Ég er í 9% hópnum og er flokkslaus

Sumir halda að Samfylkingin hafi tapað 9% fylgi frá síðustu kosningum (samkvæmt mælingu Fréttablaðsins) út af því að hann stóð ekki gegn áformum um verksmiðju í Helguvík. Ég er á annarri skoðun. Annars vegar háir Framsóknar-heilkennið flokkinn (örlög samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins) og hins vegar eru vinir velferðarkerfisins farnir að flýja flokkinn. Þetta er minn gildisdómur. Ef þið vitnið í mig þá ber að titla mig stjórnmálafræðing!

Meðan formaður Samfylkingarinnar þeysist um heiminn að reyna að koma okkur í Öryggisráð SÞ þá gengur Geir, Guðlaugi Þór og Vilhjálmi Egilssyni ágætlega að einkavæða almannaþjónustuna og koma sem mestu af velferðarkerfinu í hendur kaupahéðna. Í viðhengdri frétt er að vísu haft eftir Geir að "engin ný stefna hefði verið mótuð um rekstarform Landspítala", en það er auðvitað bara orðhengilsháttur. Þessi áform eru öllum þeim ljós, sem hálft hafa vit eða meira.

Maður á ekkert að vera að segja frá leynilegu atkvæði sínu í síðustu kosningunum. Ég get hins vegar sagt að ég er sem stendur og að óbreyttu meðlimur í 9% hópnum áðurminnsta. Hitt er annað mál að enginn hinna flokkanna höfðar til mín, þannig að ég er í tómarúmi. Æ, æ.


mbl.is Ekki endilega besta hugmyndin að breyta Landspítala í hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband