Hárbeittur og hættulegur niðurskurðarhnífur hjá RÚV OHF

Í raun og sann hefur staðið yfir nær linnulaus niðurskurður hjá RÚV allt frá ohf-væðingunni í fyrra - og var "stofnunin" þó í þokkalega þéttri spennitreyju fyrir þau tímamót. Við ohf-væðinguna hættu fjölmargir góðir frétta- og dagskrárgerðarmenn og enn fleiri hafa yfirgefið fjölmiðilinn síðan og enn virðist þeim eiga að fækka.

Mér sýnist að staðan sé að verða ansi krítísk þegar horft er á upplýsinga- og fræðsluskyldu þessa fjölmiðils í almannaeigu. Væntanlega er þó markmiðið ekki að reka frétta- og dagskrárgerðarþjónustu með algerum lágmarks mannskap. Samfélagið þarf á því að halda að sameinaðar fréttastofur RÚV séu öflugar, en ekki máttlausar og mannskapurinn logandi hræddur um atvinnuöryggi sitt - sífellt að passa sig að stuða ekki valdaöflin og sífellt að ástunda sjálfsritskoðun vegna þess. Því meiri gagnrýni sem ríkir á einkarekna fjölmiðla vegna hugsanlegra áhrifa eigenda þeirra þeim mun mikilvægara er það almenningi að eiga traustan bakhjarl í sjálfstæðri og óháðri fréttastofu og dagskrárgerð á vegum fjölmiðils í almannaeigu. Hin lýðræðislega umræða krefst þess.

Hver var ávinningurinn af ohf-væðingunni? Hvernig hefur ríkið uppfyllt loforð um fjármögnun? Hvað voru frétta- og dagskrárgerðarmenn margir fyrir þau tímamót og hvað verða þeir margir eftir nýjasta niðurskurðinn?


mbl.is Boðað til starfsmannafundar hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Mér finnst nú ekki gjörningur Páls Magnússonar í G. Péturs málinu benda til þess að á RÚV sé stefnan eins og þú bendir réttilega á að samfélagið þarfnist, þannig að skítt með peningana fyrst hugmyndafræðin er eins og hún er!

Sóley Björk Stefánsdóttir, 28.11.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: corvus corax

Ég vona að Páli Magnússyni verði ekki sýnd sú lítillækkun og fyrirlitning að hann verði látinn vera á ódýrum fólksbíl í stað lúxusjeppans. Einnig vona ég að niðurskurðarhnífurinn fari ekki að skera af laununum hjá Palla Magg, Þórhalli Gunnars og Sigrúnu Stefáns. Þessi þrjú eru auðvitað burðarásinn í frábærri dagskrá RÚV og ég hugsa til þess með hryllingi ef launin þeirra verða færð eitthvað nær launum helvítis almúgans hjá RÚV sem ekkert kann, veit eða getur. Nei, ef eitthvað er, þá þarf að hækka launin hjá þessum þremur og helst að láta þau hafa bæði fólksbíl og jeppa í hæsta verðflokki svo þau þurfi ekki að skammast sín. Ef eitthvað vesen er með pening fyrir þessu tökum við útvarps- og sjónvarpsnotendur á okkur afnotagjaldahækkanir með glöðu geði.

corvus corax, 28.11.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Páll var án efa alinn upp við væntumþykju og virðingu við alþýðuna og hag hennar, sonur merks Krata. Hann er í grunninn enginn aristókrati eða elítisti og hann hlýtur að finna sparnað í dauðum hlutum frekar en lifandi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Ríkisútvarpið sagði í dag upp 21 starfsmanni og hefur að auki rift
  samningum við 23 verktaka. Þá hefur verið ákveðið að hætta
  svæðisbundnum útsendingum RÚV á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.
  Endurskoðuð rekstraráætlun RÚV var kynnt á starfsmannafundi í dag.
  Samkvæmt henni verður skorið niður um 550 milljónir króna í
  rekstrinum. Að auki á að ná fram 150 milljóna króna sparnaði með
  tímabundinni launalækkun."

Hafna málflutningi Alexöndru sem bulli. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 16:09

5 identicon

Af hverju á ekki að draga saman seglin hjá RÚV eins og annar staðar í samfélaginu. RÚV er haldið uppi með skattheimtu og nú er minna um skattpeninga enda færri hendur að búa til verðmæti í samfélaginu.

Persónulega finnst mér dagskrá RÚV léleg og myndi ekki kaupa aðgang að efni RÚV ef fyrirtækið væri á frjálsum markaði. Það er því ekki siðferðislega verjandi að ætlast til þess að ég eða aðrir skattgreiðendur stöndum undir rekstri þessa fyrirtækis. Ekki borga aðrir skattgreiðendur fyrir aðgang minn að stöð 2.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 17:34

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vilhjálmur; það er einmitt siðferðilega verjandi að skattgreiðendur haldi uppi almannaþjónustuútvarpi og -sjónvarpi. Þér finnst RÚV lélegt og allt í lagi með það - hlutverkið er ekki bara afþreying ofan í þig og annað fólk með einsleitan afþreyingarsmekk. Lögbundið hlutverk RÚV sníst ekki síst um fræðslu og upplýsingaveitu, sem markaðslögmálin láta sig litlu varða.

Auðvitað á RÚV að draga saman seglin eins og aðrir. Vandinn er bara sá að stofnunin er búin að draga seglin nær linnulaust núna í 2-3 ár eða frá því löngu fyrir Hrunið Mikla. Allur þessi samdráttarmassi um langt árabil bitnar á lögbundinni upplýsinga- og fræðsluskyldu RÚV. Við fáum slakari afurðir en áður; of fáir frétta- og dagskrármenn að gera of margt í einu með tilheyrandi vinnuálagi og tímaþröng.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 18:55

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þið ættuð kannski líka að hugsa um að það voru manneskjur sem voru að missa vinnuna í dag. Á fimmta tug manna. Þeir bætast við þá ellefu þúsund sem þegar eru atvinnulausir í landinu.

María Kristjánsdóttir, 28.11.2008 kl. 19:52

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Í samdrætti er ríkið eini aðilinn sem á að standa í framkvæmdum og hefur "efni" á því. Vandamálið hefur bara því miður verið að á uppgangstímum, þá hefur ríkið líka verið að bólgna út. Líklega telja ráðamenn betra að fólk sitji heima á atvinnuleysisbótum en að lofa fólki þó hafa eitthvað að gera!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 20:16

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Svo er annað, hvaða fólk er þetta sem er að missa vinnuna sína á fullu. Við skulum vona að pólitíkin, frændsemin eða önnur annarleg tengsl séu ekki að þvælast of mikið fyrir. Núna situr Davíð í óskastöðu við að útdeila og þá líklega til vina sinna. Á ekki von á að það verði mikil breyting þar á.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 20:20

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Rétt, H., topparnir eiga að vera manna duglegastir við að spara í eigin ranni, líka þarna hjá ykkur við Efstaleitið.

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 23:27

11 Smámynd: Sigurður Hrellir

Vilhjálmi Andra Kjartanssyni finnst skattpeningum sínum illa varið í að borga fyrir fjölmiðil eins og RÚV sem hefur mikilvægt samfélagslegt hlutverk á sinni könnu. Reyndar er það mér til efs að Vilhjámur borgi nokkuð til RÚV þar sem hann býr hjá móður sinni sem er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Persónulega finnst mér skattpeningum mínum illa varið í að borga Vilhjálmi sjálfum laun fyrir embætti sem hann hefði aldrei nokkurn tíma fengið að eigin verðleikum. Honum kann að finnast það sjálfum að hann sé ungur og efnilegur laganemi en ég myndi segja við hann eins og félaga hans í HR að vissara væri að einbeita sér að námsefninu og undirbúa sig undir það að dómarastaða við hæstarétt verður ekki eitthvað sem maður fær úthlutað vegna fjölskyldutengsla eða flokkshollustu.

Sigurður Hrellir, 29.11.2008 kl. 00:15

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

 Vilhjálmur Andri er öfgahægrimaður og tekur maður auðvitað mið af því, en Sigurður Hrellir hefur auðvitað rétt fyrir sér (Spámaður; hann talar auðvitað um framtíðina þegar svona venslaspilling hefur verið gerð útlæg!).

Mér finnst þetta miklu merkilegra um Vilhjálm: "Vilhjálmur Andri Kjartansson framherji KF Nörd fór hamförum í leiknum og gerði fjögur mörk en tvö þeirra komu úr aukaspyrnum utan af velli".  Kannski þetta sé einmitt vel lýsandi fyrir manninn; alltaf að skora en fyrir lélegasta lið landsins!

Það er rétt; móðir hans er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem á svo sem ekki að skipta miklu máli fyrir umræðuefnið. Þar finnst mér hins vegar skipta meira máli að faðir hans er blaðamaður (á DV) og sér þarna soninn fagna auknu atvinnuleysi meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna. En auðvitað þarf eplið svo sem ekki að vera sammála eikinni.

Friðrik Þór Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband