Hugvekja: Til vinstri snú - frjálshyggjan kvödd

 Mynd 481793

Fylgið er að flytjast til vinstri - það er í grófum dráttum niðurstaðan. Könnun Fréttablaðsins gefur nokkuð ákveðna vísbendingu um að kjósendur hafi þann þroska til að bera að sjá að þungamiðja ábyrgðarinnar á því hvernig komið er fyrir Íslandi liggi hjá ríkisstjórnum síðustu 12-13 ára, en ekki fyrst og fremst hjá núverandi ríkisstjórn (þótt hún eigi sitt). Það er enginn að "flýja" yfir til Framsóknar um björgun!

 Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa stóraukið fylgi sitt, en Sjálfstæðisflokkurinn að tapa stórt og Framsóknarflokkurinn fær ekki hina minnstu búbót. Þetta er marktæk vinstri sveifla, þótt skekkjumörkin séu há í svona könnun. Mér finnst fram koma sterk vísbending umbæði vinstri sveiflu og að fólk sé að tjá sig um gegndarlausa og eftirlitssnauða frjálshyggju síðustu tvo áratugina. Að þótt hún hafi verið fín um hríð þá hafi hún á endanum reynst hin mesta böl og að nú sé komið að því að fara "back to basics" fyrir Ísland, sem er mátuleg skynsöm markaðshyggja samfara sterku velferðarkerfi jafnaðarmennskunnar. Hvorki villta "vestrið" né njörvað "austrið".

Þessi þróun var byrjuð að fæðast fyrir síðustu þingkosningar með vinstri sveiflu yfir til VG, en á síðustu stundu fór sú sókn meira yfir á Samfylkinguna. Nú eru skilaboðin afdráttarlaus; bæði "rauða" VG og "bleika" Samfylkingin fá marktækt aukinn stuðning. Skilaboðin eru skýr: Í yfirstandandi krísu og eftirfylgjandi aðgerðum eiga að gilda prinsipp jafnaðarmennskunnar, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Ekkert Oddssonar-Friedman frjálshyggjusukk.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Háttvirtur síðuhöfundur Friðrik Þór Guðmundsson er vel greindur og hefur ekki fylgt rétt skipaðri trú í mörgu. En svo geta menn verið greindir að þeir sjái ekki aðalatriði máls. Hann eins og fleiri sjá Sjálfstæðisflokkinn sem "frjálshyggjuflokk" en ekki austurevrópskan kommúnistaflokk sem hann hefur verið frá upphafi.

Stundum hef ég haldið að þetta að kalla Flokkinn frjálshyggjuflokk sé vel heppnað áróðursbragð Flokksins og að Sverrir Hermannsson hafi verið látinn bjóða sig fram í þessu skini.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Kristján Sigurður hefur rangt fyrir sér; ég er ekki háttvirtur!

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

p.s. Ég er enn að lesa viðtal Agnesar við Björgólf. Það gengur hægt því ég þarf reglulega að stoppa, jafna mig og jafnvel æla. Ég hugsa að geðheilsu minnar vegna verði ég að geyma að lesa hlemminn allan. Þvílíkt böl að lesa þennan mann.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þú viðurkennir að Flokkurinn sé kommúnískur, góð byrjun. En þjóðin elskar þennan flokk og hefur gert frá 1260. Hvað sem hann leiðir yfir þjóð sína hefur hún tekið sem vel barin eiginkona, vegna barnanna þó ekki væri annað. Nú er ég farinn, undantekningalaust, að opna hurðir fyrir konum sem eru með barni vegna hinna væntanlegu skuldara sem bera eiga skuldir Flokksins fyrir mig. Slíkt er alls ekki háttur Íslendinga. Þó hefur þessi flokkur mátt sæta margvíslegu harðræði utanfrá, svo sem afnám Stóradóms 1812 og EES samningin 1991 sem Jón Baldvin plataði upp á ungan foringja Flokksins með því að halda að honum víni og marháttaða mannréttindalöggjöf sem hefur verið þröngvað uppá hann með hótunum, einnig að utan. Flokkurinn mun standa þetta áfall af sér eina og önnur sl. 748 ár til þess mun hin marpínda Íslenska þjóð sjá fyrir. 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ha? Að Sjálfstæðisflokkurinn sé kommúnískur! Nei, það viðurkenni ég ekki. Smá partur af honum er Viðreisnar-bleikur og raunar áreiðanlega stór hluti kjósenda hans, en ekki að flokkurinn sjálfur sé vinstriflokkur. Ég hygg að aðeins öfgafyllstu hægrimennirnir segi Sjálfstæðisflokkinn vera vinstri flokk og að eingöngu fólk sem er langt fyrir utan boxið telji Geir og Co vera kommúnista.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 13:18

6 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er eins og oft áður, eftir niðursveiflu fylgir vinstrisveifla og eftir uppsveiflu hægrisveifla.

Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hver er munurinn á Búlgarska kommunistaflokknum heitnum og Sjálfstæðisflokknum? Hvaða flokkar hafa réttarkerfið í hendi sér? Hvaða flokkar hafa Ríkislögreglustjórann í Flokknum og sigs honum eins og hundi? Hvaða flokkar hafa ríkisfjölmiðla og fréttastofur þeirra í hendi sér? Hvaða flokkar gefa út dagblað og segja að það sé "frjálst"!? Hvaða flokkar hafa rannsóknarvald í hendi sér og beita því og misbeita því í þágu Flokksins? Meira??

Það má svosem kalla þá frjálshyggjuflokka en þar á ég úlfs von sem ég eyrun sé.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 13:56

8 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

PS: Af hverju varð DO vitlaus þegar hann raknaði úr fykllírisrotinu þegar hann sá afleiðingar EES samningsins? Hér gat hugsanlega orðið frjálst evrópst markaðshagkerfi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 26.10.2008 kl. 14:05

9 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Held að Heidi hafi hitt naglann á höfuðið.... mannfólkið er svo fyrirsjáanlegt. Þetta vita pólitíkusar líka. Þess vegna munu S og D sveiflast aðeins til vinstri með fólkinu í landinu næstu 2 árin og treysta á fastann í íslensku mannlífi - hið íslenska pólitíska gullfiskaminni.

Flokkapólitík ætti að uppræta með öllu. Þessi "hægri/vinstri/miðju" hugsun er orðin úrelt alveg eins og flokkarnir/fulltrúalýðræðið. Ég veit ekki hvað þarf eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi til þess að fólk sjái það. Það er bara röflað um "okkur vantar nýtt afl" eða "okkur vantar sterkan leiðtoga" og groupthinkið heldur áfram eins og venjulega.... ekkert breytist. Djöfull sem ég verð stundum þreytt á þessu ósjálfstæði okkar 

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 26.10.2008 kl. 15:44

10 identicon

Besta leiðin eins og málum er komið er að flytja héðan - losna bæði við Samfylkingarfólkið og ruglið í því sem og Sjálfstæðisflokkinn og svo hefur  Steingrímur J. nöldrað á þingi í 25 ár (utan smá þegar hann var ráðherra).

Þótt hlutir væru lítið betri í útlandinu þá er a.m.k. hægt að velja sér samastað þar sem veður er betra - og það kostar ekkert.

Íslenskur málshátur segir: Lengi getur vont versnað ! - Orð að sönnu.

Árni Leifur (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 16:23

11 Smámynd: Hjalti Árnason

Mér finnst bara að Kristján Sigurður Kristjánsson ætti að bjóða sig fram. Það vantar svona menn í pólitíkina í dag - einhver verður að taka við af þeim sem hafa stjórnað hingað til!!

Hjalti Árnason, 26.10.2008 kl. 16:29

12 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Flytja héðan, segir Árni Leifur. Eflaust er það mörgum hugnanlegt að vera í sólríkum notalegheitum næstu 2-3 árin, meðan sjokkurinn hellist yfir og vonandi jafnar sig.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 17:18

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Flokkapólitík ætti að uppræta með öllu, segir Jónína Sólborg og það hljómar jafn vel og tillagan um sólríkar strandir í útlöndum. Ég tek undir og myndi sem aldrei fyrr langa í persónukjör í þingkosningum, þar sem við kjósendur gætum valið fólk af mismunandi listum; valið einstaklinga.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 18:29

14 identicon

Sæll Friðrik, já ég skil vel að þú finnir ælubragð af blaðamennsku Agnesar Bragadóttur en hún fær launin sín hjá stjórnendum óreiðunnar og hefur verið dugleg að notfæra sér moggann til að reyna að gera alla drætti þessa máls sem óljósasta; að hjálpa úrkynjaðri og duglausri yfirstétt að halda áfram í völd og ítök í íslensku samfélagi.

Kveðja

Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 20:24

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Sæll og blessaður Bárður. Þegar ég segi "Ég er enn að lesa viðtal Agnesar við Björgólf. Það gengur hægt því ég þarf reglulega að stoppa, jafna mig og jafnvel æla" er ég nú auðvitað að ýkja líkamleg áhrif viðtalsins allverulega og ekki beina teiknimyndinni að Agnesi per se heldur miklu fremur að viðmælandanum. Kannski fæ ég tíma á hlemminn á eftir.

Hér var ég hins vegar að fjalla um vísinn að pólitískri uppstokkun, þar sem fólk er að hverfa frá hinum villta keðjubréfakapítalisma yfir í skynsamara og öruggara form af blönduðu hagkerfi. Meðal annars má búast við því að verulega hægi á frekari einkavæðingarplönum á ekki síst velferðarsviðinu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.10.2008 kl. 21:39

16 identicon

Sæll aftur, ég get aldrei haldið mig við efnið heldur læt bara hvatvísina ráða.

Ég legg til að við hirðum af þeim Póst og síma og Actavis (Lyfjaverslun ríkisins sem var), að kvótinn verði settur í kvótasjóð í eigu landsmanna, að skylt verði að nýta bújarðir til búskapar (að ungu fólki sem vill hefja búskap verði gert það kleift), að sumarhallir auðmanna rati til almennings; það finnast nóg not fyrir þær; að stjórnendurnir sem kenna nú yfirvofandi heimskreppu um brask sitt og spilafíkn verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir sparifénu sem tapaðist í braski bankanna og átti að heita tryggt á innlánsreikningum; pólitíska landslagið? er það ekki nánast sviðin jörð? Hver hefur getað orðað þessa hluti svo þeir "meiki sens"?

Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 01:00

17 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Nýtt blandað hagkerfi mundi bara þýða eina salibunu enn í þessari hringekju glannaskaparins. "Blandað hagkerfi" er með innbyggðan sjálfseyðingarhnapp, kapítalisma sem fær áfram að grafa um sig og éta innan úr kerfinu þangað til það hrynur aftur.

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband