Færsluflokkur: Mannréttindi

Bloggari leiðir til handtöku svartliða fyrir munnsöfnuð!

 Í stórskemmtilegri frétt Fréttablaðsins í dag (öftustu opnu) greinir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður frá því að svartliðinn Þorri Jóhannsson hafi í gær verið handtekinn af lögreglu og færður til yfirheyrslu, vegna tölvupósts sem hann skrifaði mér og ég birti hér á bloggi mínu (enda hafði hann reynt að birta efnið hér). Ég held að það sé rétt sem fram kemur í greininni að þetta sé í fyrsta skiptið sem maður er færður á lögreglustöð til yfirheyrslu vegna tölvupósts (sem síðan leiddi til netskrifa). Sérkennilegt að hafa stuðlað að því.

Ég fjalla um netpóst þennan hér fyrir neðan, en þar kemur fram að ég hafi fengið nafnlausan tölvupóst með töluvert skrautlegu orðalagi og beinum hótunum í garð ráðamanna og að mér fannst óbeinni hótun í minn garð. Égvildi ekki kæra málið formlega, en lét Stefán Eiríksson lögreglustjóra vita af innihaldinu með tölvupósti til hans persónulega. Stefán er vaskur maður og hefur metið það svo að um alvöru hótanir í garð ráðamanna væri að ræða.

Ég vísa til færslunnar fyrir neðan, en vil að öðru leyti bæta því við að nokkru eftir samskiptin við Stefán komst ég að því hver hefði sent mér þessi nafnlausu skrif og reyndist það vera maður sem mér er lítillega kunnugur og ég tel ekki ástæðu til að ætla að hafi fyrir alvöru meint það sem túlka má sem hótanir. Ég hef síðan átt í samskiptum við Þorra (um tölvupóst) og hann þvertekur fyrir illindi í minn garð persónulega og fyrir að hafa í alvöru ætlað að gera ráðamönnum eitthvað.

En að Herði Torfa.  Er verið að snúa út úr hans orðum? Bæði og. Upptakan af samtali blaðamanns Mbl.is við Hörð gefur eftirfarandi: "Af hverju er maðurinn að draga þetta út í... allt í einu, veikindi sín". Þessi ummæli hefur blaðamaðurinn snurfussað svo: „Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?". Þetta er ekki nákvæmlega haft eftir og má deila um hvort fínpússning blaðamannsins breyti nokkru. Mér finnst hún þó nógu nákvæm til að hafna því, líka í ljósi annarra ummæla hans í samtalinu, að þarna hafi blaðamaðurinn eða aðrir verið að snúa út úr orðum Harðar. Hann á ekki að ströggla með þetta, heldur bæði útskýra betur við hvað hann átti og biðjast afsökunar.Þá verður honum enda fljótt fyrirgefið.


mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf 120.000 manns til að knýja fram kosningar?

Fyrir um það bil aldarfjórðungi skilaði af sér tillögum þáverandi stjórnarskrárnefnd og var þar margt gott sem rataði á prent. meðal annars um þjóðaratkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins voru tregir gagnvart slíku lýðræðistæki, en fulltrúar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins ekki. A-flokkarnir lögðu til að undirskriftir 20% (Alþýðubandalag) til 25% (Alþýðuflokkur) kjósenda dygðu til að knýja fram þjóðaratkvæði.

Þetta var á "Vilmundartímum" en hugmyndir um þjóðaratkvæði hafa ekki verið háværar á síðustu árum.Í þeirri stjórnarskrárnefnd sem nú situr að verkum hefur ekki náðst samstaða um þetta. "Samstaða er um það í nefndinni að vert sé að rýmka möguleika á því að haldnar séu jóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg málefni. Hins vegar greinir nefndarmenn á um það hversu langt eigi að ganga í því efni". Nefna má að Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar lögðu (í tíð síðustu ríkisstjórnar) fram á Alþingi frumvarp um að fimmtungur (20%) kosningabærra manna í landinu geti krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um lagafrumvarp sem Alþingi hafi samþykkt. Til að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrðu bindandi þyrfti meira en fimmtungur
kosningabærra manna að greiða atkvæði gegn gildi laganna. Samband ungra sjálfstæðismanna lagði og til að fjórðungur (25%) kosningabærra manna gæti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem samþykkt eru af Alþingi. Sjá áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar.

Helgi Hjörvar og fleiri Samfylkingarþingmenn hafa lagt til að meirihluti (50%) kjósenda geti krafist þess að efnt verði til kosninga. Það gera, hvað, um 120 þúsund undirskriftir, eða ríflega tvöfalt það sem Varið land náði á sínum tíma með gríðarlegu átaki. Ég hygg að það myndi kosta mun minni fyrirhöfn að gera einfalda hallarbyltingu í tilfallandi stjórnarflokkum, til að knýja fram stjórnarslit og kosningar!

En 20% hlutfall er fínt hlutfall hvað þjóðaratkvæðagreiðslur varðar. Um 45-48 þúsund manns.


mbl.is Meirihluti geti krafist kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki skríll - þetta er ég og þú

Fólk hefur sest niður í Alþingisgarðinum og neitar að verða...Fór á Austurvöll og var þar lengi. Tók myndir og fylgdist vel með, sérstaklega gerði ég mér far um að skoða hvers konar fólk væri mætt. Ég held að það sé fyllilega óhætt að segja að þetta snúist ekki (lengur) um "unga krakka" og "skríl". Það fólk og Svartliðarnir eru kannski mest áberandi í myndum og fremst í flokki, en hitt fólkið var ekki langt undan og framleiddi sinn hávaða: Venjulegt fólk á öllum aldri, sem vill koma skýrum skilaboðum til ríkisstjórnarinnar.

Á þessu skyldi ríkisstjórnin átta sig, ekki síst Samfylkingin, sem á uppruna sinn að rekja til alþýðuhreyfinga. Orð Ingibjargar Sólrúnar um að "þetta" væri "ekki þjóðin" geta ekki gilt lengur, þótt þræta hafi mátt um samsetningu mótmælenda um tíma. 

Persónulega held ég að farsælast væri fyrir ríkisstjórnina að segja af sér sem slíkri en mynda þjóðstjórn, sem væri starfsstjórn fram að kosningum - og að þær kosningar fari fram í fyrsta lagi í maí en í síðasta lagi í september/október. Guðvelkomið að kjósa í leiðinni um hvort fara eigi í aðildarviðræður við ESB.

Núverandi ríkisstjórn nýtur alls ekki trausts til að gera það sem þarf að gera og á þann hátt að það gagnast venjulegu fólki best, en ekki útvöldum.


mbl.is Piparúði og handtökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skunda ég á Austurvöll

Er hissa á því að ekki sé "live" útsending með myndatökuvélum á Austurvelli. Er að fara í skó og skunda á Austurvöll...

Ríkiskirkjan komin niður í 78.6%

 Þjóðkirkjan er kominn alla leið niður í 78.6% af landsmönnum (1. des. sl.). Hlutfallslega varð þar fækkun úr 80,1% í 78,6% milli ára, sem er gríðarlegt stökk niður á við. Fyrir um það bil 15 árum var hlutfallið 93%. Af 248.783 landsmönnum 16 ára og eldri tilheyrðu rúmlega 53.200 manns öðrum trúfélögum eða voru utan trúfélaga. Enn aukast rökin fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju.

 

Meðlimir helstu trúfélaga 16 ára og eldri 1. desember 2008
   FjöldiHlutfallsleg skipting
    
Alls248.783100,0
    
Þjóðkirkjan195.57678,6
Fríkirkjur11.9394,8
 Fríkirkjan í Reykjavík6.0082,4
 Fríkirkjan í Hafnarfirði3.7351,5
 Óháði söfnuðurinn2.1960,9
Trúfélög utan Þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða14.1765,7
 Kaþólska kirkjan6.6502,7
 Hvítasunnukirkjan á Íslandi1.6250,7
 Ásatrúarfélag1.1680,5
 Önnur skráð trúfélög4.7331,9
Önnur trúfélög og ótilgreint19.3237,8
Utan trúfélaga7.7693,1

 (Heimild: Hagstofa Íslands)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband