Hver var Björn Grillir? Allir saman nú!

Hauskúpubrotið sem fannst í Kjós er nú sagt vera af manni sem kallaður var Björn Grillir, og var umkomulaus sjúklingur á Kleppi á þriðja áratugnum. Þetta er að vísu haft eftir afar umdeildum listamanni að nafni Sverrir Ólafsson og í blóra við fyrri fréttir að umrædd manneskja hafi verið barn eða ung kona. Þessum vafa þarf að eyða.

Ef rétt er að hauskúpubeinið, sem vanvirt hefur verið, er af einstaklingnum "Björn Grillir" þá heimta ég að fá að vita hver það var og að líkamsleyfum hans verði sómi sýndur. Sagt er að þessi Björn hafi látist á þriðja áratug síðustu aldar (sem er þá 1921-1930). Ég auglýsi hér með eftir upplýsingum um manninn.

Google skilar engu um "Björn Grillir". Legstaðaskrá sýnir alls 151 einstakling með heimili (lögheimili) á Kleppsspítalanum í skráðum gröfum landsins (sem út af fyrir sig bendir til þess að Klepparar hafi yfirleitt fengið sómasamlega útför). Enginn þeirra er skráður Björn. Ekki heldur Sigurbjörn, Ásbjörn eða Guðbjörn en fleiri útgáfur tékkaði ég reyndar ekki. Legstaðaskrá er að vísu langt í frá tæmandi en samt. Getur verið að Björn þessi hafi aldrei fengið útför, ekki einu sinni með grjóti í kistu í líkama stað?

Þið fyrirgefið, en ef þeta er nú allt saman rétt hjá Sverri Ólafssyni þá er ástæða til að upplýsa málið skilmerkilega og veita Birni þessum tilhlýðilega útför. Kannski væri réttast að senda fjölskyldu Sverris reikninginn, en útför á kostnað ríkisins er líka í lagi, því ríkið ber sök í gegnum spítalann.


mbl.is Höfuðkúpa talin vera úr dánarbúi læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Málið er ljótt og öllum hlutaðeigandi til háborinnar skammar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.3.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta ber viðhorfi gagnvart geðsjúkum á öldinni sem leið (og enn kannski?) ófagurt vitni.

Sjúklingurinn tekinn til handargagns eftir lát sitt.  Hm.. ömurlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta hauskúpumál virðist í alla staði furðulegt, allt frá því fyrst heyrðist af því, enda skrifaði ég þá að þetta yrði vafalaust efni í langa sögu.

Haraldur Bjarnason, 26.3.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei sko, Árni og Gunnar mættir saman. Nei, Gunnar, þetta kemur ekki allt fram þarna, einmitt ekki. Það kemur ekki fram HVER BJÖRN GRILLIR VAR.

Ekki veit ég, Árni, hvaðan Grillir er til komið, en Þórhallur Vilmundarson taldi nafnmyndina Grilli vera upphaflega og eiga við ‘rúst eða hól sem grillir í’ (Grímnir 3:87) (http://www.vísindavefur.is/svar.php?id=6541). Kannski var Björn þessi sjóndapur og sá rétt grilla í fólk?

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 23:43

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er til Grillir ehf útgerðarfélag. Kannski vita þeir eitthvað

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 02:07

8 identicon

Því lík óvirðing við þann látna

Vallý (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:23

9 Smámynd: halkatla

omg ég er sammála Heimi Fjeldsted!!!

en mér er ekki hlátur í hug yfir þessu að öðru leiti

halkatla, 27.3.2008 kl. 10:25

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það virðist búið að fjarlægja færsluna Vilhjálamur. Hvað var þarna á ferð og hver skrifaði?

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 10:33

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Færsla Vilhjálms ekki fjarlægð. Það sem skiptir máli í henni er:

"Ég hef lært dálitla beinafræði, og þegar ég sá kalottuna í Sjónvarpinu, þá sýndist mér þetta vera úr ungum einstaklingi. Saumar (sútúrur) á kúpunni sem venjulegast lokast á fullorðinsárum voru opnir á þessari kúpu. Svokallaðir “Sharpey’s fibres” voru sjáanlegir á sjónvarpsupptökunni. Ég myndi ætla að þarna væri einstaklingur á milli 10 og 20 ára. Hvað segja læknar og líkamsmannfræðingar? Ég held að það þurfi nú að rannsaka þetta bein nánar. “

Auðvitað þarf þetta að komast á hreint. Er þetta 10-30 ára bein úr unglingi og þá hverjum eða 80 ára bein úr Kleppssjúklingnum Birni Grilli - og hver er hann þá?

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.3.2008 kl. 12:47

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ætli virðing fyrir einstaklingunum sé ekki heldur meiri þar sem líkamsleifar teljast hafa einhverja merkingu og tilhöfðun til þess sem lifði? En kannski er það undirliggjandi rótin í máli mínu; gremja yfir því að einstaklingnum Birni Grilli eða viðkomandi 10-20 ára einstaklingi sé ekki sýnd virðing og persónan heitin að því er virðist án útfarar og þar með "hvíldarstaðar". Ef ég gef líkama minn eftir dauðann (ég hef reyndar hugsað mér bálið) heimta ég virðingu og reikna auðvitað með legstað þótt líkamann vanti. Mamma gamla fór nýlega á bálið, blessunin, og hennar bein eru að ösku orðin og askan fer niður á sinn stað, til.... beinanna hans Pabba. Hún er þá komin "heim", en það getur Björn Grillir eða viðkomandi 10-20 ára einstaklingur ekki sagt (so to speak).

Og hver veit nema Björn Grillir (eða....) gangi aftur? Mér hefur alltaf þótt Sverrir Ólafsson vera eins og að draugur láti hann ekki í friði!

Friðrik Þór Guðmundsson, 27.3.2008 kl. 20:43

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg er mér skítsama um jarðneskar leifar mínar, andi minn er ofar efninu. Árni, ég er 100% sammála þér

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 21:14

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er enginn áhugamaður um upphaf og orsök seinni heimsstyrjaldarinnar?  Endilega látið ljós ykkar söguskoðun  HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 23:50

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrirgefið..... Hér

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband