16.5.2008 | 14:50
(Mogga)bloggarar III: Verið rödd en ekki kvak
Á fyrra tímabilinu skrifaði ég nokkuð títt og prufaði alls konar brögð og þemu í bloggfærslunum, meira að segja kökuuppskrift og hvaðeina. Stóð það átak yfir í vikutíma. Ég setti á tímabilinu ýmsa mismunandi pistla á bloggið. Inn rötuðu pistlar um Mýrarhúsaskólamálið, kristilegt siðgæði, Hannes Hólmstein, heilbrigðiskerfið, umhverfismál, Kópavogíska spillingu, Steiner-dóminn og einnig slengdi ég fram sleggjudómi um ferð 200 kennara til Kína og næstum því Tíbet. Allt var þetta með hinum ýmsu áherslum og þá ekki endilega algerlega mínum eigin!
Um það bil sem ég var kominn í 5. sætið og sá ekki fram á að fara ofar, nema með gríðarlegri viðbótarvinnu, slakaði ég á, skrifaði sjaldnar og skrifaði loks skipulega og málefnalega um þungt mál; losunarmálin (útstreymi gróðurhúsalofttegunda). Og þó ég hafi reynt að gera skrifin þau áhugaverð þá hrundu heimsóknirnar og æ færri tóku þátt í umræðunni. Með minni og málefnalegri skrifum tókst mér á bara nokkrum dögum að koma mér úr 5. sætinu niður í það 76. Þetta var sem sagt árangurinn af því að reyna að fá lesendur bloggsins til að lesa og ræða um losunarmálin!
Seinna tímabilið hófst 23. apríl og hefur því staðið yfir í 22-23 daga. Ég miðaði að þessu sinni við að jafnaði 1-2 færslur á dag, en að öðru leyti hef ég leikið mér að hinum ýmsu málefnum, tónum:
Ég vil skipta þessu seinna tímabili í þrennt. Fyrsta tímabilið: Ég get sagt að það skilaði mörgum heimsóknum að skrifa um Trukkarana og mótmæli þeirra (þau voru þá sæmilega fersk), um jarðgangavitleysuna í Árna Johnsen. Vel gekk líka að grínast með ölvun og ofbeldi aðkomufólks í miðborgina, en langbest í heimsóknum var að fjalla um trúmálaskrif Skúla Skúlasonar, því trúmálaumræða er greinilega mjög mikið lesin og kommenteruð á, einkum ef maður storkar lesendum með æsilegum skoðunum. Annað tímabilið: Frá ca. 28. apríl til 6. maí dró úr heimsóknum hjá mér, enda skrifaði ég í meira mæli en áður þá um almenna pólitík og prufaði syrpu af limru-skrifum (limrur höfða augljóslega ekki til fjöldans). Þriðja tímabilið: Frá um 8. maí fór síðan lesturinn/skoðunin hraðbyri uppávið á ný, en þá kom ég með grínaktugar færslur um stofnun Anti-Rúsínufélags Íslands (ARFI), fjölskyldublogg um afmæli sonar míns heitins, þóttist ætla að segja allt um veru mína hjá Kastljósi, fjallaði um kristilegt siðgæði og hið eldheita mál eftirlaunalög ráðherra og þingmanna. Þessi síðasta blanda kom mér á skömmum tíma úr 31. sæti í 8. sæti.
Besta trixið var síðan núna í lokin; að boða skipulögð skrif um ykkur bloggarana sjálfa og nafngreina súper-bloggarana. Mikill kippur koma á lesturinn/skoðunina og 6. sætið kom í höfn. Eftir miðnætti í kvöld verð ég að líkindum búinn að hrifsa 5. sætið á ný, af Jens Guð og þá er hringnum lokað, því ég geri mér ekki nokkrar vonir um að fara uppfyrir súper-bloggarana fjóra. Það er of mikið erfiði að reyna það. Hugsanlega gæti ég það með mjög tíðum færslum, sitja við tölvuna allan daginn og hamra inn en því nenni ég að sjálfsögðu ekki þótt ég gæti.
Málið er nefnilega ósköp einfalt. Þó ég segist vera að greina þennan blessaða lista þá skipta einstaka vísbendingar litlu máli; eina almennilega viðmiðunin er hvort þú hafir eitthvað fróðlegt/forvitnilegt/skemmtilegt að segja og hvort þú skapir með því innihaldsríka umræðu á þessum Almenningi. Ef ekki þá ertu bara framlenging á vitleysunni sem ríkti á malefnin.com og ert í raun og veru ekki að taka þátt í neinni þjóðfélagsumræðu. Og það eru einmitt skilaboðin mín til bloggara; verið rödd sem hlustað er á en ekki kvak sem enginn skilur og skilur ekkert eftir sig!
P.S. NÝ OG SPENNANDI KÖNNUN HÉR TIL HLIÐAR!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Athugasemdir
Ég gæti komið mér í fyrsta sæti 1 2 & bingó með aðferð sem er ekkert svo óheiðarleg... segi ykkur samt ekki hver hún er :)
ég er bara ekkert að stressa mig á 1 sæti þannig að ég læt það vera.
Kvakkvakkvakaka ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:56
Eins og þú hefur sjálfur bent á eru hvatir bloggara til skrifta jafn margar og þeir eru sjálfir. Ég byrjaði sjálfur á þessu til að koma mínum pólitíska áhuga í einhvern farveg.
Mér var nægilega oft bent á að pólitík ein og sér hefur á sér yfirleitt neikvæðan blæ því maður nennir ekki að mjálma um það sem er í lagi. Það hefur enginn kjaftur á huga á því. Maður tuðar og nöldrar um hluti sem maður vill sjá færða til betri vegar.
Það er því meðvitað að ég kasti inn með pólitíska kjaftæðinu öðrum hlutum eins og tónlist og spaugi til ég hljómi ekki alltaf eins og eitt risastórt þunglyndiskast yfir spillingu, sjálftöku, græðgi og almennri vitleysu íslenskra stjórnmála.
Persónulegar umræður um fjölskyldu og vini forðast ég því ég á ekki rétt á því að opinbera líf annarra en míns eigins.
Það eru mjög margir búnir að sýna fram á hversu auðvelt er að fá heimsóknir og það stundum með tómum fíflagangi, tilfinningaklámi eða fréttaendursögnum sem eru hlutir sem ég hef lítinn smekk fyrir.
Ritstjórar bloggsins ráða því hverjir fá það forskot að vera auglýstir í umræðunni og fá kannski 30-40% aukningu á heimsóknum fyrir það. Margir þeirra hafa ekkert fram að færa, en eru "innundir" af ýmsum ástæðum.
Vinur minn lýsti því, kannski réttilega, að bloggið væri ekki óskilt farstöðvanotkuninni eins og hún var upp úr 1975.
Haukur Nikulásson, 16.5.2008 kl. 15:11
Þakka. Ég vil bæta við lýsingu á einum bloggara, sem ég veit að gerði markvissa tilraun, undir nafnleyd (og var EKKI ég). Hann kallaði sig Þormóður Þór Þjappa og ég tók eftir honum skyndilega skjótast upp listann. Hann gerði út á að blogga oft og stutt og var fyrst og fremst með sniðugheit og stæla og kommentaði út og suður hjá öðrum. Tók fyrst eftir honum 29. apríl en næstu daga varð þróun hans svona:
64.
Þormóður Þór Þjappa
slabbland.blog.is
2.873
3.343
396
362
39.
Þormóður Þór Þjappa
slabbland.blog.is
3.789
4.446
520
473
27. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 4.655 5.569 638 571
21. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 4.761 5.803 649 581
19. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 5.004 6.113 680 596
13. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 5.998 7.373 813 723
7. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 7.251 8.919 982 880
7. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 7.716 9.545 1.042 932
6. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 8.284 10.345 1.119 991
5. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 9.047 11.222 1.224 1.071
6. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 9.591 11.917 1.297 1.127
6. Þormóður Þór Þjappa slabbland.blog.is 9.885 12.426 1.333 1.152
Svo gufaði hann skyndilega upp og hefur ekki sést síðan. Athyglisvert.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 15:50
Sagt var að ein mesta "tímasóun" heims væri krossgáta Sunday Times-blaðsins.
Það tók tvo menn tæpar tvær klst. að koma gátunni saman en milljónir "tímana tvo" að ráða hana....
Hefur vefvaðallinn tekið við?
Krossgátan þjálfar hins vegar hugann .... er það ekki...?
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:42
Athyglisverðar tilraunir, Friðrik. Ég les þig alltaf, sama hvað þú skrifar um (meira að segja rúsínur ) og hef gert lengi. Mér finnst skondið hve mikla athygli menn (konur?) eins og ÞÞÞ og "Herbert heiltyfir" fengu með sínu bloggi, en auðvitað endist fólk ekki í slíkum skrifum lengi, enda voru þeir stríðnispúkar að gera grín að pöplinum.
En miðað við niðurstöður þínar er lítil von til þess að pistlarnir mínir fái súperathygli og ekki hef ég tíma til að blogga oft á dag, ekki einu sinni daglega. Nema auðvitað að DoktorE gefi mér góð ráð í laumi...
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.5.2008 kl. 16:51
Ég hef gaman að þessu bloggi og um daginn renndi ég í snarheitum yfir bloggfærslur mínar og þær eru eins og ágætis dagbók. Kannski ekki svo mjög persónulegar, en dagbók um það hvað er að vekja athygli mína hverju sinni. Svo lít ég á þetta sem skemmtilegt spjallborð. Stundum hef ég ekki myndað mér skoðun á einhverju, en "þykist" vera ósammála, til þess að fá skýrari línur í það sem fólk er að skrifa um. Stundum er ég harðorður án þess endilega að meina það, en ég skrifa samt aldrei þannig að það sé andstætt mínum eigin skoðunum. Ég meina það sem ég segi og segi það sem ég meina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2008 kl. 17:34
Jedúddamía. jens Guð er að stíma fram úr mér. Ég næ líklega ekki fimmta sætinu...
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 17:49
Úbs. EKKI fara á síðuna hans!
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 17:51
.. en þá verður að upplýsa hér á hverskonar "ipperíi" "jens Guð" er svo ekki sé við þær bætt
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:01
Nei Benedikt, hver tölva (IP-númer) skráist bara einu sinni á sólarhring. Bara eitt prik frá þér í dag í heimsóknum. Fæ annars konar prik ef þú ert duglegur að "fletta" í færslunum mínum og kommentum, en bara eitt slíkt prik ef þú bara dúkkar inn og strax út aftur.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 18:19
Jón Frímann. Sbr. "Viðskrifarinn", skoðaðu tölurnar hans eftir eingöngu þriggja daga skrif:
Heimsóknir
Flettingar
Annað
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 18:23
Nei, BA, ekkert prik fyrir að "röfla", en prik fyrir gjörðina að fletta til að röfla.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 18:50
Sæll, gaman að sjá að þú hefur nóg fyrir stafni á meðan frúin er fjarri **)
Kristín Dýrfjörð, 16.5.2008 kl. 19:10
Af því að þetta er frúin mín, Benedikt! Hún veit af sjálfri sér fjarri eiginmanninum mér. Ég veit það líka og hef verið að hanga yfir blogginu í stað þess að fara í billa með "strákunum" eða veiða í einhverju vatninu eða eitthvað ámóta. Þetta er náttúrulega engin hemja. Ætli ég verði ekki að fara að taka eitthvað til í eldhúsinu svo frúin fái ekki sjokk á morgun.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 20:20
Já, já, rétt Jón Frímann, viðkomandi tengir alltaf við frétt og mér sýnist hann réttlæta það yfirleitt með umfjöllun þó óbeinar kunni að vera. Ekki var ég að draga úr mikilvægi þess að tengja við frétt, nema síður sé, samanber síðustu færslu mína.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 21:28
Ef ég get kippt þér upp FÞ þá mun ég koma inn á 10 mín. fresti. Ég er alltaf til í að styðja góð málefni.
Ég mun ekki gráta þó þú hoppir upp á efsta tind listans. Það veit trúa mín.
Lalalalala
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 21:35
Þakka innvirðulega Jenný Anna.
Og fyrst ég hef þig hérna þá er rétt að birta komment sem ég var að upplýsa á bloggsíðu Jónu súper-bloggara:
"sl. 3 vikur hefur Jóna verið með skráð 25.4 komment að meðaltali á dag og til samanburðar er meðaltalið hjá Stebba Fr. 16.5, hjá Áslaugu efstu 12.2, hjá mér 16.8 en hjá Jennýju er umræðan rosaleg með 65 komment að meðaltali á dag".
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 21:42
Er ekki aðalatriðið á svona bloggi að hver sé trúr sjálfum sér. Fjölbreytnin gerir þetta skemmtilegt og að raddir fólks séu þeim eiginlegar. Mörg blogg heimsæki ég aldrei, nokkur heimsæki ég á hverjum degi - það stjórnast af því hvort mér líkar rödd viðkomandi.
Halldóra Halldórsdóttir, 17.5.2008 kl. 00:07
Ég verð auðvitað að spyrja Hebba hvað kom fyrir hann og um hvaða þungbæru mál hann er að tala. Hef greinilega misst af einhverju spennandi þarna.
En það er morgunljóst að Viðskrifarinn er á hraðferð beint upp á toppinn. Mér finnst rétt að undirstrika, árétta og feitletra að Viðskrifarinn er ekki ég í tilraunastarfsemi. Ég er hættur slíku, um langt skeið að minnsta kosti!
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 10:49
Ja .. en .. af hverju ætti einhver að halda að "ég" sért "þú" ... þ.e. sé "ég" þá "viðskrifarinn"...
Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:10
Af því að ég vakti athygli á þér, Viðskrifari. Sumir gætu sagt "a-ha" og svoleiðis.
Friðrik Þór Guðmundsson, 17.5.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.