Grænn og/eða vænn - um mengun mannúðarinnar

 Ég er ósköp grænn gagnvart umhverfinu en númer eitt vænn gagnvart velferðarkerfinu. Ég styð ekki mengun í náttúrunni, en ég leggst alfarið gegn mengun mannúðarinnar.

Ég styð heilshugar baráttuna gegn mengun í náttúrunni og hef skilning á þörfinni fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda. En ef skynsömum umhverfissjónarmiðum er fylgt þá met ég meira ábata atvinnuuppbyggingar en sparifataloforð sem ekki eru í takti við hlut Íslands í raunverulegri losun. Nú sem aldrei fyrr þarf samfélagið á skilvirkri tekjuöflun að halda.

Sama gildir um hvalveiðar. Ég fellst ekki á tilfinningarök um að veiðar á hvölum séu í sjálfu sér slæmar, burt séð frá öðrum rökum. Ef skynsöm rök segja að hvalveiðar færi þjóðinni meiri tekjur en sem nemur tjóninu sem veiðarnar hafa í för með sér, þá fellst ég á hvalveiðar. Ef tjónið er meira og þá nettótap af veiðunum, þá er ég þeim ekki fylgjandi.

Ekki síst í yfirstandandi krísu horfi ég til alls þess sem getur varið velferðarkerfið gegn óþörfum skakkaföllum. Mannúð velferðarkerfisins er númer eitt hjá mér. Niðurskurður í heilbrigðisþjónustunni er eitur í mínum beinum. Ef það tryggir sjúklingum og slösuðum nauðsynlega meðferð og kemur í veg fyrir lokun deilda og annað slíkt þá get ég alveg fallist á alls konar verksmiðjur (sem standast heilbrigt umhverfismat, einkum á landsbyggðinni) og hvalveiðar.

Vildi bara nefna þetta.


mbl.is Deildum lokað á Landakoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Svíum er illa við Hvalveiðar okkar, en skipta sér ekki af nágrönnunum Noregi. Auðvitað ekki enda Noregur of stórt fyrir Svía að rífa kjaft við.

Auðvitað eigum við að friða hvalina og hrefnuna líka, taka að rækta upp í vernduðu umhverfi seli líka. Leggja af þorskveiðar eða bara fiskveiðar alfarið til að vera ekki að taka fæðuna frá þessum dýrum. Síðan gætum við flutt inn útlendinga (kallast á fínu máli ferðamenn) til að skoða hvalasöfnin, þau verða þá ekki bara á Húsavík heldur syndandi um allann sjó, að vísu árstíðabundið nú sem stendur, en Hvalurinn allavega myndi hætt að færa sig um set ef hér yrði komið  upp alþjóðlegri fóðurstöð ( ferðamenn að fóðra hvali með kvía öldum þorski). Við höfum  hvort eð er ekkert að gera með þorsks, það vill enginn kaupa (svo segir LÍÚ). Þessar fáu sérvitru sálir hér á landi gætu fengið undanþágu hjá Umhverfis og Ferðamálaráðherra til  að veiða í soðið af og til. Fiskiskipaflotann mætti endurnýta í skoðunarferðir með allan þann viðbótar túrisma sem myndi flæða yfir landið við þessar aðstæður og tekjur í ríkissjóð yður margfalt meiri en af útflutningi fisks (sem nær enginn vill kaupa samkv. LÍÚ). 

Það sjá allir hvað Færeyingar græddu á því að vera keyptir út úr netveiðum á laxi. Nú eru allar ár fullar af laxi sem síðan er sleppt aftur (má ekki minnka stofninn sko).

Laxveiðileyfi ruku upp í verði vegna þess að nú var ekki happadrætti um hvort þú fengir lax til að bíta á, heldur spurning hvað komstu yfir að sleppa mörgum aftur.

Húrra fyrir allri friðarstefnu í lífríkinu.

Sverrir Einarsson, 29.1.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Stærsti hluti heilbrigðisþjónustu er innheimtustarfsemi og í sumum tilfellum hrein fjárkúgun sem ekkert hefur með veikindi eða sjúkdóma að gera, líka hómópatía. Þar mætti skera niður um 30-50% áður en það færi að koma niður á heilbrigði landsmanna

Kristján Sigurður Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband