12% lækkun er algjört lágmark

 

Ríkisstjórnin hefur beint því til Kjararáðs að lækka laun æðstu ráðamanna og embættismanna "tímabundið fyrir árið 2009". Geir og Ingibjörg Sólrún segjast ekki getað skipað "sjálfstæðu" Kjararáði nánar fyrir, en Geir nefndi hugmyndir um 5 til 15 prósenta lækkun. Ég tel að ekki komi til greina minni lækkun en 12% og hún þarf helst að vera meiri.

Rök mín eru þessi: Ráðherrar eru búnir að senda undirstofnunum sínum og -fyrirtækjum "ordru" um (tillögur um) flatan 10% niðurskurð. Sjálfsagt er óhjákvæmilegt í árferðinu að spara, en jafn augljóst er að sparnaðurinn þarf ekki allur að vera "flatur". Hygg að óhætt sé t.d. að spara tímabundið meira í verklegum framkvæmdum, viðhaldi og stofnkostnaði en í t.d. sjúkrahúsunum og öðrum velferðarpóstum. Til að gefa rými fyrir minna en 10% niðurskurði á velferðarsviðinu þarf þá að spara meira en 10% á ýmsum öðrum sviðum. Til dæmis í launum æðstu yfirmanna. Þar ættu viðmiðunartölurnar að vera 12-20%. Slík umframskerðing gæti nýst til að hemja lengingu biðraða eftir læknisverkum. Til dæmis.


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, núna er föstudagur. Þá kemur alltaf eitthvað smátt og gott frá litlu "ljósunum"  í ríkisstjórninni.  Nú við verðum að reyna lægja öldurnar hjá skrílnum þarna úti. það eru jú mótmæli hjá þessum lýð á morgun. Ef við gerum eitthvað áður þá kannske verðaþau ekki með neinn "fífla- eða dónaskap" einsog fréttamannafíflið þarna forðum.

Ég spyr ennþá og aftur. Ætlið þið að setja skuldabaggan á börnin okkar.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:05

2 identicon

Af bloggunum við þessa frétt held ég að "skríllinn" sé ekki alveg að kaupa þessa lummu.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Þetta virkar á mig eins og slökkustjórinn vað svellkaldur inn í brennandi húsið kveikir á eldspýtu, blási á hana og segi, sjáið bara ég slökkti eldinn. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 22.11.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband