Friðrik Fimmti

Best að ljúka þessu tilraunatali öllu saman; tilraunin skilaði mér hæst í fimmta sætið og samþykki ég hér með bloggmeistaranafnbótina Friðrik fimmti. Ómar Ragnarsson er síðan búinn að berja í klárinn og ruddi mér með offorsi niður í sjötta sætið. Ég vissi ekki að Ómari gæti verið svona mikil ótukt.

Og að gefnum tilefnum: Ég veit að það eru til fleiri bloggheimar en Moggabloggið. Ég veit að það, að síða er heimsótt, þýðir ekki endilega að síðan sé lesin.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Friðrik fimmti, það hljómar konunglega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2008 kl. 02:46

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Enda með bestu veitingarstöðum landsins (er á Akureyri) og minn uppáhalds.

Kristín Dýrfjörð, 21.3.2008 kl. 03:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um bloggið gildir svipað og aðra fjölmiðlun að svokallaðir "markhópar" ráða miklu um umferðina. Bloggheimar líkjast um sumt gamla sveitasímanum þar sem allir gátu hlustað á alla. Sumir hneykslast nú á því hve misjafnt bloggið sé og sumt af því ekki fallegt en þetta er bara þverskurður af þjóðfélaginu. Hér fyrr á árum gengdu sendibréf hlutverki heimilda um samskipti fólks og þegar bréfin hurfu að mestu og símtöl tóku við sem helsti samskiptamátinn var það að því leyti til skref afturábak að mikill heimildaskortur er og verður um samskipti og umræðu manna á milli á þessu tímabili Íslandssögunnar. Bloggið bætir að hluta til úr því og getur kætt sagnfræðinga framtiðarinnar.

Ómar Ragnarsson, 21.3.2008 kl. 09:45

4 identicon

Ómar er celebrity, við gaurar götunnar ættum að fá forgjöf á þannig karla ;)
Mér hefur sýnst að líklegast till vinsælda sé: sex, celebrity & veikindi... eða hér um bil næstum því.
Gleðilegan föstudaginnlanga :)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þakka Ómari pent fyrir samlíkinguna við sveitasímann, mjög skemmtilegt. Eins og hann hef ég tilhneigingu til að þykja nokkurt gildi í flestu bloggi. En það er líka rétt hjá DoctorE að vísast til vinsælda virðist vera að fjalla í einhverju um kynlíf, frægt fólk og ofbeldi, sbr. hvað mest er lesið á Netinu almennt. Ég barðist vissulega við þá freistni að hafa ákveðin lykilorð í fyrirsögnum sem lutu að þessum þáttum. "Barnapíu Britney Spears nauðgað" eða eitthvað slíkt. Friðrik fimmti.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband