Hefur Björgólfur ekki um annað að hugsa?

Rannsókn á aðkomu og gjörðum embættismanna að gamla Hafskipsmálinu? Núna? Beiðni lögð inn á fimmtudag??!! Eru menn ekki með öllum mjalla? Bankakerfið og þjóðarbúið í stórhættu og að sligast, með fólk í hrönnum í ekki síst Landsbanka Björgólfs að óttast um sparifé sitt - og þetta er efst á baugi; að rannsaka eldgamalt sakamál (þar sem menn voru sannarlega dæmdir fyrir alvarlegar sakargiftir).

Og heyrðu mig nú - þarna er ekkert óskað eftir því að rannsökuð verði aðkoma fjölmiðla og stjórnarandstæðinga, sem hingað til hafa verið sagðir höfuðpaurar málsins. Og það er ekki beðið um rannsókn á aðkomu þáverandi ráðherra (yfirmanna þessara upptöldu embættismanna) og harðra og valdamikilla samkeppnisandstæðinga (Eimskip, skipadeild SÍS). Og það er ekki beðið um rannsókn á aðkomu Hafskipsmanna sjálfra, forvígismannanna og starfsmanna sem stigu fram þannig að málið fæddist (Gunnars Andersen, Björgvins Björgvinssonar og fleiri). 

Mér er misboðið. Ég er stórlega hneykslaður. Það er eitt út af fyrir sig að Hafskipsmenn leggi fram svona beiðni (það er ekkert að því per se) - en tímasetningin maður! Var enginn þeirra með nógu mikla skynsemi í farteskinu til að sjá að betra væri að fresta þessari beiðni um þó ekki væri nema nokkrar vikur? Að betra væri fyrir alla að fókusa á yfirstandandi stór-krísu?

Á föstudag fór ég í Landsbankann hans Björgólfs og hugðist tæma þar gjaldeyrisreikning með dollurum, peningum sem við eigum hjónin og höfum treyst Landsbankanum fyrir. Landsbankinn hans Björgólfs gat ekki látið mig fá peningana okkar. Kristín kona mín lýsir þessari reynslu vel á bloggi sínu (hér). 

Óska eftir opinberri rannsókn á aðkomu eiganda Landsbankans að því að bankinn gat ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart okkur. Getur verið að hann hafi haft um eitthvað allt annað að hugsa en hag bankans og þjóðarinnar?

p.s. Björgólfur: Klukkan er 11:28 og Mogginn er ekki enn kominn til okkar. Viltu kanna það fyrir mig?

p.s.p.s. lokastaðan í "blaðamannakönnuninni" er hér.


mbl.is Krefjast opinberrar rannsóknar á Hafskipsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Eiginn rass er eftir allt það eina sem skiptir þessa kalla máli! Hverjum dettur í hug að þeir beri hag okkar fyrir brjósti?

Himmalingur, 4.10.2008 kl. 11:36

2 identicon

Fréttamenn hafa talað harkalega eða ekki við formann bankaráðs Glitnis.

Fréttamenn hafa talað við formann bankaráðs Kaupþings.

Fréttamenn hafa EKKI talað við formann bankaráðs Landsbankans !

Fréttamenn hafa talað við talsmann tiltekna feðga.

Af hverju hefur ekki verið talað við formann bankaráðs Landsbankans?

Gæti verið að vitneskja sumra um bankamál séu lítil?

Gæti verið að fréttamenn séu á stundum of aumingjagóðir?

Birta G. (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Komi eitthvað í ljós fáum við skárra réttarkerfi.

ES: Ég ansa ekki þessari mynd af þér.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.10.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Birta; formaður bankaráðs Landsbankans veitir aðeins viðtöl þegar hann er að gefa til góðgerðarmála.

Kristján; var myndin af mér eitthvað að kalla á þig? Ég skal þagga niður í henni.

p.s. Björgólfur; kl. er 14:53 og Mogginn er ekki kominn. Viltu heimta rannsókn á þessu fyrir mig.

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.10.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband