sé slétt sama hvort ný og óspillt yfirvöld vilja ESB eða ekki. Það er tilgangslaust að ræða slíkt þegar spillingaröflin sitja límd við stólana og beita lögreglunni á friðsamlega mótmæli. Nota svo fjölmiðla til þess að dramatisera ástandið en fatta ekki að við lifum á internetöld og ALLIR sem vilja sá hvað átti sér stað inni í ganginum geta valið úr fjölda YouTube myndbanda þar sem bersýnilegt er að lögreglan ræðst með ofbeldi á sitjandi og syngjandi fólk. Svo segir einhver að ef lögreglan gerir kröfu að þá þurfi almenningur að hlýða henni annars sé réttlætanlegt að beita hann piparúða.

Það er sem sagt gamla góða löggan segir "jump" og þá á lýðurinn að segja "how high" - annars er hann réttdræpur!?

Minnir e.t.v. á Rússland eða Kína? Eða hina frómu mynd Bad Lautenant!

Þór Jóhannesson, 1.1.2009 kl. 23:06

49 identicon

Það þarf að skipta hér um gjaldmiðil strax. Ég hef bent á leiðir í því efni. http://multitrack.powweb.com/nyr_gjaldmidill.pdf

Það þarf að setja upp nýja skattalöggjöf og hertar reglur um bankastarfssemi. Hér eru úttektir Indriða H. Þórlákssonar fyrrverandi Ríkisskattstjóra um þau mál http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/

Það þarf að koma frá starfsmönnum Fjármálaeftirlits og setja inn erlenda aðila. Sama með Seðlabankann. Erlenda sérfræðinga þar inn.

Það þarf að ltaka alla útrásarvíkingana úr fjármálalífinu á meðan rannsóknir standa yfir.

Ég ætla ekki að leggja mótmælendum orð í munn, en ég held að þetta séu hugmyndir sem þeir leggja áherslur á.

Þetta eru viðbrögð sem gripið er til í siðmenntuðum ríkjum og áttu að fara í gang strax í október. Eftit hverju eru þessir aðilar að bíða?

sandkassi (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:54

50 identicon

Þeir sem hafa staðið að beinum aðgerðum undanfarnar vikur eru ekki að stofna stjórnmálaflokk og eru ekki með mótaðar lausnir. Þetta eru nokkrir hópar sem eiga það helst sameiginlegt að segja spillingu og valdníðslu stríð á hendur. Þau baráttumál sem við höfum komið okkur saman um eru bara tvö; burt með spillingaröflin og raunhæfa efnahagsstefnu sem hefur réttlæti og jöfnuð að leiðarljósi. 

Það er nóg af fólki sem er tilbúið til að taka við en aðgerðahreyfingin hefur enn sem komið er einbeitt sér að þeim kröfum sem þarf ekkert að þræta um.  

Yfirlýsingar í tengslum við mótmæli hafa verið sendar á fréttamiðla. Ég veit ekki til þess að neinn hafi safnað þeim á einn stað á netinu en ég get áreiðanlega grafið þær upp og sent áhugasömum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 05:27

51 Smámynd: Sverrir Einarsson

Margt gott sem ég hef lesið hér að ofan en einu tók ég eftir.

Árni Finnson segir: "Sjálfur er ég algerlega andvígur hvers kyns skemmdarverkum eða ofbeldisfullum aðgerðum.." Hvað varð um Green Peace starfsmanninn sem var á launum hjá þeim í Svíþjóð???? hvað varð um þann Árna Finnson?....ekki það að batnandi mönnum er best að lifa. Ég veit að þetta var útúrdúr en mér bara datt þetta si sonna í hug við lesturinn.

Ég vil ríkisstjórnina burt,seðlabankastjórnina alla burt og síðast en ekki síst fjármálaeftirlitið burt. Síðan vil ég að allar eigur hringrásarvíkinganna verði þjóðnýttar og þeir settir í grjótið....þá fyrst yrði ég rólegri.

Sverrir Einarsson, 2.1.2009 kl. 10:16

52 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, sendu mér endilega yfirlýsingarnar, Eva, ég þigg þær með þökkum.

Það er líka gagnlegt að fá að vita þetta um að engar lausnir séu reiddar fram og aðeins tvö stefnuatriði sett á blað. En eitthvað á ég bágt með að trúa því að þetta með "raunhæfa efnahagsstefnu" sé ekki umdeilanlegt (þótt minna þurfi að deila um jöfnuð og réttlæti). 

Því hvað er "raunhæf efnahagsstefna"? Ganga í ESB? Skipta um gjaldmiðil? Taka láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða hafna því? Spurningarnar eru margar. Hvað finnst þér sjálfri?

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.1.2009 kl. 10:18

53 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað á þessi barnalegi metingur að fyrirstilla Gunnar? Hverju skilar það hvort okkar hafi unnið meira á ævinni? Ég er viss um að þú sért með lengra tippi en ég og kannski keyrði pabbi þinn flottasta slökkviliðsbílinn en hvað með það?

Ég er hins vegar tilbúin að biðja þig að benda á hvar í skrifum mínum ég sé að væla.

Ég er líka tilbúin að ræða viðhorf mitt til æsku þessa lands. Ályktunin sem þú dregur af skrifum mínum er vægast sagt byggð á hæpnum forsendum. Ég var að fjalla um hóp skemmdarvarga, kannski 100-200 manns. Voru þeir einhvers staðar kosnir til að tala fyrir æsku landsins? Samkvæmt skrifum þínum er þetta fólk á aldrinum 20-30 ára. Samkvæmt hegðun mundi ég segja að aldurinn lægi mun neðar, allt niður í 15 ára. Á hverju ári fæðast tæplega 5000 börn á Íslandi. Æska þessa lands frá 15-30 ára fyllir því 70-75 þúsund.  Þessi 100-200 manna sjálfskipuðu fulltrúar ættu kannski að að afla sér umboðs áður en þú gerir mér upp skoðanir um æsku þessa lands.

Bylting í dag útilokar ekki að þessir einstaklingar sem nú standa í framlínu ofbeldisins söðli um og lagi sig að borgaralegum gildum á síðari stigum. Daníel Cohn-Bendit sem var einn þriggja foringja 68 byltingarinnar í París, ferðast nú um á vegum ESB og hvetur möglandi þjóðarleiðtoga til undirgefni við gildi sambandsins.

Ragnhildur Kolka, 2.1.2009 kl. 12:35

54 identicon

Ragnhildur,

ég held að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að ungt fólk gangi í gegnum þessi mál án þess að komi til einhverra hluta sem þessara. Ég styð ekki þessar aðfarir en ég fordæmi ekki það sem þetta unga fólk er að ganga í gegn um.

Ég veit um 2 pilta sem hafa tekið þátt í þessum aðgerðum. Annar þeirra er 19 og hinn er líklega 24 með konu og barn og íbúð.

Það er auðvellt fyrir gamlar lífsreyndar risaeðlur eins og okkur að grínast með þessi mál og kalla þetta dekurbörn. En ég held að eldra fólk ætti nú að reyna að hafa vit fyrir þessum krökkum og jafnvel veita þeim eihverjar leiðbeiningar.

Í fyrsta lagi held ég að mótmælendur séu þarna að verða fyrir vissum skaða sjálfir allavega einhverjir þeirra. Ég held að skýrari markmið og kröfumál væru til bóta hjá þeim og myndi það færa þessi mótmæli yfir í að vera eitthvað sem hefði gildi.

Þarna er verið að misnota afl mótmæla sem getur verið mikið. En ég fordæmi þau ekki á þessu stigi.

Ég skil afstöðu þína Ragnhildur Kolka en hún er líka varasöm. Hitt er annað mál að það eitt að segja spillingaröflum stríð á hendur eins og Eva segir nægir ekki. Það verður að beita aðferðum á ráðamenn sem í fyrsta lagi valda ykkur sjálfum ekki skaða og í öðru lagi sýna einhvern árangur.

Því held ég að skýr og vel unnin stefna mótmælenda væri til bóta og árangurs. En að meiða og ógna öðru fólki, sama hverjum er um að kenna er eitthvað sem þið þyrftuð að hverfa frá ef meiningin er að halda í stuðning almennings.

Þeir sem fara fyrir flokki manna bera ábyrgð á því að menn þeirra verði ekki fyrir meiðslum og skaða.

----------------

Grímurnar hræða fólk og gefa mótmælunum hefndarverkayfirbragð.

Hvort að það er tilgangurinn skal ég ekki segja.

Mótmælin eru nauðsynleg en ég get ekki stutt mótmæli sem ógna almenningi og valda meiðslum á fólki.

Það er full ástæða til að beita mjög sterkum rökum við núverandi ráðamenn. En þessar aðgerðir er ég hræddur um að séu að missa marks.

En ég legg áherslu á að ég fordæmi ekki mótmælin. Ég er einungis að koma með vissar aðfinnslur.

En eins og ég sagði þá er erfitt fyrir almenning að standa bakvið mótmæli sem þessi.

(með fyrirvara um fréttaflutning)

sandkassi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:20

55 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ágæta Ragnhildur Kolka - ég fagna því að sjá skrif konu sem hefur skoðanir og þorir að setja þær fram.

Hversu víðsýnar þær eru, leyfi ég mér þó að draga í efa.

Ástæða þess að ég leyfi mér að setja fram mínar skoðanir á rétti fólks til að mótmæla eru einmitt vegna þess að ég er skattgreiðandi, og það sem meira er, Ragnhildur, þá hef ég verið ein lengst af um framfærslu á mínu heimili, hef því oftast í mínu lífi unnið tvö störf, fór í háskólanám 40 ára, ásamt fullri vinnu og var með heimili.  Og af því að ég er skattgreiðandi og þegn þessa þjóðfélags, hef ég fullt leyfi til að hafa skoðandir á mönnum og málefnum.

Á skrifum þínum sé ég að lífið hefur ekki verið auðvelt á þessum tímum, bæði fyrr og síðar - sú vitneskja kemur einnig til bara af almennri söguþekkingu.

Til þess að meiri jöfnuður komist á í þessu landi, og framtíð lands okkar þurfi ekki að líða eins og þér á þinni lífsgöngu, þá er réttur til að mótmæla, á hvaða aldri sem þú ert, jafn rétthár því samþykki sem þú gefur í kjörklefa á kjördag.

Hins vegar verð ég að segja að mér fannst skemmdarverk þau sem unnin voru á tæknibúnaði stöðvar 2, heimskuleg.

Starfsmaður Hótels Borgar sem var með eitt pínulítið glóðarauga, hljómaði í mínum eyrum eins og versta ,,kelling" - 

Það er mikið, mikið áróðursstríð í gangi þessa dagana, enda ekki skrýtið Ragnhildur Kolka - því hvað sem þú segir, reyndu þá að benda mér á þá staðreynd að íslensk - eða m.a.s. dönsk stjórnvöld hafi skuldsett þjóð vorua og framtíð barna okkar um 14 - 18 falda þjóðarframleiðslu? 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 2.1.2009 kl. 15:26

56 Smámynd: Njáll Harðarson

Þeitta er orðin heilmikil umræða hér og gaman að sjá hvernig menn líta á silfrið. Ég ætla að leyfa mér að benda á að þarna voru á ferðinni tveir hópar fólks, annar í fullum rétti til að mótmæla framferði ráðamanna og dugleysi þeirra, og svo hinn hópurinn, fólk með hulin andlit, sem vildu bara læti og spennu. Það má ekki blanda þessum tveimur hópum saman.

Reyndar hef ég þá kenningu að huldufólkið hafi verið þarna í erindum annarra.

Fólk sem er á almannafæri með hulið andlit, á lögregla skilyrðislaust að stöðva og láta það gera grein fyrir hverjir þar séu á ferð, og að maður tali nú ekki um að taka af þeim og gera upptækan þennan huldubúnað.

Á þessum erfiðu tímum er afar mikilvægt að við látum ekki andlitslaust fólk vaða uppi með skemmdarverkum og múgæsingu. Það er afar mikilvægt að lögregla taki á slíku atferli tafarlaust. Yfirvöld verða að setja reglur um að það að hylja andlit sitt án augljósra veðurskilyrða og starfsemi sem tengist lögreglu, sé óleyfilegt athæfi, ef það er það ekki þá nú þegar.

Njáll Harðarson, 2.1.2009 kl. 22:33

57 Smámynd: Hermann Bjarnason

Alltaf má deila um hvenær mótmæli ganga of langt. Sitt sýnist hverjum eða þannig. Nema hvað, auðvitað ber að harma að eignir eru skemmdar hvað þá ef heilsu manna stefnt í voða. Það má að sama skapi alltaf deila um hvort viðbrögð lögreglu séu viðeigandi hverju sinni.

Slagorðið sem haft var á lofti þegar ráðist var til inngöngu á hótel Borg á gamlársdag var engu að síður viðeigandi og harla gott: Lýðræði ekkert kjaftæði. Eiginlega var rökrétt framhald af því að fara alla leið og rjúfa útsendingu á Kryddsíldinni, þar sem einmitt átti að bera á borð meira kjaftæði fyrir almenning.

Hermann Bjarnason, 2.1.2009 kl. 23:30

58 identicon

Ég hef sagt að ég sé á þeirri skoðun að menn eigi að ljá mótmælum andlit nafn og rödd sína. En að banna lambhúshettuna er nú bara fasismi og guð forði okkur að svona viðhorf verði ofan á;

 "Yfirvöld verða að setja reglur um að það að hylja andlit sitt án augljósra veðurskilyrða og starfsemi sem tengist lögreglu, sé óleyfilegt athæfi, ef það er það ekki þá nú þegar."

sandkassi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:39

59 identicon

Fririk Þór.

Mínar hugmyndir um lausnir má að hluta sjá hér og hér en þetta eru mínar hugmyndir og ég vil ekki tala fyrir aðra. Ég er hrifin af hugmyndinni um að taka upp dollar.

Hér er það sem ég er með við höndina af yfirlýsingum  vegna pólitískra aðgerða:

 Alþingisaðgerðin:

Á meðan óhæf ríkisstjórn situr sem fastast, þrátt fyrir 9 vikna stanslausar kröfur almennings um að hún segi af sér, er Alþingi ófært um að þjóna lýðræði í landinu. Við lýsum því vantrausti á ríkisstjórnina og krefjumst þess að hún víki. Jafnframt biðjum hinn valdlausa minnihluta að hætta að sóa tíma sínum í tilgangslaust þras við fólk sem hvorki tekur gagnrýni til sín né telur sig þurfa að hlusta á kröfur almennings.

Við Ráðherrabústaðinn:

Við, fólkið, komum í veg fyrir inngöngu inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og stöðvum þar með áframhaldandi valdníðslu ráðamanna.

Peningar hafa stýrt fólki á kostnað réttinda þeirra og ráðamenn og þeirra klíkur hafa hagrætt fjármagni eftir eigin hagsmunum. Sú hagræðing hefur ekki skilað sér í réttlátu samfélagi, réttlátum heimi.

Tími aðgerða er runninn upp, því réttlátt samfélag er ekki einungis mögulegt, heldur er það skylda okkar að berjast fyrir því!"

 Vegna IMF láns

Lán IMF til Íslensku þjóðarinnar er fyrst og fremst táknrænt. Það er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að halda áfram að vera kapítalista megin í lífinu. Sú yfirlýsing skuldsettur hvern Íslending um a.m.k. 11,2 milljónir og þá eru ótaldir þeir vextir sem falla munu á þá upphæð, aðrar skuldir ríkissjóðs, heimilanna og orkufyrirtækjanna sem eru skuldum vafin vegna virkjanaframkvæmda síðustu ára. 

 Ég á bankayfirlýsingarnar líka hér einhversstaðar, birti þær um leið og ég finn þær.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:48

60 identicon

Þessi er frá Landsbankaaðgerðinni:

Við komum saman hér í Landsbankanum til þess að stöðva vinnu. Við krefjumst þess að skuldir bankanna lendi ekki á íbúum landsins á börnum sem eiga engan þátt í þeirri fjármálakreppu sem við erum nú stödd í. Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gerir þessi börn bókstaflega að þrælum.

Við látum ekki plata okkur með nýjum kennitölum, nýjum forstjórum og nýjum nöfnum bankanna. Sama hugmyndafræði er hér enn við völd. Bankastjórar og aðrir háttsettir einstaklingar innan bankanna munu ekki komast upp með að láta sig hverfa frá vandamálunum sem þeir sjálfir sköpuðu. Við krefjumst þess að þeir axli þá svokölluðu ábyrgð sem ávalt var sögð forsenda himinhárra launa þeirra - þeir borgi sjálfir sínar skuldir.

Og þessi var lesin upp við Fjármálaeftirlitið:

Fjármálaeftirlitið hefur brugðist þeirri skyldu sinni að veita viðskiptalífinu aðhald og eftirlit. Sú vanræksla er ein af ástæðum þess að þúsundir Íslendinga sjá fram á atvinnuleysi, eignamissi og jafnvel gjaldþrot. Almenningur stendur varnarlaus gegn afglöpum fjármálaeftirlitsins en stjórnarmenn sitja þó sem fastast í hálaunastöðum sínum, staðráðnir í að firra sig ábyrgð.

Í dag komum við saman í húsi fjármálaeftirlitsins, í þeim tilgangi að raska ró þeirra sem hér hafa verið að dunda sér við eitthvað allt annað en að sinna störfum í þágu þjóðarinnar. Við krefjumst þess að stjórn fjármálaeftirlitsins segi af sér og gefi viðunandi skýringar á því hvernig yfirvofandi bankahrun og það sjónarspil sem átt hefur sér stað í viðskiptalífinu, gat farið fram hjá þeim.

Við sættum okkur ekki við að þeir sem bera ábyrgð á efnahagshruninu haldi áfram að mata krókinn á kostnað almennings. Við krefjumst þess að stjórn fjármálaeftirlitsins víki.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:06

61 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ríkisstjórnin víki (og kosningar fari fram),

Réttlátt samfélag,

Burt með (IMF) skuldirnar og kapítalismann,

Ráðamenn og bankastjórar axli ábyrgð,

Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins (og Seðlabankans) segi af sér.

Allt er þetta gott og blessað og óhætt að skrifa undir. Kemur einhvers staðar eitthvað fram sem skilgreinir "raunhæfa efnahagsstefnu"?

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 17:15

62 identicon

Nei ekki beinlínis en það er allavega mjög óraunhæf efnahagsstefna sem hefur viðgengist hér og það höfðu margir bent á.

Ég get ekki skrifað langa ritgerð til að skýra þetta að sinni, en í stuttu máli þá hefur efnahagsstefnan verið; 'mikið frelsi, mikil einkavæðing, mikil leynd í pólitík og viðskiptum, há lán, háir vextir, mikill innflutningur, óstöðugur gjaldmiðill og risastórt bankakerfi, mikil áhersla á að græða mikið á skömmum tíma.' Það er óraunhæft að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir spillingu þegar þetta er stefnan. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband