Heldur Guð með United eða Chelsea?

Sonja Bjork fotboltakappiÞað eru nokkrar mínútur í lokaumferð Enska boltans. Ég hljóp til áðan, niður í bæ og ætlaði í Kolaportið og í bakarí, en allt var lok, lok og læs. Villuráfandi útlendingar höfðu enga skýringu, en ég fann Íslending sem sagði mér að það væri Hvítasunnudagur. Það vissi ég ekki. Var send út fréttatilkynning?

En þetta leiddi mig til spurningarinnar, sem rétt er að spyrja opinberlega núna, áður en leikirnir byrja. Heldur Guð með United eða Chelsea?

Og hvað fallbaráttuna varðar; hvaða botnlið hefur syndgað minnst eða er Guði mest þóknanlegt í þá veru að falla ekki; Fulham, Reading eða Birmingham.  Veit Guð af Íslendingunum í Reading og að á Íslandi er fólks svo gott að loka Kolaportinu og bakaríum í dag?

Jæja, svörin verða ljós von bráðar...

(Myndin er af Sonju Björk, litlu frænkunni minni í Seattle) 


mbl.is Úrslitin ráðast í Englandi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held með Manchester United og nú fer leikurinn að byrja! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Guð hélt sem sagt með "Rauðu djöflunum". Magnað.

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að Guð hafi ekkert með þetta að gera... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ha? hvað meinarðu Lára Hanna... að það hafi verið... gúlp... hinn gæinn?

Friðrik Þór Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 18:31

5 identicon

Guð heldur með Manchester!

Jakob (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 19:17

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hmm...  ég mundi nú ekki eftir hinum gæjanum! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband