Eigum við ekki að bjarga bönkunum og vera góð við hvítflibbana?

Ég hef illa getið hamið mig yfir tali um að ríkið (sem er þjóðin, þú og ég og allir hinir) komi bönkunum til bjargar, væntanlega með skattfé. Ég segi ekki að ég hati bankana, en þessar okurbúllur hafa farið illa með nógu marga til þess að ég neita að hjálpa þeim. Sömuleiðis er ég allur á iði yfir fréttum um að verið sé að skera niður og draga úr getum efnahagsbrotadeildar til að sauma að brotlegum hvítflibbum. Sem meðal annars fyrirfinnast í bönkunum og öðrum slíkum fjármálafyrirtækjum.

Kannski verð ég ásakaður um öfund út í auðmenn og verður bara að hafa það. En meint öfund er þá bara aukaatriði í þessum málflutningi. Ég les einhvers staðar í dag að bankarnir hafi tekið 1% af peningunum okkar og sett í varajóð, sem ég held að telji 16 milljarða. Þarna liggur okkar björgun, en ég bið bankana um að þiggja ekki skattfé okkar. Að öðrum kosti krefst ég þess að við 8ríkið) fáum hlutabréf í þeim bönkum sem við björgum og gott ef ekki er stórþörf á einum þjóðnýttum banka.

Og hvernig mönnum dettur í hug að skerða möguleika rannsóknaraðila og ákæruvalds við að taka hvítflibbana fyrir er mér hulin ráðgáta. Svindlarar og sukkarar í þeirra röðum eru, segi ég og skrifa, verri en síbrotamaðurinn sem stelur læri í Bónus. Verri.


mbl.is Færri rannsaka hvítflibbana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sæll, Friðrik Þór...  Ég þyrfti eiginlega að fá netfangið þitt til að senda þér svolítið í tilefni af athugasemd þinni við síðustu færsluna mína. Mitt netfang er:  lara@centrum.is

Og svo tek ég undir orð þín í þessari færslu - en þetta hefur ekkert með öfund að gera. Alls ekki neitt!

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þú ert svo ,,Kúl..."þú. Talar um einkavini okkar...bankana sem Íslenska ríkið seldi með umtalsverðum afslætti og eiga núna í erfiðleikum með að veita okkur sjálfsögð fasteignalán án okurvaxta... Kemur einhver til með að öfunda þessa lánlausu kerfiskarla þegar framm í sækir?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.4.2008 kl. 19:21

4 Smámynd: Tómas Þráinsson

Heyr Heyr.

Ég vona bara að einhver bankinn fari á hausinn með miklum tilþrifum og án ríkisaðstoðar. Það myndi kannski sýna þessum plokkurum að spákaupmennska og stjórnlaus græðgi hefur líka skuggahliðar, skuggahliðar sem ólánsamir viðskiptavinir þeirra hafa hingað til verið einir um að upplifa.

Tómas Þráinsson, 12.4.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með þér Friðrik

Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2008 kl. 01:52

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bankarnir hérna á Íslandi hljóta að vera í sérflokki, svona getur ekki viðgengist í útlöndum.  Þar sem alvöru samkeppni ríkir um viðskiptavini.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2008 kl. 03:12

7 Smámynd: Bumba

Komdu sæll Friðrik Þór.

Ég tek undir þín orð heilshugar. Við spurningu þinni hvort við ættum að hjálpa bönkunum er svarið klárt:  NEI  . Það ætti að setja flesta þessa bankaráðamannaogkvennaræfla á skak og kenna þeim almennilega vinnu við landsins gagn og nauðsynjar. Ætli kæmi þá ekki annað hljóð í strokkinn þegar þessir ræflar fara að vinna heiðarlega vinnu. Með beztu kveðju.

Bumba, 13.4.2008 kl. 07:12

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað þurfum við einn þjóðnýttan banka. Við þurfum hann vegna þess að þegar bankarnir voru seldir þá gleymdist að þjóðin átti að vera þessi 25% kjölfestufjárfestir sem ráðherrarnir voru alltaf að bulla um.

Árni Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 10:16

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

það fegju ekkert voðalega margir topparnir í bönku hérlendis, vinnu í bönkum erlendis..

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 12:51

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Línan er nokkuð ljós; látum bankana sjálfa þrífa upp eigin skít.

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.4.2008 kl. 15:05

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Efnahagsafbrotadeild Svíþjóðar er eitthvað að skoða þessa bankastráka sem eru að sníkja pening í Norður-Svíþjóð og fleiri stöðum. Ekki tekst þeim að plata Lappana, svo mikið er víst.

En þeim vantar einhverjar sannanir og þær liggja ekki á lausu ennþá..Mér er skítsama hvort þeir lendi í grjótinu á Íslandi eða Svíþjóð eða bara einhverstaðar..

Myndi samt sækja um vinnu í því fangelsi sem þeir lentu í, mér til gamans.. 

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband