Endurheimt votlendis besta aðferðin gegn oflosun

Þessi samantekt Moggans, þ.e. hin pappírslega í sjálfum Mogganum, er skyldulesining fyrir hvern þann sem ætlar sér að tala um leiðir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, einkum CO2. Ég hef nefnt þetta svið áður, en kannski menn trúi vísindamönnum betur: Losun CO2 vegna framræstra mýra og horfins votlendis að öðru leyti er MEIRI en öll losun á Íslandi vegna jarðefnaeldsneytis.

Við getum með öðrum orðum náð MEIRI árangri gegn oflosun CO2 ef við endurheimtum votlendið en með því að taka bensín-bílana af fólkinu. En best getum við með hvoru tveggja og fleiri aðferðum. Aðalatriðið er að vekja ráðamenn til meðvitundar um að það er til fleira en einhliða áhersla á að breyta lífi fólksins með þvingunaraðgerðum.


mbl.is Votlendi Hvanneyrar fari á skrá Ramsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Mjög góður punktur. Þekki þetta vel hér í Flóanum og "Síberíu" milli Selfoss og Eyrarbakka.

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.6.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Það eru ekki eftir nema um 4% af votlendi heimsins.  Votlendi dregur í sig koltvísýring.  Á Íslandi ætti að vera nokkuð auðvelt að endurheimta votlendi sem og víðar.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Því miður tala græningjar ekkert um þetta. Ekki rassgat í bala. Þeir vilja hins vegar flytja inn nokkrar milljónir mengandi túrista með stórkostlega CO2-losandi flugvélum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 16:25

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta hef ég oft heyrt áður og ég hef líka heyrt talað um að endurheimta votlendissvæði svo ég held að það sé ekki alveg rétt hjá þér að þetta hafi ekki verið í umræðunni. Hvort það voru græningjar eða einhverjir aðrir sem hafa bent á þetta man ég ekki.

Ég kemst aftur á móti ekki í þetta eintak af Mogganum fyrr en einhvern tíma í næstu viku - en ætla að muna það.

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég var ekki að segja, Lára, að enginn hefði talað um votlendið og endurheimt þess. Til dæmis hafa vísindamenn talað um þetta og stöku áhugasamir einstaklingar eins og ég. Ef þú getur bent mér á einhvern græningja sem í losunarumræðunni hefur talið endurheimt votlendis sem vænlegan kost til að minnka losun verð ég mjög feginn. Ef þú getur bent mér á málflutning einhvers græningja þess efnis að fjölgun ferðamanna fylgi aukin losun þá verð ég mjög fegin.

Staðreyndin er sú, Lára, að stóraukinn ferðamannafjöldi hingað til lands með flugvélum er stórskaðlegur náttúrunni og umhverfinu! Hann er þar með EKKI valkostur gegn t.d. álverksmiðjum. Staðreyndin er sú að á Íslandi er langsamlega bestu möguleikarnir fólgnir í bindingu CO2, á borð við endurheimt votlendisins, skógrækt, jarðrækt og dæla CO2 í jarðskorpuna. Auk þess sem Ísland á að fá eðlilegt kredit fyrir að nýta endurnýjanlega orku og flytja hana út í því skyni að koma í staðinn fyrir t.d. verksmiðjur sem nota kolaorku.

Og í allri umræðunni um losunarmálin gera margir engan greinarmun á losun (oflosun) og mengun. Það er sorglegt.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband