Færsluflokkur: Íþróttir

Hugvekja: Til vinstri snú - frjálshyggjan kvödd

 Mynd 481793

Fylgið er að flytjast til vinstri - það er í grófum dráttum niðurstaðan. Könnun Fréttablaðsins gefur nokkuð ákveðna vísbendingu um að kjósendur hafi þann þroska til að bera að sjá að þungamiðja ábyrgðarinnar á því hvernig komið er fyrir Íslandi liggi hjá ríkisstjórnum síðustu 12-13 ára, en ekki fyrst og fremst hjá núverandi ríkisstjórn (þótt hún eigi sitt). Það er enginn að "flýja" yfir til Framsóknar um björgun!

 Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa stóraukið fylgi sitt, en Sjálfstæðisflokkurinn að tapa stórt og Framsóknarflokkurinn fær ekki hina minnstu búbót. Þetta er marktæk vinstri sveifla, þótt skekkjumörkin séu há í svona könnun. Mér finnst fram koma sterk vísbending umbæði vinstri sveiflu og að fólk sé að tjá sig um gegndarlausa og eftirlitssnauða frjálshyggju síðustu tvo áratugina. Að þótt hún hafi verið fín um hríð þá hafi hún á endanum reynst hin mesta böl og að nú sé komið að því að fara "back to basics" fyrir Ísland, sem er mátuleg skynsöm markaðshyggja samfara sterku velferðarkerfi jafnaðarmennskunnar. Hvorki villta "vestrið" né njörvað "austrið".

Þessi þróun var byrjuð að fæðast fyrir síðustu þingkosningar með vinstri sveiflu yfir til VG, en á síðustu stundu fór sú sókn meira yfir á Samfylkinguna. Nú eru skilaboðin afdráttarlaus; bæði "rauða" VG og "bleika" Samfylkingin fá marktækt aukinn stuðning. Skilaboðin eru skýr: Í yfirstandandi krísu og eftirfylgjandi aðgerðum eiga að gilda prinsipp jafnaðarmennskunnar, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Ekkert Oddssonar-Friedman frjálshyggjusukk.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugvekja: Liðin sem ég elska og hata

Í fótboltanum heldur maður með sínu liði, maður á að hata erkifjendurna og maður má ekki vera félagsskítur. Þessi einarða afstaða er annars mikið til bundin við íþróttirnar, því á öðrum sviðum lífsins leyfist manni að skipta um skoðun og hollustu. Í pólitík er maður þannig ekki endilega félagsskítur þótt maður flakki á milli flokka í kjörkassanum. En það er samt talið vera gegn „anda“ stjórnmálanna.

Sumir halda reyndar „pólitískt“ með sínu fótboltaliði. Eftir því sem mér skilst þá eiga vinstrimenn ekki að halda með KR – því það hafi verið og sé auðvalds-liðið. Eins og Real Madrid á Spáni. Á Ítalíu telst AC Milan vera hægra-lið Berlusconis og Lazio er sagt vera lið Fasistanna. Hvað Enska boltann varðar er ljóst að Íslendingar halda með sigurvegurunum. Þrír af hverjum fjórum halda með Liverpool, Man. Utd eða Arsenal – hinn fjórðungurinn heldur með skrítnum undirmálsliðum eins og Tottenham eða WBA, skilst mér. Fyrir marga er þarna um trúarbrögð að ræða og kirkjur þessara trúarbragða eru til muna betur sóttar en kirkjur hefðbundinna trúarbragða.

Ég get ekki alveg farið eftir formúlunni; Ég er félagshyggjumaður en held með KR, meintu auðvaldsliði. En ég hata ekki Val. Í Enska boltanum held ég með öðru meintu auðvaldsliði, Tottenham, en ég hata ekki Arsenal (þótt ég voni að þeir tapi sérhverjum leik).

Í pólitík er ég löngu búinn að yfirgefa einstrengingslegar skoðanir og hollustu. Ég myndi vilja hafa persónukjör; fá að pikka út einstaklingana á listunum, en ekki flokkana. Ég myndi vilja fá að velja skynsama, öfgalausa einstaklinga af öllum listum, því í pólitíkinni er „mitt lið“ ekki endilega best. Landið eitt kjördæmi og persónukjör. Af (nú) 63 frambjóðendum myndi ég örugglega velja minnst 3-4 úr þeim flokki sem mér er annars verst við. Af því að þar er líka þrátt fyrir allt að finna gott og skynsamt fólk. Fólk sem vill samfélaginu vel en ekki bara sjálfu sér.

Sem félagshyggjumaður myndi ég áreiðanlega velja fleiri einstaklinga sem eru „til vinstri“. En slík hugtök þýða ekki það sama og þau gerðu hér áður fyrr. Í velferðarsamfélögum eins og á Íslandi er löngu ljóst að þriðja leiðin varð fyrir valinu; að taka það besta úr hægrinu og vinstrinu og búa til manneskjulegt blandað hagkerfi. Reyndar hafa öfgafullir frjálshyggjumenn verið að reyna að breyta þessu, en þeim verður ekki kápan úr því klæðinu úr þessu, enda hefur nýfrjálshyggjan beðið alvarlegt skipbrot og verður dæmd samkvæmt því.

Þannig myndi maður kannski vilja hafa það í fótboltanum; fá að búa til eigið lið úr þeim leikmönnum allra liða sem spila besta og fallegasta boltann. Mitt Íslenska lið yrði ekki uppfullt af KR-ingum. Mitt Enska lið hefði meira að segja einn eða tvo Arsenalmenn í hópnum, svei mér þá. En þá yrði ég af einhverjum talinn svikari og félagsskítur. O jæja.

Í viðskiptum? Ég vil fá gamla góða Alþýðubankann aftur. Og það er tímabært á ný fyrir alþýðuna og landsbyggðarfólkið að stofna pöntunarfélög og samvinnufélög. Í alvöru talað.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband