1.10.2008 | 12:31
Ef þetta hefði verið Landsbankinn...
Hér er ein samviskuspurning ofan í lesendur: Ef það hefði verið Landsbanki Björgólfsfeðganna, í stað Glitnis-banka Baugsfeðganna, sem kom "skríðandi" og "á hnjánum" til Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar, í lausafjárvandræðum, hefðu viðbrögð hinna síðarnefndu verið hin sömu, þ.e. að þjóðnýta Landsbankann?
Ekki að ég gleypi umkvartanir Baugsfeðga hráar, langt í frá, en hefðu Björgólfsfeðgar fengið sömu trakteríngarnar? Ég get ekki svarað þessu, auðvitað, en mitt fyrsta svar er: Nei, svo hefði ekki verið. En það er bara sterk tilfinning.
(Meðfylgjandi magnaða mynd fengin að láni frá Fréttablaðinu)
Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 2.10.2008 kl. 20:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Músíkin mín
Bloggvinir
- Kristín Dýrfjörð
- SVB
- Hinrik Þór Svavarsson
- Páll Helgi Hannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Bergljót B Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Páll Rúnar Elíson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Einar Guðjónsson
- Stefán Helgi Valsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Baldur Kristjánsson
- Þorgrímur Gestsson
- Gunnar Axel Axelsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Eyþór Árnason
- Pálmi Gunnarsson
- Arinbjörn Kúld
- Svanur Sigurbjörnsson
- Gylfi Þór Gíslason
- Valgerður Halldórsdóttir
- Aron Ingi Ólason
- Vigdís Stefánsdóttir
- Þór Saari
- Baldvin Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Faktor
- Kjartan Pálmarsson
- Kolgrima
- Vefritid
- Gísli Tryggvason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Hlynur Hallsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Hörður Svavarsson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Halldóra Halldórsdóttir
- Bergur Þór Ingólfsson
- Hlédís
- Guðjón Ólafsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Þorsteinn Briem
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kolbrún Baldursdóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Júlíus Valsson
- Himmalingur
- Þórarinn Þ Gíslason
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gulli litli
- Magnús Jónsson
- Haraldur Davíðsson
- Ásgerður
- Þorsteinn Gunnarsson
- Ása Björg
- Guðmundur Gunnarsson
- Dóra
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gerður Pálma
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Guðjón Baldursson
- hilmar jónsson
- Götusmiðjan
- Rýnir
- Jóhann G. Frímann
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Snorri Sturluson
- viddi
- Jón Ragnar Björnsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Kristinn Örn Jóhannesson
- Sigurður Rúnarsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sverrir Einarsson
- Ágúst Guðbjartsson
- Máni Ragnar Svansson
- Axel Jóhann Axelsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- María Magnúsdóttir
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Már Wolfgang Mixa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Jónas Rafnar Ingason
- TARA
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- ragnar bergsson
- Ingimundur Bergmann
- Páll Jóhannesson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Birna Mjöll Atladóttir
- Þór Ólafsson
- Hörður Valdimarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Einar Björn Bjarnason
- Þórólfur Ingvarsson
- Guðmundur Bogason
- Grétar Mar Jónsson
- Ólafur Th Skúlason
- Arnar Guðmundsson
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðrún Unnur Ægisdóttir
- Sigurður Hrellir
- Margrét Sigurðardóttir
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Jón Kristófer Arnarson
- Björn Halldór Björnsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Ásthildur Jónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Þorvaldur Geirsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Þór Baldvinsson
Af mbl.is
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
Athugasemdir
Eru þetta mögulega „trakteringar“ einmitt vegna Björgólfsfeðga.
Í hinni vikunni var uppi orðrómur að ákveðinn annar banki - ekki Kaupþing - væri í vandræðum - eru tengingar og samkrull?
Geir Haarde sagði alþjóð að hann hefði ekki „rætt“ mál Glitnis við Landsbankamenn, en morguninn eftir (þriðjudag) var haft eftir talsmanni feðga að mál tengd Glitni hefðu verið rædd á sunnudagskvöldi.
Á að láta taka af sér mynd farandi frá Stjórnarráðinu, hálf valhoppandi - með hneppt niður eins og Travolta í Grease-myndinni eftir að hafa „skorað“?
Hvað skal halda?
Vinstri-grænn (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:36
Mér finnst stórmerkilegt hvað fólk er lafhrætt við að tjá sig (undir nafni alltént) um Landsbankann og Björgólfana. Hvað halda menn að þeir geri ef andað er að þeim smá fýlu - að þeir sendi handrukkara á fólk og hrifsi af fólki innistæður þess í Landsbankanum og þess vegna víðar? Sendi á fólk Rússneska og Litháenska Mafíu?
eehhh... kannski ég segi ekki meir að sinni... Það er verið að banka soldið hressilega á útidyrnar. Ef ég geri ekki vart við mig á næstu, segjum, 60 mínútum, hringið þá í 112.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 14:30
Allt í orden! Þetta voru vissulega Landsbankamenn, en þeir voru voða góðir og buðu mér "vinnu".
Afskaplega eru þetta góðir menn, hjartahlýjir og örlátir, þeir Landsbankamenn. Hún geislar af þeim góðvildin og hugsjónamennskan í þágu lítilmagnans. Mér finnst að það eigi að gefa þeim Glitni, svo sannarlega. Feðgarnir eru svo frábærir að þeir ættu að fá að stjórna landinu.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 14:47
Spurt er:
Ef það hefði verið Landsbanki Björgólfsfeðganna, í stað Glitnis-banka Baugsfeðganna, sem kom "skríðandi" og "á hnjánum" til Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar, í lausafjárvandræðum, hefðu viðbrögð hinna síðarnefndu verið hin sömu, þ.e. að þjóðnýta Landsbankann?
Svar: Spurningunni verður ekki svarað með jái eða neii vegna orðalags. Ég geri samt ráð fyrir að hefði Landsbankinn orðið uppvís að sama fjársukkinu og verið kominn að því að rúlla, eins og Glitnir, þá hefðu ráðamenn líklega boðið björgun. Hins vegar held ég að stjórnendur Landsbankans hefðu ekki slegið svona á hjálparhöndina enda varla haldnir sama ofsóknaræðinu og sumir.
Emil Örn Kristjánsson, 1.10.2008 kl. 14:58
"...hefði Landsbankinn orðið uppvís að sama fjársukkinu og verið kominn að því að rúlla, eins og Glitnir"... ?
En nú skilst mér á yfirlýsingum, meðal annars Davíðs, að Glitnir hafi verið barasta ágætlega rekinn, en bara lent í lausafjárkrísu þegar reglulegir lánveitendur kipptu að sér höndunum. Að reginmunurinn á Glitni og öðrum bönkum hafi fyrst og fremst legið í ónógri innlánaaukningu Glitnis.
Var meira fjármálasukk í Glitni en hinum bönkunum? Veit það ekki, en þakka þér fyrir innleggið Emil Örn.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 17:05
Hefði Lsb. fengið stóran hluta gjaldeyrisforðans að LÁNI?? (burtséð frá áreiðanleika veðsins).
Því miður verð ég að vera sammála þínu fyrsta svari, slík er trú mín á "landsfeðurna".
Bankarnir litu gjaldeyrisforðalánið hýru auga. Kannsi var það hundaheppni að þessi banki gerði fyrstu tilraun til að læsa klóm sínum í það.
sigurvin (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:19
Landsbankinn er víst í andaslitrunum segja sumir........
Það er alveg á hreinu að ef Landsbankinn hefði lent í því sama þá hefði Seðlabankastjóri/banki lánað þeim, en ekki hirt af þeim bankann.....
Það er skelfileg skítalykt af Glitnis-Jón Ásgeirs-Davíðsmálinu!
Og plús það þá finnst mér yfirlýsing Þorsteins Más trúverðugri en Davíðs!
http://www.visir.is/article/20081001/FRETTIR01/773412390
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:30
Það er ekki aldeilis rétt hjá þér, Vansi, að afstaðan í málinu fari eftir stjórnmálaskoðunum. Sjálfsagt vill fólk til vinstri trúa öllu upp á Davíð, en líka upp á auðjöfrana.
Megin átökin í máli þessu eru hins vegar milli Sjálfstæðismanna. Sameiginleg stjórnmálaskoðun þeirra er sjálfstæðisstefnan. Fálkinn er tákn þeirra allra (eða næstum allra). Valhöll er félagsheimili þeirra allra (eða næstum allra).
Davíð er Sjálfstæðismaður og Jón Ásgeir er Sjálfstæðismaður. Geir er Sjálfstæðismaður og Þorsteinn Már er Sjálfstæðismaður. Jóhannes í Bónus er Sjálfstæðismaður eins og Árni Matt. Eins og Kristján Þór Júlíusson. Eins og Bjarni Ármannsson (hvar er hann eiginlega?) og Lárus Welding.
Afstaða til málsins fer ekki eftir stjórnmálaskoðunum.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 18:40
Það er einfalt svar við þessari spurningu. Bæði Geir og Davíð voru víst reglulega í kaffi hjá Björgólfsfeðgum og öfugt, og svo má heldur ekki gleyma Kjartani Gunnarssyni í þessu samhengi :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 18:44
Ef og hefði! Hmmm.
Sigfús (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 20:17
að "fá að ráða, á einn eða annan hátt" er ágætlega boðleg skilgreining.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 22:00
Kvikmyndakarakter sagði "It´s mine - it´s all mine", en gæti það ekki staðið undir myndinni hér að ofan? Verða ekki tvær fréttamyndir íslenskar taldar öðrum meira "lýsandi" þegar fram líða stundir? "Travolta-myndin" og "I'm the driver" sem allir hljóta að þekkja?
Sir Price (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:12
Og ætli uppáhaldslag Geirs sé "The Passenger" með Iggy Popp?
http://www.youtube.com/watch?v=QEY6_jcrzI8Sir Price (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:20
Menn verða að sklja að þetta átti að verða einkavinavæðing en ekki einkavæðing.
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 2.10.2008 kl. 01:04
Sæll
Við umdeilanlegar ákvarðanir er alltaf hætt við að menn telji að illur tilgangur sé við stjórnvölinn. Hér er um geysilega stórt mál að ræða og fleiri en Davíð sem komu að þessari ákvörðun. Ég er ekki viss um að hægt sé að bera saman aðstæður Landsbankans og Glitnis, en þú ert væntanlega að segja að EF Lsb væri í sömu skóm og Glitnir var, þá hefði Seðlabankinn brugðist öðru vísi við. Ég efast um að Geir hafi leyft þessu að snúast upp í eitthvað hefndardæmi og þá hefði þurft að blekkja hann til að þetta yrði eitthvað slíkt. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu viss Jón Ásgeir er á því að þetta hafi verið gert vegna persónulegra ástæðna en aðeins fólk í innsta hring er fært um að dæma um sannleiksgildi þess. Á meðan maður hefur ekki upplýsingar í höndunum er best að dæma ekki.
Svanur Sigurbjörnsson, 2.10.2008 kl. 12:21
Svanur; þetta var "hypotetísk" spurning og ekkert að því að svara henni "hypótetískt", leggja sinn gildisdóm á út frá þeim upplýsingum (tilefnum) sem liggja fyrir. Það er ekki hægt að "afla upplýsinga" um hvað hefði gerst í tilfelli Landsbankans - um það eru engar upplýsingar til. Hins vegar má hafa skoðun - og hún er þá bara skoðun og ekkert meira.
Friðrik Þór Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 13:03
Friðrik Þór þú veist að þú mátt ekki hafa skoðun því þá ertu annað hvort fordómafullur eða rasisti.
Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.