Gamalt veldi - nýr ritstjóri

Það er ástæða til að óska Ólafi Þ. Stephensen til hamingju með ritstjórastólinn á því aldna fjölmiðlastórveldi, Morgunblaðinu. Ráðning hans í stólinn kemur ekki á óvart. Mér hefur fundist að hann hafi lengi verið allveg að mæta á vettvanginn. Og örugglega fantafínn millileikur að hann æfði sig á 24 stundum. Enginn efast um fagmennsku hans - og hann skrifar með Zetu.

En það er tregafullt að kveðja Styrmi Gunnarsson (þótt hann muni örugglega láta að sér kveða á öðrum vettvangi). Ég deili ekki með honum pólitískar skoðanir í mörgu, en ég virði þá þróun frá flokksmálgagni til faglegra prinsippa sem orðið hefur í hans tíð. Ef við setjum til hliðar einn eða tvo efnisþætti í blaðinu þá er Mogginn í dag hinn prýðilegasti fjölmiðill, er lesinn af mörgum, hefur rúm fyrir margar skoðanir, sinnir fréttum, fræðslu og upplýsingagjöf og hefur að undanförnu sýnt frumkvæði og dirfsku við að taka upp nýja miðlunarkosti. Nei, ég er ekki að fara að sækja um vinnu á Mogganum. Þessi jákvæðni er sjálfsagt sumarkomunni að kenna.


mbl.is Nýr ritstjóri hlakkar til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband