Fjölmiðlar í ólgusjó

 

Ég var búinn að nefna það að ástandið á fjölmiðlamarkaðinum ætti eftir að versna, en manni verður nú samt um og ó þegar verstu spár virðast ætla að rætast. "24 stundir" blaðið er horfið, Fréttablaðið að renna inn í Árvakur, Mogginn að riða til falls, starfsfólk Viðskiptablaðsins að reyna að taka við blaðinu af Bakka(varar)bræðrum og RÚV að segja upp fjölda frétta- og dagskrárgerðarmönnum.

Mér sýnist enda vonlítið að blaða- og fréttamenn geti almennilega staðið við heitstrengingar um ný og betri vinnubrögð eftir sofandahátt og meðvirkni síðustu ára. Þeir fyllast sennilega enn frekar en fyrr af ótta um atvinnu sína og af sjálfsritskoðun. 

Þetta er afleit þróun.


mbl.is Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband