Vill Heimdallur reka Davíð eða Blöndal og Hólmstein?

Viðtengd frétt segir frá því að Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, krefjist þess að stjórn Seðlabanka Íslands og yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins segi af sér tafarlaust og axli þannig þá ábyrgð sem þeim ber. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin hefur samþykkt.

Ljóst er að með hugtakinu "yfirstjórn" FME á Heimdallur ekki við starfsmenn á borð við Jónas Fr. Jónsson, heldur stjórn í hefðbundnum skilningi, þar sem er stjórnarformaður o.s.frv.

En hvað meinar Heimdallur með "stjórn" Seðlabankans? Er átt við "bankastjórn", þ.e. Davíð, Eirík og Ingimund, eða er átt við stjórn þá sem kallast bankaráð og inniheldur meðal annarra Halldór Blöndal og Hannes Hólmstein Gissurarson? Er kannski átt við hvorutveggja?

Svar óskast!


mbl.is Heimdallur: Stjórn SÍ og FME segi af sér án tafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Fjölmenn mótmæli, bæði á götum úti, sem og hin þögulu öskur almennings hafa ekki farið framhjá neinum og kalla þau aðallega á tvennt: að einhver taki ábyrgð á því hvernig fór annars vegar, og hins vegar á skýra framtíðarstefnu fyrir landið okkar. Hvorugu er fyrir að fara í dag. Það sem hefur verið gert nægir engan veginn til að róa (skiljanlega) þandar taugar.

Fjármálaeftirlitið brást eftirlitshlutverki sínu með stórkostlegum hætti: hvers vegna sætir enginn ábyrgð vegna þess, heldur eru stofnuninni veittar stórauknar valdheimildir? Seðlabankinn virðist jú hafa varað við ástandinu á sínum tíma - en gerði ekkert í því, á þetta fólk að leiða okkur í gegnum kreppuna? Ráðherra bankamála var engu betur upplýstur en páfagaukur um ástand bankanna, hefur hann einhvern snefil af trúverðugleika lengur? Fjármálaráðherra hefur ekki enn komið með neinar trúverðugar skýringar eða lausnir á fjármálavandræðum Íslands, hvers vegna hefur hann ekki tekið poka sinn og hleypt einhverjum að sem hefur eitthvað til málanna að leggja? Ráðningar í kringum „nýju" bankana hafa verið flokkspólitískar og til þess fallnar að draga úr því litla trausti sem almenningur og útlönd hafa á bankakerfinu hér á landi. Hver ber ábyrgð á því, mín kæra ríkisstjórn?"

Sko Heimdall!

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.11.2008 kl. 00:58

2 identicon

Gamall var maður á síðustu öld sem kallaði bekkenið sitt heimdall.

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband