Færsluflokkur: Löggæsla

Hvaða eignir á að haldleggja?

Óneitanlega verður maður æ svartsýnni á að þegar loks verður gripið til haldlagninga-aðgerða þá verði það of seint í "rassinn" gripið. Hverjar eru þessar eignir og hvar eru þær? Komnar í örugg skjól og búið að renna öllu sem máli skiptir í gegnum pappírstætarana?

Er hægt að leggja hald á eignir sem voru færðar í rafrænu peningaformi til Lux, Tortola, Cayman? Er hægt að leggja hald á eignir sem skráðar voru á nöfn eiginkvenna eða annarra? Eru einhverjar eignir eftir sem unnt er að leggja hald á?


mbl.is Heimild til að frysta eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstöðumenn hvattir til að vera á varðbergi

Ríkisendurskoðun hefur sent öllum forstöðumönnum ríkisstofnana bréf þar sem þeir eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar stofnunarinnar um aðferðir til að fyrirbyggja fjármálamisferli.

"Reynslan hefur sýnt að þegar efnahagsástand versnar eykst almennt hætta á því að misfarið sé með fé stofnana og fyrirtækja. Í upplýsingaritinu „Vísbendingar um fjármálamisferli‘‘, sem út kom árið 2006, er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að uppgötva slík brot og fyrirbyggja þau".

Í niðurlagi bréfsins segir:

Með þessu bréfi er ekki ætlunin að ala á tortryggni milli manna heldur vill Ríkisendurskoðun stuðla að því að stofnanir hafi góða þekkingu á þeim þáttum sem valda hættu á fjármálamisferli og þeim aðferðum sem nota má til að fyrirbyggja hana.‘‘

Texti dreifibréfsins í heild

Ég trúi ekki Sigga Sheik

Sigurður Einarsson. Ég er sammála Þeirri línu sem mér sýnist vera ráðandi varðandi trúverðugleika Sigurðar Einarsson í Kaupþingi um "fiffið" í kringum Sheikh Mohamed bin Khalifa Al-Thani og kaup hans á rúmlega 5% hlut í Kaupþingi: Ég tek ekki hið minnsta mark á yfirlýsingum Sigurðar og tali hans um "misvísandi" fjölmiðlafréttir. Það er Sigurður sem er misvísandi.

Sigurður Einarsson og aðrir forkólfar hins fallna bankaheims hafa misst allt traust og trúverðugleika. Í mínum huga er Sigurður klíkumeðlimur S-hópsins helstu krimmanna úr röðum samvinnuhreyfingarinnar, sem sviku þá frómu stefnu til að verða moldríkir. Hann er af svipuðum kalíber og Ólafur Ólafsson og sá versti af þeim öllum; Finnur Ingólfsson.

Þessir menn njóta þess trausts sem þeir eiga skilið. Fyrr heldur en Fjármáleftirlit og rannsóknaraðilar staðfesta orð Sigurðar þá er þeim einfaldlega ekki trúað. Þannig er það.Eða hvað finnst ykkur hinum?


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband