Fjölmiðlar og niðurskurður

Afþreying er hvað fjölmiðlarekstur varðar svo gott sem andstæðan við fræðslu og upplýsingagjöf (fréttir). Þegar markaðslögmál eru ríkjandi og það kreppir að, fjölmiðill þarf að draga saman seglin og segja upp fólki, er tilhneigingin sú að spara á sviði fræðslu og frétta (alvarlegum, þungum sviðum) frekar en á sviði afþreyingar.

Við fjölmiðlun er gjarnan talað um information (upplýsingar/fræðsla), infotainment (sambland af upplýsinga- og skemmtanagildi) og entertainment (skemmtanagildi - afþreying). Víða um heim hafa ekki síst sjónvarpsstöðvar með fréttastofur verið að færast æ meir frá klassískum fréttum (information) yfir í blönduna (infotainment) og margir fréttasjúkir kvartað yfir því og þá ekki síst þeir sem telja fjölmiðla og einkum sjónvarpsstöðvar vera virkasta og kannski æskilegasta vettvanginn fyrir beina lýðræðislega umræðu og upplýsingaveitu.

Um þessar mundir ríkir fáokun á íslenska fjölmiðlamarkaðinum, þar er kreppa og þar er verið að skera niður.

 


mbl.is 365 verður Íslensk afþreying
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

365/Íslensk afþreying, eða hvað sem þetta félag kemur til með að verða kallað á næstu misserum á enga fjölmiðla, engin blöð, enga sjónvarpsstöð, enga fréttastofu til að leggja niður.

Það var allt selt frá 365, til Rauð sólar/Nýrrar sýnar fyrir skemmstu og vakti þó nokkra athygli í fjölmiðlum.  Nú er verið að skipta um nafn á "afgangnum".

G. Tómas Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Rýnir

Sælir,

ég átta mig ekki alveg á þessari færslu að ofan. Seinast þegar ég vissi, þá var búið að selja fjölmiðlahluta 365 út úr fyrirtækinu yfir í fyrirtækið Ný sýn ehf. (áður Rauðsól ehf.)?

Held að þessar vangaveltur séu því óþarfar, þar sem fréttastofan heyrir ekki lengur undir 365.

Bestu kveðjur,

Rýnir, 20.11.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Alveg rétt - færslan öll er dregin til baka, ég var búinn að steingleyma þessum snúningi Jóns Ásgeirs.

Það þurfa þá ekki fleiri að laga vitleysuna mína. Færsla þessi verður fjarlægð eftir skulum segja eina eða tvær klukkustundir og sett í skammarkrókinn.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var líka búin að gleyma þessu og tók þetta alveg eins og þú, Friðrik.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ástæðulaust kannski að taka það fram, en ég er búinn að gerbreyta færslunni!

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband