1.4.2009 | 14:57
Ömurleg tregða - stjórnarskráin er villandi úrelt
Það er beinlínis ömurlegt að horfa upp á sjálfstæðismenn rembast við að hindra breytingar á stjórnarskránni og það má vera ljóst hverjum kjósanda að flokkurinn sá hefur engan áhuga á að auka vald fólksins. Engan. En stjórnarskránni þarf að breyta. Hún beinlínis villir sýn.
Í góðri bók Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðiprófessors, íslenska stjórnkerfið, er lærdómsríkur texti sem sýnir vel hversu villandi og úrelt stjórnarskráin okkar er orðin. Lesið vel og vandlega:
"Í þekktu riti um forsetakerfi og þingræði halda Shugart og Carey (1992) því fram að á Íslandi sé um að ræða "mikil formleg völd forseta yfir löggjöf og ríkisstjórnarmyndun". Gera má ráð fyrir að þeir hafi dregið þessa ályktun af lestri íslensku stjórnarskrárinnar".
Í stjórnarskránni var árið 1944 að mestu látið duga að seta "forseti" inn fyrir "konungur" og síðan hafa menn einfaldlega túlkað stöðu forsetans til valdaleysis. Annað stendur í hinni úreltu og villandi stjórnarskrá - og kannski von að erlendir fræðimenn ruglist í ríminu.
Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stjórnlagaþing er eitt mikilvægasta málið í dag.
Það verður að tryggja að valdasjúkir og spilltir stjórnmálamenn geti ekki haldið þjóðinni í gíslingu eins og gerst hefur síðustu ár.
Gæta verður þess að stjórnmálaflokkarnir og klíkur þeirra komi hvergi nærri Stjórnlagaþingi.
Stjórnmálaflokkur er eins og hvert annað félag sem berst fyrir ákveðnum hagsmunum eins og t.d. íþróttafélög, skákklúbbar, hundavinafélög etc.
Stjórnmálaflokkarnir hafa þannig ekkert með stjórnarskrána að gera.
Stjórnlagaþing á að tryggja að hagsmunir þjóðarinnar séu settir í öndvegi en á ekki að vera hagsmunagæsla fyrir spillt stjórnmálaöfl.
Markmiðið er að semja stjórnarskrá sem tryggir lýðræði og jafnræði í þjóðfélaginu.
Jón (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:11
Ég held reyndar Friðrik minn ágæti Þór, að tregða og mótþrói jafnvel við breytingar sé almennt rík í stjórnmálaflokkum, ekki síst þegar kemur að slíkum grundvallarhlut sem þessum og jú nokk flóknum og vandasömum, að gera breytingar á stjórnarskránni!Og Sjallarnir hafa nú til þessa dags ekki heldur verið kallaðir ÍHALDSMENN fyrir ekki neitt!?
En góðir hlutir gerast hægt, eins og þar stendur, þetta virðist vera að mjakast og fleira líka róttækt, samanber með persónukjörið, sem þú hlýtur að vera ánægður með sem þínir félagar í Borgarahreifingunni!?
Magnús Geir Guðmundsson, 1.4.2009 kl. 17:47
Hvað áttu við að eitthvað sé að mjakast með persónukjörið, Magnús minn væni? Erti nokkuð að tala um frétt á mbl.is frá því í morgun sem byrjaði svona?:
Innlent | mbl.is | 1.4.2009 | 10:03
Hægt að kjósa á mbl.is
Samkomulag hefur náðst milli stjórnmálaflokkanna á Alþingi um að leyfa persónukjör fyrir komandi þingkosningar. Samkomulagið felur í sér að fólk fær að raða á lista eftir skoðunum sínum.
Ef svo er þá hefur þú hlaupið apríl, er ég hræddur um. Enda þóttist ég vita að þetta væri grátt og ósmekklegt aprílgabb, sem rugla myndi fólk í ríminu! því miður Magnús; Þetta er gabb.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.4.2009 kl. 17:53
já bara troða inn í stjórnarskránna einhverju dóti og vona að hún gagnist og menn muni bera virðingu fyrir henni.
það er ekkert sem þarf að breyta varðandi stjórnarskránna. smæa lagfæringar og viðaukar varðandi kosningarfyrirkomulag og forsetan. annað ekki. gott samt að heyra að fleiri en Susarar vilja breyta forseta embættinu.
uppstokkun á stjórnarskránni. endemisbull er þetta í þér. ef stjórnarskráin á að vera grunnreglur ríkisins þá þarf hún að vera höggvin í stein. hún þarf að geta staðið óbreytt í aldir. ekki verið háð breytingum vegna persónulegra skoðanna eða vinsælda kosninga á hverjum tíma.
ef þú vilt ná þér í góða stjórnarskrá þar sem ýtarlegum réttindum þegnanna er lýst, þá ættiru að ná þér í stjórnarskrá gömlu sovétlýðveldanna.
Fannar frá Rifi, 1.4.2009 kl. 17:55
Skiljum bara Sjallana eftir ef þeir vilja ekki vera með. Gerum nauðsynlegar breytingar án þeirra aðkomu. Bara hið besta mál.
Finnur Bárðarson, 1.4.2009 kl. 18:19
Sér þetta Sjalla-fólk ekki hve það kemur upp um einræðistilhneigingar sínar með svona málflutningi? Sjáið bara: 'Fannar frá Rifi' meira að segja kominn af stað Ekki þarf þá fleiri vitnanna við.
Hlédís, 1.4.2009 kl. 18:35
semsagt. það á að nota stjórnarskránna og kúga hluta af þjóðinni til hlíðni? er það það lýðræðið og samræðustjórnmál þar sem raddir allra eiga að fá að heyrast? eða er þetta bara eins og venjulega þegar vinstri menn koma og tala um jafnrætti þá eru þeir nær alltaf að tala um að þeir verði jafnari en aðrir.
Fannar frá Rifi, 1.4.2009 kl. 20:18
Það er komin ný regla á háttvirtu Alþingi: 1. gr. Frumvörp fá ekki þinglega meðfer nema að amk. ein grein frumvarpsins brjóti í bága við Sts.
Skilyrði þetta var uppfyllt í lokagrein gjalgeyrishaftalaganna.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 20:50
Það er ég viss um að Fannar frá Rifi og félagar hafi verið froðufellandi brjálaðir þegar menn voru "að troða inn í stjórnarskránna einhverju dóti" árið 1995.
Mannréttindakaflanum.
Menn sem telja að þjóðaratkvæðagreiðslur, stjórnlagaþing og persónukjör sé "eitthvað dót" - á þá er annars ekki mörgum orðum eyðandi.
Ef þetta "dót" er vinstrimennska skal ég glaður kallast vinstrimaður og vera mjög stoltur af. Ég hélt hins vegar að svona umbætur teldust þverpólitísk lýðræðisást. Kannski er það rangt.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.4.2009 kl. 21:15
Krafan um að efnt verði til Stjórnlagaþings er svo sannarlega þverpólitísk og algjörlega hafinn yfir allt þras og mas um dót og drasl - hægri og vinstri.
Þarna er á ferðinni eitt brýnasta málið sem fjallað er um í dag. Það að Sjálfstæðismenn skuli þvælast svo fyrir hefur ekkert að gera með hægri stöðu þeirra í stjórnmálum.
Nei þar er um hreina HAGSMUNAGÆSLU að ræða, hagsmunagæslu fyrir flokkseigendur, ættir, kvótaeigendur og aðra sem komið hafa sér fyrir í kerfinu, hvort sem um er að ræða atvinnuvegina eða ríkisjötuna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.4.2009 kl. 21:38
Heyr, heyr.
Friðrik Þór Guðmundsson, 1.4.2009 kl. 21:39
Ég hlustaði á Atla Gíslason, VG, og Birgi Ármannsson, S, í Kastljósi í kvöld og fannst rökfærsla Atla afar góð og lýðræðisleg:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431353/2009/04/01/0/
EE elle (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:02
Rétt hjá Hólmfríði. Ekkert nema hrein og klár hagsmunagæsla.
Arinbjörn Kúld, 1.4.2009 kl. 22:45
Það er aðeins eitt sem gamla valdabatteríið er að koma sér saman um núna. Það er að þynna út allar tillögur til lýðræðislegra umbóta. Persónukjörið er farið. Stjórnlagaþingið verður útbúið eins veikt og unnt er - ef því verður þá hleypt af stokkunum. Öllu sem stendur til bóta - fyrir almenna borgara þessa lands er nú kerfisbundið drepið á dreif.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:07
Hættan á fækkun spilltra valdsmann eftir kosningar - jafnvel í nokkur ár - er skelfileg tilhugsun fyrir Flokksmenn sem eru góðu vanir.
Hlédís, 2.4.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.