Lekinn og auma Breska ljónið

Birting Kastljóss á samtali fjármálaráðherranna Darlings og Árna Matt var stórkostlegur viðburður, bæði pólitískt og í fjölmiðlasögunni. Gjörbreytti stöðunni í "kalda stríðinu" milli Íslands og Bretlands. Eins og venjulega er sumum meira umhugað um hver hafi lekið en um efnivið lekans, en við því er að búast. Kvörtun Breta yfir lekanum er hins vegar ákaflega grátbrosleg.

Geir Haarde hefur greint frá þessari kvörtun Bretanna og virtist taka mátulegt mark á þeirri armæðu. Enda er það með ólíkindum fífldjarft að kvarta yfir lekanum eftir að þeir höfðu notað samtalið til að setja hryðjuverkalögin á Ísland. Mér finnst það raunar lítt skiljanlegt af hverju einhver þurfti að leka; af hverju þessu samtali var ekki varpað formlega út af stjórnvöldum hér strax eftir hryðjuverkalögin fyrir tveimur vikum eða svo. Kannski vildu menn passa upp á einhverja diplómatíu fyrst von var á Breskri sendinefnd til Íslands að ræða málin, en það er linkindarleg tillitsemi. 

Mér er alveg sama hver lak þessu. Menn eins og Björn Bjarnason og Össur Skarphéðinsson hafa fagnað lekanum og ég fagna líka, ekki bara með þjóðarhag í huga, heldur líka að fjölmiðlum (Kastljósi) hafi tekist að ná í þetta. 

Og fleira mætti gjarnan leka, sem veitir almenningi upplýsingar og skýrir stöðu og þróun mála. Áfram fjölmiðlar! Blaða- og fréttamenn mega gjarnan bæta sem mest og best fyrir sofandaháttinn sl. 2-3 ár, þegar við þurftum mest á aðhaldshlutverki þeirra að halda gagnvart stjórnvöldum og stórfyrirtækjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já já, þetta var bara mjög pro leki-:)

sandkassi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:08

2 identicon

Í þætti á BBC Radio 4 að morgni dagsins eftir samtalið við Árna fjármálaráðherra sagði Darling að íslensk yfirvöld ætluðu ekki að standa við sínar skuldbindingar hvort sem menn tryðu því eða ekki. Við þekkjum framhaldið !

Með þessum ósannindum var Ríkisstjórn Íslands klárlega skylt að birta samtalið til að rétta hlut okkar. Það gerði hún hins vegar ekki - hvers vegna skal spyrja !

En Kastljós fór vel með og hlutur Íslands réttis þótt fyrr hefði mátt vera.

Nú þarf að fylgja eftir af hörku því skaðinn er nánast algjör.

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:01

3 identicon

En hugsið ykkur - fyrst ljúga til um innihalds samtals og hafa svo í sér að kvarta þegar hið sanna kemur í ljós !

Makalaust !

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

 http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/26/eru_nu_fyrst_ad_atta_sig_a_alvarleika_malsins/

Árni Páll segir jafnframt að hann hafi bent á það hvernig Bretar hefðu gengið fram af miklu offorsi gagnvart Íslendingum, fryst eigur bankanna og sett Ísland hryðjuverkalista. Þannig hafi Bretar aukið enn á vandann,  stuðlað að frekari eignarýrnun og þar með skaðað almennt evrópska kröfuhafa.

Hann segist hafa komið því á framfæri að íslensk stjórnvöld hefði boðist til þess að fela þennan ágreining Evrópusambandsdómstólnum til úrlausnar. Því hafi hins vegar verið hafnað. „Við hefðum hingað til viljað trúað því að sá tími að stór ríki í Evrópu misbeittu stærð sinni og aðstöðu til að kúga minni nágrannaríki, við hefðum viljað trúað því að sá tími væri liðinn,“ segir Árni Páll.

Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins, var viðstödd ráðstefnuna og að sögn Árna Páls styður hún ekki aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 18:32

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það eru nýjar upplýsingar í málinu. Viðtal Kompáss við BTB. þar heldur hann því fram að hefði Seðlabankinn lánað Landsbankanum 200 mil. pund hefðu Bretar tekið ábyrgð á IcSave reikningunum. Þessi 200 mil. pund áttu að vera tryggð með áttföldu veði í ríkisskuldabréfum í eigu Lí. þetta eru þær 200 mil. sem Darling spyr Árna um. Var ísland að hundsa hjálp frá Bretum í ljósi þess sem Darling segir "álit ykkar mun bíða hræðilega hnekki. Er einhver vafi að álit okkar hefur beðið slíka hnekki?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 19:15

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það kann vel að vera að Seðlabankinn  eigi hér hlut að máli og má útskýra höfnun sína á þessum 200 m. pundum. Augljóslega er Seðlabankinn í vondum málum ef hann er sakaður um hrein og bein skemmdarverk. Það breytir hins vegar litlu um þá framkomu sem okkur var sýnd af Breskum stjórnvöldum.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 19:23

7 identicon

Ég þarf að sjá restina af viðtalinu og hefði ég haldið að Stöð 2 mætti flýta því. Ef að eitthvað bitastætt væri í viðtalinu, þá væri örruglega búið að sýna það. Allavega býst ég ekki við miklu.

Þetta eru bara rökin sem við erum búin að vera að hlusta á, Seðlabankinn átti bara að dæla fé í þessa banka. "skemmdarverk""nýjar upplýsingar", varla.

200 milljón pund er ekki nein skiptimynt strákar. Af hverju var Seðlabankinn settur upp við vegg á þennan hátt til að byrja með? Af hverju fjármögnuðu menn ekki sinn rekstur sjálfir?

Af hverju fengu þeir ekki bara 200 miljón punda lán á frjálsum markaði fyrst veðin voru svona svakalega fín?

Þetta eru spurningar sem við höfum verið að spyrja sambandi við Glitni. Ég er reyndar á þeirri skoðun að við getum kennt bretum um stórann hluta af þessu klabbi. En hvaða árrátta er það að vilja gera skemmdarvarg úr Seðlabankanum? Ég hef bara hvergi séð neina kenningu þess efnis sem heldur vatni eða er hið minnsta trúleg.

sandkassi (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband