Þetta þarf að upplýsa um strax!

Hef fengið tölvupóst úr tveimur áttum með eftirfarandi texta, en ef hann er réttur þá er ljóst að það er verið að svíkja alþýðu þessa lands með grófri mismunun.

"Yfirmaður áhættustýringar Kaupþings tapaði 2 milljörðum (mest tekið á láni) og allar skuldir hreinsaðar vi ðhann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum okkar. Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!! Fyrir mér er þetta stríðsyfirlýsing við okkur venjulegu borgarana í þessu landi sem erum flest með lán í þessum bönkum. Ef skuldir og sukk þessara óreiðumanna eru sópaðar útaf borðinu þá vil ég að það sama gangi yfir alla!!!!!! tugþúsundir töpuðu stórum hluta af sparnaði sínum, tugþúsundir venjulegra hluthafa í bönkunum töpuðu öllu sínu.... ég gæti haldið endalaust áfram... ég hef aldrei reiðst eins mikið á ævi minni og þegar ég heyrði þetta.

þetta er hámark spilingarinnar og hvet ég ykkur til að hafa samband við sem flesta og beina reiði ykkar að þingmönnum okkar.   Þetta endar með ofbeldi annars
".


mbl.is Veðjuðu á veikingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Brot á Stjórnarskrá ef rétt er. Ekki má mismuna þegnum..................

Hér er ekki um að ræða nena vá fyrir almennign.

Því er þetta skýlaust brot ef satt er.

Hér verða mannn að krefjast tafalausrar upplýsingar.

 Skyldi Jón Sigurðsson vita af þessu eða þá INGIBJÖRG SÓLRÚN????????????????

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.11.2008 kl. 13:34

2 identicon

Til hamingju ísland

DoctorE (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:40

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég geri fullkomlega ráð fyrir því að fjölmiðlar landsins liggi nú í forsætisráðherra, bankamálaráðherra og FME.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 13:43

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Bara athugaðu að orð verða ekki sannleikur þó þau séu endurómuð úr mörgum áttum, þó þú hafir fengið tvö tölvubréf um málið.

Hins vegar er þetta alvörumál og við eigum að spyrja fjármálaeftirlitið að þessu sem og yfirmenn bankanna.  Bankaþrotið kom afar illa við marga bankamenn og eru þeir sennilega margir búnir að tapa stórfé. Þá á ég ekki við bara stóra aðila og stjórnendur, heldur almenna starfsmenn bankanna sem fjárfestu í fyrirtækinu sem þeir unnu í.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.11.2008 kl. 13:51

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Af hverju í ósköpunum viltu gera mér upp skoðanir, Salvör? Sérðu mig einhvers staðar segja að þetta sé örugglega sannleikur? Sérðu mig ekki einmitt segja að þetta verði að upplýsast, um hvort rétt er eða rangt? Af hverju er það hið fyrsta sem þú setur á blað að fetta fingur út í MIG?

Úr tveimur áttum þýddi ekki sönnun um sannleika, heldur að ekki væri einn sendandi að gabba mig með tilbúnum tölvupósti, heldur fékk ég sama efniviðinn úr tveimur mjög ólíkum áttum. Og það er fullkomlega ljóst að meðan hvorki er búið að staðfesta þetta né hafna þá er þetta orðrómur.

Ef hann reynist réttur þá er kannski réttmætt af fólki að fara að "depónera" greiðslum frekar en að borga skuldir sínar beint. Ef ske kynni að Jón eigi rétt á hinu sama og séra Jón.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 13:58

6 identicon

Ég fékk líka svipaða tölvupósta. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:00

7 identicon

Ef þetta er rétt hvar eru fjölmiðlarnir? En auðvitað gera þeir ekki neitt þeir sem eiga í hlut eiga blöðin líka. Ég held að það ætti að fara fram alþjóðleg rannsókn á þessum málum.

Guðrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:12

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ef satt reynist þá er um slíka mismunun að ræða að það er ekki hægt að sætta sig við hana. Ég var búinn að spá því að menn byrjuðu að grýta stjórnaráðið upp úr miðjum desember, ef enginn ætlar að axla pólitíska ábyrgð á gjaldþroti íslensku þjóðarinnar. Líklega verður það heldur fyrr reynist þetta rétt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 14:13

9 Smámynd: Púkinn

Þetta hljómar nú eins og slúður, en ekki sannleikur.   Menn gera sér grein fyrir að svona mismunun stæðist ekki lög, og ég trúi því ekki að þeir séu svo vitlausir að gera svona.

Púkinn, 3.11.2008 kl. 14:15

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Öðrum tölvupóstinum til mín fylgdi eftirfarandi:

"Ég veit ekki hvort þetta sé satt en þetta er náttúrulega hræðileg saga sem þarf að komast á hreint.  Skv. einum sem er að vinna með mér þá þekkir hann einn bankamann sem var að gorta sér af þessu um helgina".

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 14:19

11 identicon

Fyrir liggur hvernig nýr bankastjóri Glitnis "slapp" fyrir horn, en ekki má gleyma að hún mætti á hluthafafund 11 mánuðum eftir kaupin til að nýta atkvæðisrétt sinn.

Þetta er staðfest, en nú sagt að kaupin hafi ekki farið fram þótt kaupin hafi verið tilkynnt Kauphöllinni - það hafi bara gleymst að „aftilkynna“ þau eða eitthvað !

Hvernig sem á þessu stendur kann að vera að daman hafi sloppið fjárhagslega fyrir horn, en í bankastjórastóli á hún ekki að sitja.

Svo má sjá á vefsíðu fréttamiðils í dag að hlutafélög voru stofnuð og eignarhlutir og skuldbindingar færðar af einstaklingi yfir í hlutafélag til að færa ábyrgð.

Innherjar að redda sér?

Hvað með fólkið í landinu?

Eða sannast enn og aftur hið eina almennilega í gögnum olíusamráðsmálsins, þ.e. orðin úr einum tölvupósti: „Fólk er fífl“?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:23

12 identicon

Ég er nú svo vitlaus að ég hélt að starfsmenn fjármálafyrtækja gætu ekki fengið lán hjá sínum vinnuveitenda vegna augljósra tengsla.

Ég hélt reyndar líka að eigendur bankanna þyrftu að fara í annan viðskiptabanka og fá lán.  Þessu hef ég trúað þar til bankarnir féllu og ég sá að það stóð í ársskýrslu Glitnis að þeir hefðu lánað eigendum 630 milljarða.  Kannski er ég vitlausari en ég hélt.

Guðrún Atladóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:27

13 identicon

Þessi saga er með slíkum ólíkindum að jafnvel hinir auðtrúa munu eiga í nokkrum erfiðleikum með að kyngja henni. En ef sagan er byggð á staðreyndum, þá á að víkja frá störfum þeim ráðamönnum, sem ákvörðun tóku. Þetta væri skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og yfirlýsingum stjórnvalda um að jöfnuðar verði gætt í öllum aðgerðum til aðstoðar skuldugum. - Ef ráðamenn í bönkum eru að verða gjaldþrota í eigin búrekstri, hvaða hæfileika höfðu þeir til að stýra bönkum og fjármálum annarra. Slíka menn ætti ekki að ráða til starfa í ríkisbönkunum. Vona sannarlega, að þessi frétt sé ekki á rökum reist. Ef sönn reynist, mun það æra þjóðina og nóg er reiðin fyrir.

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:29

14 identicon

Það hefur margoft komið fram að bankar lánuðu starfsmönnum með kaupréttarsamninga aurinn fyrir kaupunum ... og oft á súper-vöxum.

Munið þið eftir Bjarna nokkrum Ármannssyni og kaupum hans einu sinni?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:34

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er sjálfsagt að taka þátt í því að skoða þetta, með öðrum, Bukollabaular. Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst að fjölmiðlar (starfandi blaðamenn, á launum) eigi að taka af okkur ómakið. Ef ekki efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra!

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 14:53

16 identicon

Þetta er maður að heyra víða og er það með sönnu viðurstyggilegt, ég hef þegar skrifað Björgvin G tölvupóst þetta varðandi þar sem við þekkjumst nú lítillega, en á svo sem ekkert sérstaklega von á svari.

Ef þetta er tilfellið þá er ég tilbúinn að grípa til róttækra aðgerða til að tryggja að skuldir allra landsmanna verði felldar niður og heimilin í landinu núllstillt.

Það er viðbjóður ef þetta reynist satt, og krefst það aðgerða ekki síðar en strax.

Steinar Immanuel Sörensson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:55

17 identicon

Á ekki að byrja á því að finna nýjan bankastjóra í Nýja Glitni ... strax ...?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:03

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég efast ekki um að fjölmiðlafólk sé í þessum skrifuðu orðum að rannsaka málið. Ef ekki eru þeir ónýtari en nokkru sinni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:04

19 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég býð mig fram. Ég get ekki verið verri við þetta en þeir sem fyrir eru og voru. Bið BARA um eina og hálfa milljón á mánuði (býð sem sagt betur). Og að losna við skuldir auðvitað.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 15:05

20 identicon

Þetta gengur vegna þess að gerendur vita sem er, að samtök launafólks á Íslandi spila núorðið í liði með atvinnurekendum og lánasjóðum (les lífeyrissjóðum !). Þess vegna skipuleggja einstaklingar mótmælagöngur en ekki fjöldahreyfingar vinnandi fólks.

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:13

21 identicon

Ef þessi hroðalega frétt er sönn þá er augljóst að við getum ekki sætt okkur við slíkar gjörðir.  Hver er/var yfirmaður áhættustýringar Kaupþings?  Sá ætti að geta svarað fyrir sig.  Blaðamenn geta borið þetta undir hann.  Og skoðað málið.

Tek undir athugasemd um dömuna í bankastjórastólnum.  Hún ætti alls ekki að sitja stundinni lengur.  Það er ekki hægt að treysta henni.

Auður (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:13

22 identicon

Slakið á. BB er að rannsaka málið:

 http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1252883

Rómverji (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:32

23 identicon

Það er frétt um jakkafatadrengina í Kaupþing á visir.is sem breyttu sjálfum sér í ehf rétt fyrir hrunið. Ég sem hélt að kamelljón væru einu dýrin í dýraríkinu sem breyttum um ásýnd við það að umhverfi þeirra breytist.

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:40

24 Smámynd: corvus corax

Ljótt ef satt reynist. Það er augljóst að þessi Birna bankastjóri verður að víkja strax! Ef ekki sjálfviljug verður að láta hana fjúka og þeir sem komu henni í stöðuna verða að svipta hana völdum aftur og það ekki seinna en strax. Helvítis lygaþvæla að það hefði gleymst að tilkynna til Kauphallarinnar að ekkert hefði orðið úr viðskiptunum. Birna mætti til að neyta atkvæðaréttar síns sem eigandi hlutanna 11 mánuðum eftir að kaupin fóru fram. Hvenær gleymdist að tilkynna um að ekkert hefði orðið af kaupunum? 12 mánuðum síðar? Þetta eru hreinar lygar og þessi Birna stórglæpamaður ef hún ætlar að halda þessu til streitu. Burt með hana strax! Og ef skuldir bankamannanna hafa verið þurrkaðar út si svona er rétt að þurrka út ráðamenn og stjórnarráðið rétt si svona!

corvus corax, 3.11.2008 kl. 15:47

25 identicon

Einar Hansson.

Auðvitað er ekkert að marka rannsókn sem Björn Bjarnason stendur að - með sínum hætti eins og Lára V. Júlíusdóttir bendir á í greininni.

Það þarf eina alþjóðlega rannsóknarnefnd til að rannsaka hrunið og það sem er að gerast í hruninu. Aðra til að rannsaka einkavæðingu bankanna og starfshætti þeirra frá því þeir voru einkavæddir. Þá þriðju til að rannsaka athæfi stjórnenda tiltekinna almenningshlutafélaga.

Hugsanlega þurfum við utanþingsstjórn á þeirri forsendu að gengi stjórnmálamanna er hrunið. Veit ekki hvort það er fær leið, en sannarlega er hún nauðsynleg.

Rómverji (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:11

26 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Viðskipti | mbl.is | 3.11.2008 | 16:24

FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda bankastarfsmanna


Ekkert er hæft í því að Fjármálaeftirlitið hafi látið fella niður kröfur eða tryggingar em tengjast lánveitingum til starfsmanna bankanna líkt og haldið er fram í tölvupósti sem gengur nú á milli manna. Þar er því haldið fram að Fjármálaeftirlitið hafi haldið fram þeim rökum að ómögulegt sé að manna stöður yfirmanna í bönkunum nema það sé gert.

Fréttavefur Morgunblaðsins óskaði eftir upplýsingum um þetta mál hjá Fjármálaeftirlitinu og segir í svari FME: „Í ákvörðunum FME vegna ráðstöfunar eigna og skulda til nýrra banka er ekkert vikið að því að fara eigi sérstaklega með skuldbindingar starfsmanna bankanna. Þær lúta sömu lögmálum og önnur lán sem fluttust yfir til nýju bankanna.

Í ákvörðunum vegna Landsbanka Íslands hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. er gert ráð fyrir því að öll útlán í útibúum á Íslandi flytjist yfir til nýju bankanna sem verða þá kröfuhafar samkvæmt þeim lánasamningum og skuldabréfum sem um ræðir. Það verður þá nýju bankanna að innheimta þær kröfur sem og aðrar á grundvelli þeirra trygginga sem fyrir liggja. Það er því rangt að Fjármálaeftirlitið hafi sérstaklega samþykkt niðurfellingu krafna eða trygginga sem tengjast lánveitingum til starfsmanna bankanna.“

Í tölvupósti sem óskað er eftir að viðtakendurláti ganga er því haldið fram að yfirmaður í einum bankanna hafi tapað 2 milljörðum (mest  tekið að láni). Segir að allar hans skuldir hafi verið hreinsaðar upp og eins skuldir mörg hundruð annarra bankastarfsmanna upp á gríðarlegar fjárhæðir.

Í tilkynningu frá Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Kaupþings, kemur fram að samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 21. október 2008 var öllum eignum Kaupþings banka hf.,  hverju nafni sem nefnast, svo sem fasteignum, lausafé, reiðufé, eignarhlutum í öðrum félögum og kröfuréttindum ráðstafað til Nýja Kaupþings banka hf. meðal annars skuldir vegna verðbréfakaupa viðskiptavina, þar með talið starfsmanna.   



„Engin ákvörðun hefur verið tekin um uppgjör þessara skulda en unnið er að lausn þessara mála í samvinnu við viðskiptavini.

 

Að öðru leyti getur bankinn ekki tjáð sig um atriði sem lúta að einkamálefnum viðskiptavina hans."

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 17:11

27 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Það verður þá nýju bankanna að innheimta þær kröfur". Sem við hljótum að gera ráð fyrir að fái samskonar afgreiðslu og hjá öðrum skuldurum bankans.

 "Engin ákvörðun hefur verið tekin um uppgjör þessara skulda en unnið er að lausn þessara mála í samvinnu við viðskiptavini". Og við hljótum að lausnin og samvinnan verði ámóta og öðrum er boðið upp á.

 Er búið að afgreiða málið sem uppspuna? Því miður getur hvorki FME né Finnur Sveinbjörnsson talist trúverðugar raddir þar um. Svona eru mál orðin og spillingin líkindaleg.

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 17:16

28 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

www.ruv.is núna kl. 18:

Stjórn Kaupþings lét afskrifa skuldir fjölda starfsmanna bankans áður en hann var þjóðnýttur. Fjármálaeftirlitið segist ekki hafa samþykkt niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankans.

Kaupþing afskrifaði skuldir fjölda starfsmanna bankans í lok september, örfáum vikum áður en bankinn var þjóðnýttur. Heimildarmaður fréttastofu, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að stjórn bankans hafi tekið þessa ákvörðun. Fjárhæðirnar munu vera háar og skuldir fjölda starfsmanna munu hafa verið afskrifaðar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu voru skuldir margra stjórnenda Nýja Kaupþings afskrifaðar. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings vildi ekki svara spurningum fréttamanns þegar náðist í hann í dag. Ekki náðist í Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, né Finn Sveinbjörnsson, forstjóra Nýja Kaupþings.

Starfsmaður skilanefndar Kaupþings sem fréttastofa náði tali af vildi heldur ekki tjá sig um málið. Gunnar Páll Pálsson, sem sat í stjórn gamla Kaupþings segist ekki vita til þess að skuldir starfsmanna bankans hafi verið afskrifaðar.

Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins kemur fram að í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda nýju bankanna segi að skuldbindingar starfsmanna lúti sömu lögmálum og önnur lán sem fluttust yfir til nýju bankanna. Fjármálaeftirlitið hafi ekki samþykkt sérstaklega niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankanna.

 Fyrri málflutningur FME út af fyrir sig marklaus. Skömminni skárra að þetta gerðist ekki eftir yfirtöku ríkisins, en nógu slæmt samt. FME/skiptastjórnin hefur væntanlegaheimild til að rifta svona óeðlilegum gjörningum?

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 18:29

29 identicon

Fjármálaeftirlitið segir að það hafi ekki samþykkt verknaðinn "sérstaklega". Eg spyr líkt og Jónas Kristjánsson, hvern andsk. þýðir það? Samþykkti FME gjörninginn "almennt"?

Og aldrei næst í embættismanninn sem er framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann finnst hvergi. Þarf ekki að auglýsa eftir manninum? 

Rómverji (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:54

30 identicon

Skrýtið hvernig Miðbæjaríhaldið beinir spjótum sínum að Ingibjörgu Sólrúnu í þessu máli í stað þess að beina reiðinni þangað sem hún ætti að fara. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera leiðandi afl í þessu landi í hart nær tvo áratugi, en heimskan ríður ekki við einteyming og ekki kæmi mér á óvart þó heilaþvegið Miðbæjaríhaldið kjósi Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum þrátt fyrir allt. Þó þessi flokkur sé búinn að koma þjóðinni á hnén þá öskra persónudýrkendur Davíðs Oddssonar ,,helvítis kerlingin" þó svo hún komi málinu ekkert við.

Valsól (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:23

31 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ásamt Sigurði og Heiðari Má þá eru/voru neðangreindir helstu yfirmenn Kaupþings. Hefur einhver spurt þetta fólk hvort banki sem gengið hefur hart eftir því að innheimta skuldir smáskuldarana hafi ákveðið að gefa því eftir háar upphæðir. 


Ingólfur Helgason

Ingólfur Helgason

1967, forstjóri Kaupþings

Ingólfur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1993. Árið 1998 fékk Ingólfur leyfi sem fullgildur verðbréfasali. Ingólfur hóf störf hjá Kaupþingi árið 1993 fyrst í einstaklingsráðgjöf og síðar í miðlun. Ingólfur er búinn að gegna stöðu framkvæmdastjóra Markaðsviðskipta Kaupþings frá 1997 til 2003 þar til hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Markaðsviðskipta Kaupþings banka 2003. Þann 1. september 2005 tók Ingólfur við stöðu forstjóra Kaupþings banka.

Stærri mynd

Guðný Arna Sveinsdóttir

Guðný Arna Sveinsdóttir

1966, fjármálastjóri Kaupþings (CFO)

Guðný Arna útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og síðar með meistarapróf í fjármálum og endurskoðun frá Uppsalaháskóla 1996. Frá 1996 til 1997 starfaði hún sem endurskoðandi fyrir ýmis stór alþjóðleg fyrirtæki í Stokkhólmi og frá 1997 til 2001 var hún yfirmaður endurskoðunarsviðs Eimskipa. Guðný Arna varð framkvæmdastjóri endurskoðunar hjá Kaupþingi 2001 og yfirmaður endurskoðunar og fjármálasviðs 2003. Hún hefur verið fjármálastjóri Kaupþings samstæðunnar frá 2005.

Stærri mynd

Steingrímur Kárason

Steingrímur Kárason

1968, framkvæmdastjóri áhættustýringar (CRO)

Steingrímur útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1991, fékk meistarapróf frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) 1993 og doktor varð hann frá sama skóla 1997. Steingrímur gekk til liðs við Kaupþing 1997, fyrst sem starfsmaður í afleiðu- og gjaldeyrisdeild. Hann varð framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings samstæðunnar 2005.


Stærri mynd



Guðni Níels Aðalsteinsson

Guðni Níels Aðalsteinsson

1967, framkvæmdastjóri fjárstýringar (Chief Treasurer)

Guðni útskrifaðist sem hagfræðingur frá Háskóla Íslands 1991 og MBA prófi við University of Cambridge lauk hann 1998. Guðni starfaði sem hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, frá 1992 til 1997. Frá 1998 til 2004 var hann framkvæmdastjóri skuldabréfaviðskipta Lehman Brothers í Lundúnum og Frankfurt og frá 2004 til 2005 var hann framkvæmdastjóri skuldabréfaviðskipta Credit Sviss í Frankfurt. Guðni varð framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings samstæðunnar í október 2005.


Stærri mynd

Ásgrímur Skarphédinsson

Ásgrímur Skarphédinsson

1958, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs (CIO)

Ásgrímur útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðingur frá Odense Teknikum í Danmörku 1982. Ásgrímur var yfirmaður kerfisþróunar Skrifstofuvéla hf. og síðar stofnaði hann og var forstjóri Traffice Software en fyrirtækið var selt til Bandaríkjanna 1997. Hann starfaði fyrir EJS til 1997 og hóf þá störf fyrir Kaupþing sem yfirmaður upplýsingasviðs. Árið 2004 tók hann við stjórn svokallaðs Matrix verkefnis sem miðar að því að samræma öll tölvukerfi Kaupþings. Hann varð framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Kaupþings samstæðunnar 2005.


Stærri mynd

Jónas Sigurgeirsson

Jónas Sigurgeirsson

1968, framkvæmdastjóri samskiptasviðs (CCO)

Jónas útskrifaðist sem sagnfræðingur frá Háskóla Íslands 1992 og lagði síðar stund á MBA nám við University of Tampa frá 1999 til 2000. Frá 1993 til 1999 starfrækti hann eigið útgáfufyrirtæki. Hann gekk til liðs við fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings í mars 2000. Þremur árum síðar, 2003 var hann yfirmaður fjárfestatengsla og 2005 varð hann framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings samstæðunnar.

Stærri mynd





Af heimasíðu Kaupþings

Kristín Dýrfjörð, 3.11.2008 kl. 23:08

32 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka upplýsingarnar frú Kristín.

Fróðlegt að sjá Jónas þarna, en hann var einn af efnilegustu skjólstæðingum Hannesar Hólmsteins í den. Enn eitt áfallið fyrir nýfrjálshyggjuna? Ég bara spyr.

FME hlýtur vitaskuld að sjá til þess að rifta þessum gjörningum, sem og hlýtur hlutafjárkaupasamningur Birnu bankastjóra (annað mál) að standa (enda er "tilkynning" aukaatriði). 

Nema við hin fáum niðurfelldar skuldir líka. Ég er með bílalán sem er tilbúið til niðurfellingar. Hef ég samband við FME eða hvað?

Friðrik Þór Guðmundsson, 3.11.2008 kl. 23:18

33 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ekkert er hæft í því að Fjármálaeftirlitið hafi látið fella niður kröfur eða tryggingar em tengjast lánveitingum til starfsmanna bankanna líkt og haldið er fram í tölvupósti sem gengur nú á milli manna. Þar er því haldið fram að

Fjármálaeftirlitið hafi haldið fram þeim rökum að ómögulegt sé að manna stöður yfirmanna í bönkunum nema það sé gert.

Ég er búinn að sjá þessa fullyrðingu á nokkrum stöðum, og trúi henni að sjálfsögðu, (segi eins og einn ónefndur )Það er næsta víst að ekki er hægt að ljúga upp á þetta fyrirbrigði sem kallst FME. En ég gett nú ekki orða bundist lengur ,að engin skuli velta því fyrir sér hvort ekki sé völ á öðrum til að taka að sér stjórn, bankanna. Það er illa komið fyri okkur ef einu hæfu mennir í þetta eru þeir sem búnir eru að sýna eins rækilega og hægt er að þeir séu óhæfir.Ég pípa á rök eins og þau að það sé kannski nóg af mönnum með menntun, en ekki reynslu. Hvaða reynslu höfðu þessir strákar þegar þeim var gefin laus taumurinn í þessu braski, flestir  blautir á bak við eyrun nýskriðnir úr skóla. Af hverju mátti ekki auglýsa þessar stöður? Af hverju þurfti að bjóða þessu liði hærri laun en ríkið er almennt að greiða ? Er þetta gegnsæið sem koma skal, báðar kvensurnar þegja þunnu hljóði um sín laun, og þessi Birna sagði að mönnum kæmu laun hennar ekkert við. Er það dýralæknirinn sem er að bjóða þessi laun? Var það ekki dýralæknirinn sem ætlaði að kæra ljósmæðurnar. Það er allt svo rotið og stútfullt af spillingu að það hálfa væri nóg. Og því miður hvort sem mönnum finnst það sanngjarnt eða ekki, geng ég út frá því sem gefnu að í þau skipti sem ráðamennstíga niður úr fílabeinsturnunum sínum til að flytja okkur fréttir af engu þá eru þeir að ljúga. Þeir verða veikir ef svo slysalega vill til að þeir segi satt.

Afsakaðu langlokuna.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 3.11.2008 kl. 23:39

34 identicon

Samkvæmt mínum skilningi útleggst málið á eftirfarandi hátt, að því gefnu að fréttaflutningur sé réttur.

1. Stjórn Kauþings samþykkir rétt fyrir þjóðnýtingu að skuldir stjórnenda og framkvæmdastjóra vegna hlutabréfakaupa séu felldar niður. FME situr ekki stjórnarfundi fjármálafyrirtækja og á engan þátt í þessari ákvörðun. Veit ekki með þá setningu sem kemur frá FME í fjölmiðlum um að FME hafi ekki "sérstaklega" samþykkt þennan gjörning. Ætla ekki að fara að hengja mig í orðhengilshátt vegna eins orð sem allt eins gæti stafað frá blaðamanninum þar sem ekki er um beina tilvitnun að ræða.

2. Ef Kaupþing  hefur samþykkt niðurfellingu skulda eða heimilað skuldaraskipti, þ.e. samþykkt að starfsmenn stofnuðu ehf og færðu skuldir sínar þangað og aflétt þannig persónulegri ábyrgð starfsmanna þá er um riftanlegan gerning að ræða a.m.k. á grundvelli 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1996 og jafnvel 141. gr. laganna. NB þegar ehf er stofnað og skuldir færðar þangað þá þarf samþykki kröfuhafa þar sem þá er um nýjan skuldara að ræða.

3. Þegar "gamli" Kaupþing fer í gjaldþrotaskipti verður skipaður skiptastjóri með búinu á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga. Hans hlutverk er að tryggja það að sem mestar eignir falli undir búið og gæta þar með hagsmuna kröfuhafa sem og jafnræði þeirra. Hans hlutverk væri því að rifta þessum gjafagerningum. Krafa hans myndi þá ekki beinast að bankanum heldur þeim sem fengu skuldirnar niðurfelldar. Verði sú niðurstaða staðfest í dómi er hægt að ganga að eignum skuldaranna með aðfarargerð.

Vona allavega að þetta verði niðurstaðan en þetta tekur tíma og mun ekki gerast á morgun eða í næstu viku.

Guðrún J (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:39

35 identicon

Okkur vantar fjölmiðil sem hugsar um hag fólksins og er gjörsamlega óháður.

Þarf ekki að kosta mikið gæti tildæmis verið fréttabréf í e-pósti

Ég væri til í að borga mánaðerlega fyrir að fá óháðar fréttir sem hefur ekki hagsmuni að gæta hjá auglýsendum eða stjórnmála flokkum.

Friðrik Þór Guðmundsson þú með fleirum værir flottur í þetta starf ;) Verður örugglega ekkert ríkur af þessu enda um hugsjón að ræða!

Högni Arnarson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:43

36 identicon

Þetta er að vísu bein tilvitnun í svar FME:

"[...] Það er því rangt að Fjármálaeftirlitið hafi sérstaklega samþykkt niðurfellingu krafna eða trygginga sem tengjast lánveitingum til starfsmanna bankanna.“

En samt, líkt og Guðrún J segir og við nánari umhugsun, sennilega óþarfi að hengja sig í þetta orðalag. 

Hér er fréttin með tilvitnuninni:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/11/03/fme_hefur_ekki_samthykkt_nidurfellingu_skulda/ 

Rómverji (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:53

37 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það er hægt að vera ríkur af öðru en peningum, á endanum er þeir sennilega forgengilegastir. En tek undir að starfandi fjölmiðlum ber að skoða málið. Það er þeirra verk.

Kristín Dýrfjörð, 4.11.2008 kl. 00:02

38 identicon

Takk fyrir þessa leiðréttingu Rómverji.

Ég leitaði að gæsalöppum og sá ekki, en við nánari skoðun eru þær á sínum stað. Er nú samt enn á þeirri skoðun að um orðhengilshátt sé að ræða að hengja sig í þetta eina orð.

Spurning blaðamannsins gæti einfaldlega hafa hljóða svona: samþykkti FME sérstaklega niður fellingu þessara skulda? og svarið; nei FME samþykkti ekki sérstaklega niðurfellingu þessara skulda.

Mér finnst mun meira máli skipta að rétt verði staðið að uppgjöri vegna niðurfellingu þessara skulda, þ.e. ef að fréttaflutningur er réttur.

Guðrún J (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:07

39 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!! ".

Þetta undirstrikaða er auðvitað aðal fréttin sem slefberarnir úr stjórnarandstöðuliðinu, og þá giska ég á Vg-fólk aðallega, bera út með þessum tölvupósti.

Það að einhverjir bankamenn í taugaáfalli hafi reynt að hygla vinum og samstarfsfélögum er bara fjármálamisferli ef satt reynist og það verður meðhöndlað eins og hvert annað sakamál. Spurning hvort refsiramminn fyrir miljarða þjófnað springi ekki. Við skulum samt vona að úr þessu verði ekki mannlegur harmleikur, en það ku vera til all kunn flóttaleið fyrir verðbréfagutta sem starfa í skýjakljúfum í landi tækifæranna, þegar öll sund lokuðust.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 00:16

40 Smámynd: Sigga Hjólína

Ég er að hugsa um að herma eftir einum bloggfélaga okkar og lýsa þessu yfir við minn viðskiptabanka, Kaupþing:

Til þeirra banka er málið varðar:

Í tilefni frétta af niðurfellingu krafna eða trygginga vegna lánveitinga til starfsmanna bankanna vill undirritaður tilkynna að hann hefir ákveðið að fella niður allar þær skuldir sem að hann á í bankastofnunum á Íslandi og mun þ.a.l vera tilbúinn að taka við stjórnendastöðu í einhverjum af nýju bönkunum.

Virðingarfyllst,

Frú X, með bílalán í erlendri mynt, skuldabréfalán bæði verðtryggð og óverðtryggð. 

Sigga Hjólína, 4.11.2008 kl. 00:35

41 Smámynd: Þórður Runólfsson

Spurningin sem fréttamenn ættu að spyrja núna er:

Er Þorgerður Katrín hæf sem ráðherra í ríkisstjórn. Voru skuldir eiginmans hennar, ef einhverjar voru, gerðar upp fyrir hrunið.

Vissi hún af því?

Er hún meðsek í spillingu?

Þórður Runólfsson, 4.11.2008 kl. 01:31

42 identicon

ja menn varast að tjá sig um málið allir sem einn, er ekki þögn svo gott sem játning á verknaðinum?

sandkassi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 02:10

43 identicon

Sæll Friðrik.

Ég er þér 100% sammála og gott betur.                                                           ALLT UPP á BORÐIÐ og það á morgunn !

Hugheilar kveðjur til þín og þinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 02:22

44 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Svokallaður orðhengilsháttur FME gæti stafað af því (veik von) að FME viti af niðurfellingargjörningum en hafi ekki tekið ákvörðun um riftunarkröfur. Þar með ekki tekið "sérstaka" ákvörðun um hvort niðurfellingarnar eigi að standa eða ekki. Hlýtur maður þá að gera ráð fyrir að til "sérstakrar" ákvörðunar komi - um riftun.

Það hafa margir einstaklingar stofnað eignarhaldsfélög utan um kauprétt og fleira slíkt. Það morar allt í sérkennilegum eignarhaldsfélögum.

Högni; kannski gerist eitthvað!?

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 02:41

45 Smámynd: Vilhjálmur C Bjarnason

Sendum þessa frett til Norskra Dagblaða til að sína þeim hvað þessir 80 milljarðar sem þeir ætla að lána okkur fara í mikla spillingu. þvílíkur viðbjóður.......

Vilhjálmur C Bjarnason, 4.11.2008 kl. 08:54

46 Smámynd: Njáll Harðarson

Það er deginum ljósara að það þarf ekki neinar samsæriskenningar til þess að sjá að annað eins áfall eins og dunið hefur yfir íslendinga getur ekki skeð án vitundar þeirra sem eiga Ísland.

Mikil óöld hefur gengið yfir án þess að blöðin hafi fjallað um málið, en eins og eigendur Dagblaðsins gamla og vísirs sögðu við mig þegar ég var neyddur til að selja þeim Video-Son kabal kerfið árið ´81 "Við segjum fólki hvað það á hugsa"

Og núna þegar þessi fjármála psunami skellur á landsmönnum og sjáflur skelfir er búinn að breiða ullina yfir sig, þá koma fjölmiðlarnir og skilja ekkert í þessu, allt Bretum að kenna. Brown Clown og Geir Dabbalingur benda hvor á annan svo menn átti sig síður á svindlinu.

Mönnum hefur meira segja fundist viðeigandi að mála dollaramerki á forseta lýðveldisins, öll tækifæri eru notuð þegar spjótin beinast að þrjóunum sem hafa verið með krumlurnar allstaðar og breitt lögum eftir geðþótta og farið í kringum þau eins og það væri sér lög fyrir þá sem eiga landið.

Ef einhver hefur fengið lán í sínum banka þá er það skýlaust eign viðkomandi banka og á að fara eftir þeim reglum sem hinir landsmenn verða að hlýða eða missa mannorð ella.

Dásamlegt land

Njáll Harðarson, 4.11.2008 kl. 10:10

47 identicon

Ekki má svo gleyma Landsbankanum í þessu sem var að senda frá sér
tilkynningu um að þeir hafi ekki lánað stjórnendum sínum fyrir
hlutbréfakaupum í bankanum og því hefðu ekki átt sér stað neinar
niðurfellingar á skuldum.

Eeeen hinsvegar er ekki minnst einu orði á þær bónusgreiðslur sem áttu sér
nokkrum dögum fyrir hrunið. Þar sem að stjórnendur bankans greiddu sér yfir
10.000 milljónir!!! í bónus fyrir "vel" unninn störf á árinu.

 Svo var nú ekki eins og margir stærstu hluthafarnir hafi ekki náð að
bjarga sér fyrir horn..

Hvernig stendur til dæmis á því að Magnús Ármann sem átti mest allt sitt í
FL-Group sem síðan varð Stoðir sem nú er í greiðslustöðvun. Maður sem er
búinn að tapa gríðarlegum fjármunum og samkvæmt öllu ætti að vera hausnum
eins og vinir hans Hannes Smárason og Steini í kók. Hann meðal annars lét
moka aftur ofan í skurð á húsinu sem hann ætlaði að byggja fjölskyldu sinni
því eitthvað vantaði fjármagnið í verkið.

Hvernig getur þessi maður keypt í Landsbankanum fyrir 9.000.000.000
(9milljarða) síðasta daginn sem seld eru hlutbréf í bankanum???

Þetta fékk hann allt að láni frá bankanum því ekki átti maðurinn peninga
fyrir þessu, það er nokkuð ljóst. Hver í Landsbankum tók ákvörðun um að
lána honum 9 milljarða fyrir þessum kaupum?

Mín tilgáta er sú að hann sem er búinn tapa nánast öllu sínu í kreppunni hafi
verið fenginn gegn vænni þóknun til að taka þátt í þessum gjörning til að
losa marga stærstu hluthafana út, þar á meðal Sigurð Bollason besta vin
sinn sem átti 3 milljarða í bankanum. 

Þessa hluti verður að skoða!!!

Gunnar Már (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:21

48 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

RÚV fyrir hádegi:

"Það er engin sérmeðferð í boði fyrir háttsetta starfsmenn bankanna, segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra. Hann segist líta málið mjög alvarlegum augum reynist það rétt að stjórn gamla Kaupþings hafi afskrifað háar skuldir háttsettra bankastarfsmanna stuttu fyrir yfirtöku ríkisins á bankanum. Fyrri eigendur Kaupþings og stjórn, sem virðist hafa bókað þessar afskriftir, þurfi að skýra mál sitt. Þessum gjörningur sé hægt að rifta reynist hann óeðlilegur.

Kosið verði fljótlega í varanlegar stjórnir bankanna".

Hér má hlusta á viðtal við viðskiptaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 12:28

49 identicon

Nú verða íslendingar að passa sig á að GLEYMA EKKI... eins og hefur verið lenska hér frá landnámsöld eða hér um bil.

Persónulega get ég ekki skilið að þessir menn geti horft á sig í spegli.... og ég get vel skilið fólk sem tekur reiði sína út á eignum þessara manna.. sem eru ekkert annað en þýfi, stolið af mergsognu vinnandi fólki þessa lands.
Þessir menn eru hryðjuverkamenn.. engu betri en þeir sem flugu á tvíburaturna... þessir menn ræna fjölskyldur... börn eru í skuldaklafa í örugglega 2 eða fleiri kynslóðir.
Ætlar einhver að sitja hjá og horfa á þessa aumingja spóka sig í glæsivillum sínum á meðan vinnandi fólk tapar öllu sem það á og þarf að éta það sem út frýs... .

DoctorE (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:05

50 Smámynd: Snorri Sturluson

Þetta (ef fótur er fyrir þessu, sem ég einhvern vegin efast ekki um) sýnir bara enn og aftur valdníðslu og græðgi nýfrjálshyggjunnar. Hvernig Sjálfstæðisflokkurinn, Davíð, Heimdallur, Hannes og allir pilsfaldsstrákarnir og stelpurnar hans svífast einskis til að moka peningum til sín á kostnað annarra.

Senda þetta lið úr landi, í fangelsi eða í álver að vinna fyrir mat og húsnæði í 20 ár.

Snorri Sturluson, 4.11.2008 kl. 13:37

51 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Minni enn og aftur á það að árásinni með tölvupóstinum var beint fyrst og fremst að FME og pólitíkusum í rikisstjórninni. Skiftir það engu máli núna?

Að einhverjir fjárglæfra og óreiðumenn hafi með leynimakki rétt fyrir hrun bankanna reynt að skjóta undan miljörðum eru vissulega alvarlegar fréttir, en þó hjóm eitt miðað við ásakanir slefberanna, ekki gleyma því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 14:27

52 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er rétt hjá Gunnari að upprunalegur póstur beindist meðal annars og ekki síst að FME og ráðamönnum ("Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka"). Þessi hluti tölvupóstsins virðist vera einhver skoðun út í loftið, en ég er ekki viss um að hann sé út í hött. Nú liggur það fyrir meira og minna staðfest að fyrri eigendur Kaupþings (hið minnsta) gripu til siðlausra og áreiðanlega löglausra aðgerða í þágu útvaldra starfsmanna - það var hvorki ákveðið af FME né "ráðamönnum" eftir yfirtöku/þjóðnýtingu.

En FME er sannarlega með þetta vandamál á borðinu hjá sér. FME þarf að ákveða hvort ástæða sé til aðgerða, á borð við riftun, eða ekki. Er að glíma við afleiðingar gjörða fyrri eigenda. Riftun er áreiðanlega fyrsti kostur, en út af fyrir sig ekkert skrítið að hik komi á FME ef við blasir, að með riftun verði fjöldi mikilvægra bankastarfsmanna með sérþekkingu gjaldþrota og þá ógjaldgengir hjá bönkunum. Að nefna FME og ráðamenn lítur þá væntanlega að þessari eftir-á-stöðu, en ekki því að þar hafi upphaflega ákvörðunin sið- og löglausa verið tekin.

Getur þú ekki fallist á það Gunnar, að svona líti þetta nokkurn veginn út? Að þetta sé ónákvæmni "slefberans" frekar en viljandi ósannindi?

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 15:03

53 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, ég fellst ekki á þennan kattaþvott hjá þér. FME og ráðamönnum er skylt að hjóla í þessa menn af fullum þunga og að tala um það sem "vandamál" að þetta fólk sé ekki gjaldgengt í ríkisbönkunum er út í hött. Farið hefur þá fé betra. Dæma þetta lið þá bara í samfélagsþjónustu við að gefa nothæfar upllýsingar um "sérfræðiþekkingu" sína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 15:24

54 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta er ekki kattaþvottur hjá mér. Ég var einfaldlega að reyna að ímynda mér þankaganginn og eins og ég tók fram: Vitaskuld á að rifta þessu kjaftæði. Ég hef meira að segja boðið starfskrafta mína fram í bankana gegn "bara" einni og hálfri milljón á mánuði.

Ef þessu verður ekki rift þá depónera ég vegna bílalánsins míns með kröfu um samskonar niðurfellingu. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 17:10

55 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég líka

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2008 kl. 18:10

56 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fjölmiðlar hafa skoðað málefni hjónanna Kristjáns Arasonar og Þorgerðar Katrínar ráðherra og svo virðist sem það eigi að deyja út. Allt í lagi með það út af fyrir sig, ef þau gerðu ekkert löglaust eða siðlaust, en mér verður hins vegar hugsað til þessarar gjörðar þeirra í febrúar; að stofna sérstakt hlutafélag um "sparnað" sinn. Á fólki bara að þykja það sjálfsagt? Til hvers var þetta gert? Til að spara sér skatt eða takmarka persónulega ábyrgð?

Talandi um þetta; Önnur þingkona Sjálfstæðisflokksins var líka með maka í stjórnunarstöðu í bankanum; Rósa Guðbjartsdóttir, eiginkona Jónasar Sigurgeirssonar fyrrnefnds. Kannski fleiri í þessari stöðu?

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 21:10

57 Smámynd: Njáll Harðarson

Friðrik minn enough is enough.

Njáll Harðarson, 4.11.2008 kl. 21:43

58 Smámynd: valya

ég er að hugsa um að senda bréf til bankann sem lána mér til íbúðakaup með óska eftir að fella niður skuldirnar minnar. það verður gott að allir sem eru með skuldir í banka koma með svipað bréf.

valya, 4.11.2008 kl. 22:52

59 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

afskrifum skuldir okkar...

allir sem einn , við borgum ekki! við borgum ekki!

Hinrik Þór

P.S.

Áfram Lilló það þarf að halda þessari umræðu á lofti sem hæst.. Það þarf svör sem fyrst. Allt upp á borð núna.

Hinrik Þór Svavarsson, 4.11.2008 kl. 23:43

60 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kærar þakkir Friðrik fyrir að vekja máls á þessum ósóma

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:04

61 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Eru ekki allir að tala um þetta, Anna? Ég er bara ein rödd af þúsundum. Ætli hin viðamikla umræða skili sér í einhverju?

Friðrik Þór Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 01:09

62 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heppilegt að formaður FME skyldi fá "hugboð" og selja öll sín bréf í KB banka dagin áður hann fór og lokaði KB banka sjálfur....Einar Hansen kemur þarna með aðferð sem eru öflugustu mótmæli sem hægt er að sýna.

Það er bara þannig að ef íslendingar standa ekki saman í þessu máli munu þeir aldrei geta sýnt samstöðu í einu eða neinu ... Það er nú eða aldrei!

Takk fyrir frábæran pistil.... 

Óskar Arnórsson, 6.11.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband