25.3.2009 | 19:47
Ég mótmæli þessu, mbl.is
Hin annars ágæta vefsíða mbl.is er að pirra mig þessa dagana, með "fídus" sem er mér mjög á móti skapi og mér finnst eiginlega skerða mannréttindi mín. Mér finnst að verið sé að grípa frammí fyrir frelsi mínu til athafna, það er eins og einhver standi mér við hlið og kippi í mig til að þvinga mig til gjörða sem ég vil ekki.
Jú ég er að tala um að þegar ég "skrolla" niður forsíðuna á mbl.is, með bendilinn á miðri síðu, eins og gengur og gerist, þá er augljóslega búið að innstilla einhvern "fídus" og skrollunin stöðvast á auglýsingu. Skrollunin hættir að virka og ég er píndur til að festa augun á einhverri fjandans auglýsingu af því að bendillinn stoppar þar og vill ekkki fara lengra.
Núna á einhverri fjandans Immiflex lyfja-auglýsingu. Ég hef vitaskuld tekið þá ákvörðun að kaupa aldrei, aldrei, aldrei í lífinu Immiflex. Þið athugið það þarna hjá auglýsingadeild mbl.is og markaðsdeild viðkomandi lyfjafyrirtækis. Þessi þvingun reitir mig til reiði. Ég efast um að ég sé einn um það.
Losið mig úr þessum skroll-höftum!
Morgnunblaðið hefur sent mér eftirfarandi nótu:
"Hér er ekki um að ræða vísvitandi aðgerðir af okkar hálfu til að bendillinn stoppi við ákveðna auglýsingu. Þetta eru hins vegar vandræði í Firefox sem tengist flash-útgáfunni sem þessi auglýsing var búin til í.
Það hefur verið rætt við hönnuðinn og hann mun lagfæra auglýsinguna.
Þakka þér fyrir að benda á þetta. Það er ekki alltaf sem við áttum okkur á svona vandræðum. Sérstaklega þegar þetta virkar vel í flestum vöfrum".
Viðkomandi hönnuður hefur og sent mér bréf og vil ég af því tilefni taka það skýrt fram, að hann var bara að vinna vinnuna sína samviskusamlega og ekki þátttakndi í neinu djögullegu plotti! Ástæða er til að biðja hann afsökunar ef hann hefur orðið yfir óþægindum vegna þessa.
Mér fannst ákaflega eðlilegt, ótæknivæddum manninum, að draga þá ályktun að þetta væri viljandi auglýsinga-trick. Rétt eins og auglýsingamiðinn sem er límdur utan á prentaða Moggann, örugglega ÖLLUM til leiðinda (nema auglýsingamönnum og þeim sem kom með hugmyndina). Í umræðum um þessa færslu hefur sannleikurinn verið leiddur fram. Þetta varðar Firefox-vafrarann og Flash-playera og annað sem dauðlegir menn botna ekki í. Hér er ekki um djöfullegt plott auglýsenda og markaðsdeilda að ræða. Það er komið fram. Vegna óháttvíss komments frá einhverjum "Hilmari", sem ég hef fjarlægt, vil ég bæta við að færslan stafaði af almennum pirringi út í auglýsingar og auglýsendur, en ekki af geðveiki eða illvilja. Sorrý.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Heilbrigðismál, Tölvur og tækni | Breytt 26.3.2009 kl. 11:00 | Facebook
Athugasemdir
Þakka upplýsingarnar, ég hélt að músin mín væri að bilast...þessar auglýsingar eru óþolandi...
TARA, 25.3.2009 kl. 20:11
Sæll Friðrik.
Notaðu Mozilla/Firefox netvafra og settu upp viðbót sem heitir adblock plus. Þannig þarftu aldrei að líta þessar pirrandi auglýsingar aftur.
Mbk.
Davíð Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:13
Ætli makkinn sleppi við þetta? Ég þekki þetta ekki.
Margrét Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 20:24
Hér er vænisýki á býsna háu stigi. Þetta er böggur í Firefox, sjá:
http://forums.techguy.org/all-other-software/738745-solved-firefox-refuses-scroll-when.html
Hversemer (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:29
Hm, spurning hvort þú gætir ekki notað lyklaborðið líka til að komast hjá þessu, prófa það.
Magnús Geir Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 20:51
Vænisýki! En dramatískt! Mér finnst það ekki vænisýki að trúa öllu illu upp á otara og potara þessa dagana, heldur eðlileg tortryggni, hugsanlega pínulítið afvegaleidd í þetta skiptið.
Ég upplifði vandamál, skrifaði færslu, fékk svör/ábendingar - árangri náð. Mér fremra fólk um tæknimál leiddi mig á réttar brautir. Otararnir og potararnir voru þá saklausir eftir allt. Af þessu. En ég tortryggi þá áfram, ef ykkur er sama!
Friðrik Þór Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 20:55
Hefur pirrað mig líka og mun setja upp adblock. Góður punktur og ég get ómögulega fundið einhverja vænissýki út úr þessari færslu. Makalaust hve margir eru viðkvæmir þessa daganna.
Arinbjörn Kúld, 25.3.2009 kl. 21:41
Þetta er einmitt fín leið til að leysa vandamál - skrifa um þau, biðja um hjálp og fá hana!
Lára Hanna Einarsdóttir, 25.3.2009 kl. 21:44
Já, altso, kannski dulítið skrítin hjálparbeiðni, skulum við þá segja...
En í alvöru. Hvernig á manni að detta annað í hug en plott markaðs- og auglýsingadeilda. Það er ekki beint saklaust fólk þar á ferð. Er ekki búið að finna upp á öllum fjandanum til að troða upp á okkur vörum og þjónustu? Er ekki sannað að "skilaboðum" hafi verið laumað í myndefni? Er ekki verið að eyðileggja dagskrárgerð með því að rjúfa þætti í miðjum klíðum með þessu fjárans bulli? Er ekki búið að eyðileggja gamla góða orðið "íslandsmót" og farið að kalla þetta "Landsbankadeildin" og "N1-deildin" og annað kjaftæði eftir því? Er ekki iðulega búið að klína einhverjum drasl-miða utan á Moggann, sem síðan rifnar þegar maður vill fjarlægja ógeðið?
Á ég að halda áfram.... eða er það vænisýki?
Friðrik Þór Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 22:43
Friðrik Þór Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 22:44
Nei, þetta er ekki vænisýki. Auglýsingamennskan hefur gengið algjörlega út í öfgar!
Sammála þessu
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.3.2009 kl. 00:20
Það eru þessar auglýsingar sem halda þessum vef opnum fyrir okkur. Kannski mætti bjóða upp á að kaupa auglýsinga-fría áskrift að mbl.is fyrir 1.999,- kr á mánuði. Ekki svo galin hugmynd.
Ólafur Gíslason, 26.3.2009 kl. 00:36
Nja, mbl.is er ekki (enn) gegnsósa og ég hafði ekki yfir miklu að kvarta þar fyrr en þetta skroll-stopp á einni auglýsingunni fór að bögga mig. Af röngum ástæðum (en hvimleitt samt). Ég get lifað af með auglýsingar sem flækjast ekki fyrir mér, eru prúðar til hliðar og neyða mig ekki neitt. Þær mega vera þarna ef þær breyta ekki atferli mínu eða trufla mig með beinum hætti og inngripi. Ég notla tek annars afar lítið mark á auglýsingum en þeim mun meiri á upplýsingum.
Pæliði í því ... það er ekki hægt að monta sig yfir því að vera "Landsbankadeildarmeistari í fótbolta". Ég myndi frekar tapa viljandi!
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 00:43
Vera bara með Makka, þá er þetta ekkert vandamál !
Börkur Hrólfsson, 26.3.2009 kl. 00:59
Enga trúmálaumræðu hér. Við erum að tala um auglýsingar og aðra veraldlega hluti. Makka-átrúnaður kl. 11 á sunnudögum.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 01:26
Amen!!!Hef orðið afar óþægilega var við þennann ósóma sem þú talar um Friðrik. Það er fátt sem ég hata meira en auglýsingar og þá sérstaklega illa gerðar og böggandi auglýsingar,ég ætla að nefna nokkur dæmi sem ég persónulega hata meira en orð fá lýst; Var að hlusta á x-ið í bílnum og þar kom e-r eyrnavírus frá fyrirtæki sem heitir Hýsir og Hljómaði svona: "Hýsir - fullbúin heimasíða á aðeins 39.900 X 4! s.s. rullan lesin 4 sinnum til að maður næði þessu nú örugglega á endanum
Svo var ein frá kjarnafæði sem segir e-ð á þá vegu:"Kjarnafæði pylsur - PYLSUR en ekki pulsur??FOKK YOU ÉG SEGI PULSUR EN EKKI PYLSUR OG ÉG KAUPI ALDREI NEITT FRÁ KJARNAFÆÐI!!!!!
Og svo allar auglýsingarnar sem eiga að vera fyndnar en...maður fær svo mikinn kjánahroll að það mætti líkja því við flogakast:
SS PULSU dæmið
Happdrætti háskólans með sama "grínistanum"
Dominos útvarps auglýsingarnar
Og svo mætti fjandi lengi telja.
Spurning hvort Bill Hicks hafi ekki bara verið með lausnina á þessu vandamáli?
http://www.youtube.com/watch?v=gDW_Hj2K0wo
Sigurður Hjálmarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 01:27
Fyndið, kverúlant vælandi út af tölvuböggi en er svo með auglýsingu frá landráðamanni hægra megin á síðu sinni.
Flottur, samkvæmur sjálfum þér, aaaaaallllllllssssss ekkert geðveikur..........
Hilmar F. (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 09:40
Morgnunblaðið hefur sent mér eftirfarandi nótu:
"Hér er ekki um að ræða vísvitandi aðgerðir af okkar hálfu til að bendillinn stoppi við ákveðna auglýsingu. Þetta eru hins vegar vandræði í Firefox sem tengist flash-útgáfunni sem þessi auglýsing var búin til í.
Það hefur verið rætt við hönnuðinn og hann mun lagfæra auglýsinguna.
Þakka þér fyrir að benda á þetta. Það er ekki alltaf sem við áttum okkur á svona vandræðum. Sérstaklega þegar þetta virkar vel í flestum vöfrum".
Viðkomandi hönnuður hefur og sent mér harðort bréf, þar sem hann gerir mér upp þann illvilja að vilja drepa smáfyrirtæki. Sem vitaskuld er ósatt.
Mér fannst ákaflega eðlilegt, ótæknivæddum manninum, að draga þá ályktun að þetta væri viljandi auglýsinga-trick. Rétt eins og auglýsingamiðinn sem er límdur utan á prentaða Moggann, örugglega ÖLLUM til leiðinda (nema auglýsingamönnum og þeim sem kom með hugmyndina). Í umræðum um þessa færslu hefur sannleikurinn verið leiddur fram. Þetta varðar Firefox-vafrarann og Flash-playera og annað sem dauðlegir menn botna ekki í. Hér er ekki um djöfullegt plott auglýsenda og markaðsdeilda að ræða. Það er komið fram. Vegna bréfs sem ég hef fengið og komments sem ég hef fjarlægt vil ég bæta við að færslan stafaði af almennum pirringi út í auglýsingar og auglýsendur, en ekki af geðveiki eða illvilja. Sorrý.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 09:57
Þetta gerist ekki í Appletölvu með Safarivafranum. :)
Birgir Þór Bragason, 26.3.2009 kl. 10:26
Svona vil ég nú hafa breyttan hluta af uppfærslunni í færslunni sjálfri:
Viðkomandi hönnuður hefur og sent mér bréf og vil ég af því tilefni taka það skýrt fram, að hann var bara að vinna vinnuna sína samviskusamlega og ekki þátttakndi í neinu djögullegu plotti! Ástæða er til að biðja hann afsökunar ef hann hefur orðið yfir óþægindum vegna þessa.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 11:01
Veistu Friðrik, í smástund var ég eins spennandi og Blowfeld, illmennið úr Bond myndunum.
....núna er maður aftur orðinn óspennandi, en það er reyndar ekkert slæmt heldur... rólegra einhvern veginn.
En ég er kominn með Flash manualinn í hendurnar og ætla að stúdíera þetta betur, ormar eins og ég þurfa 300 þús manns til að passa uppá að maður geri ekki einhverja bansetta vitleysu.
Rock on! Tek reyndar undir með Birgi Þór, makkar rúla!
Bestu kveðjur, Hannar F. Lash :)
Hannar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:02
Takk Hannar.
Messa hjá mökkurum í Grafarvogskirkju kl. 8.30 næsta sunnudagsmorgun.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 11:34
Hinir lesa bara auglýsingar á meðan, haha.
Börkur Hrólfsson, 26.3.2009 kl. 11:44
Að sjálfsögðu segjum við sem viljum tala sem besta íslensku, PYLSA, nöldur bara utan vegar í Sigurði Hjalmarssyni.
Magnús Geir Guðmundsson, 26.3.2009 kl. 17:28
Sæll Friðrik!
Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég stend ekki á bak við neitt djöfullegt plott þessa dagana. Satt að segja hafði ég ekkert illt í huga þegar ég ákvað að auglýsa Immiflex á mbl.is
Sigurður Þórðarson, 5.4.2009 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.