Það horfir enginn á Ingva Hrafn

Ég er að leita að umræðum einhvers staðar, já bara einhvers staðar, um "viðtal" Ingva Hrafns Jónssonar við Jón Ásgeir í Baugi á Hrafnaþingi ÍNNs í gærkvöldi. Það virðist enginn hafa horft á viðtalið nema kannski ég, sem villtist þangað (eins og maður villist stundum óvart inn á Omega og stekkur jafnharðan burt). Því minnist ég á þetta að Jón Ásgeir sagði við Hrafninn að Davíð Oddsson hefði stolið 48 milljörðum frá Stoðum (eða Baugi). "Hnuplað".

Nú er ÍNN að sönnu ekki merkileg sjónvarpsstöð, stórfurðuleg reyndar, og það skrítnasta af öllu skrítnu þar er Hrafnaþing hins ofstækisfulla Ingva Hrafns. En hvað um það, þarna átti sér stað einskonar "viðtal"; þ.e. samtal kunningja. Það hófst ekki almennilega fyrr en Ingvi Hrafn var búinn að pissa duglega utan í Jón Ásgeir með því að láta áhorfendur (þá sem hugsanlega voru hinum megin skjásins) vita að hann, Ingvi Hrafn, þekkti nú aldeilis Jóhannes, föður Jóns og að sá væri góður maður, og að margt hefði verið rætt og skrafað um þegar þeir feðgar hefðu komið að veiða hjá honum í Langá, það væri sko gaman. 

En þegar Ingva Hrafni hugnaðist loks að setja sjálfan sig í annað sætið þá spurði hann Jón Ásgeir margra vinalegra spurninga, sem flestar áttu það sameiginlegt að vera löðrandi í gildismati Ingva Hrafns og tón hans; svona "Er nokkuð að marka það sem skíthælar segja um þig og ykkur?".

Hvað sem því líður dugði mærðartónninn til að Jón Ásgeir segði vini sínum ljótar sögur. Sú ljótasta (þ.e. óhugnanlegasta) var að Seðlabankinn (í persónu Davíðs Oddssonar) hefði ekki bara unnið skemmdarverk á Glitni og Baugi, heldur beinlínis farið inn í Stoðir og stolið ("hnuplað") þaðan 48 milljörðum króna. Davíð og félagar voru með beinum hætti ásakaðir um að brjóta hegningarlög.

Sá þetta enginn eða heyrði á ÍNN? Er enginn að tala um þetta? Er búið að kalla á lögguna? Horfir kannski ENGINN á Hrafnaþing? Þetta er vissulega hálfgerður sirkus, þessi stöð, en hefur hún aldeilis ekkert áhorf? Eða hefur hún smávegis áhorf en enginn tekur mark á innihaldinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þetta viðtal enda hlýtur það að vera deginum ljósara hverjir styrkja þessa stöð. Það er eitt öruggt ég horfi ekki né hlusta á þessa stöð aftur. Og finnst mér að Ingvi Hrafn ætti að skammast sín.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:01

2 identicon

Ég rétt náði að heyra ingva segja bless, annars er þetta hræðileg stöð sem að mestu er með hóp af kjaftakerlingum blaðrandi um ekki neitt daginn út og daginn inn.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er INN í eigu Baugs? Vefútgáfa af þessu þætti er inn á visir.is hér

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.10.2008 kl. 10:20

4 identicon

Reyndar fannst mér þetta ágætt viðtal og tók því þannig í upphafi að Ingvi Hrafn væri að vera heiðaralegur við áhorfendur með því á lettum nótum að láta áhorfendur vita að hann hefði lengi þekkt foreldra Jóns Ásgeirs. Um leið fær hann samt viðmælandann til að slaka aðeins betur af sem svo aftur segir hug sinn ferkar en ella. Ef Ingvi hrafn teldi sig þurfa sleikja Jón uppi myndi hann gera það fyrir upptöku en ekki fyrir allra augum - en Ingvi var greinilega að segja áhorfendum það en ekki Jóni að hann væri vinur foreldra Jóns Ásgeirs. - Sem vitnar um heiðarleika fréttamanns.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:30

5 Smámynd: Loopman

INN...Íslands Nýjasta Nýtt... Það er ekki í lagi með þessa nafngift. Cee Enn Enn er ekki einusinni cool lengur. Þeir eru rödd hvíta hússins og ein leiðinlegasta síbilja fyrir utan Bylgjuna sem til er.

Annyhoo... Nei það horfir enginn á þessa stöð. Ástæðan er einföld. Þetta eru bara þættir eins og hans Ingva Hrafns sem í rauninni eru ekkert annað en sjálfsfróun þáttarstjórnanda sem hefur fyrir löngu tapað hinu síðasta... 

Svo eru það þættir þar sem sirka 8-14 kellingar í hóp eru að ræða túrverki og feminisma á kjánalegum nótum. Og fyrir utan það þá er myndatakan léleg og sándið eins og í dós. Youtube er gæði miðað við ÍNN.

Smá saga af þessari stöð. Þegar ég flyt heim til íslands (mikil mistök) með mína gráðu í fjölmiðlun, sé ég  að það er að fara opna nýja sjónvarpsstöð. Ég kíki á Inga Hrafn og ætla sko að nýta tækifærið og fá að taka þátt í uppbyggingu á nýju fersku sjónvarpi.  Nota þekkinguna og koma fram með nýjar hugmyndir að þáttum og efni og bara gera cool stöð og hrista upp í þessu fjölmiðla krappi sem er hér á landi. 

Ingvi sat og sagði mér (áður en ég gat kynnt mig og komið upp orði um hvað ég vildi segja) að ég gæti komist í sjónvarpið með því að fara út og fá sponsor upp að 60 þúsund krónum. Allt sem ég safna umfram það má ég eiga. Þá má ég blaðra um eitthvað í hálftíma sem sýnt yrði allt að 6 sinnum á einni viku. Ég stamaði eitthvað og ætlaði að fara ræða mínar pælingar (langar ekki að standa fyrir framan myndavél og hlusta á sjálfan mig tala), þá þakkar hann mér fyrir og segir að það sé klukkutími fyrir public access tv, laus á viku. Nú er það mitt að grípa tækifærið og fara út og fá sponsor.... Svo var mér vísað út.

Súrrealísk reynsla svo um munar. 

Loopman, 21.10.2008 kl. 10:32

6 identicon

Þakka þér Magnús Helgi, verð að kíkja á þessa dellu. Ingvi Hrafn er sá súrasti í bransanum.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 10:58

7 identicon

Mér þótti þetta viðtal forvitnilegt og finnst ég vera margs vísari á eftir.

Það er lítið gagn að meiri myndgæðum í Rúv ef spyrillinn (Egill) er hoppandi af bræði og eyðileggur gott tækifæri til að fá flott sjónvarpsefni.

RT (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:16

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Friðrik, það er margt sem við vitum ekki um vinnubrögð útrásarmanna, stjórnmálamanna og bankastjóra þessa lands og þess vegna er þetta viðtal Ingva Hrafns allt annar hlutur en skammarruglið í Agli Helgasyni.

Þegar maður er að reyna að búa til heillega mynd af atvikaröð þess hörmungarástands sem nú er, vill maður fá æsingalausa umræðu og yfirvegaða. Síðan púslum við saman öllum þeim upplýsingum og reynir að fá einhverja yfirsýn á málin.

Umræðan vill um of verða svart-hvítt kjaftæði með eða á móti hinum og þessum.

Eitt af því fáa sem ég hef mjög ákveðna skoðun á er að Davíð Oddsson eigi að víkja. Margir aðrir virðast sekir um sinnuleysi í störfum, óraunhæfa bjartsýni, áhættusækni og dómgreindarleysi. Allt dúkkar þetta upp á yfirborðið fyrr en síðar. 

Haukur Nikulásson, 21.10.2008 kl. 12:04

9 identicon

ja ég myndi kannski ekki segja að þetta hafi verið alslæmt. Hitt er annað mál að þetta var sannkallað prinsessuviðtal þar sem að ekkert var þjarmað að stráknum og þar af leiðandi fremur marklaust.

Verst er samt þetta betrekk, það truflar mig svo að ég á hreinlega erfitt með að hlusta á mennina. Hverjum datt þetta í hug?

sandkassi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:04

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hef bara hvergi nokkursstaðar fundið þessa stöð, nema einhversstaðar gegn um móttakara Digital Ísland. hann ætti nú að drattast til að senda út á netinu.

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 12:42

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Brjánn, hvað meinarðu? Kíktu á hlekkinn hjá Magnúsi Helga Björgvinssyni í athugasemd hér fyrir ofan að klikkaðu á þetta.

Haukur Nikulásson, 21.10.2008 kl. 12:57

12 Smámynd: Fritz Már Jörgensson

Þetta viðtal var með miklum ólíkindum. Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei upplifað mann í jafn sterkri afneitun og Jón Ásgeir virðist vera í. Það kannski jafnar sig ef menn komast að honum með tjöru og fiður.......

Fritz Már Jörgensson, 21.10.2008 kl. 13:44

13 identicon

Ingvi Hrafn var frægur fyrir að selja fréttir = "ókeypis" vinklun/sjónarhornauglýsing, (hagsmunaaðilum/atvinnulífsins), á milli opinberra tilkynninga, tilskipana og fiskifrétta, sem að jafnvel gátu fallið undir þetta, allar saman, þegar að hann réði ríkjum á Bláskjá. Þetta er altalað.

Max Headroom (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:04

14 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég ætla svo sem ekki að tjá mig meira um gæði viðtalsins, þ.e. frammistöðu fyrirspyrjandans, en finnst mönnum ekkert merkilegt í þessu með að Jón Ásgeir segir að Seðlabankinn (Davíð) hafi farið í Stoðir (eins og þjófur inn í Bónus) og stolið ("hnuplað") þaðan 48 milljörðum (mig minnir að sú tala hafi verið nefnd)?

Jón Ásgeir sér, eins og raunar margir aðrir, bara einn sökudólg: Davíð Oddsson. Og þó ég taki undir að best væri fyrir alla að hann standi upp úr stól seðlabankastjóra þá er "sökudólga" miklu víðar að finna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 14:06

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Friðrik, mér finnst þú gleyma upphafi málsins. Glitnir fór með lánserindi til Seðlabankans á fimmtudegi og þeir afgreiða þig með gjaldþroti á sunnudegi. Er eitthvað flókið við það að mönnum finnist hér farið með offari svo mildilega sé til orða tekið?

Ég er hræddur um að þér þætti þetta harkaleg framkoma ef þú kæmir með prívat lánsbeiðni til þíns banka og hann afgreiddi þig svona? Svaraðu þessu! 

Haukur Nikulásson, 21.10.2008 kl. 14:53

16 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég er ekki að gleyma þessu Haukur. Ég get vel trúað því að Davíð og Co hafi gengið að Jóni Ásgeiri og Co með offorsi. Þú mátt ekki halda að ég haldi með öðrum og sé gegn hinum (eins og KR:Valur). Ég treysti Davíð fullkomlega til að vera með offors og valdníðslu. Og ég treysti Jóni Ásgeiri fullkomlega til að vera með óraunhæfa tilætlunarsemi og vera í afneitun á eigin sök. Ég hygg raunar að báðir séu... tæpir.

Hvað sem offorsi Davíðs líður er ég hins vegar algerlega sammála því að það sé í hæsta máta ósanngjarnt að börn okkar, barnabörn og barnabarnabörn verði látin greiða reikninginn af mistökum og glóruleysi útrásarvíkinganna. Ef hinn almenni Íslendingur á að borga og þrífa upp jukkið þá er lágmark að þjóðin fái eignirnar í sínar hendur. En jafn vitlaust að selja viðkomandi eignir á brunaútsölu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 15:10

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er málið Friðrik. Stærsta einstaka asnaprikið í þessu dæmi er samt Davíð.

Það fríar hina samt ekki því að hafa verið stórkarlalegir í græðgi sinni eftir peningum. Samspil hlutanna er nefnilega að skapa þessar aðstæður en gleyma jafnframt þeirri eftirlits- og aðhaldsskyldu sem verður að vera til staðar. Fjármálalíf íslendinga var eins og samgöngukerfi sem var án hraðatakmarkana, eftirlits og löggæslu. Glóruleysi útrásarvíkinganna var samt í boði forseta, ríkisstjórnar, Alþings, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. Flestir ofangreindra vilja halda stöðum sínum, hvítþvo sinn þátt, krefjast "vinnufriðs" og vilja (a.m.k. BB) hefja aftökur hið allra fyrsta.

Barnabarnabörnin munu því ekki bara að greiða skuldir útrásarvíkinganna heldur líka sinnulausra stjórnvalda og sljórra eftirlitsaðila sem voru skelfilega meðsekir og mistækir.

Haukur Nikulásson, 21.10.2008 kl. 16:14

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samt eitt sem ég hjó eftir þarna, að Jón sagði að hlutfall lána ísl. bankanna til svokallara útrásarfyrirtækja, hefðu ekki verið svo há miðað við heildarútlán bankanna. 

Man nú ekki hvaða tölu hann nefndi, minnir innan við 10%

Hvert fóru þá öll hin útlánin ?  Til fyrirtækja og einstaklinga Íslandi ?

Nei, eg veit ekki meir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2008 kl. 17:59

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sökudólgarnir eru æði margir, bæði útrásarmenn, stjórnmálamenn og embættismenn.

Annars legg ég til að hætt verði að kalla mennina útrásar"víkinga". Mér finnst það gjaldfella hressilega orðið "víkingar".

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 21:18

20 identicon

Það á sjálfsagt eftir að skrifa margar bækur um þetta undarlega Davíðshatur og áráttu margra Íslendinga.

Sé veitt frelsi þá er alltaf einhver sem misnotar það.

Skilji maður eftir veski á borði seilist einhver í það fyrr en síðar og nær sér í aur.

Ísland er lítið sem glas af vatni - ekki þarf nema örlítið af ólyfjan út í til að granda manni.

Hér fengu menn frelsi - misnotuðu það hrapalega - við bættist spark í liggjandi frá Gordon Brown og félögum í Verkamannaflokki og Ísland féll.

Hvernig hægt er að komast að því að þetta sé einum manni að kenna er náttúrulega kex-ruglað - hvort heldur manni líki maðurinn eður ei.

Hann talaði fyrir frelsi og einkaframtaki - að menn eins og Jón Ásgeir og Björgólfur Thor eða Guðmundsson hafi kosið að misnota það er allt annað mál !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:38

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem Sjallar gerðu,  og David var auðvitað leiðtogi þeirra og spámaður,  var að þeir innleiddu  í rauninni trúarkenning.  Frelsi markaðarins átti að vera algjört.  Frelsi fjármagnsins átti að skapa sér sitt eigið jafnvægi o.s.frv.  Eftirlit var f hinu illa etc.

Það verður auðvitað ekkert litið fram hjá hve mikilvæga rullu David spilaði í að koma þessu arfavitlausa kerfi á sem alltaf hefur endað með ósköpum.  Alltaf. 

Ef menn lesa erlenda miðla, þá sjá menn að útlendingar eiga miklu léttara með að átta sig á þessari grundvallarstaðreynd.  Nefnilega að það var innleidd viss kennisetning á Íslandi.

Svo voru náttúrulega líka ótal bullukollar sem rugluðu útí eitt árum saman og dásömuðu frelsisopinberunina. 

Fyrir þessu var rekið svo stíft propaganda að þjóðin varð meir og minna samdauna.  Smátt og smátt hættu menn að malda í móinn.  Nenntu því ekki.  Félagshyggjuarmur Frammara þurkaðist út (en flokkurinn byggðist upphaflega á félagshyggju)  Samf. fór að taka meir og minna undir Frjálshyggjutrúna.  Samt viss armur innan hennar sem stóð eitthvað á móti.  VG var ekki nógu... hvað á maður að segja... ekki nógu vel með á nótunum.  Of staðlaðir í málflutnini sínum og greindu ekki nógu vel kjarnan frá hisminu.  FF eins og hann er.

Svo núna þegar afleiðingar þessarar stefnu er komin í ljós, þjóðarskútan á hliðinni... þá eru bara allir steinhissa og botna ekki neitt í neinu.

Frjálshyggjuguttarnir henda smjörklípum í allar áttir og halda áfram að bulla.

Málið er þetta: Innleidd var hagfræðileg trúarkenning og afleiðing þeirrar sömu kenningar eru nú komin í ljós.   Allt í rúst.   Punktur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2008 kl. 22:26

22 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Er "squeeky clean" Jón Ásgeir þarna að finna?:

Ríkisskattstjóri fékk nýlega heimild til að kalla eftir upplýsingum um greiðslukortanotkun efnafólks, þar sem grunur hafði vaknað um að menn, sem eiga að greiða skatt hér á landi, hafi komið eignum sínum og tekjum undan skatti með því að flytja fjármagn og fjármálaumsvif sín úr landi.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum kemur í ljós að hópur fólks hefur gert þetta, en það sést á yfirlitum um hreyfingar á greiðslukortum sem eru skuldfærð af erlendum reikningum, en notuð á Íslandi.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir ljóst að þetta þurfi að skoða nánar.

Stöð 2 sagði frá þessu í fréttum sínum í kvöld.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 23:22

23 identicon

Annars er búið að greina þetta "Davíðs" dæmi Davíðs-heilkenni 

sandkassi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:16

24 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Gleymdi að nefna; tókuð þið (sem séð hafa þáttinn) eftir því hvernig Hrafninn kom því að að Jón Ásgeir hefði hringt í sig (en ekki öfugt) frá London?

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 01:40

25 identicon

nei, en þetta er alveg hrikalega vemmilega að verki staðið. Mér leiðist karlinn, en þetta viðtal er held ég það sjúklegasta sleikjuviðtal sem ég hef séð.

Ég nenni ekki að hlusta á þvættinginn í þessum pilti, og viðtalið er allt hannað í kringum hans óskir, ekki spurning.

Lélegur brandari og bullað upp í opið geðið á manni, andskotinn hafi það bara.

sandkassi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband