Hinir ríkustu sitja eftir hjá Íhaldinu

Könnun Capacent-Gallup sýnir að lágtekjufólk er í óðaönn að yfirgefa þá tálsýn að Sjálfstæðisflokkurinn sé þeirra flokkur. Er að vakna upp við þann vonda draum að Sjálfstæðisflokkurinn meinar ekki lengur neitt með slagorðinu "stétt með stétt".

fylgi tekjur CG

 Það eru einkum auðmenn og hinir best settu í samfélaginu sem áfram treysta á völd og styrk Sjálfstæðisflokksins. Ekki venjulega fólkið. Ekki fólkið sem hefur fengið upp í kok á hruninu og klúðrinu sem gerðust vegna þess grunns sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lögðu og hrundi vegna andvararleysis og sofandaháttar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

Vaxandi hópur kjósenda finnur atkvæði sínu skjól hjá Borgarahreyfingunni. Fylgið vex frá könnun til könnunar. Síðasta könnun sýnir að Borgarahreyfingin er þegar komin með 5% lágmarkið hjá körlum (sjá mynd). Hreyfingin á enn eftir að sanna sig fyrir konum landsins, þar sem fylgið mælist aðeins 1.8%. Þarna er verk að vinna. Ef konur landsins gefa Borgarahreyfingunni meiri gaum og Borgarahreyfingin gefur konum meiri gaum þá verður 5% markinu fljótlega náð og hreyfingin fær á bilinu 1-4 þingmenn. 


mbl.is Tekjuháir færa sig um set
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vil sjálfur koma með fyrsta komment að geefnu tilefni og endurtaka það sem ég sagði í athugasemd við þarsíðustu færslu:

"... bíð ég eftir að útsendarar Flokksins komi hingað inn til að ausa óþverraskap yfir mig... Af því tilefni árétta ég það sem ég segi í "haus" bloggins:

 "Blogg þetta er mitt persónulega málgagn, ekki hlutlaus fjölmiðill eða fræðirit. Fólk komi fram undir fullu nafni í athugasemdakerfinu. Nafnlausar athugasemdir þó ekki fjarlægðar ef háttvísi er gætt".

Að öðru leyti tek ég glaður við öllum málefnalegum skömmum!

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.3.2009 kl. 10:25

2 identicon

Gott mál að hlutirnir breytist enda ekki vanþörf á!  Skil þó ekki að miðið við að það átti að endurskoða kosningalög að ekki hafi verið hróflað við þessu fáránlega 5% lágmarki.  Athyglisvert líka að sjá hvernig flokkarnir eru reknir með gríðarlegu tapi, á að treysta fólki sem ekki getur rekið flokk réttu megin strikið að reka íslenska ríkið á gáfulegan hátt?? 

Varnarmúr sem gömlu flokkarnir hafa byggt um sjálfa sig í krafti framlags úr ríkissjóði er til skammar.  Allt gert til þess að koma í veg fyrir tortryggni og þurfa ekki að sækja styrki út í samfélagið, sem þó hefur verið gert.  Hvað þurfa nýju flokkarnir að gera?  Jú sækja styrki út í samfélegið.  Ef þeir koma manni á þing eru þeir þá ekki orðnir tortryggilegir?

Gott væri fyrir flokkana að hafa það í huga að ef þeir eiga t.d. 100 milljónir væri ekki úr vegi að eyða ekki meira en því! 

Kveðja Benni.

Benedikt Kaster (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt skilgreining á kjarnanum í fylgi Flokksins. Og nú mun það koma í ljós hversu margir kæra sig um að fylgja honum í næstu ránsferð. Verst hvað lítið er eftir til að ræna. En auðvitað má hugsa sér að bankarnir verði einhvers virði eftir yfirtöku ríkisins. Spennandi verður að sjá hvort Borgarahreyfingin fer að sýna fylgi sem nægir til þingmanna. Þá fer ég að hugsa mig um. 

Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 11:22

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Allt saman á réttu róli hjá þér Benedikt, og þakka þér fyrir, nema að hafa ber í huga að nýfrásagðar tölur um taprekstur flokkanna náðu yfir kosningaár. Ég er ekki viss nema að flokkarnir skili ágætis "arði" þegar ekki eru kosningar, enda eru tekjurnar úr sjóðum skattgreiðenda ágætar. Á kosningaári eru útgjöldin bara svo mikil, eins og menn þekkja!

Já, Árni, ég vil meina að pólitísk efnahvörf geti einmitt orðið þegar þessu umdeilda 5% marki er náð. Áttu eiginkonu? Fáðu hana þá til að styðja/kjósa hreyfinguna og þá er markinu náð - og þú getur bæst við!

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.3.2009 kl. 11:25

5 identicon

Já kannski er það bara þannig að flokkarnir séu reknir með ágætis arði.  Það kemur í ljós ef þeir treysta sér fljótlega að skila ársskýrslu fyrir árið 2008.  Þetta var jú ársskýrsla fyrir 2007 sem átti löngu að vera búið að skila.  Hvernig skildi verða brugðist við ef ég skila ekki skattframtalinu í tíma??  

Þessi kosningalög eru rotinn og brotinn.

Á þessu litla landi okkar er ekki lýðræði, ekki jafnræði, heldur flokksræði gömlu súru flokkana.

Kveðja Benni.

Benedikt Kaster (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:41

6 identicon

Tel að niðurstaða könnunarinnar sé ekki rétt í tilfelli Borgarahreyfingarinnar því Gallup hringir út um allt land og sá á Þórshöfn segir ekki xo því þar er enn ekkert framboð komið fram. Könnunin sýnir því verulegt fylgi við Borgarahreyfinguna í Reykjavíkurkjördæmum, hún vanmetur því fylgi hennar.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:45

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Flokkur allra stétta er varla réttnefni lengur ef það var nokkurn tímann réttnefndi.

Guðmundur St Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 11:48

8 Smámynd: B Ewing

Þú hefur misskilið slagorð sjálfstæðisflokksins "Stétt með stétt" hrapalega Friðrik.

Þeir áttu við að "heil stétt færi út á stétt" .

Við það loforð hafa þeir staðið og það margfalt því fjölmargar stéttir fólks eru að missa íbúðirnar sínar og eru að lenda á "stéttinni (götunni)" sem sjálfstæðisflokkurinn lofaði því.

B Ewing, 28.3.2009 kl. 13:06

9 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vel ígrunduð pæling hjá þér Einar. Vonandi er vanmat á ferðinni!

Friðrik Þór Guðmundsson, 28.3.2009 kl. 16:05

10 Smámynd: Anna

Það þarf að ná til þeirra sem aldrei hafa kosið. Það er stór fjöldi fólks sem hefur ekki vilja taka þátt í skrípóleik flokkanna. En nú er öldin önnur. Ýmsir flokkar fyrir allra hæfi.

Anna , 28.3.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband