Meinleg villa í fréttinni

Hygg að Morgunblaðið verði að leiðrétta þessa frétt. Þarna er sagt að Samfylkingin hafi haft fjóra kjördæmakjörna þingmenn og sé samkvæmt könnuninni að missa tvo þeirra. Hið rétta er að Samfylkingin var með 3 kjördæmakjörna og Jón Gunnarsson fjórði var í uppbótarsæti. Þetta sést skilmerkilega á kosningar.is. Samfylkingin er því "aðeins" að missa einn kjördæmakjörinn og gæti hæglega fengið uppbótarmann þarna aftur. Uppsláttarfyrirsögnin er því ekki rétt.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hárrétt

Heimir Eyvindarson, 22.4.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Of margir fréttamenn mbl.is eru ekki beint vel skrifandi að mínu mati. Mál-, stafsetningar- og staðreyndavillur eru alltof margar.

Haukur Nikulásson, 22.4.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Hvort er meiri meiri frétt að Framsókn missi helgming í þessu kjördæmi eða að Samfylking missi helming. (Ef svo væri)

Þeir á Mogganum vita það.  Réttvísin heilaga fylgir þeim.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 22.4.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband