20.5.2008 | 11:03
Engar bætur til Breiðavíkurdrengja - að sinni
Aðeins 5 dagar eftir af þinghaldi og enn hefur ekkert sést bóla á frumvarpi um bætur til handa Breiðavíkurdrengjum, ekkert frumvarp enn "til kynningar" hvað þá til samþykktar á vorþingi. Mér skilst þó að ennþá sé verið að reyna að koma saman einhverjum texta og einhverjum bótafjárhæðum og má altént búast við frumvarpi á haustþingi. Er það ekki?
Það er svo sem enginn að flýta sér heil ósköp, en ég veit að Breiðavíkurdrengirnir vilja heyra og lesa beinum orðum hvað sé að gerast. Ekki endilega um fjárhæð bótanna (sumir þó) heldur vilja þeir fá á tilfinninguna að þeir séu ekki gleymdir AFTUR og örlög þeirra. Vafasamt er að væntanleg fjárhæð bótanna bæti upp fyrir skaðann, enda erum við fyrst og fremst að tala um viðurkenningu hins opinbera og reisn einstaklinganna, sem svo illa var farið með.
Á aðalfundi Breiðavíkursamtakanna, sem fram fór um síðustu helgi, voru samtökin víkkuð út hvað markmið varðar og þau opnuð fyrir aðild allra sem áhuga hafa á barnaverndarmálum fyrr og síðar. Samtökin eru ekki bundin við Breiðavík og munu í framtíðinni meðal annars beina sjónum sínum að vistheimilum og öðrum stofnunum á borð við Kumbaravog, Reykjahlíð og fleiri. Eins og Spanó-nefndin svokallaða. Ég hlakka til að starfa með Breiðavíkurdrengjunum að því að sinna hagsmunum barna og unglinga, en á aðalfundinum var ég kjörinn í stjórn þeirra. Það er mér mikill heiður og ég tek þessari áskorun alvarlega.
Forsætisráðherra mætti gjarnan taka áhyggjur Breiðavíkurdrengjanna alvarlega og staðfesta opinberlega áður en þinghaldi lýkur áætlun sína um frumvarpsflutning.
Annasamir dagar á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Gleymdi smá innskoti. Úr annarri frétt Moggans: "Valsmenn hf. fengu í síðustu viku greiddar 100 milljónir króna í tafabætur frá Reykjavíkurborg þar sem borgin hefur enn ekki gefið út lóðaleigusamninga fyrir landið"...
Friðrik Þór Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 11:16
Gangi þér vel! En því miður er það nú svo að oft er ekkert hlustað á svona grasrótar samtök. Ps. sá ekki auglýsingu eða fréttir um þennan aðalfund.
Hansína Hafsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 15:41
Frikki minn. Þú veist eins vel og ég að Breiðavíkurdrengirnir eru ekki þrýstihópur í samfélaginu á sama hátt og flugumferðastjórar. Þess vegna er varla við því að búast að stjórnvöld flýti sér hratt í að bæta þeim upp óbætanlega skaða sem drengirnir urðu fyrir.
Það sem verra er er að ég efast um að stjórnvöld og eða hvítflibbasamfélagið kæri sig neitt um að muna eftir þessum drengjum. Það vill miklu heldur moka sandi yfir minninguna í von um að hún hverfi með öllu. Það er náttúrlega strútsaðferðin sem ég meina með þessu. Áhugaleysi stjórnvalda, bæði hjá ríki og sveietafélögum er hreinlega til skammar fyrir alla Íslendinga.
Sjálfur hef ég átt því láni að fagna að vera kallaður vandræðadrengur og síðar á ævinni að vinna með "vandræðaunglingum" Það var allt í sennKrefjandi, gaman og verulega lærdómsríkt.´
Ég efast ekki um í eina mínútu að þú átt eftir að eiga margar góðar stundir í vinnunni með "vandræðafólkinu".
Gangi þér allt í haginn
Dunni, 20.5.2008 kl. 18:41
Hvort að þessir drengir gleymast eða ekki fer líka eftir almenningi, að hann haldi þingmönnum við efnið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.5.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.