Með eða á móti Evrópusambandsaðild?

Geysilega margir tala um aðild og ekki aðild að Evrópusambandinu og þar af eru mjög margir búnir að mynda sér einarða afstöðu um, eftir atvikum, blessun eða bölvun aðildar. Ég er hins vegar einn af þeim sem hafa ekki getað tekið slíka einarða afstöðu og ástæðan fyrir því er einföld: Ég hef ekkert í höndunum til að vega það og meta hvort kostirnir yrðu fleiri eða færri en gallarnir.

Mín grundvallarviðmiðun fyrir aðild er að almenningur, alþýða þessa lands, myndi ótvírætt koma áberandi betur út innan ESB en utan. Í því sambandi er gjarnan talað um t.d. lægri vexti og lægra vöruverð. Á móti er talað um afsal á fullveldi og ekki síst yfirráðum yfir auðlindum þjóðarinnar, svo sem fisknum og orkunni. Ég vil vitaskuld ekki að Brussel ráði þar öllu og við engu. En ég veit að óbreyttu EKKERT um það hvort slíkt yrði reyndin. Ég hef enga samnings-skilmála til að skoða. Ég veit ekki hvað okkur kann að bjóðast.

Ég hef tekið eftir því, talandi um almenning eða alþýðu þessa lands, að geysilegur munur er á afstöðu stærstu samtaka launafólks hér á landi. ASÍ virðist eindregið fylgjandi aðild. BSRB virðist eindregið leggjast gegn aðild. Ég veit ekki gjörla á hverju þessi munur byggist. Sjálfsagt er hægt að kafa ofan í vefsíður og samþykktir þessara samtaka til að komast nær svari, en það hef ég ekki lagt á mig ennþá. Veit þó að fyrir mér er svarið ekki augljóst, einfalt og skýrlega fram sett.

Forsætisráðherra hefur nú sent að mér skilst ótal aðilum bréf með fjórum spurningum, sem Evrópunefnd ráðuneytisins tók saman og samþykkti:

 1. Hvaða áhrif teljið þið að ESB aðild myndi hafa áhrif á hagsmuni ykkar fyrirtækis / starfsgreinar / stéttar / samtaka?

2.  Hvaða hluti regluverks ESB teljið þið að hefði jákvæð áhrif?

3.  Hvaða hluti regluverks ESB teljið þið að hefði neikvæð áhrif?

4.  Hefur þú/þið tekið afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu? Ef svo er, hver er hún?

 Ég hefði viljað sjá fleiri spurningar, en það er annað mál. Og hvað sem því líður verður fróðlegt að sjá og bera saman svör lykilstofnana/samtaka í samfélaginu.

Hitt er annað mál að hvað sem ESB líður þá hafna ég þjóðernis-tilfinningarökum fyrir því að halda í þessa liðónýtu og jafnvel stórskaðlegu krónu.


mbl.is Olli Rehn stendur fast á sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

... Og Ameríski herinn fór og við erum miklu verr stödd en fyrr....

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.2.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Við höfum það fínt og okkur mun líða mikklu betur með okkar eigin einföldu lausnir heldur en eitthvað regluverk og ramma miðevrópuríkja.

Jónas Jónasson, 5.2.2009 kl. 15:13

3 identicon

Jónas: Ertu sjálfstæðismaður? Nei, bara spyr!

Kv. Sigmar

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jón hefur rétt fyrir sér að við höfum tekið á okkur sæg af skuldbindingum, ekki síst Evrópskum. Ég er viss um að hægt sé að benda á ýmsa kosti. Hvað með gallana? Til dæmis margnefnt fullveldisafsal yfir auðlindum og fleira. Liggur eitthvað fyrir um það, ef við höfum ekki samnings-skilmála fyrir framan okkur?

Friðrik Þór Guðmundsson, 5.2.2009 kl. 16:24

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góð grein hjá þér Friðrik.

Þú nálgast þetta mál af skynsemi og á rökrænan hátt. Ekki af tilfinningasemi og með fordómum. Ef við ætlum að móta afstöðu okkar til ESB aðildar eingöngu út frá "köldu hagsmunamati" þá verður samningurinn að liggja fyrir. Eins og þú bendir á getur þetta "kalda hagsmunamat" ekki farið fram nema menn viti hvernig samningur okkur býðst í auðlindamálum.

Að vanda er ég svo sammála því sem Jón Frímann segir um ESB hér á blogginu. Verst að hann hætti að blogga um þetta hér sjálfur. Hann verður að fara að fyrirgefa mbl.is og byrja að blogga hérna aftur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.2.2009 kl. 17:02

6 identicon

Ef við kynnum okkur núverandi kerfi þar sem við tökum upp allar tilskipanir ESB með því að þýða þær og taka inní okkar löggjöf skilyrðislaust, þá er ljóst að við sem þjóð erum þegar inní ESB að stærstum hluta nema þegar kemur að ákvarðanatöku og þar höfum við engin áhrif. Þetta með fullveldið er barbabrellu pólitík (orðrétt haft eftir manneskju sem hefur starfað í Brussel fyrir Íslendinga). Við erum nauðbeygð nú þegar að taka upp allar tilskipanir nema á örfáum sviðum s.s. sjávarútvegs sviðum. Auðlindinni var stolið af þjóðinni fyrir löngu og mér er slétt sama hvort kvótakóngar eiga þær eða að það sé spilapeningur í samningum við aðrar þjóðir.

Ekkert getur gagnast íslenskum landbúnaði betur en full aðild að ESB. Jaðarsvæði hafa verið í miklum fókus hjá þeim og íslenskur landbúnaður getur ekki átt framtíð í lögbundinni einokun á íslendingum. 

Við sem þjóð verðum að skilja að samstarf meðal þjóða er framtíðin! Kannski lærum við auðmýkt núna eftir kreppuna. Ég vildi glaður deila kjörum með þjóðum Evrópu. Margar hverjar sem hafa verið í forystu um framfarir mannkyns.

Bjarni Hákonarson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 17:46

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Friðrik og takk fyrir ágætan pistil og málefnalegar spurningar. Mín svör við þeim eru þessi.

Um spurningu 1:
Til að byrja með, engin áhrif. Það er ekki fyrr en síðar að áhrifin koma í ljós. Sum jákvæð en önnur örugglega neikvæð. Ákvarðanir byggjast á “samnefnara” fyrir öll aðildarríkin, þar sem hagsmunir eru metnir. Þar er okkar lóð létt. Hættan liggur í því að missa tökin á framvindunni og hafa of lítið um eigin örlög að segja. Þess vegna leiðir framsal á fullveldi alltaf til tjóns.

Um spurningu 2:
Ég held að jákvæði hlutinn sé nú þegar til staðar, þar sem hann fellur undir EES samninginn. Þó peningamenn hafi farið illa með frelsið er sökin hjá okkur en ekki Evrópusambandinu.

Um spurningu 3:
Sá hluti sem snýr að stjórnkerfinu. Fjarlægð stjórnvaldsins frá þegnunum, aukin völd á færri hendur (verður fækkað í EU Commission í 18) og fleiri málaflokkar færðir undir Brussel stjórn (t.d. orkumál). Einnig að það yrði næstum ógerlegt fyrir Ísland að taka virkan þátt í öllum þeim 3.094 vinnuhópum sem starfa á vegum Framkvæmdastjórnarinnar.

Um spurningu 4:
Algerlega á móti inngöngu, a.m.k. á þessum tímapunkti. Kreppan á Íslandi, óvissan um styrk evrunnar í vaxandi kreppu í Evrópu og það mikla “breytingaskeið” sem framundan er vegna Lissabon samningsins, gera það að pólitísku glapræði að sækja um núna, hvað sem síðar kann að verða. Verð þó að segja að mér finnst ólíklegt að Evrópusambandið geti nokkurn tímann orðið góður kostur fyrir Ísland.

Eins konar pjé-ess:
Legg til að Bjarni Hákonarson kynni sér helstu tegundir “gerða” í ESB, hvernig staðið er að lagasetningu, þriggja-þrepa umfjöllun EFTA skrifstofunnar og starfsvið hinnar sameiginlegu EES nefndar. Það sem hann segir hér að ofan um tilskipanir ESB og upptöku þeirra í íslenska löggjöf er býsna fjarri sanni.

Haraldur Hansson, 5.2.2009 kl. 18:46

8 identicon

Fyrst og fremst ættum við að einbeita okkur að umbótum í efnahagsmálum á þessum tímapunkti.

Engin efnahagslegur ávinningur myndi felast í Evrópusambansaðild heldur einungis kostnaður af því að halda uppi gríðarlegu embættismannakerfi.

Stjórn fiskveiða færist yfir til ESB og er Sambandið með hræðilegt track record í þeim efnum. 

sandkassi (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 00:15

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Munurinn á afstöðu ASÍ og BSRB liggur í Ögmundi

Með ESS samningum fengum við allt hið jákvæða í ESB. Með aðild að ESB, fáum við slatta af neikvæðu. T.d. missum við sjálfstæðan samningsrétt við þriðju ríki með aðild. Allt verður að vera í gegnum ESB

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 01:22

10 identicon

Ég nýt alveg trausts og þarf ekki á neinu bandalagi að halda. Ef að fólk vill traust hvernig væri þá að vinna fyrir því?

Varðandi; "Við inngöngu í ESB þá mundum við senda út þau skilaboð að við ætlum að byggja efnahag okkar á tryggan hátt með evrunni og aðildinni að ESB. Slíkt mundi strax gefa okkur mikið traust erlendis, ekki bara í evrópu. Heldur víða um heim."

Ég ætla ekki að áfellast þig Jón Frímann fyrir að beita þessum rökum enda gera það allir þessa dagana.

Hugmyndin er samt ákaflega naive og yfirlýsing þess efnis að við ætlum að ganga í ESB og fara í að fullnægja Maastricht er bara orðin tóm, enginn mun taka mark á því.

Evruna fáum við eftir 10 ár (kannski). 

Við skulum tala um traust, það hefur með mannorð að gera. Við eigum bara eitt mannorð og annað eintak er ekki í boði fyrir þessa kynslóð. Það mun lagast eftir nokkra áratugi og ekki fyrr.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 01:23

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það mun lagast miklu fyrr ef við hysjum sjálf upp um okkur. ´Mannorð okkar mun rísa sem aldrei fyrr, þegar aðrar þjóðir sjá hversu úrræðagóð og dugleg við erum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 01:29

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jón - sem betur fer er til þenkjandi fólk úti í hinum stóra heimi.  Fólk erlendis sem hérlendis veit fullvel hvers vegna við erum í þeirri stöðu sem við erum í nú.  Það er langt frá því að við séum einskis virði - hvaðan færð þú þessar fáránlegu hugdettur.  Við þurfum ekki ESB til að sanna það hvað í okkur býr þó svo smá slumma af gráðugum auðmönnum, slatti af spillingu og afdankað stjórnmálakerfi hafi litað málin svört.  Við erum að vinna í því að rísa upp, skipta um gír, setja fram stefnu og vinna inn traust á eigin forsendum. Og við getum það.

Ekki segja "við erum skuldarar" því að þjóðin er ekki öll innvikluð í þessi mál.  Það veit fólk hvaðanæva úr heiminum fullvel - nema kannski þú.

Regluverkið sem við fengum í hausinn með góðu samningunum í EES er nú þegar fullþungt í vöfum. Með inngöngu bara versnar það.  Við setjum hag okkar í annarra hendur meira og minna og missum jafnvel stjórn á lífæðum.

ESB bjargar okkur ekki efnahagslega.  Þeir munu ekki koma ríðandi á hvítum hesti og bjarga okkur.  Alþjóðagjaldmiðill væri til hagsbóta en á ekki að þurfa að hafa aðild í för með sér. Það eru aðrir kostir í stöðunni.

Á þessum tímapunkti höfum við um annað að hugsa.  Við þurfum líka að sjá þróunina hjá ESB aðildarríkjum.  Við fengum aldrei að hafa auðlindirnar okkar í friði og þær eru okkur lífsnauðsynlegar. Við fengum ekki að hafa menntastefnuna okkar í friði.  Það eru angar allstaðar sem mundu flækjast inní okkar líf og hagkerfi án þess að við hefðum mikið um það að segja. Ákvörðunarvaldið væri komið til Brussel - lago.  Við yrðum pínulítil agnarögn í miljóna manna sambandi.  Rík að auðlindum fátæk að völdum.

Ég bara vona að Steingrímur landi Norsku krónunni.  Það væri fín byrjun á einhverri framtíð.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.2.2009 kl. 01:38

13 identicon

Hér eru skilirðin sem þarf að uppfylla, ég er ekki bjartsýnn á að við myndum skila þessu á næstu árum;

Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu,

Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu.

Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.

Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.

Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 02:37

14 identicon

Mér þykir mjög vænt um krónuna en við gætum líka haft fiska á íslensku evrunum.

Hins vegar er alls ekki hægt að ganga út frá því sem sjálfsögðu að við fáum að taka upp evru ef við göngum í ESB og það ættu ekki að vera helstu rök þess að ganga í slíkt samband.

Kamma Thordarson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:07

15 identicon

"Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF." Til að fá Evru.

Bara þetta eina atriði er fjarlægur draumur.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband