Leggjum (geð)sjúklingaskatt á auðjöfrana!

Það er sunnudagur, messutími og mál að predika.

Ríkisstjórn sem sker niður velferðarkerfi alþýðunnar og leggur viðbótarskatt á venjulegt fólk, en sleppir því að leggja á auðuga fólkið hátekjuskatt (og kallar hann bara "táknrænan"), sleppir því að leggja á auðuga fólkið stóreignaskatt og sleppir því að leggja á auðuga fólkið sérstakan fjármagnstekjuskatt, er ekki ríkisstjórnin mín. Svo mikið er víst.

Ríkisstjórn sem, vissulega af illri nauðsyn, sker niður framlög til velferðarkerfisins, ekki síst til aldraðra og öryrkja, og leggur á alþýðuna nýjan sjúklingaskatt, en dregur lappirnar við rannsókn á Hruninu og orsökum þess og hverjir báru þar ábyrgð og er of "kurteis" við auðjöfra landsins til að frysta eigur þeirra sem eru röklega grunaðir um að skaða þjóðina, er ekki ríkisstjórnin mín. Langt í frá.

En þá er það hin hliðin; Þjóð, sem ekki er undir núverandi kringumstæðum búin að segja "gömlu" stjórnmálaflokkurunum upp og stríð á hendur, og nú þegar búin að stofna til nýrra stjórnmálaeininga - er kannski ekki viðbjargandi. Fussar núna en kýs gamla stóðið í næstu kosningum. Því miður.

Heldur áfram að kaupa í Hagkaup og öðrum dýrari verslunum Baugsveldisins (1) í stað þess að loka þeim dyrum. Einmitt núna fyrir jólin. 

Það er kannski rétt að minna fólk á að þegar það fer og verslar í Hagkaup og öðrum dýrari verslunum Baugsveldisins þá er það ekki bara að leggja blessun sína á snekkju- og einkaþotuliðið í Baugi, heldur að borga fyrir lúxusveislur þess. Predikun lokið.

(1) Þarna stóð Bónus, en við nánari umhugsun er kannski réttara að refsa Baugi annars staðar en í ódýrustu verslunum einokunarveldisins (2).

(2) Þessu var ekki breytt vegna ritskoðunar á vegum Baugsmanna!


mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Friðrik Þór, ég er í mörgu skoðanabróðir þinn, hins vegar sé ég ekkert neikvætt við geðsjúklinga, eins og þú setur það fram í yfirskrift bloggsins, ekkert frekar en hjartasjúklinga eða sjúklinga yfirleitt.

Sveinn Snorri Sveinsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er, Sveinn Snorri, sammála um að það sé ekkert fyrirfram neikvætt við það að vera veikur á geði. En geðsjúkdómar eru margvíslegir og sumir þeirra fá viðkomandi sjúklinga til að framkvæma óhæfuverk.

"geð" var annars innan sviga hjá mér og ég fyrst og fremst að vísa til skattlagningar ríkisstjórnarinnar á sjúklingum og slösuðum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.12.2008 kl. 16:59

3 Smámynd: A.L.F

Mikið væri gott ef stjórnin myndi rannsaka þess auðmenn.

Mér er það mjög sárt að þurfa að horfa upp á það að lífskjör mín og eins af börnum mínum séu skert vegna þessa auðmanna. Ég bað ekki um að fæðast með sjúkdóm, barnið mitt bað ekki um að fæðast með fötlun. Og engin af þegnum þessa lands bað um að verða skuldsetur upp fyrir haus vegna sandkassaleik nokkura einstaklinga. En við erum hvort sem er svarti sauðurinn á þjóðfélaginu, pakkið á spenanum og eigum ekki að væla.

Held að þessi stjórn ætti að skammast sín og rannsaka þessa einstaklinga áður en það er of seint.

A.L.F, 22.12.2008 kl. 00:58

4 identicon

Sæll Friðrik, þetta er heldur ekki ríkisstjórn mín en hún hefur einarðarlega tekið áfram stefnuna á kapítalsimann og líklega verða bankarnir hreinsaðir af óværunni og fengnir þessum spákaupmönnum og spilafíklum aftur í hendur og alþýðan borgar. Eftir að hafa glatað virðingu og trausti á alþjóðavettvangi ætla yfirvöld á Íslandi að greiða skuldir óreiðumannanna án tillits til þess hverjir eiga kröfurnar og það á að gera með afrakstrinum af auðlindum þjóðarinnar enda þykir þeim, þessum herrum, að þeir eigi þær eins og kvótann og raforkuna. Við fáum ekkert að segja um þetta. Það er svo spurning hvað fólk gerir þegar líða fer á veturinn, hvort pólítísk vitund ranki við sér eða bara þetta mæðulega andvarp heyrist: Ég get ekkert gert og það er sami rassinn undir þeim öllum. Það væri miður. Ég held að niðurstaðan úr þessu verði að við sitjum uppi með sama skítaköggulinn nema að nú verður hann mun þéttari.

Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 04:49

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gleðileg jól Friðrik.  Séð verri prédikun en þessa! kv. B

Baldur Kristjánsson, 22.12.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei sko: Spámaðurinn fann ástæðu til að staldra hér við. Það veitir á gott. "Skoðaðu bókhald flokkanna, ég held að þar séu mörg svör að finna" segir hann. Vafalaust sitthvað til í því. Er samt ekki viss um hvað sé trúanlega sýnilegt þar að finna. Ég hef aftur á móti verið að skoða afgreiðslu fjárlagafrumvarps 2009, sem nú er verið að afgreiða á þingi. Margt hefur breyst frá upphaflegu frumvarpi eins og það var lagt fram í þingbyrjun. margir liðir hafa verið skornir niður með róttækum hætti og sumt af því sjálfsagt (annað ekki). Eitt af því sem mér sýnist hafa haldið sér óskert er liðurinn " Framlög til stjórnmálasamtaka" - eða 372 milljónir króna.

Þakka þér fyrir, séra Baldur, hástemmt lof! Amen!

Bárður: "...líklega verða bankarnir hreinsaðir af óværunni og fengnir þessum spákaupmönnum og spilafíklum aftur í hendur og alþýðan borgar" - einmitt. Það stefnir hraðbyri í slíkar niðurstöður á öllum sviðum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.12.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband