Darling og Brown lugu - okkur til ómetanlegs tjóns

Þá er það eins klárt og hægt er; Árni fjármálaráðherra sagði ekkert í viðkomandi símtali 7. október sem réttlætti orð og túlkun Darlings, fjármálaráðherra Breta, daginn eftir, að honum hefði verið sagt af Íslenskum yfirvöldum að ekki stæði til að standa við skuldbindingar sínar. Darling laug 8. október og síðar sama dag froðufelldi Brown hjá BBC og setti hryðjuverkalögin.

Ef ekki má tala um hreina og beina lygi blasir hið minnsta við að Darling hafi túlkað samtal sitt við Árna 7. október á allra versta mögulega veg (án þess þó að það hafi verið sagt sem hann sagði að var sagt). Ef Darling var hugsanlega með einhverja þýðingu á ummælum Davíðs í Kastljósi sama kvöld og símtalið átti sér stað, 7. október, þegar hann og Brown gripu til óyndisúrræða sinna þá hið minnsta sagði hann það ekki. "They told us" sagði hann og ekkert kemur þá annað til greina en símtalið við Árna - og þar sagði Árni ekkert í líkingu við það sem Darling lýgur upp á hann.

Það á ekki að semja um afarkosti við Breta. Það á að semja um tryggingasjóðsgreiðsluna (16 þúsund pundin), samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum (þótt fúlt sé að borga óreiðuskuld Bjögganna) og ekki penný meir. Þetta á að greiða með hagstæðu láni frá góðu fólki, ekki með áþvinguðu láni frá Bretum.

Spurning mín frá fyrri færslu stendur hins vegar enn; Hvaða heildarupphæðir eru fyrirliggjandi um annars vegar greiðslu samkvæmt þessum tryggingasjóðsskuldbindingum til Breta/Icesave og hvað eru Bretar að heimta? Mismunurinn þarna á milli er nefnilega fjárkúgunin; handrukkunin.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Fyrir einföldum sálum er það dularfullt hvernig milljónir punda, sem lagðar voru inn í banka, hafa gufað upp. "Í kolli mínum geymi ég gullið", sagði í auglýsingu frá banka fyrir nokkrum árum. Sá kollur sem kemur við sögu í Icesave málinu hefur verið hriplekur í versta lagi, og vegna þess stendur til að rukka mig og þig fyrir það sem lak. Ég tók ekki peningana, ég sver það

Flosi Kristjánsson, 24.10.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Í öðrum færslum hef ég einmitt spurt að því hvað orðið hafi um þetta fé. Hvort hægt sé að ná í það einhversstaðar.

Mig lá við gubbi að heyra linkindarlega andstöðu Birgis Ármannssonar við því að kyrrsetja eigur "snillinganna" sem að baki tjóninu standa (eða liggja).

Ég tók ekki heldur þessa peninga. Það gerði ENGINN Íslendingur, heldur alþjóðlegir athafnamenn (sem sumir hverjir hafa Íslenskt vegabréf).

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Friðrik, 300.000 * 16.000 * 200 = 960 milljarðir íslenskra króna.

300.000 innistæðueigendur, 16.000 punda trygging, 200 kr/pund. Þetta var í Bretlandi, í Hollandi voru innistæðueigendur 120.000 og hámarksupphæð gæti þá orðið 1,3 þúsund milljarðar - bara vegna Icesave.

Að vísu eru ekki allir innistæðueigendur með svo mikið inni á reikningi að þeir fái fullar 16.000 punda tryggingu. Niðurstaðan verður væntanlega 600-750 milljarðar króna.

Hvernig rímar það við fullyrðingar Davíðs um að hér yrði skuldlaus ríkissjóður eftir að vandræðin væru gengin yfir? Stefnan hjá ríkisstjórn okkar var að svíkjast um þessar tryggingar. Svo einfalt er málið. Það snýst nákvælega það að íslenskir ráðamenn neituðu að borga 16.000 kallinn, og núna er verið að semja um það.

Það þarf heldur ekkert að leita að því hvað varð um peningana. Innistæður í breskum bönkum voru fluttar hingað til Íslands til að standa undir fjárfestingum íslenskra fjárfesta. Ekki einhverra manna sem við getum núna afneitað heldur manna sem hafa haldið hér uppi gríðarlegum hagvexti (þenslu), menn sem hafa borgað þúsundum íslendinga há laun, menn sem nutu stuðnings og velvilja íslenskra ráðamanna.

Skv. EES samningnum á að vera til staðar tryggingarsjóður og í þann sjóð á að borga 1% af innistæðum bankanna. Auðvitað klikkaði ríkisstjórnin á sínu eftirlitshlutverk þarna eins og annars staðar. Þessi sjóður er tómur og það vissu bæði Árni og Darling í símtalinu góða.

Þú segir að Darling hafi logið, hann sagði bara nákvæmlega satt: Íslensk stjórnvöld sögðu honum (Árni beint, Geir, Davíð og aðrir óbeint) að íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að tryggja 16.000 krónurnar. Það er nákvæmlega það sem Árni sagði í símtalinu, sem Geir sagði á blaðamannafundi daginn eftir.

En þú vilt endilega styðja stríðsæsing þessara manna sem hafa allt niðrum sig en reyna hvað þeir geta að beina athyglinni frá eigin klaufaskap. Að Darling og Brown hafi logið? Þú ert eitthvað mikið að misskilja þetta allt saman, Friðrik.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.10.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki ætla ég að halda því fram að ég hafi fullkominn skilning á öllum þáttum málsins, eins og þú telur um sjálfan þig, Brynjólfur. Eitt veit ég þó og það er að það er rangt sem þú segir:

 Þú segir að Darling hafi logið, hann sagði bara nákvæmlega satt: Íslensk stjórnvöld sögðu honum (Árni beint, Geir, Davíð og aðrir óbeint) að íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að tryggja 16.000 krónurnar. Það er nákvæmlega það sem Árni sagði í símtalinu, sem Geir sagði á blaðamannafundi daginn eftir.

 Árni sagði ekkert slíkt í símtalinu - bentu mér annars á hvar Árni gerir það. Og Geir sagði á blaðamannafundinum daginn eftir að vonir stæðu til að eignir Landsbankans í Bretlandi stæðu undir skuldbindingunum - og það er hrein og klár viljayfirlýsing um að standa við skuldbindingarnar.

Ég er ekki að styðja "stríðsæsing" nokkurs manns: Ég hef eingöngu í huga okkar þjóðarhag og framtíðarmöguleika mína, minna barna og barnabarna.

Með hryðjuverkalögum án tilefnis frystu Bretar eigur Íslenskra fyrirtækja, Íslenska ríkisins og saklausan Breskan banka, sem Kaupþing átti. Tjónið er gríðarlegt og gjörðin ein út af fyrir sig dró einmitt úr getu okkar til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Þetta er ég EKKI að misskilja.

 Við náum aldrei lendingu í okkar samræðu Brynjólfur. Þú lest eitt og ég annað. Þú heyrir eitt og ég annað. Þú sérð eitt og ég annað. Eitt veit ég; Það skilja töluvert fleiri málið á minn veg en þinn. Fréttaflutningur Financial Times og London Times styðja við það. Darling laug og Brown lýsti yfir stríði. Ég tek meira mark á þessu, en styð fullkomlega rétt þinn til að vera á öðru máli.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 13:10

5 identicon

"ÁMM: Já, við tryggjum innistæður í bönkum og útibúum banka hér á Íslandi.

AD: En ekki í útibúum utan Íslands?

ÁMM: Nei, ekki utan við það sem nú þegar hefur verið tekið fram í bréfinu sem við sendum.

AD: En er það ekki í andstöðu við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið?

ÁMM: Nei, það teljum við ekki og reyndar tel ég það  vera í samræmi við það sem aðrar þjóðir hafa verið að gera undanfarna daga."

Hér er ÁMM nánast tvímælalust að segja að tryggingjarsjóður tryggi aðeins innlendar innistæður. Það ekki fram innhald bréfs sem ÁMM bendir á í samtalinu sem er líklegast vísun í uppgjör þrotabú Landsbankans fyrir skuldum.

Ég get því miður ekki betur séð en AD hafi túlkað þetta rétt. Ríkið ætlar ekki að borga, peningarnir í tryggingjarsjóðurinn er ekki nægur. Breska ríkisstjórnin þarf að gera tilkall í þrotabú Landsbankans.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Nei, það teljum við ekki og reyndar tel ég það vera í samræmi við það sem aðrar þjóðir hafa verið að gera undanfarna daga".

Uppfylla skuldbindingar eins og aðrar þjóðir tíðka það.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 17:05

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

plús:

AD: “So the entitlements the people have which I think is about £16,000, they will be paid that?”

ÁM: “Well, I hope that will be the case. I cannot state that or guarantee that now but we are certainly working to solve this issue. This is something we really don’t want to have hanging over us.”

Gera þetta eins og aðrir og vona að það takist, viljum alls ekki annað - en búnir að fara til allra vina og biðja um hjálp en ekki fengið svo þetta er hræðilega erfitt.

Allt annað en "Nei, við ætlum ekki að standa við skuldbindingar okkar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 18:10

8 identicon

Segir pútnakonan ekki „Darling“ við alla ?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:55

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er persónulega alveg til í að styðja "stríðsæsingu" fólks þar sem ég tel Breta hafa komið verulega illa fram við okkur og aðra eingöngu til að hlúa að eigin hagsmunum.  Það er athyglisvert að meðan þeir krefja okkur Íslendinga um ævintýralegar upphæðir þá neita þeir að greiða úr vanda Mön vegna þess að það er sjálfstjórnarhérað.  Samt hafa þeir fryst allar eigur Kaupþings þar sem vel ættu að standa undir skuldbindingum. http://www.vb.is/frett/2/48874/

Þarna er líka sakast við Breta og Mön virðist tilbúið til að verja Kaupþing og fara í mál.  Af hverju ekki við Íslendingar?  Hví ættum við ekki að standa upp og neita því að láta fara svona með fjármuni okkar.  Ég vil sjá Kaupþing hér með stuðningi ríkisins fara í mál við Breska ríkið.  Það voru þeir sem hófu stríðsexina á loft.  Finnst fólki gjaldþrot þjóðarinnar minna mál en yfirgangur á fiskimiðum Íslendinga samanber Þorskastríðið?  Þá var tætt í Bretana.  Látum þá standa fyrir máli sínu hjá dómstólum.  Hverju höfum við að tapa sem við höfum ekki tapað nú þegar?  Virðingunni?  Hver kærir sig um virðingu Breta?  Ég vil geta virt mína eigin þjóð og vera hluti af heild sem ekki lætur kúga sig og þvinga.  Enda er ég svosem enginn Diplomat.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.10.2008 kl. 19:26

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég þurfti aðeins að bregða mér í úlpuvasann áður en ég botnaði þennan pistil minn - og viti menn, þar fann ég Íslenska Krónu!  Og aftan/eða framan á krónunni held ég svei mér þá að sé Þorskur.  Sumsé - ég hvet til þess að við hefjum nýtt Þorskastríð við Breta sem ég tel engu léttvægara en það fyrra.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.10.2008 kl. 19:45

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég las í einhverju blaðanna í dag að áhugi á Íslandsferðum væri að aukast á ferðaskrifstofum í Bretlandi. Það eru ótíðindi, enda verður að segja þessu góða fólki að það sé ekki hægt að tryggja öryggi þess hér.

Einn fullur ný-atvinnulaus Íslendingur + Einn Breskur túristi = ....

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 20:56

12 identicon

sandkassi (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 23:12

13 identicon

http://www.youtube.com/v/8Z784ETkZ6k&hl=en&fs=1

sandkassi (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 23:15

14 identicon

Lillo þetta gengur eitthvað ílla, er ekki hægt að setja video inn hjá þér?

sandkassi (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 23:16

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - þetta er ekki falleg formúla, sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur síðla kvölds þ.e. hafi hann ekki breyst mikið til hins betra.  Persónulega hef ég nú ekkert á móti hinum almenna Breta, það er nú aðallega Mr. Brown og Darling sem ergja mig all verulega (og stjórnin sem stendur þeim að baki).  En hinn ný-atvinnulausi ölvaði Íslendingur.....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:46

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gunnar; ekki reyna að setja myndband í kommentadálkinn. Las einhvers staðar að það ætti ekki að gera. Hafðu myndbandið hjá þér og settu link hjá mér. Þá færðu Ippur í kaupbæti.

Mæli með lestri á þessari frétt Timesonline og umræðum við hana.

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 00:50

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þetta er líka athyglisvert:

Posted by: Mr fedup | October 11, 2008 12:23 PM
Slowly the truth will comes out, why did so many councils deposit our money in dodgy anks.
Well Gordon should look a little closer to a company close to Labour and Blair namely "Capita" a company paid billions of tax payers money over the last eleven years and as grown 10 times in size under corrupt Labour (equally as corrupot as Tories if not more).
Their wholly owned subsidiary STS charges councils fees for advicing them where to invest and Icelandic banks were one of their recommendations and refuses to comment or confirm if the company receives commission from financial istitutions it recommends.
Now what is more astonishing is the claim that local authority finacial directors earning six figure salaries are baffled by the world money markets.
Which goes some way to confirming what I have thought for many years and that is that Local authorities and the public sector exist for one purpose to employ the unemployable.
http://blogs.news.sky.com/boultonandco/Post:11b1bf0c-3ee8-46e5-92ba-b80781eb282c

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 00:58

18 identicon

Þetta er allt að fara smám saman á réttan veg og var náttúrulega algjör snilld að leka símtalinu í fjölmiðla frekar en að fá á það lögbann.

"The Times og Financial Times segja, að útskriftin styðji ekki þær fullyrðingar Darlings í breska útvarpinu BBC að morgni 8. október, að íslensk stjórnvöld ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar." 

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/24/fullyrdingar_darlings_dregnar_i_efa/

sandkassi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 04:01

19 identicon

ég kíki á þessa grein og umræðurnar á morgun Lillo, vaki því litla stelpan mín er með gubbupest.

Nú ætla ég að gerast svo djarfur að spá því að þetta mál muni verða banabiti Verkamannaflokksins í stjórn í þetta skiptið. Hún fer frá á endanum fyrir þetta mál. Hryðjuverkalögin hjá þeim verða örruglega tekin til alvarlegrar athugunar, jafnvel tekin af í núverandi mynd.

sjáum til-:)

Við eigum að lögsækja þessa fjanda og ná í alla þá peninga og afsökunarbeiðnir sem hafandi er út úr þessu. Engin grið og ekkert slegið af, bara harkan harkan harkan í málið. Ekkert meðalhóf, allt í botn. Auglýsum þessa dusilmennsku út um allan heim um ókomin ár og látum þá muna orð fyrrverandi utanríkisráðherra breta sem sagði að íslendingar ynnu allar rimmur við breta, við værum ómögulegir að díla við. Við eigum að varðveita það rep gagnvart þeim og styrkja það en frekar.

sandkassi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 06:54

20 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ólíkt þér, Gunnar, vona ég EKKI að þetta verði banabiti Verkamannaflokksins. Sá flokkur, sem slíkur, gerði okkur ekki þennan óskunda, heldur ódiplómatískir ruddar í pólitískri örvæntingu. Leiðtogi með aðra persónu og siðferðiskennd en Brown hefði ekki gert þetta; t.d. efast ég um að Blair hefði hegðað sér svona. Kannski þyrfti Verkamannaflokkurinn að axla ábyrgð á Brown, en ef í staðinn kemur samskonar og kannski verri skepna frá Íhaldsflokknum þá erum við í engu betra máli.

Hvað sem því líður er það skylda okkar að fara með þessa hryðjuverka-ruddamennsku fyrir alþjóðlega dómstóla; Hið minnsta Kaupþing en helst Íslenska ríkið líka (við öll sem sagt). Bótakröfur eiga að vera mjög miklar. Hugsanlega væri hægt að gera dómsátt um skuldajöfnun á skaðabótunum og ábyrgðarhluta Íslands vegna Icesave-reikninganna (sem sagður er um 600 milljarðar en er ekki áreiðanlega tala held ég). Pælum í þessu. Ef dæmið skiptist ekki á sléttu þykist ég vita að bæturnar toppi vel ábyrgðirnar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 14:06

21 identicon

Þokkalega, ekki miskilja mig, ég vil Verkamannaflokknum ekkert slæmt og hugsa ég að í Bretlandi væri ég sjálfur staddur þeirra megin við miðju. En þar sem að stjórnin stóð veik fyrir þá eru þetta afglöp í opinberum embættum sem verða vatn á millu íhaldsins hugsa ég:).

Sammála ! "Bótakröfur eiga að vera mjög miklar"

sandkassi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband