Frjálshyggjuvæðing heilbrigðismála brátt fullkomnuð

Margt ágætt má um Benedikt Jóhannesson segja og vissulega má gera umbætur i heilbrigðis og tryggingageirum landsins. En frjálshyggjuáherslan er orðin æpandi, að minnsta kosti í eyrum jafnaðarmanna.

Ákveðið hefur verið að Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar sjúkratryggingastofnunar sem tekur til starfa í haust, verði starfandi stjórnarformaður stofnunarinnar uns forstjóri hefur verið skipaður.

I ríkisstjórn með aðild Samfylkingarinnar eru forystumenn heilbrigðismála Guðlaugur Þór Þórðarson, Árni Mathiesen, Vilhjálmur Egilsson, Ásta Möller, Petur Blöndal og Benedikt Jóhannesson. Nu vantar bara að bæta Hannesi Hólmsteini í hópinn. Þá er frjálshyggjuvæðing þessarar almannaþjónustu fullkomnuð.


mbl.is Benedikt starfandi stjórnarformaður sjúkratryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Frikki á trukkurum tönglast

og telur að Sturla sé klikk.

Í Lýðflokkinn skulum við skrönglast

þar skelfingu fáum á slikk.

Sæmundur Bjarnason, 6.6.2008 kl. 19:56

2 identicon

Hvað, var ekki Ásta Möller að ræða um leghálskrabbabein svona eina ferðina enn. Umræðan hefur komið upp með jöfnu millibili.

Hvað ætli sé í pakkanum sem heilbrigðismálaráðherra fékk með sér frá Svíþjóð. Það er um að gera að fylgjast með fjölmiðlum á næstunni.

Annars var sérstakt að hlusta á RÚV í sambandi við Macchu Picchu.

ee (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er erfiður málaflokkur, mikið bákn sem verið hefur í höndum framsóknarmanna árum saman allt þar til nýlega.

Held reyndar að Benedikt sé bæði klár og skynsamur. Vænti alla vega einhvers af honum innan þess marka sem hann hefur um hlutina að segja.
Við sjáum hvað setur.

Kolbrún Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband