Bætur, Bretar, Bankar og Brown

 Mynd 481749

Ég fagna því að almennir innistæðueigendur Icesave-reikninga í Bretlandi fæi peninga í hendur. Líkast til koma greiðslurnar úr sjóðum Breta, en Íslenska ríkisábyrgðin lánuð okkur. Deilt er um hversu há sú fjárhæð á að vera; sumir tala um 600 milljarða en aðrir tala um lægri upphæð og fer það eftir túlkun á lögunum - um þetta er deilt.

Íslenska ríkið (við) á auðvitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar, en jafn ljóst er að Bretar verða, þeir beinlínis verða, að standa ábyrgir orða sinna og gjörða. Hið minnsta Kaupþing og helst líka Íslenska ríkið (við öll) á að fara í mál við Breta og Brown og krefjast stórfelldra upphæða vegna hryðjuverkalaganna, Kaupþings og annars skaða. Skaðinn þar var án efa langt umfram þessa allt að 600 milljarða. Við erum skyldug til að leggja út í þessi málaferli og eins og málið liggur fyrir er ólögmætið borðleggjandi hjá Brown og Co. 

Málið á að sækja mjög stíft, af fullri hörku. Hins vegar gætu menn fallist á dómsátt þar sem skuldajöfnun á sér stað á skaðabótunum og á ábyrgðarhluta Íslenska ríkisins (okkar) vegna Icesave-reikninganna. Ef það væri ekki á sléttu þá lægi mismunurinn okkar megin. Að vonum yrðu Brown og Co. heldur fúlir því þá væru það í raun þeir sem greiddu Icesave-reikningseigendunum (einstaklingum, sveitarfélögum, spítulum, lögreglufélögum og þeim öllum). En ég myndi ekki missa svefn yfir því.


mbl.is Eigendur Icesave-reikninga fá greitt innan tíu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitt sem ég skil ekki ,,þegar icesave bankinn var frystur voru þá innistæður á reikningum fólks horfnar,,var sem sagt ekkert eftir af peningum og ef ekki ,hvert fóru þessir peningar þá,,spyr sá sem ekki veit...........við erum nefnilega að tala um ca 500 milljarða.....

Res (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jú, jú, bankinn hafði, eins og bankar gera gjarnan, notað innlánin í eitthvað annað, svo sem eigin fjárfestingar og útlán. Væntanlega er hægt að ná einhverju af því til baka sem teljast eignir og/eða útistandandi kröfur Landsbankans - Geir Haarde sagði enda, að mig minnir á blaðamannafundi 8. október, að vonir stæðu til að eignir Landsbankans í Bretlandi (og Hollandi þar) stæðu undir ábyrgðarhluta Íslands (ef ekki meir). Þessar eignir ber auðvitað að sækja af fullu afli, en Bretar/Brown rýrðu þann möguleika til mikilla muna með ruddaskap sínum. Og eru jafnvel farnir að selja af þessu framhjá skilanefnd, sem ku vera ólöglegt (þetta samkvæmt óljósum fregnum).

Ég vil Bretum ekkert illt og er auðvitað að tala um lagalega og siðferðilega ótækar aðgerðir Breskra stjórnvalda. Hitt er annað mál að þótt ég tali hér mest um illgjörðir Breskra stjórnvalda þá er ég aldeilis ekki að gleyma ábyrgð Íslensku áhættu-athafnamannanna og aðhaldsleysi stjórnvalda hér, bæði ríkisstjórnar, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Hef líka nefnt til sögunnar algeran skort á krítísku aðhaldi fjölmiðla, svo því sé haldið til haga.

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 16:03

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það má vel skoða hvað eignir Landsbankans í Bretlandi dekka mikið af þessu, og það er sjálfsagt sanngjarnt að það dekki skuldirnar við bresku innistæðueigendurna. En að skattborgarar á Íslandi fái þennan reikning -- það nær ekki nokkurri átt.

Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband