22.12.2008 | 12:11
Fjárlögin: Nokkrir póstar til að skera niður
Ég hef grandskoðað fjárlagafrumvarpið fyrir 2009, sem nú er til umfjöllunar og samþykktar á Alþingi. Fann þar margt til að skera niður til að létta á þörfinni fyrir að skera niður velferðarútgjöld og leggja á sjúklingaskatta. Til dæmis 372 milljóna króna framlag til stjórnmálasamtaka.
Ég legg neðangreindan lista fram til umræðu, en sumt af þessu hefur þegar verið skorið niður frá fyrstu frumvarpsdrögum, annað ekki (eins og framlagið til stjórnmálasamtaka!). Sumt þarna má skera niður myndarlega tímabundið, annað má hverfa alfarið. Samtals hljóða neðangreindir liðir upp á tæpa 14 milljarða (mér sýnist að það mætti skafa hið minnsta helminginn af þessu) og auðvitað má finna margt fleira í frumvarpinu sem má fara í "frí" um stundarsakir. Gjörið svo vel:
Skotmörk til niðurskurðar (milljónir króna)
Sendiráð Íslands: 2.496 m.kr.
Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar: 2.018 m.kr.
Biskup Íslands: 1.510 m.kr.
Varnarmálastofnun: 1.197 m.kr.
Fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll: 1.006 m.kr.
Styrkir til ferja og sérleyfishafa: 989 m.kr.
Sinfóníuhljómsveit Íslands: 717 m.kr.
Jöfnunarsjóður sókna: 379 m.kr.
Framlög til stjórnmálasamtaka: 372 m.kr.
Íslensk friðargæsla: 320 m.kr.
Styrkir til innanlandsflugs: 317 m.kr.
Samningar við sveitarfélög um menningarmál: 294 m.kr.
Kirkjumálasjóður: 292 m.kr.
Sóknargjöld til annarra trúfélaga: 255 m.kr.
Landkynningarskrifstofur erlendis: 203 m.kr.
Skúffufé ríkisstjórnarinnar: 200 m.kr.
Íslenska óperan: 176 m.kr.
Óframleiðslutengdur stuðn. við mjólkurframleiðendur: 158 m.kr.
Íslenski dansflokkurinn: 130 m.kr.
Þróunar- og markaðsverkefni Bændasamtaka: 115 m.kr.
Nýliðunar- og átaksverkefni í sauðfjárframleiðslu: 97 m.kr.
Kristnisjóður: 95 m.kr.
Skúffufé ráðherra samtals: 81 m.kr.
Atlantshafsbandalagið, NATO: 71 m.kr.
Markaðssetning Íslands í Norður-Ameríku: 64 m.kr.
Gljúfrasteinn - Hús skáldsins: 36 m.kr.
Landssamband KFUM og KFUK: 34 m.kr.
Starfsemi áhugaleikfélaga: 25 m.kr.
Átak í hrossarækt: 25 m.kr.
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar: 18 m.kr.
Bridgesamband Íslands: 14 m.kr.
Ritun biskupasögu, Hið íslenska fornritafélag: 14 m.kr.
Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða: 6 m.kr.
Innleiðing gagnagrunna á lögbýlum: 5 m.kr.
Hollvinasamtök varðskipsins Óðins: 5 m.kr.
Námsleyfi lögfræðinga: 4 m.kr.
Viðhald á stafkirkju í Vestmannaeyjum: 3 m.kr.
Stórstúka Íslands: 2 m.kr.
Biblíuþýðingar: 600 þúsund kr.
Ég býst við háværum mótmælum út af sumu af þessu og tek ég því fagnandi! Munið bara: Niðurskurður 2009 er sagður verða erfiður og sársaukafullur - en yfirstofnun Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, boðar MUN RÓTTÆKARI niðurskurð 2010.
Sem reyndar er stórmerkilegt, í ljósi fréttar af sjóðnum í síðustu viku, sem ástæða er til að rifja hér upp:
"Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), segir að ríkisstjórnir verði að auka fjárútlát svo efla megi hagvöxt í heiminum" (Viðskipti | mbl.is | 21.12.2008). Það virðast önnur lögmál gilda á Íslandi.
Vilja endurskoða fjárlög í ársbyrjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála ansi mörgu hjá þér.
Finnst hræðilegast að það eigi að leggja sérstakt gjald á sjúklinga sem þurfa að leggjast á sjúkrahús! Hversu lágt geta stjórnvöld lagst? Eru þau ekki búin að "efla kostnaðarvitund" sjúklinga nóg, eins og það hét í fyrstu aðförinni að þeim?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.12.2008 kl. 12:24
Augljóslega finnst þessu liði ekki nóg að gert gagnvart sjúklingum. Við grípum auðvitað til mótaðgerða og veikjumst ekki!
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 12:25
Þessa stundina er Magnús Stefánsson Framsóknarflokki í pontu með andsvör. hann vill ekki skera niður landbúnaðarháskóla. Það gefur auðvitað augaleið að svoleiðisnokk má ekki skera, sama hvað gengur á!
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 12:29
Jón Bjarnason VG: Það má ekki skera niður tónlistanám. Nema hvað.
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 12:33
Skýt hér inn nýju þingskjali, sem er svar forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifs um Icesave-reikningana. Svona á að gefa tæmandi upplýsingar?
1. Hafði ráðherra, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbanka Íslands, vitneskju um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbúið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu?
Nei.
2. Höfðu embættismenn eða ráðgjafar ráðherra slíka vitneskju?
Ekki svo ráðherra hafi verið kunnugt.
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 12:39
Flott framtak hjá þér. Ótrúleg lesning. Ekkert skrítið að þjóðin sé á kúpunni. Er einhvers staðar hægt að sjá áætlun um ferðakostnað og dagpeninga í opinberri stjórnsýslu? Hvað var sá liður hár á þessu ári? Er ekki hægt að skera niður þar? Hvað með Landhelgisgæsluna? Stendur ekki til að smíða skip og kaupa flugvélar fyrir 2 milljarða? Væri ekki í staðinn hægt að semja við Norðmenn um sameiginlega gæslu og afnot af fiskimiðum? Er kvótinn ekki kominn til ríkisins hvort eð er? Væri ekki nær að gera það en að fella niður skuldir hjá skuldsettum sjávarútvegsfyrirtækjum og semja við sömu aðila upp á nýtt?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:42
Ég er sammála þessu hjá þér Friðrik, en við megum samt ekki hækka mjólkina vegna okkar barnanna og eins að ef að Íslenskir peningar meiga verða til þess að skapa gjaldeyri þá vil ég t.d. ekki taka úthlutun í ,,þróunnar og markaðsverkefni bændasamtaka" ég veit samt ekki hvort að þarna sé verið að tala um markaðssetningu erlendis.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.12.2008 kl. 12:49
Það er búið að skera niður öll slík áform með Landhelgisgæsluna, Elín. Ferðakostnaður og dagpeningar stjórnsýslunnar eru útgjöld sem falin eru undir "rekstrarliðir" hér og þar, en stundum spyrja þingmenn og fá þá svör.
Högni; hvað viltu þá skera í staðinn fyrir markaðsverkefni Bændasamtakanna? Er ekki rétt að koma með eitthvað í staðinn?
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 13:01
Ég var að benda á ferðakostnað og dagpeninga stjórnsýslunnar. Má ekki skera niður þar í staðinn fyrir markaðsverkefni Bændasamtakanna? Eða eru þetta heilagar kýr þarna í stjórnsýslunni?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:20
Tja, sumt nokkuð gott þarna. Mér sýnist þarna vera niðurskurður ca 10-15 mia hjá þér. Það er ansi lítill dropi í hítina. Sumt þarna er lögboðið og þyrfti að breyta lögum til niðurskurðar. Sem dæmi þá er styrkur vegna þjóðvegs 856 (Hrísey) lögbundinn.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:20
Jón Magnússon mótmælti öllum niðurskurði til ríkiskirkjunnar á föstudag.
Matthías Ásgeirsson, 22.12.2008 kl. 13:28
Sjáum til......... mínar órökstuddu hugmyndir........
Sendiráð Íslands: 2.496 m.kr. - niður um 1.000
Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar: 2.018 m.kr. - niður um 1.000
Biskup Íslands: 1.510 m.kr. - niður um 1.000
Varnarmálastofnun: 1.197 m.kr. - niður um 750
Fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll: 1.006 m.kr. - niður um 350
Sinfóníuhljómsveit Íslands: 717 m.kr. - niður um 250
Jöfnunarsjóður sókna: 379 m.kr. - niður um 150
Framlög til stjórnmálasamtaka: 372 m.kr. - niður um 300
Íslensk friðargæsla: 320 m.kr. - sleppa þar til síðar (320)
Styrkir til innanlandsflugs: 317 m.kr. - óbreytt
Samningar við sveitarfélög um menningarmál: 294 m.kr. - óbreytt
Kirkjumálasjóður: 292 m.kr. - niður um 150
Sóknargjöld til annarra trúfélaga: 255 m.kr. - niður um 150
Landkynningarskrifstofur erlendis: 203 m.kr. - óbreytt
Skúffufé ríkisstjórnarinnar: 200 m.kr. - hvað er þetta?
Íslenska óperan: 176 m.kr. - niður um 76
Óframleiðslutengdur stuðn. við mjólkurframleiðendur: 158 m.kr. - niður um 58
Íslenski dansflokkurinn: 130 m.kr. - niður um 40
Þróunar- og markaðsverkefni Bændasamtaka: 115 m.kr. - niður um 25
Nýliðunar- og átaksverkefni í sauðfjárframleiðslu: 97 m.kr. - niður um 27
Kristnisjóður: 95 m.kr. - sleppa þar til síðar (95)
Skúffufé ráðherra samtals: 81 m.kr. - þarf eitthvað fé í skúffur?
Atlantshafsbandalagið, NATO: 71 m.kr. - niður um 21
Markaðssetning Íslands í Norður-Ameríku: 64 m.kr. - óbreytt
Gljúfrasteinn - Hús skáldsins: 36 m.kr. - niður um 16
Landssamband KFUM og KFUK: 34 m.kr. - niður um 5
Starfsemi áhugaleikfélaga: 25 m.kr. - óbreytt
Átak í hrossarækt: 25 m.kr. - niður um 15
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar: 18 m.kr. - óbreytt
Bridgesamband Íslands: 14 m.kr. - niður um 10
Ritun biskupasögu, Hið íslenska fornritafélag: 14 m.kr. - niður um 5
Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða: 6 m.kr. - gefur verðlag frjálst, sleppa (6)
Innleiðing gagnagrunna á lögbýlum: 5 m.kr. - veit ekki, óbreytt
Hollvinasamtök varðskipsins Óðins: 5 m.kr. - óbreytt
Námsleyfi lögfræðinga: 4 m.kr. - hvað er þetta? Sleppa (4)
Viðhald á stafkirkju í Vestmannaeyjum: 3 m.kr. - óbreytt
Stórstúka Íslands: 2 m.kr. - sleppa (2)
Biblíuþýðingar: 600 þúsund kr. - sleppa (0.6)
Þetta yrði sparnaður upp á 5826 milljónir, tæpar.
Villi Asgeirsson, 22.12.2008 kl. 13:42
Væri ekki rétt að skoða heildarmyndina fyrst, áður en farið er að skera niður eins og "niðurskurðarvíkingur". Hvað er það sem skapar þjóðarbúinu mestar tekjur og hvar eru auðlindirnar sem eiga að bjarga okkur. Samgöngur teljast til innviða samfélagsins og eru nauðsynlegar m.a. til að koma auðlindunum í verð. Landsbyggðin hefur hingað til skapað stærstan hluta gjaldeyristeknanna og við skulum frekar vinna að því að endurreisa það sem pólitík síðustu ára hefur eyðilagt heldur en að rífa meira niður. Peningarnir vaxa ekki í Seðlabankanum.
Margt af því sem talið er upp má eflaust spara og örugglega þyrfti að skoða líka hvernig starfsemi ráðuneyta er háttað. Hve margir vinna við þessar stofnanir okkar og hver eru verkefni þeirra. Ég hef t.d. velt því fyrir mér hvort verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins eins og námsmatsstofnun og samræmd próf séu nauðsynleg. En eftirfarandi vil ég ekki skera niður nema efnahagsleg rök styðji það:
Styrkir til ferja og sérleyfishafa: 989 m.kr.
Styrkir til innanlandsflugs: 317 m.kr.
Óframleiðslutengdur stuðn. við mjólkurframleiðendur: 158 m.kr.
Þróunar- og markaðsverkefni Bændasamtaka: 115 m.kr.
Nýliðunar- og átaksverkefni í sauðfjárframleiðslu: 97 m.kr.
Átak í hrossarækt: 25 m.kr.
Og að lokum þetta ef það er hugsað fyrir Seðlabankann:
Námsleyfi lögfræðinga: 4 m.kr.
Jörundur Garðarsson, 22.12.2008 kl. 13:45
Það fór tæpur milljarður í fyrra í skógrækt sem kannski skilar tekjum eftir 30 ár.
Vigfús (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 14:03
Matthías: Jón Magnússon sagði í síðustu viku að það þyrfti að skera um 100 milljarða í viðbót, án þess að hækka skatta. Hann vill ekki skerða ríkiskirkjuna, en hvað vill hann skerða eiginlega? Nefndi hann það? Í síðustu viku lagði hann til að skera fæðingarorlof og afnema sjómannaafsláttinn, en ekki dugar það til.
Það er rétt að undirstrika að sóknargjöldin og Biskup Íslands hafa verið skert nokkuð í endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi. Mér finnst rétt við núverandi kringumstæður að skerða þetta meira og bjóða trúfélögum upp á að rukka tíund af fórnfúsum áhangendum sínum meðan á kreppunni stendur.
Spurt var um "skúffufé" ríkisstjórnar og ráðherra ("ráðstöfunarfé"). Þetta eru sérstakir peningar sem ríkisstjórn og ráðherrar fá til frjálsrar ráðstöfunar og aðallega til að sýnast góðmenni en umfram allt til að afla vinsælda og atkvæða. Sniðugir ráðherrar eru að gauka skúffufé að kórum og slíku, þar sem mörg atkvæði eru.
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 14:37
Það er rétt hjá þér að auðvitað væri gott að koma með hugmynd um annað í staðinn og smátt og smátt ætti að vera kominn ásættanlegur listi.
Ég skal viðurkenna að ég hef ekki aðra hugmynd í bili ég vil taka utanríkisstefnuna í algera endurskoðun og loka og selja það þar sem hægt er og sameinast öðrum um sendiráðsrekstur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.12.2008 kl. 15:39
Ég veit ekki hver niðurstaðan er með sóknargjöld, en útgjöld til biskupsstofu hækka milli ára. Lækkunin er semsagt milli frumvarpa.
Mér finnst eðilegast þegar talað er um hækkun eða lækkun að miðað sé við útgjöld fyrra árs, ekki fyrra frumvarp fjárlaga fyrir árið 2009. Ég veit að þeir sem hafa þurft að taka á sig launalækkanir hafa lækkað í launum, ekki bara fengið minni hækkun.
Það er því dálítið öfugsnúið í allri umræðu um fjárlagafrumvörð þegar talað er um lækkun þegar raunin er minni hækkun en hefði orðið. Á þetta t.d. ekki við um stóran hluta lækkunar Utanríkisráðuneytis?
Þetta mættu blaðamenn alveg skoða nánar.
Matthías Ásgeirsson, 22.12.2008 kl. 16:34
Valdimar Thor; ef Þjóðkirkjan verður einkavædd (sem ég tek undir) þá verður að fylgja með að almenningur kemur henni ekki til bjargar þegar hún fer á hausinn.
Matthías; Já, ég var ekki að bera saman útgjöld milli ára og tók fram að lækkun hefði átt sér stað milli frumvarpsdraga. Það er rétt að Biskups-liðurinn hefurn haft tilhneigingu til að hækka eilíflega no matter what. Enda kirkjan alltaf í einhverjum upphæðum! Og vegir guðs ævinlega órannsakanlegir...
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 16:52
Menn voru fljótir að bregðast við "kaffi"mótmælaheimsókninni til Bessastaða í dag. Breytingatillaga var lögð fram á Alþingi í dag við fjáraukalög 2008:
"Gerð er tillaga um 17 m.kr. framlag vegna kostnaðar við öryggismál á Bessastöðum. Um er að ræða útgjöld við uppsetningu á öryggishliði og öryggismyndavélum, auk búnaðar og nauðsynlegra lagna sem tengjast verkinu".
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 17:28
Þannig að frú Dorrit húsfreyja að Bessastöðum þarf framvegis að bera ungu friðsömu (reiðu) fólki, kakó og með´í útá veg.
Þeir virðast stundum fylgjast með niður á alþingi, en ekki alltaf.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.12.2008 kl. 17:52
Gjöld samtals
Fjarlog.is.
10 milljarðar þarna.
Theódór Norðkvist, 22.12.2008 kl. 18:01
Friðrik það er líka spurnig um að menn verið látnir endurgreiða kotnað vegna ýmissa dellu rannsókna undanfarinna ára.
Annar fellur þú í þá gryfju að skera niður það sem þér nýtist ekki en ekki það sem þú ert að nota þannig að það er lítið að marka þig í þessu.
Einar Þór Strand, 22.12.2008 kl. 18:35
Einar!!! Hvurslags hugarfar er þetta, hvað meinarðu eiginlega? Hér mætti sko rannsaka mun meira enn gert hefur verið og koma með ýmislegt upp á yfirborðið sem ekki virðist mega tala um og hefur kostað mikið og stundum jafnvel mannslíf og nefni ég Vegagerð Ríkisins sem dæmi. Við skulum heldur þakka þeim sem láta ekki hvað sem er gilda sem svar.
Var þessi pistill ekki annars settur fram til skrafs um málefnin?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.12.2008 kl. 19:06
Ég á við allt annað ég á við rannsóknir sem eru endurteknar þangað til að mönnum líkar niðurstaðan.
Einar Þór Strand, 22.12.2008 kl. 19:32
Athyglisvert Einar Þór. Þegar þú nefnir þetta svona, að ég leggi ekkert fram til niðurskurðar af því sem ég "nota" þá vakna ég til meðvitundar um hvað lítið af ríkisútgjöldum rennur "til mín"! Þetta er útskýringin. Ég er þannig minnst að nota sjálfur velferðarkerfið sem ég er að reyna að verja (sjö, níu, þrettán).Og sem stundakennari við HÍ get ég ekki annað sagt en að þar sé fjallmyndarlega skorið niður svo varðar atvinnuöryggi mitt!
Þú virðist líta á þetta sem einhvern óskalista hjá mér, en það er ekki allskostar réttmætt. Ég var frekar að leita almennt að sérhverju sem má að mínu mati bíða eða skerðast tímabundið í ljósi aðstæðna. Ég hef þannig ekkert á móti Íslenska dansflokknum eða Sinfóníunni, en er alveg til í að senda það góða fólk í smá frí meðan við leysum úr málunum. Hið sama myndi gild ef blús- og rokkhljómsveitir (sem ég "nota") væru á fjárlögum, sem þær eru ekki.
Það er þess vegna erfitt fyrir mig að stinga upp á fjárlagaliðum sem ég nota beinlínis... Hvað um það það má telja upp nokkra fleiri liði:
Óbyggðanefnd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 97,0
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72,1
Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14,5
Háskólasetur í Vestmannaeyjum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22,6
Nýlistasafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7,9
Víkinganaust í Reykjanesbæ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20,0
Samskipti við Vestur-Íslendinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6,0
Alþjóðahvalveiðiráðið, IWC . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9,3
Framkvæmdaáætlun um jafnréttismál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7,7
Styrkir til fiskvinnslustöðva . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 324,0
Bláa lónið, styrkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23,7
Afskriftir skattkrafna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10.000,0
Kjarasamningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18,3
Ýmsar nefndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30,1
Kjararáð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37,1
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 20:10
Friðrik Þór! Þú ert á réttu róli! Endurskoðaðu samt sumt af þessu! Sumt af því sem þú vilt skera niður eru hlutir sem þarf að styrkja til að auka tekjur og framleiðslu í framtíð landsins. Kirkjan á að sjá um sig sjálf. Biskupinn er búinn að vera á of-launum svo lengi, að hann þarf engin í ár. Guð mun hjálpa honum, ekki síður en smáfuglunum. Ríkiskirkjan ÞYKIST jafnvel EIGA helling af fornum kirkjujörðum, og hver veit hvað! All ein herjans della!
Hlédís, 22.12.2008 kl. 22:37
Sko, Hlé, ég er ekki endilega að segja að ég vilji skera þetta niður, um mikið eða lítið, um lengri eða skemmri tíma. Ég varpa þarna ýmsu inn í umræðuna, því kjörnir fulltrúar okkar eru í allsherjar niðurskurði og boðað er, af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, tilsjónaraðila okkar, að niðurskurðurinn verði enn sársukafyllri árið eftir eða 2010.
Fátt verður þá heilagt? Hér eru nokkrir liðir (alls ekki tæmandi) sem ég er kannski að leiða skurðarmeisturum frá:
Umboðsmaður Alþingis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122,5
Ríkisendurskoðun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 488,8
Úrskurðarnefnd upplýsingalaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5,2
Nefnd til að kanna starfsemi vist- og
meðferðaheimila fyrir börn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29,0
Umboðsmaður barna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39,6
Íslenskukennsla fyrir útlendinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 130,6
Æskulýðsráð ríkisins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,9
Ungmennafélag Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88,6
Ólympíunefnd fatlaðra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3,0
Íþróttasamband fatlaðra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22,6
Mannréttindamál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22,0
Þróunaraðstoð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.167,2
Mannúðarmál og neyðaraðstoð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 275,9
Slysavarnafélagið Landsbjörg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94,5
Bætur brotaþola . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 110,0
Persónuvernd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69,8
Heimili fyrir börn og unglinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 452,2
Liðveisla við fólk sem er háð öndunarvélum . . . . . . . . . . . . . . . . 85,2
Samningur við Reykjavíkurborg um þjónustu við
geðfatlaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 167,4
Styrktarfélag vangefinna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 732,8
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta . . . . . . 321,1
Umönnunargreiðslur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.373,0
Örorkustyrkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 157,0
Barnalífeyrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.658,0
Bætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna . . . . . . . 166,3
Kvennaathvarf í Reykjavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43,1
Stígamót . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35,7
Krossgötur, endurhæfingarheimili . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26,5
Athvarf fyrir heimilislausa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33,7
Barnabætur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10.100,0
Slysavarnaskóli sjómanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65,1
Atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 264,2
Neytendasamtökin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8,5
og urmull verkefna í heilbrigðisþjónustunni.
Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 23:49
Eðlilega á að skera niður annars staðar áður en ráist er á heilbrigðis og menntakerfið.
Það sem fer sam mest fyrir brjóstið á mér þessa dagana er sú staðreynd að íslenska stjórnin er staðráðin í því að fara sömu aftakaleið og finnar fóru fyrst í sinni kreppu með skelfilegum afleiðingum.
Og annað ef IMF segir að auka eigi útgjöld í löndum sem kreppan er að skella á, af hverju á það ekki við ísland.
Hef látið það flakka á einhverjum bloggum sem ég svara á að þessi niðurskurður er að koma illa niður á mér og einu af börnum mínum, þar sem ég er með tvo alvarlega sjúkdóma og barnið mitt fötlun sem það fæddist með. Annsi hart að þurfa að blæða fyrir mistök nokkura aðila. Og ég hef ekki þá möguleika að flýja land á meðan krónan er þetta veik því ekki lifi ég í öðru landi á örorku,
A.L.F, 23.12.2008 kl. 01:27
Þakka þér, F.Þ., þarfar ábendingar til þeirra sem við óttumst að haldi höndum fyrir bæði augu og eyru.
Hlédís, 23.12.2008 kl. 06:28
Aðstæður hér eru öðru vísi en víðast annars staðar að því leyti að ríkið er að taka á sig gríðarlegar skuldir og við vorum ekkert langt frá þjóðargjaldþroti. Auk þess er hér mikil verðbólga, sem er ekki í flestum öðrum þróuðum ríkjum. Þannig að kannski duga þess vegna ekki nákvæmlega sömu meðul hér og þar.
Hins vegar er ég alfarið á móti því að sjúklingar séu skattlagðir við innlögn á sjúkrahús og skil ekki hver styður það. En mér finnst afskaplega dæmigert eitthvað að leggja þá til að menningarstarfsemi, tónlistarnám o.s.frv. eigi að skera niður í staðinn. Menningarstarfsemi skapar líka störf. Sinfóníuhljómsveitin er vinna fyrir þá sem í henni eru. Er betra að senda þetta fólk á atvinnuleysisbætur?
Svala Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 09:08
Áhugavert að kommarnir hérna vilja alls ekki hrófla við neinu sem flokkast sem niðurgreiðslur eða styrkir. Og vilja halda áfram að moka peningum í byggðastefnu.
Það á að leggja af algjörlega alla styrki til landbúnaðar, þeir sem kjósa sér búskap sem atvinnu geta vesgú bara staðið og fallið með því starfsvali eins og við hin.
Samgöngur innviðir samfélagsins? Jú, upp að vissu marki. En milljarðagöng á Vestfjörðum eða Austfjörðum teljast seint til mikilvægra innviða þjóðarinnar. Slá öllu slíku rugli af.
Nýja ferju fyrir Eyjamenn? Kjaftæði. Ef þeir vilja nýja ferju geta þeir borgað fyrir hana sjálfir.
Annað á listanum þínum er góðra gjalda vert, en því miður ólíklegt að verða að veruleika því þarna fara hlutir sem pólitíkusar nota til að kaupa sér atkvæði, og sem kommatittirnir nota til að moka undir ríkisvaldið. Kommarnir vilja aldrei skera niður, heldur auka álögur sem mest þeir mega og færa öll völd undir Stóra Bróður.
Liberal, 23.12.2008 kl. 11:10
Merkilegt hvað þetta nýfrjálshyggjupakk, eins og Liberal, er uppfullt af hatri og þykist vita allt best og mest - einmitt nú þegar hetjur liðónýtrar nýfrjálshyggju hafa "skitið upp á bak sér" og skilið allt eftir í rúst.
Hvernig sefur þú Liberal? Það eru ekki "kommatittir" heldur skoðanabræður þínir sem hafa lagt hér allt í rúst, svo gott og sómakært fólk þarf að ræða hvaða niðurskurður er skynsamur og hver ekki. Þetta ástand er þér og þínum að kenna, Liberal. Skammastu þín. Hafðu vit á því að þegja, Hólmsteinninn þinn. Ojbara. ÖÖ.
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 11:23
Ég árétta enn og aftur að ég er ekki að HEIMTA að liðir á listum mínum verði skornir niður. En ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og "vinaþjóðir" okkar HEIMTA að við skerum okkur niður til óbóta 2009 og 2010 (en boðar aukin fjárútlát hjá öðrum!) þá finnst mér rétt að skoða ýmis misþörf og misbrýn verkefni áður en kemur að grunnstoðum velferðarkerfisins.
Hér eru ýmsar "litlar" færslur. Hver þeirra samsvarar fáeinum sjúklingum (milljónir):
Grettistak ses. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.5
Melrakkasetur Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
Selasetur Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
Hvalamiðstöðin á Húsavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10
Galdrasýning á Ströndum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6
Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið á Stokkseyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.5
Draugasetrið á Stokkseyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
Geitfjársetur Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
Saltfisksetur Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
Skrímslasetrið á Bíldudal . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.5
Sumartónleikar í Skálholtskirkju . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
Tónlistardagar á Siglufirði 2009 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
Vefsíðan ljóð.is . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
Krossinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2
GolfIceland, markaðssetning á íslenskum golfvöllum . . . . . . . . . . . . . . . 3
Hvítasunnukirkjan í Reykjavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2
Klúbbur matreiðslumeistara . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
Rekstarfélag Sarps sf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
Torfusamtökin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.5
Styrkur til uppbyggingar Þórbergsseturs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7.5
Undirbúningur fyrir ráðherrafundi Evrópuráðsins um fjölmiðla 2009 . . . 5
Framlag vegna þátttöku Íslands í Feneyjatvíæringnum . . . . . . . . . . . . . . 13
Eikarbáturinn Húni II . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
Hreindýrasetur á Austurlandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
Skjálftafélagið, jarðskjálftasetur á Kópaskeri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
Spákonuhof á Skagaströnd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
Vestmannaeyjabær, „handritin heim“ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
Örn ÍS 566, viðgerð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
Skelfisksetur í Hrísey . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
Samtökin ´78 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.5
Félag um Snjáfjallasetur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
Hákarlasýning og gestastofa í Bjarnarhöfn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.2
Jólasveinar í Mývatnssveit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2
Skotveiðifélag Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.5
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 12:27
Mér sýnist við vera komin með 15-20 milljarða.
Theódór Norðkvist, 23.12.2008 kl. 12:55
Það er samt eitt sem við verðum að muna þegar við skerum niður, það er að við erum nánast alltaf að skera niður atvinnu einhverra einstaklinga.
GLEÐILEG JÓL.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.12.2008 kl. 13:37
Mér finnst það merkilegt að lesa hvað margir eru hlyntir því að svelta landsbyggðina. Ég tel að niðurskurðurinn ætti helst að bitna á þeim landshluta sem mest tók þátt í spillingunni. Ekki saklausum sveitalúðum sem fætt hafa þessa þjóð í þúsund ár. Er þetta þakklætið?
Offari, 24.12.2008 kl. 14:10
T. Norðkvist sagði "Mér sýnist við vera komin með 15-20 milljarða." Gott og vel, eigum við að taka smá póker tilþrif og dobla þessa tölu? Í lok september mánaðar kom frétt í hádegisfréttum ruv, um dömu sem hafði nýverið skrifað doktorsritgerð og fjallaði hún um vegagerðina. Niðurstaðan: Vegna skorts á gæðastjórnun og lélegs undirbúnings áður framkvæmdir birjuðu, færu ca. 20.000.000.000kr(20 milljarðar) í vaskinn á hverju ári. Það eru ca. 20 km af jarðgöngum sem mætti gera fyrir þá upphæð, td. Þessi upphæð á bara við um vegagerðina, hvað með allar hinar stofnanirnar?
Alexander (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:00
Það er til nokkuð sem heitir að "spara sig blankan" og fjármálastýring á Íslandi er til umræðu erlendis. Hvað má skera niður, hef ég ekkert vit á. Er bara sjokkeraður að sjá smo mörg félög og samtök greidd af Ríkinu.
Enn það stingur í augun þessi kirkju-milljarðar.
"Maður hífir ekki ballestina í bát upp í mastur"! Hvað er verið að gera við þessa kirkju og stærstu risaeðluna! Embættismannakerfið, sem framleiðir bara óþægindi fyrir fólk. Fullt af fólki nagandi blýanta.
Ég er ekki hissa á þessari tölu um Vegagerðina. Hvað með "gæðastjórn" stjórnenda landssins? Er hún til? Líklegast ekki.
Er eitthvað að stjórnskipulagi sem hafa grunnþarfir að leiðarljósi:
1 Húsnæði fyrir ALLA!
2 Mat fyrir ALLA!
3 Föt fyrir ALLA!
4 Skóla fyrir ALLA!
Nú, ef það verður afgangur, má sturta þeim niður í klósettið eins og venjulega, enn það les ég úr þessum listum...
Í alvöru, ég trúi þessum ameríska forstjóra sem heyrði af krísunni á Íslandi og fjölda íbúa. Hann bauðst til að stjórna landinu í 1 - 2 ár aleinn, í kaffitímanum!
Það þyrfti ekki lengri tíma í stjórnsýslu á þessu landi, 5 daga vikunar.
Amerísk fyrirtæki sem ganga vel í dag, er með fría barnagæslu í húsnæði fyrirtækjanna. Foreldrar geta hitt börnin sín í matar og kaffitímum. Þeir eru með fyrirtækjalæknir og hjúkrunarkonu á vinnustað.
Fríar sjúkratryggingar fyrir alla hvort sem þeir vinna á skrifstofu eða eru verkamenn.
Á Íslandi keypti ég íbúð 1985. Ég vann tvær vinnur. Kostaði að mér minnir, 1, 3 milljónir. 1988 var ég búin að borga tæpar tvær og hálfa milljón, og skuldaði þrjár.
Ég sýndi bankastjóra í Norður Svíþjóð allar þessar kvittanir og samninga. Hann skildi tölurnar og að þetta væri í sambandi við húsakaup. Það sem hann sagði gleymi ég aldrei! "Er búið að ná þeim" þeim sem seldu mér íbúðina.
Og þetta er svona enn!
Íslendingar eru öðruvísi þjóðflokkur. Hugsa öðruvísi og og eru eiginlega bara "villimenn" í félagslegri hugsun.
Umræðan um Íslensk málefni eru einhæf og endalausar endurtekningar, og R'IKISTJ'ORNINN SITUR ENN! Sem er algjör skandall.
Fyndið að Kaupþing keypti lífeyrissjóðinn sem ég átti að byrja að fá borgað úr eftir nokkur ár. Hann er horfin!
5 milljónir dreift á hjálparstofnanir sem hjálpa fólki sem ekki á mat eða föt á börnin sín. Svaka var það rausnarlegt af Félagsmálaráðherra, þessi upphæð! Og ´hvað voru viðbrögð Íslendinga? Þeir klöppuðu og hæla honum í hástert. Meira ruglið.
Óskar Arnórsson, 25.12.2008 kl. 06:25
Ekki er allveg hægt að yfirgefa þessa umræðu án þess að spá í orð Offara:
"Mér finnst það merkilegt að lesa hvað margir eru hlyntir því að svelta landsbyggðina. Ég tel að niðurskurðurinn ætti helst að bitna á þeim landshluta sem mest tók þátt í spillingunni. Ekki saklausum sveitalúðum sem fætt hafa þessa þjóð í þúsund ár. Er þetta þakklætið?"
Með fullri virðingu fyrir landsbyggðinni og öflun hennar á þjóðartekjum, þá heldég að ég verði að hvetja Offara til að skoða aðeins fjárlögin. Ég held að það sé engum ofsögum sagt að fjárlögin eru stútfull af fjárframlögum til hinna ýmsu verkefna á landsbyggðinni. Ég er nokkurn veginn pottþéttur á því að þingmenn landsbyggðarinnar séu mjög duglegir við að tryggja fjárframlög í kjördæmi sín og langtum duglegri en þingmenn þéttbýlisins "á haus".
Ástæðan fyrir því að hér eru nefnd ýmis verkefni í niðurskurðarumræðu sem "eyrnarmerkt" eru landsbyggðinni er að það er svo mikið af svona verkefnum. Afar mörg þeirra eru mikilvæg og brýn, en fjölmörg þeirra lykta af hreinu og beinu kjördæmapoti og mörg eru hreinir og beinir styrkir til að halda lífi í svæðum sem fólk er af einhverjum ástæðum að yfirgefa. Þetta er ekki sagt af vanvirðingu við landsbyggðina, þaðan sem við erum nær öll komin.
Ég leyfi mér að efast um að draugasetur eða skrímslasetur eða spákonukot í Reykjavík ættu möguleika á framlögum af fjárlögum. Svo dæmi séu tekin.
Friðrik Þór Guðmundsson, 27.12.2008 kl. 02:25
Var að rekast á þetta fyrst núna hjá þér. Get kvittað á hvert einasta atriði þarna. Ágæt framsetning Friðrik. Gleðilegt ár.
Haukur Nikulásson, 1.1.2009 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.