12.8.2008 | 10:05
Látið okkar kæra vin taka viðtalið
Grein Vals Ingimundarsonar í Mogganum í dag er holl lesning. Fólk ætti að eiga hana og geyma. Ekki síst áhugamenn um fjölmiðla og fréttamat, um hvernig utanaðkomandi öfl geta og reyna að stýra vinnubrögðum og áherslum fjölmiðla. Í þessu tilviki Bandarísk yfirvöld.
Samkvæmt Vali var Bandarískum yfirvöldum í mun að fá stuðning Íslands við innárásina í Írak. Fram kemur að útsendarar þeirra hafi nálgast bæði Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins og Boga Ágústsson fréttastjóra Sjónvarpsins og leitast við að fá rétta tegund af umfjöllun. Var boðið upp á viðtal við Colin Powell sem gulrót góðra samskipta og áhrifa - og jafnvel gengu Kanarnir svo langt að stinga upp á hvaða undirmenn (blaða- og fréttamenn) Styrmis og Boga ættu að taka hin eiginlegu viðtöl. Kanarnir voru augljóslega með sérlega vinveitta blaða- og frétamenn í huga. Því miður kemur ekki fram hverjir það voru sem þeir stungu upp á. Gaman væri að fá það fram, en það er samt önnur saga. Og auðvitað er snefill af möguleika að Kanarnir hafi ekki verið að hugsa svona heldur bara nefna þá sem þeir teldu hina faglegustu og færustu til verksins.
Blaða- og fréttamenn verða alltaf að hafa svona þrýsting á bak við eyrað (so to speak!). Að öðru leyti er umfjöllunin fyrst og fremst söguleg - og herinn sem betur fer löngu farinn. Halldór farinn og Davíð "farinn". Og stuðningur Íslands við Íraksstríðið enginn. Og Kanarnir og heimurinn bráðum loks (Hallelujah!) lausir við Bush.
Stuðningur við innrás lá fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menntun og skóli, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Er listi hinna viljugu ekki ennþá til staðar samt? Og hverjum datt í hug upphaflega að þýða "willing" sem "staðfastir"? Á þessu var tönnlast mánuðum ef ekki árum saman - "Listi hinna staðföstu". Blekkingarleikur með orð.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:49
Ekki veit ég hver "þýddi" þetta á sínum tíma. Viljugir er allt annað en staðfastir. Og hvorugt átti við um Ísland, þar sem fyrst og fremst tveir einstaklingar voru viljugir.
En herinn er farinn og Colin þessi Powell var einn harðasti talsmaður þess. Hann má eiga það. Vil taka fram að ég er sjálfur fast að því alinn upp á Vellinum og á afurðum þaðan; pabbi var borgaralegur starfsmaður hersins (hafði Bandarískt ríkisfang en var Íslenskur þó) þar í yfir 30 ár. Mér þykir mestmegnis vænt um Bandarísku þjóðina. En við herinn höfðum við mest lítið að gera í nútímanum.
En ég var ekki svo mikið að tala um það, heldur árórðursbrögðin og fjölmiðlana.
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 12:48
Lenti sjálfur í svipaðri aðstöðu fyrir nokkrum árum þegar ég skrifaði um Norsk Hydro og væntanlegt álver þeirra við Reyðarfjörð. Þetta var eftir að Konni Aðalsteins færði Haraldi konungi drápuna góðu, ritaða á kálfskinn. Er við mættum í Höllina til aðafhenda Haraldi skinnið kom ritari hans að taka á móti gjöfinni. Utanríkisráðuneytið hafði fengið kvörtun frá Íslandi þar sem litið yrði á að konungurinn væri að blanda sér í íslensk innanríkismál ef hann tæki við mótmæladrápunni. En það er önnur saga en skemmtileg fyrir okkur sem voru í föryneyti Hákonar.
En sem sagt eftir að ég hafði skrifað greinina mína fékk ég skilaboð frá fjölmiðlafulltrúa Hydro. Sá vildi að ég leiðrétti einhverjar missagnir í skrifum mínum og að launum átti ég að fá "exklusiv" viðtal við einn af toppunum hjá álrisanum sem vildi náttúrulega koma "réttum boðskap" til Reyðfirðinga og annara Íslendinga.
Dunni, 12.8.2008 kl. 18:13
Dæmin eru mörg Dunni. Blaða- og fréttamenn þurfa oft að glíma við siðferði boðsferða, gylliboð spunameistara, mörk frétta og auglýsinga (Kínamúrinn) og áfram má telja. Þetta með Noregskonung hljómar "milt" miðað við ýmsilegt sem gengið hefur á í gegnum tíðina, því miður.
Ég vona að sem flestir blaða- og fréttamenn herðist í faglegum prinsippum eftir því sem meir er reynt að hafa áhrif á þá og afurðir þeirra. Í umræddu tilfelli Moggans og Sjónvarpsins vona ég að hver sem er annar en stungið var upp á hafi verið látnir taka Powell í viðtal - en ekkert er athugavert við að fjölmiðlar hafi rætt við hann. Bara að það sé krítískt viðtal en ekki drottningaviðtal.
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 20:59
Þetta með fjölmiðla o BNA og þeir hafi "nálgst" yfirmenn miðla... þá náttúrulega kemur það mér 0 stig á óvart.
Spurningin er hve víðtæk og öflug nágunin er, þ.e.a.s. alveg fyrir utan Irak propagandað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.8.2008 kl. 21:01
Ljótt ef satt er!
Malína (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:13
Mér finnst rétt að skjóta inn í að einkum á tímum kalda stríðsins reyndu stórveldin bæði eins og þau gátu að hafa áhrif á og afla vinskapar með fjölmiðlamanna. Sovétmenn reyndu að gera vel við "sína" blaðamenn og Kanar "sína". Margir blaðamenn sáu ekkert athugavert við að þiggja boð og bús. Í dag hef ég öllu meiri áhyggjur af áhrifum stórfyrirtækja á blaða- og fréttamenn.
Friðrik Þór Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.